Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 Fagmenn biðja um DEITERMANN flísalímið, því það er ÖRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. #AtFABORG? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 Framandi og ógleymanlegur hrísgrjónaréttur. Löng hrísgrjón blönduð með ses- am, möndlum og núðlum og kryddað á afar sérstæðan hátt. Svo sannarlega öðruvísi kjúktingaréttur. Fyrir 4 - suóutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSONCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 STEREO LITSJÓNVARPSTÆKI 28 FLATUR FERKANTAOUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐIAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKI. TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA, SVEFNROFI. SUMARTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20" MONO M/FJARST. TILB. 35.950 stgr. RÉTT VERÐ 42.750 slur. 14" MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr. RÉTT VERÐ 28.800 Mgr. 10" 12 VOLT og 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ TILBOÐ 33.950 stgr. RÉTT VERÐ 38.000 slgr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA 31 Afborgunarskilmálar [§[] VÖNDUÐ VERSLUN JJ L J ÉHÍO.LI FÁKAFEN 11 — SlMI 688005 Bráðabirgðalögin eftir Pál Halldórsson Bráðabirgðalögin frá 3. ágúst sl. eru um margt óforskammaður samsetningur. A það jafnt við um lagatextann sjálfan sem og að- dragandann. Ríkisstjórnin ómerkti eigin samning þvert ofan í nýgeng- inn dóm. Eftir stendur sú stað- reynd að á meðan núverandi ríkis- stjórn situr og það hugarfar vald- beitingar ríkir, sem hún er gagns- ýrð af, eiga háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn engan viðsemj- anda. I. Friðarsamningur til 5 ára Allt frá þvi að háskólamenntað- ir ríkisstarfsmenn fengu samn- ingsrétt hefur meginkrafa þeirra verið sú, að ríkið greiði starfs- mönnum sínum sambærileg laun við það sem greitt eru fyrir mennt- un, sérhæfni og ábyrgð á almenn- um vinnumarkaði. Það var fyrst 18. maí 1989 sem gerður var samningur þar sem kveðið var skýrt á um það að þessi munur skyldi jafnaður á 3—5 árum. Þessi samningur náðist eftir 6 vikna verkfall 1989 en baráttan fyrir þessu m'arkmiði á sér lengri sögu. Árið 1984 samdi BHMR um samanburð sem skyldi leiða til leið- réttingar. Árið 1985 sögðu kenn- arar upp störfum og gengu út um vorið til að fylgja kröfum sínum eftir. Árið 1987 fóru mörg BHMR félög í fyrsta verkfall sitt og um svipað leyti gengu félagsmenn á heilbrigðisstofnunum úr starfi í kjölfar uppsagna. Það mátti því öllum vera ljóst að félagsmönnum í aðildarfélögum BHMR var full alvara í að fylgja kröfum sínum eftir. Það var mikið nauðsynjamál að fínna viðunandi lausn á launa- málum háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna ef friður ætti að nást um þá mikilvægu starfsemi, sem þeir vinna við. Það var ekki auðvelt verk fyrir forystu samflotsfélaga BHMR að sannfæra félagsmenn um að þessi samningur væri eitthvað annað en orðin tóm. Bitur reynsla eins og eftirfarandi upptalning sýnir hafði kennt mönnum að ríkið væri ekki trúverðugur viðsemjandi: 1984 samdi fjármálaráðherra við félagsmenn BHMR um kjaraleiðréttingu skv. kjara- könnun Hagstofu íslands. Við þennan samning var ekki staðið. 1985 samdi fjármálaráðherra við félagsmenn BHMR um kjaraleiðréttingu skv. mati svonefndrar úrskurðar- nefndar. Við þetta loforð var ekki staðið. 1987 samdi íjármálaráðherra við félagsmenn HÍK um kjara- leiðréttingu skv. sérstakri könnun starfskjaranefndar. Þessi leiðrétting kom aldrei til framkvæmda. Það var því engin furða /að samningaviðræðurnar 1989 ein- kenndust af tortryggni og að allt kapp væri lagt á að hafa orðalag sem nákvæmast, þannig að það stæðist Félagsdóm ef viðsemjand- inn reyndi að skjóta sér undan samningnum með tilvísun í óljóst orðalag. í samninganefnd okkar var vissulega ræddur sá möguleiki að ríkið beitti bráðabirgðalögum til að sleppa frá samningnum. Þar stóðum við í raun frammi fyrir þeirri spurningu hvort sá samn- ingsréttur, sem okkur er tryggður í lögum, hefði einhverja raunveru- lega merkingu eða hvort ríkið gæti eftir á breytt samningnum einhliða eftir hentugleikum. Á móti þessum efasemdum kom sú trú að við byggjum í réttarríki en einnig hástemmdar yfirlýsingar viðsemjandans og sú almenna krafa í samfélaginu að loksins næðist friður um störfin okkar. Þetta reyndust haldlitlar trygging- ar. II Forsendur bráðabirgðalaganna Forsendurnar sem tilteknar eru í formála bráðabirgðalaganna eru: 1) Atvinnurekendur hafa ákveðið að veita viðsemjendum sínum sömu hækkun og félagsmenn i BHMR fengu. 2) Tilraunir til samninga við BHMR hafa ekki borið árangur. Tryggja verður að jafnræði ríki í þróun launataxta og kaupmáttar á milli hinna ýmsu stétta í landinu. Rétt er að fara nokkrum orðum um hvert þessara atriða. 1) Víxlverkunaráhrifín 15. gr. samnings samflotafé- laga BHMR fór mjög fyrir brjóstið á mörgum. Inntak greinarinnar var, að yrðu almennar breytingar á launakjörum annarra gætu aðil- ar samningsins krafist breytinga á launaliðnum sem því næmi. Þetta ákvæði átti sér þá skýringu, að ekki var hægt að gera langtímasamning til 5 ára án þess að einhveijar tryggingar kæmu til. Það var báðum aðilum ljóst. BHMR krafðist verðtryggingar en féllst um síðir á tillögu fjármála- ráðherra um efni 15. greinar. Forsvarsmenn ASÍ og BSRB létu fá tækifæri ónýtt til að hneykslast á 15. grein samnings BHMR „að heimta að fá það fyrir- hafnarlaust sem aðrir fá“. En þeir höfðu ekki fyrr lokið þessum vand- lætingarsöng er þeir gerðu kröfu um að fá allt sem BHMR kynni að fá „hveija krónu, hvern eyri ..jafnvel þó samningar þeirra gerðu ekki ráð fyrir slíku. Sumum leiðtogum launamanna virtist hins vegar ekki vera svo umhugað að bæta raunveruleg kjör umbjóðenda sinna um 4,5%, því þeir gerðu ráð fyrir að breyta verðlagsforsendum samninga sinna að sama skapi. Krafan um 4,5% kauphækkun til allra var því ekki sett fram sem krafa um kjara- bætur fyrir launafólk heldur var þetta krafa um að gera umsamda launaleiðréttingu BHMR félaga að engu. Þessi atburðarás minnir óhugnanlega á aðfarirnar 1984 þegar árangri af fjögurra vikna verkfalli BSRB var drekkt með sameiginlegu átaki „aðila vinnu- markaðarins" og þáverandi ríkis- stjórnar. Hitt er svo annað mál að at- vinnurekendur gátu áhættulítið lofað þessari kauphækkun. Þeir vissu að ríkisstjórnin myndi neyta allra bragða til að koma í veg fyr- ir víxlhækkun kaupgjalds og verð- lags. Ákvörðun VSÍ um kaup- hækkun var beint til ríkisstjórnar- innar til að herða á henni við bráðabirgðalagasmíðina og til- gangurinn var sá sami og 1984; að sjá til þess að taxtakerfinu verði áfram stýrt af VSÍ/ASÍ- kontómum og því haldið svo langt niðri að atvinnurekendur hafi nán- ast' sjálfdæmi um laun starfs- manna sinna. 2) Tilraunir til samninga við BHMR Með hliðsjón af áhyggjum ASÍ/VSÍ af víxlverkunaráhrifum samnings BHMR, sem fjármála- ráðherra, höfundur ákvæðisins, tók undir, bauð samninganefnd BHMR upp á viðræður um annað form verðtryggingar. Fjármála- ráðherra sýndi tilboði BHMR eng- an áhuga þegar til viðræðna kom heldur var krafa hans að BHMR félli frá öllum samningsákvæðum um umsamdar kjaraleiðréttingar a.m.k. framyfir 15. september 1991. Það mátti öllum vera ljóst að það var ekki á valdi samninga- nefndar samflotsfélaga BHMR að Páll Halldórsson „Ríkistjórnin ræðst með offorsi gegn til- teknum hópi launa- mann, starfsmönnum sínum. Hún ómerkir dóm félagsdóms með bráðabirgðalögum.“ breyta grundvallaratriðum kjara- samnings sem samþykktur hafði verið í allsheijaratkvæðagreiðslum í 21 félagi eftir 6 vikna verkfall. En ætli ijármálaráðherra hafi ski- lið þetta með lýðræðið? Auk þess var slík ótímabundin frestun af eftirtöldum ástæðum ófram- kvæmdanleg: a) Eftir reynslu undangenginna ára, og einkum reynslu þessa sum- ars, höfðu samningamenn BHMR enga ástæðu til að ætla að ríkið myndi fremur standa við leiðrétt- ingarákvæði á næsta ári en nú. b) Aðförin gegn BHMR samn- ingnum var gerð vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins gátu ekki fallist á að leiðrétting kæmi til framkvæmda á þessu þjóðarsátt- artímabili. Forsætisráðherra taldi hins vegar, þegar eftir því var gengið, að vonlaust væri að fá VSI og ASÍ til að fallast á rétt- mæti leiðréttingar þó síðar væri. c) Allar líkur benda til þess að þeir sem nú stýra Ijármála- og forsætisráðuneyti verði þar ekki þegar kemur fram á næsta ár og drengskaparyfirlýsingar þeirra um efndir síðar því orðin tóm. Af þessum þrem ástæðum er ljóst að engar raunverulegar for- sendur voru til að ræða um frestun á framkvæmd kjaraleiðréttingar- innar við ríkisstjórnina. Eftir á að hyggja virðist þátttaka ríkisstjórn- arinnar í viðræðunum aðeins hafa verið hluti af sjónarspili vegna undirbúnings bráðabirgðalaganna, þannig að hægt væri að halda því fram að gerð hefði verið tilraun til samninga. 3) Jafnræði í þróun launataxta og kaupmáttar Það má með sanni segja að bráðabirgðalögin tryggi að kaup- töxtum verði áfram haldið niðri. Hins vegar segja þau ekkert um þróun kaupmáttar. Á undanförn- um árum hefur verið gerð hver þjóðarsáttin af annari um taxta- laun með þeim afleiðingum að tax_- takaupið hefur drabbast niður. Á sama tíma hafa æ sterkari hópar brotist út úr þessu kerfi og æ fleiri einstaklingar semja sjálfir við atvinnurekendur. Á þessu er ekki tekið í bráðabirgðalögunum enda virðast aðilar vinnumarkað- arins kunna ágætlega við að at- vinnurekendur skammti launin; - verkalýðsfélögin semji aðeins um lágmarkið. Ýmsir foi-ystumenn opinberra starfsmanna hafa slíka oftrú á „skilgreiningum og formum" að þeir halda að hægt sé að stjórna launkerfinu í landinu og minnka launamun með láglaunasamning- um eins og þeim sem við höfum kynnst á síðustu árum. Reynslan hefur sýnt annað. Eina leiðin til að stýra launakerfinu í landinu með samningum er að hafa ums- amin laun það há, að atvinnurek- endur hafi ekki svigrúm til að hygla einstaklingum umfram taxta. Af þessu má sjá að í raun er allur rökstuðningur bráðabirgða- laganna, sem forsætisráðherra lagði forseta Islands í munn, er ómerkilegur tilbúningur gerður í samvinnu við aðila vinnumarkað- arins í þeim tilgangi að gera að engu samning BHMR. III. Efni bráðabirgðalaganna Fyrstu þijár greinar laganna hafa á sér mjög almennt yfir- bragð, þó þeim sé ekki ætlað að hitta aðra fyrir en BHMR félaga. Þegar þar var komið í lagasmíð- inni er eins og höfundarnir hafi skyndilega misst alla stjórn á sér og í fjórðu greininni er gengið hreint til verks í því efni að eyði- leggja BHMR samninginn. Þá er ekki lengur verið að tala um ein- hveijar frestanir, heldur er megin- grein samningsins um kjaraleið- réttingu felld út og BHMR-félögin þannig bundin í handónýtum samningi fram á næsta haust. Megininntak laganna er: a) Úrskurður Félagsdóms er ómerktur frá og með 1. september nk., en þa'er afnumin sú hækkun, 4,5 %, sem var aðeins uppígreiðsla í 1. leiðréttingu skv. samningnum. b) Félagsmenn í samflotafélögum BHMR skulu fá sömu hækkanir og þjóðarsáttin gerir ráð fyrir. c) BHMR getur skipað í launa- nefnd en sú nefnd hefur miklu minna hlutverk en aðra launa- nefndir (sbr. f). d) 5. grein samnings BHMR, en það er greinin sem fjallar um fram- kvæmd launaleiðréttingarinnar er felld úr gildi. e) 15. grein samningsins, hin margumrædda „vixlverkunar- grein“, er felld úr gildi. f) BHMR-félögin og engin önnur stéttafélög eru bundin með lögum í samningi, svo breyttum, til 31. ágúst 1991 og hafa ekki uppsagn- arrétt fyrr, jafnvel þó að öll önnur stéttarfélög segi upp samningum sínum á árinu 1990. Með bráðabirgðalögunum frá 3.ágúst sl. hefur ríkisvaldið fært enn út þau mörk sem það telur sig hafa til bráðabirgðalagasetn- ingar. Hér er ekki verið að setja almennar reglur um skipan kjara- mála, eða að setja niður tiltekna deilu með því að vísa henni í gerð- ardóm. Slíkt hefur því miður oft verið gert og því oftast mótmælt af verkalýðshreyfingunni. Hér hefur ríkið gengið fetinu lengra. Ríkisstjórnin ræðst með offorsi gegn tilteknum hópi launamanna, starfsmönnum sínum. Hún ómerk- ir dóm Félagsdóms með bráða- birgðalögum. Hún gerir að engu kjarasamning sem hún gerði sjálf til að leysa erfiða deilu og hún skammtar nú þessum hópi launa- manna lélegri rétt en öðrum lands- mönnum er búinn. IV. Viðbrögð BHMR, aðildarfélaganna og félagsmanna Þegar ríkisstjórnin tilkynnti 12. júní sl. að hún ætlaði ekki að standa við samninginn voru við- brögðin skýr. BHMR félagar mót- mæltu kröftuglega þessu gerræði ríkisstjórnarinnar bæði með fund- arhöldum og aðgerðum á vinnu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.