Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 43

Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 43 Morguríblaðið/Árni Sæberg Kylfingar frá Sundridge Park og Golfklúbbi Reykjavíkur áður en keppnin hófst í Grafarholti á þriðjudag. GOLF Enskir kylfíngar við framandi aðstæður á Grafarholtsvelli Hópur kylfinga frá sundridge Park golfklúbbnum í Brom ley í Englandi lét ekki suðvestan hvassviðri og lárétta rigningu aftra sér frá því að leika golf á Grafarholtsvelli í fyrradag. Haldin var sveitakeppni milli Englendinganna og Golfklúbbs Reykjavíkur og fóru leikar svo að heimamenn sigruðtí nokkuð örugglega, enda aðstæðurnar framandi fyrir ensku gestina. Þeir luku þó miklu lofsorði á Grafarholtsvöllinn og höfðu á orði að gaman væri að koma aft- ur og leika völlinn á fallegum sumardegi. Undanfarin ár hafa GR og Sundridge Park átt mikil samskipti og var Jóhann Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Flugleiða í London, upphafsmaðurinn að þeim. Að þessu sinni kom.hingað um 30 manna hópur frá Sundridge Park á vegum Jóhanns og voru kylfingarn- ir með frá 0 og upp í 25 í forgjöf þannig að um blandaðar sveitir var að ræða í keppninni. Elstu ensku gestirriir voru um áttrætt. Auk skoðunarferða um Reykjavík og nágrenni og keppninnar f Grafar- holti var einnig komið við í Hvamm- svík í Hvalfirði í íslandsferðinni, en Ólafur Skúlason í Laxalóni lagði í upphafi dijúgt af mörkum til að gera þessi vinaklúbbasamskipti að veruleika. í haust fer hópur íslenzkra kylf- inga héðan til Bromley og verður leikið við kylfinga frá Sundridge Park 5. október í svokallaðri Anglo Icelandic-keppni. Verður þetta í þriðja skiptið. sem þessi keppni fer fram í Bromley, en keppnin í Graf- arholti á þriðjudaginn var fyrsta keppnin af þessum toga hérlendis. COSPER Ég hefi skipt um skoðun. Til söiu er Man 16-320, árgerð 1975. Með framdrifi og búkka. 6m. fast- ur pallur, HIAB 550 krani. Bíllinn er í góðu standi, ekinn 230 þús. km. Upplýsingar í síma 92-14949. Hraðlestrarnámskeið Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu lesa meira af góðum bókum? Vilt þú ná góðum árangri í skólanum í vetur? Á hraðlestrarnámskeiðum lærir þú að margfalda lestrarhraðann með bættri eftirtekt. Næsta námskeið hefst 29. ágúst. _________Skráning er f síma 641091.________ HRAÐLESTRARSKOLINN E 10ÁRA Frábær uppskrift að fríinu er einnai?^®*fVTTfBí bJóðas,áf^ZZT IViæsti ferðaþjónustubær er ávallt skammt undan. GÆÐAÞJÓNUSTAÁGÓÐU VERÐI Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg Símar 623640,623643 og 19200. Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umfcrðir nægja, allt cftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áfcrð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. . Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þ ekj ukj ör vara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús — kynntu þér þá hvaðan málningin er lmálninghif - það segir sig sjdlfi -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.