Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 189. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 23. AGUST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins 500 fallnir í Suður-Afríku: Tutu vill friðar- gæslulið frá SÞ Jóhannesarborg, Soweto, Vosloorus. Reuter. SVARTIR óeirðaseggir í útborgum Jóhannesarborgar fleygðu bensín- sprengjum og múrsteinum að lögreglumönnum í gær og stríðandi hópar beittu skotvopnum og hnífum i innbyrðis átökum, auk þess sem fólk var brennt til bana. Alls hafa nú rúmlega 500 manns fallið í átök- um zúlúmanna og xhosa, stærstu ættbálka blökkumanna í Suður- Afríku, undanfarna tíu daga. Desmond Tutu, erkibiskup og friðarverð- launahafí, leggur til að sent verði alþjóðlegt friðargæslulið til að skakka ieikinn. „Það sem við þurfum núna er eins konar UNTAG,“ sagði Tutu og vísaði þar til gæslusveita sem Sameinuðu þjóðirnar létu annast yfirstjórn og framkvæmd fyrstu fijálsu kosning- anna í Namibíu er voru haldnar sl. vor. Biskupinn bað fólk að sýna þolinmæði og forðast ofbeldi. Æ fleiri hvetja til þess að xhosamaður- inn og blökkumannaleiðtoginn Nel- son Mandela ræði við helsta tals- mann zúlúmanna, Mangosuthu But- Svíþjóð: Barneignir færast í vöxt Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. NOKKUR aukning barneigna hefur orðið í Svíþjóð og eru fæðingar á fyrstu sex mánuð- um ársins fleiri en nokkru sinni á því tímabili undanfarin 22 ár. Fæddust 64.700 börn til júníloka eða 4.800 fleiri en á sama tíma í fyrra. Astæðurnar fyrir fjölgun barneigna eru nokkrar. í fyrsta lagi er það nú hagkvæmt sökum opinberrar aðstoðar að eignast annað barn áður en fyrsta barn verður hálfs þriðja árs. Þá varð mikil fjölgun barneigna í Svíþjóð á stríðsárunum. Tuttugu árum seinna fæddust börn þeirra og nú eru barnabörn stríðsárabarn- anna að fæðast. Alls jókst íbúatala Svíþjóðar um 38.500 manns fyrstu sex mánuði ársins og 1. júlí sl. voru íbúar landsins því 8.565.000. Fjölgaði íbúum allra lénanna 24 sem er einsdæmi. Á sama tíma fækkaði innflytjendum um 1.600 miðað við sama tíma í fyrra en þeir voru 33.400 á fyrri helmingi ársins. helezi, um frið milli deiluaðila. Tutu sagði að slíkar viðræður yrðu að vera mjög vel undirbúnar, ella gætu þær orðið verri en engar. F.W. de Klerk forseti hefur hvatt leiðtogana til viðræðna en Mandela vísar hug- myndinni á bug. Viðræður Buthelez- is og eins af leiðtogum xhosa á þriðjudag urðu til einskis. Átök zúlúmanna og xhosa eru nú einkum í úthverfum Jóhannesar- borgar. Fjöldi verkamanna af zúlú- ættum starfar þar skamma hríð á ári hveiju, en þeir mega ekki taka sér fasta bólfestu utan eigin heima- landa. Gistihús þeirra eru nú eins og umsetin virki og illa útleikin lík ungra manna sjást víða í göturykinu. Reuter Nokkur þúsund útlægir Kúvætar söfnuðust saman í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Þeir báru mynd af Sadd- am Hussein íraksforseta. Hafði snöru verið brugðið um háls forset- ans og hakakrossinn huldi andlit hans. Austur-Þýskaland: Barningtirvið að ákveða dag sameiningar Austur-Berlín. Reuter. EFNT var til skyndifundar í austur-þýska þinginu í gærkvöldi til að reyna að ná samkomulagi um dagsetningu sameiningar þýsku ríkjanna. Samkomulag sem náðst hafði á þriðjudag milli helstu flokksleiðtoga landsins um 14. október sem sam- einingardaginn fór út um þúfur þegar þingflokkur jafnaðarmanna hafnaði því. Jafnaðarmenn segjast vilja sameiningu 15. september í síðasta lagi. í gær lagði Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, til að sam- einingin yrði fyrstu dagana í októ- ber og sögðust talsmenn stjórnar hans vonast til að samkomulag næðist um þá málamiðlun. Lothar de Maiziere, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, sagði í gær að þingmenn yrðu að leggjast á eitt að ná samkomulagi um sam- einingu. Jafnvel var búist við ákvörðun nú i nótt. Meðal annars lá fyrir tillaga frá Þýska sósíalsam- bandinu um tafarlausa sameiningu. George Bush kallar út varalið Bandaríkj ahers Irakar segja að tvær óvinaflugvélar rjúíl lofthelgi sína — Jórdanir stöðva flóttamannastrauminn frá írak — írakar sagðir beina eldflaugum að ísrael Nikósíu. Reuter. The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipaði herkvaðningu vara- liða í Bandaríkjaher í gær. í fyrstu er þar um 40.000 hermenn að ræða sem verða til taks til að bætast í hóp 110.000 bandarískrá hermanna sem eru komnir til Saudi-Arabíu eða eru á leið þang- að. Iraska sjónvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að tvær óvinaflug- vélar hefðu rofið lofthelgi lands- ins. Jórdönsk yfírvöld tilkynntu í gær að þau hefðu lokað landa- mærunum að írak vegna þess þau réðu ekki lengur við flóttamanna- strauminn. Aharon Levran, hátt- settur yfírmaður í ísraelsher, full- yrti í gær að írakar beindu nú eldflaugum sínum að ísrael. Af- drif 13.000 Vesturlandabúa í írak eru enn mjög á reiki. írakar báru í gær til baka fréttir um að þeir ætluðu að hleypa borgurum sjö Evrópubandalagsríkja úr landi en buðu jafnframt japönskum og frönskum borgurum að yfirgefa landið. Herir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta streyma nú til Persaflóa- svæðisins. Á hveijum degi koma um Trabant til Ungveijalands Austur-þýskur verkamaður sést hér stíga inn í Trabant- bifreið fyrir utan stærstu bílaverksmiðju landsins í Zwickau. Erfitt er orðið að finna kaupendur að Trabant í Austur-Þýskalandi eftir myntbandalag þýsku ríkjanna en eftirspurn er enn- þá næg í Ungverjalandi og hafa 25.000 bílar nú verið seldir þangað á einu bretti. 'Br-S":x®SŒeri!í I það bil fimmtíu bandarískar her- flutningaflugvélar frá herstöðvum í Vestur-Þýskalandi til Saudi-Arabíu með hermenn, vopn og birgðir. Eru þetta mestu flutningar sem banda- ríski herinn hefur staðið fyrir frá Vestur-Þýskalandi síðan loftbrúin til Berlínar var mynduð árið 1961. Varalið Bandaríkjaliers hefur ekki verið kallað út síðan í Víetnamstríð- inu. Bush hefur heimild til að kalla út allt að 200.000 varaliða en talið er að í fyrstu verði þeir 40.000. Hussein Jórdaníukonungur boðaði í gær nýja tilraun til að finna frið- samlega lausn á deilunni í Miðaust- urlöndum. Hann fer til íraks og fleiri arabaríkja næstu daga. Litlar fréttir berast af ástandinu í Kúvæt. Innrásarher íraka tók í gær af lífi níu manns sem sakaðir voru um þjófnað í höfuðborg landsins. Þar á meðal voru írakar, Egyptar, Sýrlendingar og Kúvætar. Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í gær að írakar kynnu að hafa verið að blekkja sjö EB-ríki þegar þeir lofuðu að hleypa borgur- um þeirra úr landi. Tilgangurinn kynni að vera sá að fá útlendingana til að safnast saman svo írakar þyrftu ekki að leita þá uppi. Um 200 Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í Irak og Kúvæt hafa verið fluttir á hernaðariega mikilvæga staði til þess að fæla andstæðingana frá ár- ás. Stöðugir fundir hafa verið undan- farna daga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að ræða tillögu Bandaríkjamanna um að ríkjum sem hafa sent flota til Persaflóa verði heimilað _ að framfylgja viðskipta- banni á írak með hervaldi. Banda- ríkjamenn leggjast hins vegar gegn hugmyndum um að Sameinuðu þjóð- irnar _ stjórni hernaðaraðgerðum gegn írak. Sjá ennfremur fréttir á bls. 24. Olíufatíð kom- ið yfír 30 dali Ncw York, London. Reutcr. OLÍUVERÐ tók stökk upp á við í gær er Saudi-Arabar lýstu því yfir að landið þyrfti á miklu elds- neyti að halda fyrir fjölþjóðlega heraflann í landinu; þess vegna yrði ekki liægt að auka útflutning. Verð á olíufati (159 1) hækkaði um 2,51 dal í Bandaríkjunum í gær og er nú komið upp í 31,22 dali sem er hæsta verð í fimm ár. I London seldist fatið á rúmlega 30 dali við lokun. Verðbréf héldu áfram að falla í Wall Street-kauphöllinni í gær. Dow Jones-verðbréfavísitalan féll um 43,81 stig eða 1,68%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.