Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 C 23 ORÐABÓKAÚTGÁFAN LEIKLIST/Hvemig ergób uppskrift ad leikhússtjóra? Tvenn leikhiísstfóra- skipti í nánd UM SÍÐUSTU helgi rann út frestur til að sækja um stöður leikhús- stjóra við tvö stærstu leikhús landsins, Þjóðlcikhús og Borgarleik- hús. Leitað hefur verið logandi ljósi að heppilegum frambjóðendum í stöðumar og pressan er þegar búin að þefa einhveija þeirra uppi og gera öllum heyrinkunnugt, sem hafa áhuga á að fylgjast með framvindunni. að er athyglisvert að í hvor- ugri starfsauglýsingunni er óskað eftir sérmenntuðu fólki á sviði leiklistarmála. Forráðamönn- um leikhúsanna finnst ef til vill engin ástæða til þess, þar eð nokkurn veginn er vitað fyrirfram hvetjir munu sækja um þær, a.m.k. úr röðum leikhúsfólks. eftir Hlín Samkvæmt aug- Agnarsdóttur lýsingunum ættu samt allir að geta sótt um, ef þeir telja sig geta rekið leikhús, því ekki er tekið fram að krafist sé neinnar sérstakrar hæfni, mennt- unar eða reynslu á sviði leiklistar- mála. Á meðan ekki er reynt að skil- greina hvaða hæfíleika viðkomandi umsækjandi þarf að hafa getum við allt eins búist við því að um- sóknir um stöðurnar berist úr ýms- um homum þjóðfélagsins, t.d. frá viðskiptafræðingum og lögfræð- ingum, sem hingað til hafa þótt best fallnir til að stjóma stómm fyrirtækjum, eins og þessi tvö leik- hús em reyndar orðin. Það vill hinsvegar gleymast hvers eðlis þessar stofnanir em. Þegar allt er með felldu ætti þar að fara fram skapandi starf á sviði leiklistar undir handleiðslu leikhús- stjóra, sem fyrst og fremst elskar starf sitt meira en stöðuna og kann þá list að stjóma og gefa í sam- ræmi við getu sína og aðstæður hveiju sinni. Um þetta em ráða- menn og leikhúslistamenn ekki endilega sammála og jafnvel leik- húsfólk ekki heldur sín á milli. Uppskriftin að hinum fullkomna leikhússtjóra er ekki til og verður auðvitað aldrei. En það er engu að síður nauðsynlegt að eiga sér góða draumsýn um góðan leikhús- stjóra. í tilviki Ijóðleikhússins er úr vöndu að ráða. Hingað til hefur verið litið á starf Þjóðleikhússtjóra sem eina af helstu virðingarstöðum þjóðfélagsins. Þessvegna er staðan sem slík m.a. eftirsóknarverð, þótt sjaldnast sé rætt um eðli og inntak starfsins í því samhengi. Þetta pjatt og snobb í kringum þetta „emb- ætti“ býður heim hættunni á, að Uppskriftin að hinum fullkomna leikhús- sljóra er ekki til og verður auðvitað aldrei. frambjóðendur, sem listamönnun- um sjálfum finnst óæskilegir, freistist til að sækja um stöðuna í krafti fyrrverandi embættisreynslu á vegum ríkisins. Við getum ekki litið framhjá því að stöðuveitingin er að einhveiju leyti pólitísk, þar sem menntamálaráðherra á hveij- um tíma er sá sem að lokum skipar í hana. Að vísu hljóta tillögur og umsagnir Þjóðleikhúsráðs varðandi umsækjendur að hafa eitthvað að segja, þótt úrslitavaldið sé í hönd- um ráðherra. Nú er það svo, að allsheijar end- urbætur eru hafnar á efnislegum innviðum Þjóðleikhúss og fyrir Al- þingi liggur frumvarp til nýrra Þjóðleikhúslaga sem miða að and- legum endurbótum. í kjölfarþeirra, ef þau verða samþykkt, er gert ráð fyrir allsheijar uppstokkun á stjórnkerfi og starfsemi hússins. Lagabreytingamar miða að því að færa stjóm hússins og allt innra starf þess meira í hendumar á lista- mönnunum sjálfum. Þeir verða m.ö.o. að gangast undir meiri ábyrgð á rekstrinum jafnt ijárhags- lega sem listrænt. Og til þess að þetta verði framkvæmanlegt vill leikhúsfólkið helst af öllu fá leik- hússtjóra til samstarfs við sig, með tilskilda menntun og reynslu á sviði leikhúsmála, og þekkingu á innvið- um og starfsemi hússins. Allt er þetta gott og gilt, en þrátt fyrir það engin gulltrygging fyrir því að þeim leikhússtjóra gangi best, sem fólkið sjálft hefur kosið sér. Gæfa og gengi leikhús- stjóra í þessu landi eru nefnilega ansi fallvölt. Velvildarmönnum þeirra fækkar oft verulega þegar þeir em loksins sestir í leikhús- stjórastóiinn, því ekki em allir vandanum vaxnir. Störf þeirra em ábyggilega með þeim flóknari sem fyrirfinnast. Sá sem gegnir þeim er stöðugt að fást við fólk, tilfinn- ingar þess og langanir, miklu frem- ur en framleiðslu og hagstjórn. Mannlegi þátturinn verður því fyr- irferðarmeiri en köld rökhyggjan. Leikhússtjóri hlýtur ekkert endi- lega mikla upphefð í starfí sínu, því hann getur aidrei gert öllum þeim til hæfis sem hann starfar með. Þessvegna hlýtur staða hans alltaf að vera umdeild, persóna hans í stöðugri smásjá, ákvarðanir og gerðir undir stöðugu eftirliti. spila eins og þeir spila í dag hefðu þeir ekki lært af Roy Haynes. Þessi skífa var tekin upp á einum degi og meira til gamans en útgáfu. En svo góð er tónlistin að óhæfa hefði verið að leyfa djassunnendum ekki að njóta hennar. Roy Haynes fer hér á kostum eins og jafnan og ætti enginn tromm- ari að láta leik hans fram hjá sér fara. Hann er nú orðinn 64 ára og langt síðan hann lék með Lester Young og Charlie Parker. Hann lék um árabil með Stan Getz og Gary Burton og hefur hljóðritað tvær tríóskífur með Chick Corea. Auk þess með flestum sem nöfnum tjáir að nefna og hver gleymir simballeik hans í After the rain með John Coltr- ane sem eitt sinn hefur heyrt? Lærisveinn Roy Haynes, trommar- inn Jack DeJohnette sem nú hefur sjálfur komið sér upp fjölskrúðugum lærisveinahópi, hefur frá því hann leysti Tony Williams af hólmi í Miles Davis-kvintettnum verið í hópi helstu trommumeistara djassins. Hann hef- ur líka sent frá sér tríódisk sem MCA gefur út og nefnist Parallel realities. Þar er Pat Metheney með honum og semja þeir öll verkin. Þriðji maðurinn er enginn annar en Herbie Hancock. Þarna er Pat í dálítið rafmagnaðra stuði og er synclavierinn með í för og þeir Jack skiptast um að leika bassahlutverkið á hljómborð. Herbie Hancock heldur sig þó nær eingöngu við flygilinn. Tónlistin er hlaðin fönk- sveiflunni hinni nýrri en þó er gamla fönksveiflan sem Art Blakey, Horace Silver og Adderleybræður leiddu til hásætis í djassinum, á fullu í ópus Metheneys: John McKee. Þeir félagar eru indælir í einleiksköflum sínum — en mikið vildi ég að DeJohnette hefði haft með sér góðan bassaleikara í stað þess að hamra línurnar á hljóm- borðið. NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð til áramóta kr. 1.600. 'Ol'RSS/Eiga menn nokkub ab hljóbrita djassklassíkina fyrr en um fertugt? Gítarsnillingurinn Pat á tvennum vígstöðvum Gítarleikarinn Pat Metheney hef- ur verið í fremstu röð djassgítar- leikara um árabil og yfirleitt er tón- list hans af bræðingsætt með sterku rokkívafí og latneskri sveiflu. Hann hefur þó jafnan leikið hefðbundnari djass og meira að segja hljóðritað með páfa framúr- stefnudjassins Orn- ette Coleman. Einn af þeim fáu djass- eftir Vemharð diskum sem hingað Linnet hafa borist síðsum- ars er nýr diskur með Pat Metheney. Question and answer heitir hann og er gefínn út af Geffen. Þetta er óvenjulegur Pat Metheney-diskur, því hér er á ferð heldur hefðbundinn djass þar sem bassaleikarinn Dave Holland og trommarinn Roy Haynes leika með gítaristanum. Áuk eigin verka og verka eftir Omette Coleman og Miles Davis má fínna hér tvö sönglög: All the things you are og Old folks og er þetta í fyrsta sinn sem Pat hljóðritar slík lög. „Ég er feginn að hafa ekki gert slíkt fyrr,“ segir Pat. „í áranna rás hef ég þróað þessi lög með mér og eina ástæðan fyrir því að leika All the things you are í níu hundrað þúsundasta skiptið er sú að ég tel mig hafa eitthvað nýtt fram að færa sem byggt er á hljómgangi lagsins — eitthvað sérs- takt.“ Pat spilar djassklassíkina vel en samt eru það nýju lögin hans sem mér fínnst best heppnuð. Hið allt um lykjandi hljóð sem hann töfrar úr gítarnum er þar fegurst. Pat Metheney hefur lært mikið af Jim Hall og þegar maður hlustar á hann í klassísku djassumhverfí verð- ur það enn ljósara — en hann er samt persónulegur gítarleikari í bestu merkingu orðisins og alltaf auðþekkjanlegur. Á þessari skífu er Dave Holland á bassa, en hann er enskur og kom fyrst til Banda- ríkjanna er Miles Davis réð hann í hljómsveit sína. Trommarinn er Roy Haypes, eitt af gömlu bíbopp- brýnunum og einn helsti áhrifa- valdur í nútíma- dj asstrommuleik. Mér finnst oft að hann sé ekki met- "°V Hanes inn að verðleik- Einnmesti um, en hvorki stílhöfundur Tony Williams né djasstrommu- Jack DeJohnette sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.