Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 51

Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 51
toém FOLK ■ SIGURÐUR Sveinsson, hand- knattleiksmaður hélt í gær til Spán- ar, en hann mun sem kunnugt er leika með Atletico Madrid í vetur. ■ ANDERLECHT vann PSV Eindhoven 3:0 á sterku fjögurra liða móti á Spáni. Leikurinn fór fram á hinum nýja Ólympíuleik- vangi í Barcelona og var fyrsti leikurinn sem spilaður er á þeim vélli. I MÖRK Anderlecht komu öll á síðustu 20 mínútum leiksins og voru það Brasilíumaðurinn Oli- veira, Van der Linden og Ver Heyer sem gerðu þau. ■ BARCELONA vann Spartak Moskvu 1:0 á þessu sama móti með marki Bakero. ■ MARADONA, fyrirliði arg- entíska landsliðsins í knattspymu, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að taka að sér þjálfun liðs- ins fyrir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum 1994. Samningur Maradona við ítalska liðið Napolí rennur út 1993, en þær sögur ganga að Maradona hyggist freista þess að losna fyrr, jafnvel í lok næsta keppnistímabils. ■ CARLOS Bilardo, þjálfari arg- entíska landsliðsins undanfarin sjö ár, sagði af sér eftir að liðið hafði unnið silfurverðlaunin á Ítalíu fyrr í sumar. Flestir veðja á að arftaki hans verði Daniel Passarella sem var fyrirliði Argentínumanna þeg- ar þeir unnu heimsmeistaratitilinn 1978. ■ BRIAN Robson, hinn sein- heppni fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, . verður líklega að taka sér frí frá I knattspymuiðkun næstu þijá mán- I uði. Robson hefur verið með ein- dæmum óheppinn með meiðsli á I ferli sínum sem knattspyrnumaður 1 og gekkst undir enn einn uppskurð- inn á dögunum. ■ LEEDS United, sem á síðasta keppnistímabili vann sér rétt til þess að leika í 1. deild, hefur feng- ið harðorða aðvömn frá enska knattspyrnusambandinu vegna ól- áta áhangenda liðsins. í maí síðast- liðnum gengu tvö þúsund manns berserksgang á leik Leeds og Bo- urenmouth með þeim afleiðingum að tuttugu áhorfendur og þijátíu lögreglumenn slösuðust. H í tilkynningu enska knatt- spyrnusambandsins sagði að frekari ólæti af hálfu bullanna sem fylgja j Leeds myndu leiða til þess að liðið þyrfti að leika næstu fjóra heima- leiki fyrir luktum dymm, án áhorf- i enda. Ennfremur sagði í tilkynning- unni að ef Leeds stæði ekki við að auka öryggisgæslu á vellinum gæti i komið til þess að liðinu yrði vísað úr knattspyrnusambandinu. ■ ÍTALSKA liðið Roma og Benfica frá Lissabon gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik í gærkvöldi. Giovanni Piacentini skoraði fyrir Roma og Brito gerði mark Benfíco. ■ CARL Lewis og félagar í Santa Monica æfingahópnum gerðu fimmtu tilraunina á árinu til þess að bæta heimsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í gærkvöldi, en án árang- urs. Sveitin hljóp á móti í Aust- urríki og sagði Lewis eftir á að kalt veður hefði sett strik í reikning- inn. „Við vitum að í næsta sinn sem I við hlaupum fellur metið,“ sagði Lewis. | B SVÍAR léku með B-lið gegn Norðmönnum í Noregi í gær- kvöldi og unnu óvænt, 2:1, í vináttu- | landsleik í knattspyrnu. Aðeins tveir leikmenn úr HM-liði Svía léku - Thomas Brolin og markvörður- inn Thomas Raveili, sem lék sinn 76 landsleik, en það eru fleiri lands- leikir heldur allir aðrir leikmenn sænska liðsins og varamenn hafa j leikið. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 51 FRJALSAR IÞROTTIR „Á báðum áttum hvort' ég eigi að fara til Spl‘rt“ - segir EinarVilhjálmsson, sem á við meiðsli að stríða í hné. „Ef mótið væri alþjóðlegt boðs- mótfæri ég ekki." Einar, Sigurður Matthíasson og Vésteinn kepptu í Svíþjóð í gærkvöldi Einar Vilhjálmsson er í vafa hvort hann eigi að fara til Split. „ÉG er á báðum áttum hvort ég eigi að fara til Split í Júgó- slavíu til að taka þátt t Evrópu- meistaramótinu. Ef mótið í Split væri alþjóðlegt boðsmót myndi ég ekki fara,“ sagði Ein- ar Vilhjálmsson, spjótkastari, við Morgunblaðið eftir að hann náði sér ekki á strik á móti í Borás í Svtþjóð í gærkvöldi, þar sem hann kastaði spjótinu 77,60 m. rnr Eg mun sofa á þessu í nótt og tek ákvörðun á morgun [í dag] eftir að ég hef rætt við forráða- menn Fijálsíþróttasambands ís- lands. Það fylgir því viss áhætta að fara til Split. Annað hvort fer ég þangað og læt reyna á hnéð, eða pakka nú saman og set stefnuna á heimsmeistaramótið á næsta- ári,“ sagði Einar, sem hefur verið slæm- ur í hné frá því að hann meiddist sl. vetur. Áður en hann setti ís- landsmetið í Malmö á dögunum fékk hann bólgueyðandi sprautu. „Það er mikil áhætta að fá tvær þannig sprautur á sama stað á stuttum tíma, þannig að ég ætla ekki að láta sprauta mig aftur,“ sagði Einar, en hann sagðist hafa verið hálfdrættingur í atrennunni í Borás, eins og í Grimsby á sunnu- daginn. „Eg kiknaði undan fullum hraða í atrennunni.“ Einar, Sigurður Matthíasson og kringlukastarinn Vésteinn Haf- steinsson náðu sér ekki á strik á Ryavallen í Borás. Einar kastaði lengst í sínu fýrsta kasti - 77,60 m og hafnaði í öðru sæti í keppninni, sem Svíinn Dag Wennlund vann með því að kasta 79,24 m. Wennlund náði þó ekki að tryggja sér farseðilinn á EM í Split, en til þess varð hann að kasta yfir 80 m í gærkvöldi. Sænska fijálsíþróttasambandið, sem var búið að tilkynna hann sem kepp- anda þar, gaf honum tækifæri í gær til að kasta yfir 80 m. Sigurður, sem er slæmur í öxl, varð í þriðja' sæti með 74,30 m og fjórði og síðastur var Hákan Konstenius, með 63,68 m. Vésteinn kastaði lengst 59,78 m og varð í öðru sæti. Vaclavas Kidik- as frá Litháen varð sigurvegari — kastaði 60,38 m og Svíinn Dag Solhaug varð þriðji og síðastur með 53,98 m. Kastseríur þeirra voru þannig í gærkvöldi: ■Einar: 77,60-75,40-ógilt-74.82- 75.86—ógilt. ■Sigurður: 71,38-69,90-74,39- 72,70-72,72-71,28. ■ Vésteinn: 59,22-59,00-58,26— 58,06-59,00-59,78. HANDKNATTLEIKUR Tékkitil KA Þrjátíu og níu ára fyrrum landsliðsmaður FYRRUM tékkneskur lands- liðsmaður í handknattleik, Mikas Pavel, leikur með 1. deildarliði KA frá Akureyri í vetur. Hann er væntanlegur til landsins í dag. Pavel er útileikmaður — rétthent skytta. Hann er 39 ára að aldri. Skv. þeim upplýsingum sem KA-mönnum bárust um leik- manninn hefur hann leikið í 18 ár í tékknesku 1. deildinni; fyrst með hinu fræga liði Dukla Prag en síðari árin með Bohemia frá sömu borg. Hann lék um níu ára skeið með landsliðinu, en hefur ekki verið með því allra síðustu ár. Pavel er önnur skyttan sem kemur í herbúðir KA fyrir kom- andi keppnistímabil. Hans Guð- mundsson verður einnig með lið- inu í vetur. KA-menn hafa hins vegar misst unglingalandsliðs- manninn Karl Karlsson. Hann verður með Fram. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Skagastúlkur náðu hefndum ÍA sigraði Val með tveimur mörkum gegn einu í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Með sigr- inum tryggðu Skagastúlkur sér annað sætiö í deildinni, en stöllur þeirra úr Val urðu að láta sér lynda þrjðja sætið. Það má því segja að ÍA hafi tekist að koma fram hefndum frá því í bikarúrslitaleiknum á sunnu- dag. Þá léku þessi tvö lið og vann Valur með einu marki gegn engu. Slæmt veður hafði mikil áhrif á gang mála í leiknum. Liðin áttu í erfiðleikum með að hemja boltann í rokinu, það rigndi allan tímann og undir lokin var komið haglél. Júlía Sigursteinsdóttir átti mjög góðan leik fyrir IA. Hún kom Skagaliðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik með fallegu skallamarki. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka jafnaði Guðrún Sæmundsdóttir fyr- ir Val með góðu skoti utan af kanti. Júlía kom aftur við sögu rétt fyrir leikslok þegar hún var felld innan vítateigs Vals. Ragna Lóa Fj.leikja u j T Mörk Stig BREIÐABUK 10 8 0 2 19: 5 24 ÍA 9 6 1 2 13: 7 19 VALUR 10 4 2 4 21: 12 14 KR 10 3 3 4 17: 19 12 ÞÓR 10 3 1 6 11: 16 10 KA 9 1 1 7 5: 26 4 Stefánsdóttir, þjálfari ÍA, skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var og tryggði liði sínu sigur. Helena markahæst Einn leikur er eftir í 1. deild kvenna. KA og ÍA leika laugardag- inn 25. ágúst kl. 14.00. Helena Ólafsdóttir, KR, er markahæst í deildinni með 7 mörk. Ragna Lóa er markahæst hjá ÍA með 3 mörk og Hjördís Úlfarsdóttir hefur skor- að mest fyrir KA, 2 mörk. Það er því ólíklegt annað en Helena verði markahæst í sumar. Guðrún Sæ1- mundsdóttir úr Val hefur gert sex mörk í sumar og Bryndís Vals- dóttir úr Val er með 5 mörk líkt og Ellen Óskarsdóttir úr Þór Akur- eyri. SIGLINGAR íslandsmót kjölbáta Islandsmót kjölbáta verður fram haldið helgina 24. til 26. ágúst, en það hófst með Faxaflóakeppni 21. júlf síðast- liðinn. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Siglingasambandi ís- lands er búist við mikilli þátt- töku á mótinu, allt að 20 bátum. Upphaf hverrar umferðar er sem hér segir: 1. umferð kl. 16.00 á föstudag. 2. umferð kl. 10.00 álaugardag. 3. umferð síðar á laugardag. 4. umferð kl. 10.00 á sunnudag. Lokaskráning í mótið er í dag, fimmtudag, milli kl. 18.00 og 22.00 við Brokeyjarbryggju í Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.