Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 16

Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 Úr dagbók starfs- manns BHMR eftir Birgi Björn Sigurjónsson Inngangur Fjármálaráðherra undirritaði kjarasamning við flest félög innan BHMR 18. og 19. maí 1989. Þenn- an samning nefndi hann „tíma- mótasamning" með skírskotun til þess að hann var til fimm ára og fól í sér vísindalega endurskoðun á launakerfi og leiðréttingu á kjörum félagsmanna BHMR til samræmis við kjör háskólamanna á almennum markaði. Þetta var samningur um langt samstarf aðila. Allt frá undir- ritun til 12. júní sl. neitaði Ijármála- ráðherra og samninganefnd ríkis- ins að ræða endurskoðun launa- kerfísins við samninganefnd BHMR. Fyrsti áfangi endurskoðaðs launakerfis og leiðréttingar launa til samræmis við kjör háskóla- manna á almennum markaði átti að koma til framkvæmda 1. júlí sl. Ef þá yrði ekki lokið kjarasaman- burði til að meta tilefni til launaleið- réttingar áttu laun félagsmanna að hækka um a.m.k. 4,5%. Þetta var eins konar „refsiákvæði“ eða uppígreiðsla í væntanlega hækkun. Þessi sumarannáll segir frá til- raunum ríkisstjórnarinnar að þvinga forystu BHMR til að semja af félagsmönnum samning um leið- réttingu launa. Rifjum svo upp atburði sumarsins: Hinn 12. júní 1990 boðaði starf- andi forsætisráðherra stjórn BHMR á sinn fund í Stjórnarráð- inu. Erindið var að ræða „fram- kvæmd kjarasamnings BHMR“. A fundinum las ráðherrann upp bréf ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún ætlaði sér ekki að framkvæma kjarasamning BHMR hvað varðaði endurskoðun launakerfis og 1. áfanga launabreytingar m.a. vegna kröfu „aðila vinnumarkaðarins“. Fjármálaráðherra lýsti því glað- beittur yfir að það fælist í samning- um sjálfum að framkvæma hann ekki að þessu leyti. Fulltrúar BHMR lýstu því yfir að þeir teldu ríkisvaldinu skylt að standa við samninginn og inntu eftir hvort ríkisstjórnin hyggðist setja lög. „Það er óþarfi," sagði starfandi forsætisráðherra og frjár- málaráðherra lýsti andstöðu sinni við bráðabirgðalagasetningu. Full- trúar BHMR bentu á að þessi fund- ur væri sá fyrsti með fjármálaráð- herra um efni samningsins frá 18. maí 1989 og að engar viðræður hefðu fengist um endurskoðun launakerfis. Iðnaðarráðherra ein- um virtist brugðið. Hinn 18. júní var forsætisráð- herra sent bréf stjórnar BHMR þar sem viðhorfum BHMR til undan- bragða ríkisstjórnarinnar frá 12. júní var lýst. Þar gaf BHMR ótví- ræða yfirlýsingu um málssókn ef með þyrfti. Viku síðar, 25. júní, boðaði for- sætisráðherra til fundar í Stjórnar- ráðinu og virtist honum og iðnaðar- ráðherra hugleikið að leysa deiluna. Var rætt við þá um endurskoðun launakerfis og starf nefnda sam- kvæmt samningnum. Virtust þeir fremur gáttaðir á að ekki höfðu fengist viðræður við fjármálaráð- herra um þessi mál frá maí 1989. Síðan var rætt við ráðherrana um leiðir til að koma leiðréttingu fyrir hjá BHMR-mönnum án þess að það ylli röskun á launakerfinu í landinu. Fulltrúar BHMR óskuðu eftir sérstakri sameiginlegri skoðun á þessu. Fjármálaráðherra dró í efa að unnt væri að framkvæma leið- réttingar handa BHMR. Fulltrúar BHMR bentu á leiðréttingar fjár- málaráðherra til stórra nafn- greindra hópa utan BHMR. For- sætisráðherra virtist kom á óvart að slíkar leiðréttingar hafi verið framkvæmdar. Ákveðið var að hitt- ast aftur. Fulltrúar BHMR spurðu ítrekað hvenær unnt yrði að leiðrétta laun BHMR-manna og hvort unnt yrði að ábyrgjast slíka framkvæmd síðar ef fallist yrði á frestun. Við þessari spurningu kom ekkert svar frá ráðherrum, hvorki á þessum fundi né síðar. Fundur haldinn í Stjórnarráðinu 27. júní. Á fundinum gerði iðnaðar- ráðherra tillögu um sérstaka launa- kerfisnefnd. Fjármálaráðherra skopaðist að áhuga iðnaðarráð- herra. Tillagan eiginlega gufaði upp á fundinum þrátt fyrir áhuga BHMR á henni. Forsætisráðherra kvað leitt að ekki væri unnt að framkvæma 4,5% hækkunina og staðfesti ásetning ríkisstjórnarinnar frá 12. júní. Hann var einnig leiður yfir því að BHMR ætlaði með það mál fýrir Félagsdóm. Forsætisráðherra ósk- aði eftir áframhaldandi viðræðum. I lok fundarins vatt umhverfis- málaráðherra sér að fulltrúum BHMR og minnti á að Borgara- flokkurinn bæri ekki ábyrgð á samningnum. Hann virtist trúverð- ugur. Enn var fufldur með ráðherrum í Stjórnarráðinu 28. júní. Á þessum fundi virtist endanlega renna upp fyrir ráðherrum að BHMR gæfi ekki eftir kjarasamning félags- manna þrátt fyrir þá pressu sem fundir með ráðherrum áttu að gefa. Ríkisstjórnin virtist læst í klóm Ásmundar og Einars Odds og hafði ekki samningsumboð til að bjóða BHMR neitt annað en bótalausa riftun kjarasamnings. Niðurstaðan var sú að menn myndu ræðast við ef eitthvað nýtt kæmi upp í stöð- unni. Föstudaginn 29. júní barst BHMR fyrirspurn frá ILO um efni bréfs ríkisstjórnarinnar frá 12. júní. Sama dag boðuðu fulltrúar fjár- málaráðherra i kjarasamanburðar- nefnd til fundar í fjármálaráðuneyt- inu og skilúðu því sem þeir nefndu lokaálit. Stuttu síðar gerðist það sama í ábyrgðarmatsnefnd. Þetta líktist „pIotti“ úrfjármálaráðuneyt- inu. í báðum textum kom fram að nefndirnar hefðu ekki lokið verk- efni sínu. Klukkan sex boðaði samninga- nefnd ríkisins samninganefnd BHMR til fundar í fjármálaráðu- neytinu. Á fundinum var kynnt bréf sem þrár konur undirrituðu f.h. ijármálaráðherra og var efni bréfsins á þá leið að ráðherrann óskaði eftir að ágreiningur aðila færi til úrskurðarnefndar skv. 9. grein samningsins. Fulltrúar BHMR útskýrðu fyrir fulltrúum fjármálaráðherra að ágreiningur um 4,5% hækkun 1. júlí heyrði ekki undir þessa nefnd og að BHMR myndi reka málið fyrir Fé- lagsdómi ef samningurinn yrði ekki efndur. BHMR krafðist þess einnig að fulltrúar fjármálaráðherra í starfsnefndum tækju upp störf og lykju sameiginlegum verkum. 2. júlí skipaði fjármálaráðherra fulltrúa sinn í úrskurðarnefnd og óskaði eftir tilnefningu BHMR. Daginn eftir óskaði yfirborgardóm- ari eftir tilnefningu BHMR. 4. júlí útskýrði samninganefnd BHMR fyrir yfirborgardómara hvers vegna BHMR myndi stefna fjár- málaráðherra fyrir Félagsdóm og óskaði samninganefndin eftir því að beðið yrði niðurstöðu dómsins. Yfirborgardómari féllst á röksemd- ír BHMR. Hinn 12. júlí krafðist samninga- nefnd BHMR svara við þeirri spurningu til fjármálaráðherr hvort Birgir Björn Sigurjónsson „BHMR hefur misst kjarasamning sinn og viðsemjanda. Helsta verkefni samninga- nefnda og félagsmanna BHMR er nú að finna nýjan viðsemjanda í Qármálaráðuneytið sem hægt er að treysta og endurheimta almenn lýðréttindi.“ fulltrúar hans í nefndum muni ljúka þar störfum. Ekkert svar barst. Niðurstaða Félagsdóms var kynnt 23. júlí. Samhljóða dómur staðfesti rétt félagsmanna til 4,5% launahækkunar frá 1. júlí vegna þess að lokaálit um kjarasaman- burð var ekki tilbúinn. Frávísunar- og sýknukröfum fjármálaráðherra hafnað enda eintómur málatilbún- aður sem studdist hvorki við rök úr kjarasamningnum eða samn- ingsréttarlögum. Fjármálaráðherra opinberaði undrun sína á því að dómurinn gengi gegn ríkinu og kvað lögfræði dómaranna vera í efnahagslegu tómarúmi. Fyrir BHMR-félags- mönnum var dómurinn tákn um tilvist réttarríkisins. Ríkisstjórnin boðaði fulltrúa BHMR á fund í Stjórnarráðinu 25. júlí og afhenti bréf án tilgreinds viðtakanda þar sem þeim ásetningi ríkisstjórnarinnar var lýst að segja upp samningi ríkisins og BHMR. Fulltrúar BHMR upplýstu ríkis- stjórnina um að hún gæti ekki sagt upp samningnum fyrr en eftir 30. september 1990 skv. ákvæðum samningsins og að myndi hann, skv. samningsréttarlögum, gilda uns nýr hefði verið gerður. Ríkis- stjórnin virtist komin í þrot. Hinn 26. júlí var haldinn fundur með forsetum ASÍ á Grensásvegi að þeirra ósk. Forsetar ASÍ kröfð- ust þess að BHMR afsalaði 4,5% hækkun fyrir hönd félagsmanna og tæki 15. grein samningsins, verðtryggingu hans, úr sambandi og fengi í staðinn kaupmáttar- tryggingu ASI. Forsetar ÁSÍ töldu samning sinn frá febrúar 1990 rétt- hærri en samning BHMR frá 1989. BHMR-fulltrúar reyndu að útskýra fyrir forsetum ASÍ hvaða verði þessi 5 ára samningur var keyptur og að forysta BHMR væri ekki kjörin til að makka við aðila útí bæ um rýmun á samningum. For- setar ASÍ sögðu BHMR í reynd standa frammi fyrir tveimur kost- um: sá fyrri væri að fallast á „sjón- armið ASÍ“ en hinn væri lagasetn- ing. Fulltrúar BHMR spurðu forseta ASÍ hvort forysta ASÍ væri tilbúin að tryggja framgang leiðréttinga til BHMR eftir tímabil þjóðarsáttar ef fallist yrði á frestun á launaleið- réttingum. Svarið var neikvætt. Eftir fundinn með forystu ASI var samþykkt í samninganefnd samflotsfélags BHMR að bjóða ríkisstjórninni að breyta ákvæði um verðtryggingu á launum BHMR- manna (sbr. 15. gr. samningsins) til að taka fyrir hugsanleg víxlverk- unaráhrif sem haldið var fram að fælist í samningnum. Var forsætis- ráðherra kynnt þessi „opnun“ sam- dægurs. 27. júlí var fjármálaráðherra kynnt tilboð BHMR um afnám svo- kallaðs „víxlverkunarákvæðis" í samningum BHMR. Fjármálaráð- herra hafnaði tilboðinu og ítrekaði kröfu sína um að BHMR félli frá samningi sfnum á tímabili þjóðar- sáttar og fengi einungis þær hækk- anir sem ASI/VSÍ höfðu samið um. Fulltrúar BHMR spurðu ráðher- rann hvort hótun VSÍ um launa- hækkun réttlætti kröfu ríkisins til BHMR-félagsmanna að gefa eftir samning sinn. Ráðherrann taldi það. Fulltrúar BHMR ítrekuðu fyrir- spurnir um hvenær unnt yrði að leiðrétta laun BHMR-manna ef fall- ist yrði á frestun þeirra nú. Ráðher- ann gat engu lofað í þeim efnum. Um hádegisbil komu forsetar og aðrir forystumenn ASÍ fyriivaral- ítið til fundar við viðræðunefnd BHMR. Þeir kröfðust þess að BHMR gæfi eftir samning sinn um launaleiðréttingu og kröfðust þess að BHMR gerðist áskrifandi að samningi ASÍ. Þeim var sagt frá tillögum BHMR um ný verðtrygg- ingarákvæði sem þeir töldu alveg ófullnægjandi. Þeir mærðu sig af því að hafa knúið önnur stéttarfé- lög til að gefa eftir sína samninga og fallast á samning ASÍ. Forysta BHMR upplýsti að hún væri kosin til að bæta kjör félagsmanna og knýja á um efndir samninga og hún hefði ekki umboð til annars. For- ysta ASÍ gaf ekki mikið fyrir þessi rök og taldi BHMR aðeins hafa val á milli þess að gangast inn á samn- ing ASI eða verða að lúta lagasetn- ingu (forspárgeta ASÍ-forystunnar sannaðist eftirminnilega 3. ágúst). Forsætisráðherra tilkynnti for- manni BHMR síðdegis að ríkis- stjórnin væri að ganga frá úrslitat- ilboði til BHMR sem hann teldi ólík- legt að BHMR gæti gengið að. Síðar sama dag kynnti fjármálaráð- herra „tilboð“ ríkisstjórnarinnar: (1) Samningi BHMR og ríkisins yrði sagt upp. (2) Hækkun frá 1. júlí yrði tekin af félagsmönnum BHMR. (3) Verðtrygging BHMR- samningsins yrði afnumin en tekið upp kaupmáttartryggingarkerfi ASÍ, (4) Öllum umsömdum leiðrétt- ingum til BHMR yrði frestað fram yfir 15. september 1991, (5) BHMR-menn fengi sömu orlofs- uppbót og ASÍ-fólk 1991. Tilboðið var skilyrt því að samkomulag tækist fyrir 31. júlí. Fjármálaráðherra hótaði að fella samning BHMR úr gildi 1. nóvem- ber 1990 og breyta samningsrétt- arlögunum þannig að umsamdar hækkanir kæmu ekki til fram- kvæmda eftir uppsögn samningsins ef BHMR gengi ekki að tilboði hans. Hótun ráðherrans um laga- breytingu vísaði til 2. ml. 12. grein- ar samningsréttariaga: Nú rennur kjarasamningur út og skal þó eftir honum farið uns nýr kjarasamningur hefur verið gerður. “ Fjármálaráðhera kryddaði „til- boðið“ með ógnvekjandi sögum um að „bráðabirgðalagasetningar- gengið“ biði rétt utan við dyr fund- arsalarins. (Síðar kom í ljós að þetta „gengi“ var einmitt í fundar- salnum.) Viðræðunefnd BHMR ítrekaði vilja sinn að fjalla um nýtt verð- tryggingarákvæði í samningnum en sagði umboð sitt ekki ná til við- ræðna um að fella leiðréttingar- ákvæði samningsins úr gildi. Hinn 29. júlí ítrekaði samninga- nefnd BHMR vilja sinn að ræða nýtt form verðtryggingar. Auk þess lagði hún fram spurningar til ríkis- stjórnarinnar sem vörðuðu fyrirætl- anir hennar um lagasetningu o.fl. Fjármálaráðherra gaf munnleg svör við spurningum BHMR sem voru algerlega ófullnægjandi og útskýrðu alls ekki lagalegar for- sendur hugsanlegrar samnings- gerðar. Fjármálaráðherra bauð síðan að BHMR héldi 4,5% hækkun frá 1. júlí en missti kaupmáttar-. trygginguna sem því næmi. Auk þess vildi hann ræða um rannsókn- Til sölu er Geir BA-326 sem hefur 213 tonna þorskígildakvóta. Báturinn er smíðaður 1981. Vél frá 1987. Bátur í toppstandi. Allar nánari upplýsíngar veitir undirritaður í síma 17752. GústafÞ.Tryggvason hdl.,Tjarnargötu 10D, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.