Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 9 Innilegar þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum í tilefni af85 ára afmœli mínu hinn 14. ágústsl. Lifiö heil. Halldóra Hansdóttir, Þrándarholti. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fúanlegir með lánakjörum skv. Iðnatöflu Toyota bílasölunnar. PEUGEOT 309 XR ’88 Svartur. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 30 þús/km. Verð 680 þús. TOYOTA COROLLA DX '80 Grár. Sjálfsk. 3 dyra. Ekinn 100 þús/km. Verð 130 þús. TOYOTA COROLLA 4 x 4 '89 Tvíl. blár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 39 þús/km. Verð 1.150 þús. TOYOTA LANDCRUISER STW ’84 Upph. 36“ dekk. Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 138 þús/km. Verð 1.500 þús. FORD BRONCO II XL '84 Tvíl. brúnn. Sjálfsk. 3 dyra. Ekinn 70 þús/milur. Verð 950 þús. staðgr. WILLYS CJ7 '84 Upph. 38“ dekk. Hvítur. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 90 þús/km. Verð 950 þús. 44 1 44 44 7 33 TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Aldraðir íklóm félagshyggjunnar Geðleysi alþingismanna vekur æ meiri undrun kjósenda. Þeir láta framkvæmdavaldið ítrekað vaða yfir sig og ómerkja lög sem þeir hafa sett. Núverandi ríkisstjórn hefur gengið lengra í þessum efn- um en nokkur önnur og hefur með framferði sínu reitt til reiði hógværustu og grandvörustu borgara. Aðförin Þeg-ar lögin um stað- greiðslu skatta voru sett á sínum tima var ákveð- ið, og talið iiauðsynlegt, að fella ýmsa sérskatta inn í staðgreiðslukerfið. Staðgreiðsluprósentan var hækkuð sem því nam. Einn þessara sérskatta er gjald í Framkvæmda- sjóð aldraðra. Hann er ennþá innheimtur í stað- greiðslunni, enda talin brýn þörf á úrlausnum vistunarmála aldraðs fólks. Um það er ekki deilt í staðgreiðslunni eru nú innheimtar 230 millj- ónir króna í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1990. Ríkis- stjórnin, sem kennir sig við félagshyggju, ákvað hins vegar að aðeins 197 milþ'ónir króna skyldu renna til sjóðsins, en mis- munurinn, 33 miHjónir króna, í ríkissjóð. Þetta samþykktu að sjálfsögðu alþingismenn „félags- hyggjunnar". Nefskatturinn Félagshyggjupostul- amir létu þessa aðför að gamla fólkinu ekki nægja heldur samþykktu þeir sl. vor, að leggja sér- stakan nefskatt á skatt- greiðendur sem inn- heimtur verði í einu lagi með staðgreiðslimni. Það var gert 1. ágúst sl. í fyrsta sinn. Samkvæmt áætlun sljómarherranna á þessi nefskattur að veita 230 milljónum króna í ár í Framkvæmdasjóð aldr- aðra, eða sömu upphæð og innheimt er í sjállH staðgreiðsluprósentunni. En ekki ein einasta króna af þessu fé fer -til Framkvæmdasjóðsins. Það fer í heilu lagi í óráðssíuhít fjárinálaráð- herrans Ólafs Ragnars Grimssonar, formanns Alþýðubandalagsins, flokks sósialisma og verkalýðshreyfíngar. Að sjálfsögðu ber. Ólafur Ragnar ekki einn ábyrgðina. Hann er dyggilega studdur af öðrum ráðherrum „fé- lagshyggju og réttlætis", svo og öllum þingmönn- um Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Borgara- flokks og Stefáni Val- geirssynL Þetta skulu kjósendur muna, ekki sizt aldraðir, þegar vinstraliðið blæs sig út fyrir næstu kosn- ingar af umhyggju fyrir öldmðum. Misboðið í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Friðrik Einarsson, fyrrverandi yfirlækni Borgarspítal- ans, sem hann nefnir „Stolið úr eigin hendi“. Friðrik hefúr haft mikil afskipti af málefnum aldraðra og veit glöggt hvar skórinn kreppir. Augljóst er af grein Frið- riks að honum er alvar- lega misboðið af fram- ferði „ félagshyggju- stjómarinnar". I upphafí greinar sinnar (jallar hann um ummæli heilbrigðisráð- herra, Guðmundar Bjamasonar, i sjónvarpi um vanda lasburða, aldr- aðs fólks, sem visað hef- ur verið á brott úr sjúkrahúsunum vegna spamaðar. Vélaðum Þá segir Friðrik í grein sinni: „Ég saknaði þess sárlega, að ráð- herrann skyldi ekki ræða og skýra þá staðreynd, að Alþingi hefir sam- þykkt og innheimt fram- lag til Framkvæmdasjóðs aldraðra að upphæð 460 m.kr., en stjómarliðið samþykkti aðeins að 197 m.kr. rynnu til Fram- kvæmdasjóðsins, en ríkisstjóminni heimilað að ráðstafa afganginum (263 m.kr.) til annars." „Mér finnst að þessu fé hafi verið stolið frá Framkvæmdasjóði aldr- aðra. Þarna er ekki við heilbrigðisráðherra ein- an að sakast, né utan- þingsmannhm sem fer með fjármál. Hér hafa fleiri vélað um, þar sem stjómarliðið — bæði kos- ið og keypt — hefir lagt blessun sina á athæfið, en jafn siðlaust samt. NÚ em þeir sem byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða að taka bankalán til framkvæmd- anna með 17,5% vöxtum, sem reynist mörgum erf- itt að standa skil á, en ríkisstjórairi og hækjulið hennar sleikir út um á illa fengnu fé Fram- kvæmdasjóðsins." Þú getur eignast 2,5 milljónir ef þú leggur 8.000 krónur fyrir mónaóarlega í 15 ór* Nú getur þú lagt reglulega til hliðar ákveðna upphæð til kaupa á Eininga- bréfum og safnað þannig smám saman þínum eigin varasjóði. • UPPHÆÐINNBORGUNAR RÆÐUR ÞÚ SJÁLF(UR). • SJÓÐURINN ER ÆTÍÐ ÓSKIPT EIGN ÞÍN EÐA AFKOMENDA ÞINNA. Allar nánari upplýsingar gefa ráðgjafar okkar í síma 689080. *M.v. 7% vexti umfram verðbólgu neestu 20 árin. • HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ GREIÐSLUKORTIEÐA GÍRÓ- SEÐLI. • YFIRLIT YFIR HEILDARINN- EIGN SENT ÁRSFJÓRÐUNGS- LEGA. Sölugengí verðbréfa 23. ágúst ’90: EININGABRÉF 1........................5.053 EININGABRÉF 2........................2.750 EININGABRÉF 3........................3.328 SKAMMTÍMABRÉF........................1.706 KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.