Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
41
Gunnar E. Bjama-
son - Minning
Fæddur 11. nóvember 1922
Dáinn 14. ágúst 1990
Aðfaranótt þriðjudagsins 14.
ágúst sl. veiktist Gunnar Bjarnason
skyndilega og lést skömmu síðar.
Okkur hjónunum var illa brugðið,
þegar við fréttum andlát hans, því
að aðeins nokkrum dögum fyrr höfð-
um við hitt Gunnar hressan að vanda.
Gunnar fæddist í Hafnarfirði 11.
nóvember 1922. Foreldrar hans voru
Bjarni Erlendsson húsasmíðameist-
ari og kona hans Júlía Magnúsdóttir
húsfreyja. Þau hjón eignuðust sjö
börn og var Gunnar þeirra elstur.
Eftirlifandi systkini hans eru: Magn-
ús, Gróa, tvíburarnir Eygerður og
Sigríður, Kristrún og Ásthildur.
Gunnar var húsasmíðameistari.
Vann hann m.a. mikið á St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði. Verður hans þar
sárt saknað, því að hann var alltaf
boðinn og búinn til starfa þegar hans
var þörf.
Árið 1954 kynntist Gunnar eftirlif-
andi konu sinni Bryndísi Björgvins-
dóttur frá Þórkötlustöðum,
Grindavík. Þau gengu í hjónaband
26. desember 1955. Gunnar og
Bryndís voru mjög samrýnd og var
hjónaband þeirra afar farsælt. Þau
hjón eignuðust tvö börn: Erlend
húsasmið sem kvæntur er Andreu
Ólafssdóttur og eiga þau tvö börn
Selmu Kristínu og Gunnar, Áslaugu
sem lært hefur og starfar við offset-
skeytingu og plötugerð, en maður
hennar er Þröstur Guðnason vélsmið-
ur. Ég dáðist alltaf að því hversu
samhent öll fjölskyldan var og hve
mikla umhyggju og ástúð foreldrar
og börn sýndu hveiju öðru. Gunnar
og Bryndís bjuggu allan sinn búskap
á hinu fallega heimili sínu að Suður-
götu 64 Hafnarfirði. Þau hjónin voru
góð heim að sækja enda einstaklega
gestrisin.
Gunnar var félagslyndur maður.
Ungur gerðist hann skáti og tók virk-
an þátt í starfsemi Hraunbúa og
hjálparsveitar skáta. Hann var félagi
í karlakómum Þrestir. Á yngri árum
vann hann með Leikfélagi Hafnar-
fjarðar. Auk þess var Gunnar mikill
sjálfstæðismaður alla tíð.
Mín fyrstu kynni af Gunnari voru
fyrir sextán ámm, þegar Hjálmar
eiginmaður minn kynnti mig fyrir
systur sinni og mági. Þau kynni urðu
upphaf mikillar og góðrar vináttu.
Fáum mönnum hef ég kynnst, sem
voru hjálpsamari én Gunnar. Hann
var bókstaflega alltaf reiðubúinn til
aðstoðar, hvort sem var að nóttu eða
degi. Aldrei heyrði ég Gunnar hall-
mæla nokkmm manni. Gunnar var
að mínum dómi maður, sem ekki
mátti vamm sitt vita.
Með þessum orðum kveð ég Gunn-
ar. Við hjónin og börn okkar vottum
Bryndísi og allri íjölskyldunni inni-
legustu samúð okkar.
Guðrún Guðjónsdóttir
Á kveðjustund langar mig til að
þakka Gunnari E. Bjarnasyni fyrir
góða viðkynningu. Vinátta okkar
hófst árið 1945, þegar skátafélagið
Hraunbúar í Hafnarfirði réðst í það
stórvirki að reisa skátaskála við
Kleifarvatn. Einhver úr félaginu
benti stjórnendunum á að það mundi
verða gæfa Hraunbúa við skálasmíð-
ina ef Gunnar fengist til verksins.
Hann var þá nýlega orðinn sveinn í
húsasmíði og talinn efnilegur og
dugandi við þau störf. Og skátafélag-
ið Hraunbúar fór ekki halloka í við-
skiptunum við Gunnar, sem tók að
sér starfið. Hann gekk meira að segja
í félagið og vann því svo vel, að það
kæmi mér ekki á óvart, að það búi
að því enn. Skátafélagið Hraunbúar
var ekki eina félagið í Hafnarfirði,
sem fékk að njóta krafta Gunnars.
Hann var um árabil einn af félögum
Leikfélags Hafnaríjarðar og þó að
hann kæmi ekki oft fram í sviðsljós-
ið var hann einn af þessum traustu
liðsmönnum, sem sáu um að smíða
og hagræða leiktjöldunum og annast
þá muni sem nauðsynlegir voru þeg-
ar leikið var. Þeir vita það best, sem
fengist hafa við leiklist, hversu mikil-
svert það er að hafa trausta og
ábyggilega menn að tjaldabaki.
Gunnar hafði fallega tenórrödd og
var einn af söngmönnum karlakórs-
ins Þrasta. Það sýnir ásamt því sem
áður er sagt að hann taldi ekki eftir
að lofa öðrum að njóta þess sem
skaparinn hafði gefið honum í vöggu-
gjöf.
Gunnar E. Bjarnason var dagfars-
prúður maður og vel látinn af sam-
ferðafólkL.Ef ég ætti að lýsa honum
með einu orði, eins og hann kom
mér fyrir sjónir, mundi ég segja að
Gunnar hafi verið líkur kærleikanum,
eins og Páll postuli lýsir honum í
fyrra bréfinu til Korintumanna 13.4.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður; kærleikurinn öfundar
ekki; kærleikurinn er ekki raupsam-
ur, hreykir sér ekki upp. Þannig var
Gunnar E. Bjarnason í mínum aug-
um.
Það er skarð fyrir skildi, þegar
góðir menn eru kallaðir burt og það
ýtir óneitanlega við okkur sem eftir
sitjum, þegar brottkvaðningin gerist
svo fyrirvaralaust eins og hér átti
sér stað. Við héldum öll sem þekktum
Gunnar að sjúkdómar væru honum
víðsfjarri. Hann bar utan á sér merki
hraustleikans og hafði alla tíð lifað
grandvöru lífi. Við kunningjar Gunn-
ars munum sakna þess að hitta hann
ekki oftar, en við eigum minninguna
um góðan vin og félaga, sem ekki
taldi eftir sér að gera vinum sínum
greiða, þegar svo bar undir.
Þó að vinirnir sakni Gunnars hlýt-
ur söknuðurinn að vera mestur hjá
Bryndísi eiginkonu hans og börnun-
um, Erlendi og Áslaugu. Eg trúi því
að einnig falli lítil tár af hvörmum
ungra systkina, sem nú kveðja afa,
sem þeim þótti svo vænt um. Um
leið og ég þakka Gunnari E. Bjarna-
syni samfylgdina bið ég fjölskyldu
hans Guðs blessunar. Blessuð veri
minning Gunnars E. Bjarnasonar.
Markús B. Kristinsson
Minning um góðan mann lifir,
hún býr um sig hið innra og gleym-
ist aldrei. Þegar Binna hringdi og
sagði að Gunnar væri dáinn, þá var
ég lengi að átta mig og skilja, svo
fjarri mér var það. Gunnar sem
aldrei var veikur, dáinn á örskots-
stund, það var ótrúlegt, en það er
margt sem við ekki skiljum.
Kveðjuorð:
Erla Pálsdóttir
Fædd 6. júní 1932
Dáin 13. ágúst 1990
Erla Pálsdóttir fæddist í Hnífsdal
og ólst þar upp. Hún fluttist suður
til Reykjavíkur til skólanáms,_ og
Iauk hjúkrunarnámi 1954. Árið
1956 giftist hún Eiríki Bjarnasyni,
augnlækni. Þau bjuggu í Svíþjóð í
áratug, meðan Eiríkur stundaði
sérnám, en fluttust heim 1967 og
bjuggu í Reykjavík. Þeirra synir
tveir eru Auðunn og Bjarni. Hún
starfaði við hjúkrun fyrstu árin eft-
ir nám og einnig á síðari árum.
Erla var vel gerð kona með
trausta skapgerð, sem skýrast birt-
ist síðasta hálfa árið, frá því bana-
meinið gerði vart við sig. Hún lað-
aði að sér vini, var vinföst og boðin
og búin til hjálpar þegar þurfti. Hún
var vandvirk, smekkvís og vandlát
og góður uppalandi sona sinna. Hún
var góðlynd og jafnlynd en ákveðin
í skoðunum og föst fyrir. Jafnræði
var með þeim hjónum Erlu og Eiríki
og hjónabandið farsælt. Hún var
gestrisin og áttum við hjónin marg-
ar ánægjustundir á heimili þeirra
hjóna. Erla hafði yndi af ferðalög-
um, bæði erlendis, en þó einkum á
íslandi. Naut hún sín vel á ferðum
um landið í góðra vinahópi. Margra
ferða höfum við hjónin notið með
henni og Eiríki, og fleirum.
Það er sárt að missa þá sem
okkur þykir vænt um, það vitum
við sem eftir lifum.
Það vekur til umhugsunar hve
lífið er stutt þegar rifjaðar eru upp
gleðistundir, en það eru þær stund-
ir sem ég man í minningunni um
Gunnar Bjarnason.
Ég er búin að þekkja hann síðan
ég var 10 ára og vera vinur þeirra
hjóna frá byrjun búskapar þeirra,
þar sem við bjuggum í næsta húsi
við þau fyrstu árin okkar og hefur
sú vinátta haldist alla tíð og það
eru gleðistundirnar sem hæst ber.
Allir sem þekktu Gunnar Bjarna-
son sáu að þar fór valmenni. Við
hjónin vorum lánsöm að eiga hann
að vini.
Minningin um hann er geymd og
mun ylja okkur þega við minnumst
hans. Binna, Elli, Áslaug, Andrea,
Þröstur, afabörnin Selma Kristín
og litli Gunnar, öldruð tengdamóðir
og systkini, megi góður Guð styrkja
ykkur og minning um góðan dreng
búa í hjörtum okkar.
Sigga og Sverrir
Elskulegur afi okkar Gunnar E.
Bjarnason húsasmíðameistari lést
14. ágúst. Það er undarlegt að afi,
svona hress og kröftugur, sé farinn
frá okkur.
Afi var fæddur 11.11. 1922 og
elsti sonur hjónanna Júlíu Magnús-
dóttur og Bjarna Erlendssonar hús-
asmíðameistara.
Afi giftist eftirlifandi ömmu okk-
ar Bryndísi R. Björgvinsdóttur
fæddri 25.1. 1936 árið 1956 ogþau
eignuðust tvö börn, Erlend Gunnar
Gunnarsson fæddan 3.2. 1955,
hann er giftur Andreu Ólafsdóttur,
og Áslaugu Gunnarsdóttur fædda
25.5. 1964, unnusti hennar er
Þröstur Guðnason.
Við viljum kveðja elskulegan afa
okkar og þakka honum fyrir yndis-
legar og góðar stundir. Hann var
alltaf svo góður við okkur. Við
kveðjum afa okkar með miklum
söknuði með þessum sálmi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Selma Kristín Erlendsdóttir
Gunnar Erlendsson
Hún kvaddi að morgni 13. ágúst
í góðu ferðaveðri.
Við söknum hennar mjög.
Agnes og Gunnsteinn
t
Útför bróður okkar,
HANNESAR GUÐLEIFSSONAR,
bifreiðastjóra,
Þangbakka10,
Reykjavík,
verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. ágúst kl. 10.30.
Guðmundur Guðleifsson,
Steinunn Guðleifsdóttir,
Sigurður Guðleifsson,
Guðrfður Guðleifsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur minn, bróðir og
mágur,
INGÓLFUR ARNAR JÓNSSON
bifreiðastjóri,
Gyðufelli 2,
sem lést 17. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn 24. ágúst kl.
15.00 frá Áskirkju.
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Haraldur Ingólfsson,
Kristín Ingólfsdóttir, Þorleifur Sigurðsson,
Inga Ingólfsdóttir, Jón Þór Helgason,
Jón Arnar Ingólfsson,
Elín Ingólfsdóttir, Andri Már Helgason,
Ingrid Baldvinsdóttir,
Kristine Jónsdóttir, Ólafur Þorláksson,
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ÁRNIÁRNASON,
Lyngholti 5,
Akureyri,
verður jarðsetturföstudaginn 24. ágúst kl. 13.30frá Glerárkirkju.
Guðrún Jakobsdóttir,
Baldur Arnason,
Bragi Árnason,
Þór Árnason,
Óðinn Árnason,
Sigriður Árnadóttir,
Jenný Lind Árnadóttir,
Ólöf Árnadóttir,
Anna Guðrun Árnadóttir,
Hulda Lilý Árnadóttir,
Hulda Þorvaldsdóttir,
Ásta Sigurðardóttir,
Gunnþóra Árnadóttir,
Ingvi Flosason,
Þorleifur Jónsson,
Hörður Þórhallsson,
Guðmundur Antonsson,
Oddur Árnason
og afkomendur.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna
fráfalls litla sonar okkar og bróður,
GUNNARS BJARNATÓMASSONAR,
Hólatúni 4
Sauðárkróki.
Hjördís Gunnarsdóttir, Tómas Kristjánsson,
Sigurlína D. Tómasdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
BORGHILDAR JÓNSDÓTTUR,
Þingvallastræti 2,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli.
Jakob Frfmannsson,
Jakob Frfmann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns
míns og föður okkar,
CHARLES E. BURRELL.
Guðrún Burrell,
Carl O. Burrell,
Christian Friðrik Burrell.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för sonar okkar, bróður, fósturbróður og sonarsonar,
STEFÁNS HERBERTS SVAVARSSONAR,
Heiðmörk 51,
Hveragerði.
Árný Ingibjörg Filippusdóttir,
Svavar Rúnar Ólafsson,
Guðríður Svavarsdóttir,
Ólafur Svavarsson,
Berglind Harpa Sigurðardóttir,
Guðríður Svafarsdóttir,
Ólafur Halldór Þórðarson.