Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
MYNDÞERAPÍA
Verklegt námskeið
Aðallega ætlað kennurum, fóstrum, þroskaþjálfum og öðru
fagfólki í uppeldis- og heilbrigðisþjónustu.
Myndlistarkunnátta engin forsenda.
Á námskeiðinu fá þátttakendur raunhæfa æfingu í ýmsum
þáttum, er eiga sér stað í myndþerapíu.
• Sjálfsprottin myndsköpun
• Myndskoðun
• Sjálfsskoðun
• Sjálfstjáning
• Sjálfsstyrking
• Hópumræða (hámark 9 manns)
Leiðbeinandi verður Sigríður Björnsdóttir,
löggiltur aðili að „The British Association of Art Therapists" (BAAT).
Innritun og nánari upplýsingar ísíma 17114 í kvöld eftir kl. 19,
nk. þriðjudag milli kl. 15 og 17 og flest kvöld milli kl. 22 og 22.30.
Skrifstofa og lager
Til leigu er nú þegar mjög gott, ca
340 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði
í Skútuvogi. Sérlega hentugt fyrir
innflutningsverslun.
Upplýsingar veitir undirritaður:
Tryggvi Agnarsson hdi.,
Garðastræti 38,
Reykjavík,
sími 28505.
Njóttu þess besta
-útilokaðu regnið, rokið og kuldann
íslensk veðrátta er ekkert
lamb að leika við. Þess vegna
nýtum við hverja þá tækni sem
léttir okkur sambúðina við veðrið.
LEXAN ylplastið er nýjung
sem gjörbreytir möguleikum okkar
til þess að njóta þess besta sem
íslensk veðrátta hefur að bjóða
- íslensku birtunnar.
LEXAN ylplastið er hægt að nota
hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið
fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir
sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir
húsagarð, anddyri og húshluta.
Möguleikarnir eru óþrjótandi.
LEXAN ylplast
• Flytur ekki eld. Er viðurkennt
af Brunamálastofnun.
• Mjög hátt brotþol. DIN 52290..
• Beygist kalt.
• Meiri hitaeinangrun en gengur
og gerist.
• Hluti innrauðra geisla ná í gegn.
GENERAL ELECTRIC PLASTICS
LEXAN ylplast
- velur það besta úr veðrinu.
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • SlMI 62 72 22
BAKÞANKAR
Fögur er
hlíðin
eftir Ólaf
Gunnarsson
Nú fer hún að renna af fjalli
blessuð sauðkindin. Þegar ég
sé ær í haga fæ ég vatn í munn-
inn. Þegar ég sé fallega rollu með
litlu lömbin sín sé ég þau fyrir
.... mér á fati með
brúnaðar kartöfl-
ur i kring. Rétt
eins og tilveran
væri teiknimynd.
Ég er ákaflega
veikur fyrir svið-
um og hefur svo
verið frá barn-
æsku. Samt á ég
i vandræðum
með hnakkaspik. Það gerðist einu
sinni að ég kom í hús, þar voru
nokkrar konur að laga sviðasultu
fyrir sjötugsafmæli. Sem þær ætla
að reiða fullt fat af hnakkaspiki
ofan í ruslapoka verður mér á að
segja; Hendið ekki matnum stúlk-
ur, færið mér. Ég át af troginu.
Þarna fékk ég mig fullsaddan af
hnakkaspiki í eitt skipti fyrir öll.
Ykkur að segja.
Faðir minn átti afgirtan kart-
öflugarð í eina tíð. Svarta rollan
átti sumarið 1960. Þetta var
grindhoruð ær, kolbikasvört, hún
var eins og háfætt negrastelpa og
hoppaði yfir girðinguna á hverri
nóttu og hakkaði í sig kartöflu-
grösin. Svo fótfrá var hún að eng-
in leið var að festa á henni hend-
ur. Svo kom okkur til aðstoðar
spretthlaupari í lögreglunni.
Hann gómaði svörtu rolluna og
við ókum með hana til Hveragerð-
is. Næsta morgun þegar faðir
minn leit út um gluggann varð
honum að orði: Ansans ári er hún
seig!
Svarta rollan var að éta kart-
öflugrös. Hún hafði skokkað Hell-
isheiðina um nóttina til að kom-
ast í gotti-nammið sitt. Þetta sum-
ar lærði ég að bera virðingu fyrir
sauðkindinni.
Er til nokkuð notalegra i ver-
öldinni en myndir af íslendingum
í útreiðartúr á siðustu öld.
Síðskeggja karlar og konur á
peysufötum í lyngmóa, einn réttir
silfurpela mót ljósmyndara. Ann-
ar verkar með vasahníf af sviða-
kjamma. Klárarnir grípa niður.
Slegið hár stúlknanna glóir við
sólu. Ég held ég sé fæddur á vit-
lausri öld.
Ég skrapp með kunningja
mínum í Fljótshlíðina um daginn.
Við klifum Stóra-Dímon. Ekki
mun reyndum fjallgöngumönnum
þykja mikið til þessa afreks koma,
en það var þrekvirki fyrir mig.
Stóri-Dímon stendur við Markar-
fljót og svo sagði mér jarðfræðing-
ur að fjallið væri tindur á enn
stærra fjallið' sem sokkið hefði í
sandinn endur fyrir löngu. Þetta
fannst mér merkilegt og við lá ég
yrði alvarlega lofthræddur þegar
ég sat á grasivöxnum tindinum
og hugsaði um alla þá ómældu
kílómetra sem fjallið er á lengdina
í jörðu. Þarna eigum við íslending-
ar okkar Everest. Meinið er: Það
er niðurgrafið.
Við snæddum nestisbita á tind-
inum. Ég hafði vitaskuld með mér
svið, félagi minn hafði grillað sér
kjúkling. Þarna í fjallinu gekk
fram á okkur rolla og jarmaði
sturluð. — Hvað er að kindinni,
spurði ég og át af kjammanum.
— Hvað heldurðu drengur,
sagði félagi minn. — Hvað myndir
þú gera ef þú gengir fram á rollu
sem sæti með mannshöfuð í fang-
inu.
Nú gerðist nokkuð stórmerki-
legt. Að dreif maðkaflugnaský
sem var sem bergnumið af
kjammanum mínum. Þær litu
ekki við grilluðum fugli félaga
míns. Þær hó_puðust suðandi í
kringum mig. Eg skar af hnakka-
spikið og þeytti því neðar í Stóra-
Dímon.
— Hva, hendirðu því besta,
sagði félagi minn.
— Já, svona þjóðlegar flugur
eiga það skilið að maður veiti þeim
vel, svaraði ég,
Maðkaflugurnar hurfu að
sinna sínum skammti. Þær eru
því vanastar flugurnar í Fljóts-
hlíðinni að menn leggist í lautu
og taki fram íslenskt nesti. Svið
skulu það vera. Ekkert útlenskt
gums. Vonandi var svarta rollan
snædd á þessum slóðum.