Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 46

Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 Treystiröu annarri íilmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? MÖBLER Rólegt Og gott að búa í Breiðholti Til Velvakanda. Tilefni skrifa minna er árásin á strætisvagnabílstjórann. Alltaf eru það unglingamir úr Breiðholtinu sem verða fyrir barðinu ef eitthvað kemur þessu líkt upp. Ég hef búið í Fellahverfi í Breið- holti í nokkra mánuði. Hér er dá- samlegt að eiga heima, rólegt og gott. Eg hef ekki orðið var við þenn- an svokallaða skríl. Ég bjó áður í Norðurmýri þar sem var ekki nokk- ur friður með bíla, en eftir að ég flutti í Fellahverfi er þetta allt ann- að líf. Þessir hringdu Enginn fótur fyrir hækkunum á fargjöldum? Hrönn hringdi: „ Alveg er ég undrandi á því hvem- ig staðið hefur verið að þessum verðhækkunum hjá ferðaskrif- stofunum. Engu líkara en að þær hafí gripið kærkomið tækifæri til að koma með afsökun fyrir því að hækka verð á fargjöldum, þeg- ar ljóst var að olíuhækkanir gætu orðið. Og nú virðist sem enginn fótur sé fyrir hækkununum og flestar ferðaskrifstofanna hafa dregið þær til baka. Ef Verðlags- stofnun hefði ekki gripið í tau- mana væru ferðalangar að greiða 2,5% hærra verð fyrir ferðir sínar nú. Hvernig var útreikningum ferðaskrifstofanna háttað?" geta ekki haft veðurfréttirnar eins og þær voru finnst mér að þeir ættu að sleppa nauðungarsköttun og nota áskriftarlykla svo fólk geti þá valið. Það var mjög gott form á veðurfréttunum eins og þær voru og gott fyrir menn sem hafa fylgst með þeim í áraraðir að átta sig á hvernig veðurhorf- urnar eru. Ég er viss um að það er fullt af fólki sem er sama sinn- is og ég. Núna skipti ég yfir á Stöð 2 til að horfa á veðurfréttirn- ar." Fress í óskilum Kolsvartur ca. 4ra mánaða gam- all fress er í óskilum á Lindargötu 56. Kötturinn sem fannst á Laugaveginum er með svarta flauelsól með bjöllu, en ekkert merkispjald. Þeir sem kannast við köttinn geta hringt í síma 20375. Tók úlpuna Bryndís hringdi: „Ég var ásamt 4ra ára dóttir minni í Hagkaupum á Laugaveg- inum 10. ágúst. Það var mjög heitt í veðri og skildi télpan úlp- una sína eftir inni í Hagkaupum. Þegar ég uppgötvaði það um hálftíma síðar fór ég strax til stúlknanna í upplýsingum. Þá hafði ung stúlka komið sem sagð- ist vera að passa bamið sem ætti þessa úlpu og var henni því af- hent úlpan. Síðan hef ég ekki séð úlpuna og veit ekki hvaða sjtúlka þetta var sem tók hana. Úlpan er fjólublá með grænu mynstri og fjólubláum strikum, með renni- lás og uppábroti á ermum. Þeir sem vita um úlpuna eru beðnir að skila henni í Hagkaup á Lauga- veginum eða hringja í síma 686852.“ Lágmark að hleypa starfsfólki inn hálf- tíma fyrir opnun Til Velvakanda. Við undirrituð beinum orðum okkar til Securitas. Það er alveg óviðunandi að upp á hvern einasta laugardag í sumar hefur starfsfólk Kjörgarðs þurft að bíða úti til kl. 10 ogjafnvel lengur eftir að starfs- menn ykkar komi ti! að opna hús- ið. Þar sem búðirnar opna kl. 10 sér hver maður að það er lágmark að hleypa starfsfólki inn 30 mínút- um fyrir opnun. En við vitum að ef opið væri í Hagkaup þá væri búið að opna a.m.k. 30 mínútum fyrir opnunartímann. Þar sem margoft hefur verið hringt og kvartað yfír þessu en allt setið við það sama sáum við enga aðra lausn en að setja þetta í blöðin með von um úrbætur. Asgerður Jóhannesdóttir Unnur Eiríksdóttir Erla Óskarsdóttir Hafdís Guðmundsdóttir. FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK Tapaði myndavél Hver á að þrífa í kringum Hallgrímskirkju? Reykvíkingur hringdi: „Ég var að lesa í Velvakanda um það hver ætti að þrífa í kringum Borgarleikhúsið en hver á að þrífa í kringum Hallgrímskirkju? Mér finnst vera hálf sóðalegt í kring- um kirkjuna og þá sérstaklega norðaustan við hana. Þarna kem- ur aragrúi af útlendingum og ætti því að hafa snyrtilegra þarna í kring.“ Lágmark að hafa almenni- legar veðurfréttir . Nýleg myndavél í gráu hulstri tapaðist á BSÍ sunnudagskvöld fyrir um viku. Átekin fílma er í vélinni. Finnandi hringi í síma 667102. Taska full af fötum týnd Magnea hringdi: „Dóttir mín fór á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og var stolið af henni grárri og rauðri Look handtösku sem var full af fötum. Reyndar fékk hún jakka og skilríki til baka en vantar töskuna með öllum hin- um fötunum. Ef einhver veit um töskuna bið ég þann hinn sama að hringja í síma 98-34440.“ Þ.Þ. hringdi: „Ég vil taka undir með Önnu og Jónda járnsmið sem eru að ræða um veðurfréttirnar í ríkissjón- varpinu. Þegar maður er neyddur til að borga afnotagjöldin af ríkis- sjónvarpinu fínnst mér lágmark að þeir hafí almennilegar veður- fréttir, eins og þær voru. Ef þeir Kettlingur týndur Ca. 4-5 mánaða kettlingur týndist frá Laugavegi fyrir um viku. Kettlingurinn er svartur með hvíta bringu, hvítar loppur og svarta doppu á annars hvítu trýni. Þeir sem vita um hann eru beðnir að hringja í síma 29862. nú getum við boðið þér það besta sem hægt er að fá frá Bretlandi í sófasettum Ouíiíne Húsgagnstitöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.