Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 22

Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 Fulltrúar frá Lands- málaþingi Finnlands- svía í heimsókn FULLTRÚAR frá Landsmálaþingi Finnlandssvía verða í heimsókn í Reykjavík dagana 23.-27. ágúst. Gestimir eru Jan Rosquist og Ralf Nordgren varafoar þingsins, Christian Brandt ritari og Dag Lindber varatitari. Jan Rosquist starfar hjá heilbrigðisstofnunni Folkhálsan, Ralf Nordgren er rit- höfundur og lektor, Christian Brandt er þingmaður og skrifstofu- stjóri þingsins og Dag Lindberg starfar aðallega að byggða- og menntamálum auk málefna er varða norræna samvinnu. Með heimsókninni vilja fulltrú- amir stuðla að betri kynnum og samskiptum við íslendinga og kynna málefni og stöðu Finnlands- svía. Þeir munu hitta Guðrúnu Helgadótttír forseta sameinaðs Al- þingis að máli og heimsækja men ntamál aráðuneytið. Sunnudaginn 26. ágúst klukkan 16 verður dagskrá í Norræna hús- inu, þar sem fluttir verða stuttir fyrirlestrar um málefni Finnlands- svía. Jan Rosquist, talar um störf og verkefni landsmálaþingsins og Chr. Brandt segir frá ýmsum stað- reyndum varðandi Finnlandssvía. Auk þess flytur Ralf Nordgren fmmsamin ljóð og ljóð eftir aðra höfunda. Tónlist verður flutt af snældu og myndband sýnt. Landsmálaþingið hefur starfað frá 1919 og gætir hagsmuna sænskumælandi íbúa Finnlands, en þeir em um þijúhundruð þúsund (6% af íbúafjölda Finnlands). Þingið kemur saman árlega. Þingmenn em 75 frá sex stjórnmálafiokkum. Stærsti flokkurinn er Sænski þjóð- arflokkurinn, en Sænski sósíal- demókrataflokkurinn fylgir fast á eftir. Allir em velkomnir að koma í Norræna húsið og kynnast málefn- um Finnlandssvía. (Fréttatil ky nningr) Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Bærinn Jörfi í Víðidal. Fjósið og hlaðan sem kviknaði í eru lengst til hægri á myndinni. Jörfí í Víðidal: Hlaða og fíós brunnu ELDUR kom upp í hlöðu og sambyggðu fjósi á bænum Jörfa í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu i fyrrinótt. Hlaðan er nær ónýt eftir brun- ann og hey bóndans farið forgörðum. Fjósið stendur uppi, en skemmdist talsvert. Tilkynnt var um eldinn um klukk- an tvö um nóttina og fóm slökkvi- lið Hvammstanga og Blönduóss á staðinn. Slökkvistarf gekk nokkuð vel, en hlöðunni varð ekki bjargað. Hún var steypt í hálfa hæð, en efri hlutinn var jámklædd timburgrind og brann algerlega, auk þess sem heyið eyðilagðist. Fjósþakið skemmdist mikið í eld- inum og einnig innréttingar í fjós- inu. Kýr vom úti, en nokkmm kál- far í húsi. Þeim var bjargað heilum á húfi. Talið er að kviknað hafi í vegna hita í heyi. Ábúendur em ekki alveg heylausir þótt hlaðan hafi bmnnið, þar sem talsvert hafði verið heyjað í rúllur, sem vom utan dyra. Bygg- ingarnar voru tryggðar, en ekki hefur verið metið hversu mikið tjón- ið er. CX Morgunblaðið/KGA Á Kjarvalsstöðum í gær. Frá vinstri: Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Guðmunda Andrés- dóttir, Guðmundur Benediktsson, Steinþór Sigurðsson og Hafsteinn Austmann. Kjarvalsstaðir; Yfirlitssýmng Septem- ber/Septemhópanna Starfseminni mun ljúka með sýningunni SEPTEMHÓPURINN opnar yfírlitssýningu á verkum September- hópsins 1947 til 1952 og Septemhópsins 1974 til 1990 næstkom- andi laugardag klukkan 16.00. Á sýningunni, sem stendur yfir til 9. september, eru verk eftir Ásmund Sveinsson, Nínu Tryggva- dóttur, Siguijón Ólafsson, Gunnlaug Scheving og fleiri meðlimi September og Septem hópanna. Septemberhópurinn var upp- haflega stofnaður af Jóhannesi Jóhannessyni, Kjartani Guðjóns- syni, Kristjáni Davíðssyni, Valtý Péturssyni, Þorvaldi Skúlasyni, Siguijóni Ólafssyni, Nínu Tryggvadóttur, Snorra Arinbjarn- ar og Gunnlaugi Scheving árið 1947. Auk þeirra sýndi Tove Ól- afsson, eiginkona Siguijóns, með hópnum. Stofnun Septemberhópsins hef- ur verið talin bein afleiðing þeirra andstæðna sem komnar voru upp í íslenskri myndlist milli þeirra sem gerðu þá kröfu að listin skyldi gera mynd af veruleikanum samkvæmt klassískri hefð um rökrétta heild milli tíma, mynd- rýmis og allra einstakra þátta myndefnisins og þeirrar skoðunar, sem var öðru fremur grundvöllur hópsins, að listamaðurinn ætti að skapa nýjan veruleika sem notið yrði á eigin forsendum og hefði sín sérstöku lögmál. Ef frá eru talin árin 1949 og 1950 hélt Sept- emberhópurinn sýningar á hveiju ári. Ekki tóku þó allir meðlimir hópsins þátt í öllum sýningum en með árunum bættust fleiri í hóp- inn. Septemberhópurinn starfaði til ársins 1952 en árið 1974, eftir að deilur um það hvort listin ætti að vera mynd af veruleikanum, voru hjaðnaðar stofnuðu nokkrir félagar úr hópnum Septemhópinn svokallaða sem starfað hefur allt til þessa dags. Steinþór Sigurðsson, einn úr Septemhópnum, sagði í samtali við Morgunblaðið að hópurinn, sem upphaflega samanstóð af sjö listamönnum, væri orðinn fáliðað- ur og ákveðið hefði verið að ljúka starfseminni með stórri yfirlits- sýningu í báðum sölum Kjarvals- staða. í Austursalnum eru verk Septemberhópsins til sýnis en í Vestursalnum verk Septemhóps- ins._ Á sýningunni, sem ber yfír- skriftina September/Septem, eru verk sextán myndlistarmanna, bæði málverk og skúlptúrar. Eltingaleik- ur við ölvað- an ökumann LÖGREGLAN stöðvaði ölvað- an ökumann með því að aka í veg fyrir bíl hans utan vegar við Ananaust í fyrrinótt. Öku- maðurinn hafði vakið athygli lögreglu er hann ók bíl sínum á öfugri akrein á Nóatúni. Eltingaleikur lögreglu og þess ölvaða barst um Laugaveg, Skúlagötu, Tryggvagötu og Mýrargötu. Er ökuþórinn kom að mótum Mýrargötu og Ána- nausta náði hann ekki beygjunni og ók út af. Lögreglumenn óku þá í veg fyrir hann og skullu bílamir saman, en hvorki urðu meiðsl á mönnum né miklar skemmdir á bifreiðunum. Stærsta rall ársins í hættu vegna lítils yfírvinnukvóta lögreglu SÝSLUMENNIRNIR í Gullbringusýslu og Árnessýslu hafa hafnað beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, BÍKR, um leyfi til að halda Kuhma-rallkeppnina í umdæmunum dagana 29. ágúst til 2. september næstkomandi. Ástæðan er að yfirvinnukvóti lögreglunn- ar í umdæmunum er svo lítill að hann dugi ekki til að halda uppi venjubundinni löggæslu, hvað þá löggæslu við rallkeppni nema til komi sérstök heimild frá dómsmálaráðuneytinu um aukna yfir- vinnu. BÍKR hefur staðið reglulega fyrir rallkeppnum hér á landi und- anfarin 15 ár og að sögn Birgis Bragasonar, formanns BIKR, hef- ur klúbburinn jafnan greitt lög- reglunni fyrir löggæslu við slíkar keppnir. Birgir sagði að sér skild- ist að fyrir tveimur árum hefði verið gerð sú breyting að greiðslur einstaklinga og félagasamtaka til lögreglunnar fyrir löggæslu við dansleiki, íþróttakeppnir og annað slíkt, renni beint í ríkissjóð en ekki til þess embættis sem innti störfin af hendi eins og áður hefði verið. Unnin yfírvinna hafí síðan verið dregin af yfirvinnukvóta við- komandi embættis. Birgir sagði að fulltrúi sýslu- manns í Gullbringusýslu hefði staðfest það í samtali við sig að sýslumannsembættin í Gullbringu- og Árnessýslu væru með þessari synjun að tefla BÍKR fram til að knýja fram þá leiðréttingu við dómsmálaráðuneytið að greiðslur frá einstaklingum og félagasam- tökum fyrir löggæslu rynni beint til viðkomandi lögregluembættis og þau störf ekki dregin frá yfir- vinnukvóta þeirra. „Þetta var nú ekkert til að hafa eftir mér og ég get náttúrulega ekki gengist við því að hafa sagt þetta,“ sagði Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslumanns í Gullbringu- sýslu, þegar þetta var borið undir hann. Hann sagði jafnframt að það væri ekki rétt að fyrirkomulaginu hefði verið breytt fyrir tveimur árum heldur snerist málið um það að aukavinnukvótinn væri minni núna. Birgir sagði að greiðslur BÍKR fyrir löggæslustörf vegna rall- keppni hefðu numið 156.756 kr. árið 1988 og 218 þúsund kr. í fyrra. Birgir sagði vafa leika á því' hvort BÍKR væri skaðabótaskyld- ur gagnvart erlendum rallöku- mönnum sem hafa skráð sig til keppninnar. Fjórar erlendar áhafnir, tvær frá Bretlandi og tvær frá Frakklandi, 10-15 manns, hafa skráð sig í rallkeppnina og eru á leið til landsins. „Hins vegar munum við gera allt sem við get- um til að koma í veg fyrir að þeir bíði fjárhagslegt tjón af þessu. Við erum aðilar að alþjóðasamtök- um og viijum ekki að verða fyrir álitshnekki á erlendum vettvangi vegna vitleysu hérna heima. Það eru lög í þessu landi sem heimila að haldnar séu akstursíþrótta- keppnir og dómsmálaráðherra gaf út reglugerð sem tók gildi 12. júlí sl. um hvernig framkvæma skuli slíkar keppnir. Framkvæmdavald- ið er að stöðva það sem Iögin Ieyfa okkur að gera og það finnst mér erfiðasti bitinn að kyngja í þessu máli,“ sagði Birgir. Forsvarsmenn BÍKR gengu í gær á fund forsætisráðherra sem kom á fundi með þeim og dóms- málaráðherra í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.