Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 21

Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 21 Skömmtun — ekki trygging eftir Grím Sæmundssen Launþegi, sem er rúmlega sex- tugur, hefur verið hjá sama vinnu- veitanda í 20 ár. Honum hefur mjög sjaldan orðið misdægurt en leitaði til læknis sl. vor vegna versnandi verkja í ganglim. Verkirnir ollu stöðugri vanh'ðan og nú óvinnu- færni. í ljós kom slit í lið á háu stigi. Hægt er að lækna meinið með gerviliðaaðgerð. Verkir og vanlíðan munu hverfa og full vinnufærni fást að nýju. Til þess að þessi markmið náist þarf innlögn í sjúkrahús. En þar stendur hnífurinn fastur í kúnni. Rúmið sem þessi einstaklingur þarnfast stendur tilbúið á lokaðri sjúkradeild vegna „sparnaðarað- gerða“ heilbrigðisyfirvalda. Hann hefur nú beðið í sex mán- uði eftir því að verða kallaður inn á sjúkrahúsið til aðgerðar. Hann getur þurft að bíða sex mánuði til viðbótar. Hann hefur nýtt að fullu rétt sinn til veikindalauna hjá vinnuveitand- anum, hann þiggur nú greiðslu úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins og sjúkradagpeninga frá Trygginga- stofnun. Umsókn vegna örorkubóta hjá lífeyrissjóðnum er í undirbún- ingi. Hálfs árs vinnuframlag þessa einstaklings til verðmætasköpunar i þjóðarbúið er þegár glatað. Þá er ótalin vanlíðan vegna stöð- ugra verkja og þess að vera upp á aðra kominn. Þetta er raunverulegt dæmi úr íslensku velferðarþjóðfélagi. Skömmtun — Ekki trygging í 41. gr. almannatryggingalag- anna stendur: „Hveijum þeim, sem sjúkratryggður er skv. 40. gr., skal tryggð ókeypis vist að ráði læknis í sjúkrahúsum, þar með talið fæð- ingarstofnunum. Sjúkrahúsvist skal tryggð eins lengi og nauðsyn krefur ásamt læknishjálp og lyfjum og annarri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir.“ Einstaklingurinn, sem dæmið er tekið um hér að framan, er ekki tryggður. Hann á engan rétt. Hon- Grímur Sæmundsen „Hálfs árs vinnufram- lag þessa einstaklings til verðmætasköpunar í þjóðarbúið erþegar glatað.“ um er skömmtuð þjónusta frá mið- stýrðu kerfi í samræmi við það, sem því hentar, í frumstæðum tilraunum þess til sparnaðar. Það er brýn nauðsyn að trygg- ingahugtakið verði endurvakið í íslensku heilbrigðiskerfi þ.e. að tryggingaiðgjöld verði aðgreind frá öðrum tekjustofnum og renni ein- göngu til þess að standa straum af heilbrigðisþjónustu en ekki sívax- andi ríkisbákni á öðrum sviðum. Menn verða aftur að öðlast rétt til heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á því að halda, en ekki þegar kerfinu þóknast. Höfundur situr í heilbrigðis- og trygginganefnd Sjálfstæðisflokksins. Faðir: Hervar 963 frá Sauðárkróki. Móðir: Terna 5777 frá Kirkjubæ. Eigandi: Þorvaldur Sveinsson, Kjartansstöðum. Aðall 1159 frá Aðalbóli. Jarp- ur, fæddur 1986. Faðir: Sirkus 1015 frá Húsavík. Móðir: Freisting 5518 frá bárðartjörn. Eigandi: Hös- kuldur Þráinsson, Aðalbóli. Nasi 1160 frá Hala. Rauðnös- óttur, fæddur 1985. Faðir: Þokki 1048 frá Garði. Móðir: Glóa frá Hala. Eigandi: Markús Ársælsson, Hákoti. Djákni 1161 frá Sleitustöðum. Brúnskjóttur, fæddur 1985. Faðir: Hrafn 802 frá Holtsmúla. Moðir: Kvika frá Sleitustöðum. Eigandi: Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum. Sokki 1162 frá Sólheimum. Brúnskjóttur, fæddur 1986. Faðir: Krummi frá Sólheimum. Móðir: Sokka frá Sólheimum. Eigandi: Valdimar Ó. Sigmarsson, Sólheim- um. Kveikur 1163 frá Miðsitju. Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Gustur 923 frá Sauðárkróki. Móðir: Perla 4119 frá Reykjum. Eigendur: Jó- hann Þorsteinsson Miðsitju og fleiri. Goði 1164 frá Ytra-Skörðugili Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Þáttui 722 frá Kirkjubæ. Móðir: Brúð- kaups-Jörp 5678 frá Vatnsleysu Eigandi: Finnur Björnsson, Ytra- Skörðugili. Þokki 165 frá Höfn. Jarptví- stjörnóttur, fæddur 1986. Faðir: Stormur frá Bjarnanesi. Móðir: Gláma frá Eyjarhólum. Eigandi: Olgeir Ólafsson, Höfn. Funi 1166 frá Skálá. Rauður, fæddur 1984. Faðir: Hervar 963 frá Sauðárkróki. Móðir: Iða frá Tungu- felli. Eigandi: Jóhannes Sigurðsson, Kópavogi. Gustur 1167 frá Vindási. Rauð- ur, fæddur 1984. Faðir: Sörli 653 frá Sauðárkróki. Móðir: Sokka frá Vindási. Eigandi: Jon Þorvarðarson, Vindási. Hlöðvir 1168 frá Hindisvík. Jarpur, fæddur 1985. Faðir: Ófeig- ur frá Hindisvík. Móðir: Ör frá Hindisvík. Eigandi: Hindisvíkur- búið, Vatnsnesi. Þokki 1169 frá Kílhrauni. Brúnn, fæddur 1985. Faðir: Gustur 923 frá Sauðárkróki. Móðir: Þokkadís frá Kílhrauni. Eigandi: Guðmundur Þóðrarson, Kílhrauni. Mánatindur 1170 frá Úlfstöð- um. Rauðtvístjörnóttur, fæddur 1985. Faðir: Kjarval 1025 frá Sauð- árkróki. ’ Móðir: Lipurtá frá Úlfs- stöðum. Eigandi: Öskar Halldórs- son, Úlfsstöðum. Djarfur 1171 frá Vorsabæ. Móbrúnn, fæddur 1985. Faðir: Gassi 1036 frá Vorsabæ. Móðir: Dáð 5564 frá V-íragerði. Eigandi: Björn Jónsson, Vorsabæ II. Vorboði 1172 frá ípishóli. Rauðblesóttur. fæddur 1984. Faðir: Atli 1016 frá Syðra-Skörðugili. Móðir: Blesa frá Lundi. Eigandi: Siguijón Jónasson, Syðra-Skörðu- gili. r um í dag! Radíóbúðin hf. Sími: (91) 624 800 Apple-umboðið Skipholti 21, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.