Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 211. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Lech Walesa býður sig fram til forseta Varsjá. Reuter, dpa. LECH Walesa, þekktasti leiðtogi Samstöðu, hreyfingar pólskra lýðræð- issinna, lýsti yfír því í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í væntanlegum forsetakosningum í Póllandi. Líklegt er talið að þær verði annaðhvort síðar í ár eða i byrjun þess næsta. Nánustu aðstoðarmenn Walesa höfðu boðað að hann myndi gefa kost á sér en sjálfur hafði hann þrá- faldlega látið að því liggja að sú yrði raunin. Walesa skýrði frá þess- ari ákvörðun sinni í Gdansk og sagði í yfirlýsingu hans að þetta væri í samræmi við heit er hann hefði gef- ið í ágústmánuði árið 1980 er hann lýsti yfir því að hann hygðist berjast til þrautar fyrir því að lýðræði yrði innleitt í Póllandi. Líklegt er talið að Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Pól- lands og fyrrum samheiji Walesa, bjóði sig einnig fr'am í forsetakosn- ingunum. í sumar varð ijóst að klofn- Meirihluti Finna vill aðild að EB Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT nýlegri skoðana- könnun eru 53% Finna hlynnt aðild Finnlands að Evrópubanda- laginu (EB). Mikill meirihluti þeirra sem styðja aðild setur samt það skilyrði að Svíar gangi í EB um leið og Finnar. Talsmenn sænskra jafnaðar- manna, þ. á m. Ingvár Carlsson for- sætisráðherra og Sten Anderson ut- anríkisráðherra, hafa sagt að Svíar geti gengið í EB fáist tryggingar fyrir því að bandalagið gegni ekki hernaðarlegu hlutverki. Finnskir jafnaðarmenn virðast ekki jafnrót- tækir _og sænskir flokksbræður þeirra. í Finnlandi eru það helst full- trúar hægri manna sem hafa verið fylgjandi EB-aðild. I skoðanakönnuninni kemur fram að það er helst menntað fólk í þétt- býli í Suður-Finnlandi, sem er hlynnt EB-aðild. Lech Walesa ingur væri kom- inn upp í röðum Samstöðumanna vegna ágreinings um lýðræðisþró- unina í landinu. Fylgismenn for- sætisráðherrans væna Walesa um valdagræðgi en hann og stuðn- ingsmenn hans vilja að forsetanum verði tryggt verulegt framkvæmda- vald likt og tíðkast í Bandaríkjunum og Frakklandi. Walesa hefur á hinn bóginn gagnrýnt Mazowiecki og ríkisstjórn hans og boðað að hraða beri bæði áformum um einkavæð- ingu og lýðræðisþróuninni í landinu. í dag, þriðjudag, koma helstu stjórnmálaleiðtogar Póllands saman til fundar til að ræða hvort flýta beri þing- og forsetakosningum. Flest þykir benda til þess að Jaruz- elski, núverandi forseti og fyrrum leiðtogi pólskra kommúnista, sé reiðubúinn að leggja niður völd en almennt er talið að staða Walesa sé mjög sterk. Fagnaðarfundur í Moskvu Reuter Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokks- ins, féllust í faðma er þeir hittust á ný austur í Moskvu í gær. Fyrr um daginn hafði Reagan ávarpað Æðsta ráð Sovétríkjanna og farið lofsamlegum orðum um umbótastefnu Gorbatsjovs, sem bauð honum í heimsókn til Moskvu. TASS-fréttastofan kvað Sovétleiðtogann og aðra ráðamenn sovéska hafa sagt að þakka bæri Ronald Reagan sérstaklega fyrir framlag hans til bættra samskipta risaveldanna. Ráðgjafí Gorbatsjovs segir efnahagsástandið fara síversnandi: Frekari hörmungum aðeins afstýrt með markaðskerfí Moskvu. Reuter, dpa, The Daily Telegi'aph. EINN helsti efnahagsráðgjafi i bágbornara en almennt væri talið Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga og sagði að meiriháttar hörmung- sovéska kommúnistaflokksins, ar blöstu við yrði þegar í stað lýsti yfir því í ræðu á þingi í gær ekki mörkuð sú leið sem fara að efnahagsástandið væri mun I bæri til að koma á markaðshag- Hneykslismál í Noregi: Syse hyggst ekki segja af sér Ósló. Frá Helge Sörensen, frétlaritnra Morgunblaðsins. Æ FLEIRI spurningar vakna nú um pólitíska framtíð Jans P. Syse, forsætisráðherra Noregs, eftir að upp komst um óreiðu í rekstri hluta- félaga sem hann hefur verið í forsvari fyrir og ítrekuð lögbrot. Syse sagðist í gær hvorki hafa í hyggju að segja af sér sem forsætis- ráðherra né sem flokksleiðtogi en harmaði mistökin. Það hversu skjótt málið hefur verið upplýst og vissan um að ekki sé von á fleiri uppljóstr- unum koma þó sennilega í veg fyrir að mjög hart verði lagt að Syse að segja af sér. Lögbrot Syse voru tii umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær og forsætisráðherrann aflýsti kvöld- verði með Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, til þess að fá meira ráðrúm til að fara yfir reikninga hlutafélag- anna. Um er að ræða þijú hlutafélög sem stofnuð voru um rekstur fjölbýl- ishúsa. Syse á hlut í þeim öllum og hefur verið stjórnarformaður tveggja þeirra. Svo virðist sem rekja megi óreiðuna í hlutafélagarekstri Syse aftur til ársins 1986. Hvað al- varlegast þykir að löggiltur endur- skoðandi fór ekki yfir ársreikninga félaganna heldur gjaldkeri eins þeirra, Jon Elden að nafni, sem jafn- framt er náinn vinur Syse. Einnig hefur komið í ljós að Syse tók veru- lega upphæð að láni hjá einu hlutafé- laganna á meðan_ hann var þar stjórnarformaður. Á sama tíma var það rekið með halla og eiginfjárstaða þess var neikvæð. Þar fyrir utan lét Syse undir höfuð leggjast í þijú ár að boða til aðalfundar í félögunum. Syse kerfi í Sovétríkjunum. Fyrir þing- heimi. liggja tvær tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda á vettvangi efnahagsmála. Önnur þeirra kveður á um að markaðs- kerfi verið innleitt á 18 til 24 mánuðum, hin, sem þykir mun hófstilltari, er lögð fram í nafni Nikoljas Ryzhkovs forsætisráð- lierra sem mjög á nú undir högg að sækja en á sunnudag kröfðust þúsundir Moskvubúa afsagnar hans. Ráðgjafi Gorbatsjovs, Abel Ag- anabegíjan, sagði að vöruskorturinn og ólgan í sovésku samfélagi kynni að reynast bamaleikur einn saman- borið við það sem í vændum væri yrði þegar í stað ekki brugðist við þessu ófremdarástandi. „Efnahags- ástandið er hörmulegt og mun verra en það virðist á yfirborðinu," sagði Aganabegíjan á fundi Æðsta ráðsins sem Míkhaíl ,S. Gorbatsjov var við- staddur. Voru þessi orð ráðgjafans túlkuð sem aðvörun til forustusveitar kommúnistaflokksins en á þingi Sov- étríkjanna er enn deilt um hvort koma beri á markaðshagkerfi á 18 til 24 mánuðum eins og hagfræðing- urinn Staníslav Sjatalín hefur lagt til eða hvort fara beri að hugmynd- um Nikolajs Ryzhkovs forsætisráð- herra, sem þykja liggja mun nær hefðbundnum kennisetningum sov- éskra kommúnista. Um 30.000 manns komu saman í miðborg Moskvu á sunnudag og kröfðust þess að Ryzkov segði af sér en Gorbatsjov sagði í gær að þessi krafa væri með öllu óraunhæf. Breytingar á forystusveitinni nú myndu einungis auka á óvissuna í sovésku samfélagi. Hins vegar var farið gagnrýnum orðum um Ryzhk- ov og ríkisstjórnina í forystugrein í fiokksmálgagninu, Prövdu. Gorbatsjov lýsti óvænt yfir því í gær að efna bæri til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort leyfa ætti ein- staklingum að eignast land. Nú geta sovéskir bændur fengið landskika á leigu frá ríkinu en á dögum Jósefs Stalíns var ræktunarland allt þjóð- nýtt og bændur neyddir til að taka upp samyrkjubúskap. Staníslav Sjat- alín lýsti sig þegar í stað andvígan þessari hugmynd og sagði að undir- búningur þjóðaratkvæðagreiðslu myndi taka sex mánuði hið minnsta. Þjóðin mætti á hinn bóginn ekki við þvi að málinu yrði slegið á frest með þessum hætti. Athygli vakti að Gorb- atsjov kvaðst telja að áætlun Sjat- alíns væri um margt gölluð en áður hafði hann lýst sig fylgjandi þeim róttæku breytingum, sem hún kveð- ur á um. Sjá „Tugþúsundir krefjast af- sagnar Ryzhkovs" á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.