Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 8

Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 FYRIR tveimur árum kom út bók eftir háaldraðan Breta, RanaldSdjöneiair, þar ísetn vþann lýsti ótrúlegum ævintýrum sem hann rataði í þegar þegar hann ferðaðist illh íran í Ford-bifreið 1926. Nokkrum mánuðum síðar lézt höfundurinn, 99 ára að aldri, og enn ótBÚlégri saga .varð ljós, Ronald Sinclair reyndist vera dulnefni, sem hann hafði notað í 70 ár. Mestallait þann tímaTiafði hann starfað í brezku utanríkisþjónustunni og er hann lézt vissi aðeins einn sagnfræðingur hver hann var í raun og veru. Til Mið-Asíu í leynilegum erindagerðum: Teague-Jones 1918. Sipclair hét réttu nafni Regin- ald Teague-Jones og hafði skipt um nafn vegna þess að skömmu eftir fyrri héimsstyijöldina ■ hafði bolsévíkaleiðtoginn Leon Trotsky kveðið yfir honum dauða- dóm, líkt og þegar Khomeini erki- klerkur lýsti rithöfundinn Salman Rushdie réttdræpan í fyrra. Sinclair hafði séð sér þann kost vænstan að láta sig hverfa af ótta við hefnd bolsévíka. Hvað hafði Teague-Jones til saka unnið? Hann hafði verið bendlaður við morð á 26 kommissörum bolsé- víka í Bakú 20. september 1918, í borgarastríðinu eftir rússnesku bylt- inguna. í Bakú, höfuðborg Az- erbajdzhans, er minnismerki um þessa kommissara. Bijóstmyndum af þeim hefur verið raðað umhverfís torg og á því miðju er líkneski af syrgjandi verkamanni. Lágmynd úr graníti sýnir aftökuna. Á hveiju ári fer fram minningar- athöfn um fórnarlömbin í Bakú. ÖH skólaböm í Sovétn'kjunum þekkja sögu þeirra, en hún er lítt kunn á Vesturlöndum. Frá upphafi hafa rússneskir kommúnistar kennt Bret- um um aftökuna, fyrst og fremst Teague-Jones. Því hefur alitaf verið haldið fram í sovézkum ritum að hann hafi að minnsta kosti fyrirskip- að aftökuna og ef til viil haft um- sjón með henni. Frá reynslu Teague-Jones segir í nýútkominni bók, Njósnaranum sem hvarf, sem grundvallast á endurminningum hans og dagbók- um. Hann greinir aðeins , lausiega frá morðunum og neitar þyí stgðfastlega að hann hafi verið viðriðinn þau á nokkurn hátt. Raunar var hann staddur í rúmlega 350 kíiómetra fjarlægð þegar aftak- an fór fram. Úlfaldahræ í vatnsbólum Reginald Teague-Jones var 29 ára höfuðsmaður á Indlandi þegar rússneskir bolsévíkar sömdu frið við Þjóðveija og Tyrki 1918. • Upp- lausnarástand ríkti á öllum austur- vígstöðvunum og fátt var um vamir á svæðinu við Kaspíahaf. Bakú og olíulindimar þar voru í hættu og olían gat ráðið úrslitum í stríðinu. Leiðin til Afghanistans og Indlands stóð opin og Þjóðveijar og Tyrkir virtust geta sótt þangað án þess að Bretar fengju rönd við reist (þeir réðu enn Indlandi). Nokkrir leyniþjónustuforingjar voru sendir í flýti til Túrkistans og nálægra svæða suðaustur af Kaspía- hafí til þess að hvetja íbúana að veijast sókn fjóðveija og Tyrkja með stuðningi Breta. Teague-Jones var einn þeirra og hæfari maður var vandfundinn. Hann hafði alizt upp í St. Pétursborg og stundað þar nám og talaði rússnesku, þýzku, frönsku, persnesku og hindí reiprennandi. Hann hafði starfað í indversku lög- reglunni, utanríkisdeild indversku stjórnarinnar og leyniþjónustu hers- ins í Delhi og stjórnað njósnum Breta við Persaflóa um skeið- Teague-Jones var úrræðagóður og lét sér hvergi bregða, þótt virðing fyrir mannslífum væri engin í Mið- Ásíu. Njósnarar og misindismenn voru á hveiju strái og heimamenn áttu stöðugt í innbyrðis átökum. Samgöngur voru slæmar og ferðin frá Indlandi var erfíð. Vatnsból höfðu eitrazt af úlfaldahræjum og ef te var hellt í bolla fylltist hann af flugum. Auðvelt var hins vegar að rata, því að meðfram leiðinni vom beinagrindur eins og vörður. Ungur liðsforingi, Ward, slóst í för með Teague-Jones, þar sem harm var líka á leið til Túrkistans. Hann hafði fengið hermálaráðuheytið( í Lundúnum til að senda hann þangað . með viðkomu í Kanada og Japan til að sprengja upp járnbrautarbrú og stöðva þar með hugsanlega sókn Tyrkja inn í Afghanistan. Teague- Jones komst að því að engin slík brú var til. Teague-Jónes hafði falið' rússn- eska peningaseðla í fóðrinu á yfirhöfn sinni. Ágjarnir toilverðir mundu láta sér þá nægja, ef þeir tækju upp á því að leita að peningum. Megnið af fjármunum síh- um faldi hann í poka úr segldúki,- sem var ætlaður undir vatn. ‘ Stökk út um gluggann í Mið-Asíu þurfti Teague-Jones að eiga samskipti við Rússa, Armena og Tyrki, Tatara, Túrkmana Qg Kúrda, Kósakka og Daghestana^, ættflokkahöfðingja og launmorð-* ingja, bolsévíka, mensévíka og slótt- uga stjórnmálamenn, jámbrautar- starfsmenn og indverska hermenn. •í Kútsjan fékk Teague-Jones Armena til liðs við sig og tryggði velviljað hlutleysi Kúrda. Kvöld eitt var haldin veizla í tilefni af því að brezki verzlunarfulltrúinn átti af- mæli. Teague-Jones ákvað að laum- ast í burtu Þegar veizlan stæði sem hæst og leita að skjölum í húsi tveggja grunsamlegra veizlugesta. „Þegar setzt var að borðum," skrifaði hann, „kom þjóijn gestgjafa míns inn með símskeyti, eins og til ERLEND HRINGSJÁ efúr Gudm. Halldórsson Astrakhan. Aral- vatn Tasjkent ifttovodsk Samarkand Bokhara .Kízíl Arvat Askhabad Enzeli1 Kútsjan • í K^A S M I R Peshawar Kabúl • AFGANISTAN Armitsar Lahore. Simla DELHI' Tíflis Meshed Teheran 500 km —i áfí var ætlazt. Eg opnaði þ^ð, komst að því að það var á dulmálc og bað um leyfi til að upp standd frá borð- um og ráða það í næsta hérbergi, sem var svefnherbe*gi mitt. í þessu herbergi voru svartuV rrytxíkanahatt- ur og yfirhöfn gestgjafa Smíns. Gat nokkur samsærismaður h'ugsað sér betra dulargervi? Ég selti á mig hattinn, fór í yfirhöfnina og stöítk út um gluggann." . »;■ Teague-Jonesukomst ekki inn í húsið og sneri fómhentur til baka. Ward var feginn að sjá hann aftur. Teague-Jones komst að því hann hafði haldið á hlaðinni skammbyssu undir BöriSSiijnum frá því veizlan höfst,^.- t-; , jyöcir Þjóðvetjar vorii at- hafnasamnr á þessum slóðum og bolsévíkar virtust-eiga við þá náið samstarf, Tyrkir ráku harðan áróður meðal Túrkmana og annarra mú- hameðslma íbúa. Þjóðveijar keyptu baðmuíW miklu magni og ætluðu að flytja mestalla- uppskeruna yfir Kaspíahaf með hjálp bolsévíka. Teague-Jones tókst hins vegar að koma í veg fyrir ráðagerðina með fölsuðu skeyti. Samkvæmt því hafði verið hætt við að flytja baðmullina og skipunum, sem áttu að sækja hana, var sagt að snúa við. Loft- skeytastöðinni var því næst lokað vegna „bilunar". Skothríð á kvöldin Bolsévíkar ríktu með harðri hendi á Túrkistansvæðinu fyrri hluta árs 1918. Grimmd þeirra mætti and- stöðu og sérstakur kommissar, Letti að nafni Fralov, var sendur frá Tasj- kent til að koma á reglu. Fralov kom sér fyrir í Askhabad ásamt 100 austurrískum og ung- . verskum lífvörðum og hélt uppi ógn- arstjórn. Þegar hann hafði stjórnað morðum og aftökum á daginn settist hann að sumbli með lífvörðum sín- um.^Jívöldunum lauk oftast með því ao hann þaut um bæinn í bifreið ásamt hópi drukkinna kvenna og skaut af skammbyssu á alla glugga, sem hann sá ljós í.“ Þegar handtaka átti járnbrautar- starfsmenn í Kízíl Arvat 12. júlí var Fralov sýndur mótþrói og hann skaut þijá þeirra til bana. Þegar það fréttist tóku járnbrautarstarfsmenn völdin í Askhabad í sínar hendur og níu kommissarar voru myrtir. Fralov var veginn í Kízíl Arvat ásamt konu sinni og enginn manna hans komst lífs af. Bolsévíkar í Krasnovodsk við Kaspíahaf gáfust einnig upp og allt svæðið var leyst undan sovézkum yfirráðum. Skuggalegir leiðtogar járn- brautarstarfsmanna, Fúntikov, Dok- hov og Kúrilev, tóku við stjórninnr í Askhabad. Þeir voru úr Þjóðbylt- ingarflokknum og Fúntikov varð . forseíi svokallaðrar framkvæmda- nefndar eða forsætisráðherra. Hann var sífellt drukkinn og Teague-Jones taldi hann óhæfan. þetta leyti komst brezkt her- Jið til Énzeli við suðvestanvert Kasp- íahaf frá Persíu, en Tyrkir sóttu--til Bakú. í Bakú bitust fimm nefndir um völdin: bolsévíka, íbúa Mið-Kasp- íahafssvæðisins, Armena, Kaspía- hafsflotans og andstæðinga bolsé- víka. Andstæðingar bolsévíka og Armenar vildu beijast, en bolséfdkar ekki. Yfirmaður rússneska herliðs- ins, Bítsjerakov hershöfðingi, var á vígstöðvunum og stuðningsmenn hans í Bakú reyndu að safna liði og senda honum aðstoð. Undir Serbíufána í ágústbyrjun tókst að koma í veg fyrir að Tyrkir og Þjóðveijar tækju Bakú og framvarðarsveitir brezka hershöfðingjans Dunsterville sóttu inn í bæinn. Sama dag komu þýzkir herráðsforingjar með gufuskipi til Bakú og spurðu um aðalstöðvar ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.