Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 11 andi fyrir áhorfandann. Þetta á einkum við olíumyndirnar, þar sem þétt málun og heilir litfletir koma vel til skila, en síður í pastelverkun- um, þar sem litirnir ná ekki sama styrk. Pennateikningarnar bera hins vegar viðfangsefnið fram á látlausan hátt, þar sem útlínurnar einar birta persónurnar naktar, oft einar og umkomulausar í umhverfi sínu. Teikningarnar benda einnig aftur til aðalatriðisins í list Sigurðar Þóris, þ.e. stöðu mannsins í um- hverfinu. í myndgerð manneskjunnar hef- ur listamaðurinn lengi sett sér þröngar skorður, og ekki notað mörg tilbrigði stellinga og andlits- svipa. Þannig eru stellingarnar í þremur myndum hér (nr. 21, 41 og 44) nærri þær sömu, og mjög keimlíkan vangasvip (karlmanns?) ber fyrir augu í nokkrum myndum; en í öllum þessum tilvikum verða þessir þættir virkir hlutar verksins í heild. Slík virkni er skiljanlega eitt mikilvægasta atriðið í allri mynd- list, en viðkvæmast er það í tengsl- um manneskjunnar við umhverfi sitt. Þau tengsl endurspeglast einna best í þeim svip, sem hvílir yfir manninum eða konunni í myndflet- inum. í sumum verkum Sigurðar Þóris er þessi svipur seiðandi og sterkur, eins og t.d. í „Stúlkan við hafið“ (nr. 31) og „Auglit draums- ins“ (nr. 10), en í öðrum er hann daufur, sinnulaus eða tómur og á þann hátt jafnvel í andstöðu við titil viðkomandi myndar. Tengslin við hinn ytri veruleik eru auðfúndin, því ekki eru allir jafn áhugasamir um tilveruna, og lifa frá degi dags, sinnulausir um umhverfi sitt og daufir gagnvart öllu því, sem ætti að vekja þá til dáða. Þessi sannleikur er hvassari en ella þegar umhverfíð er jafn ríku- legt og í flestum myndunum á sýn- ingunni — og þá læðist ef til vill fram sá grunur, að maðurinn sé í raun ekki þess verður að eiga mögu- leka á að njóta slíks. Sýning Sigurðar Þóris stendur til 23. september. eigin túlkana á því sem fyrir augu ber. Þrátt fyrir að það hljómi sem til- breytingarlítið viðfangsefni og gefi þannig ekki mikla möguleika í tján- ingu, kemur í ljós að svo er ekki í raun; engar tvær myndir eru eins, og þrátt fyrir þunga liti er ekki þungt yfir verkunum. I sumum þeirra er hamrastálið svart, í öðrum eru bláir litir ríkjandi, en annars staðar virðist veggurinn grár eða grænleitur; allir eru þessir fletir byggðir upp í nokkrum lögum, og undirtónarnir skína oft í gegn. Sömu sögu má segja um vatnsföllin sjálf, hina hvítu þræði sem falla í misbreiðum röndum eftir fletinum, því þeir eru alls ekki einungis hvítir þegar að er gáð, heldur bera keim af umhverfi sínu. Fjölbreytni og léttleiki sýningar- innar felst að talsverðu leyti í afar mismunandi lögun verkanna; hér eru ekki bara myndir í hlutföllum gullinsniðs, heldur líka langar og mjóar, stuttar og breiðar, og fall- vatnið er ekki endilega beint og fyrir miðju myndarinnar, heldur ekki síður til hliðar og úti í horni myndflatarins. Og til að minna á að önnur viðfangsefni geta auðveld- lega tengst fossum frá vissu sjónar- horni sóma „Hugsanaþræðir“ (nr. 4) sér ágætlega í hópnum. Guðbjörg Lind hefur auðvitað ekki valið fossa sem myndefni fyrir tilviljun, og hefur þróað það nokkuð frá síðustu sýningu, þegar það var tengdara tilveru mannsins á ýmsan hátt. En með því er hún, líkt og fleiri ungir listmálarar, óneitanlega að tengja myndlistina við íslenska náttúru á ný. Og í stað þess að feta í gömul fótspor leitar hún nýrra leiða, og nær á hógværan hátt að sýna þessi náttúrufyrirbrigði í mildu, þokukenndu ljósi, sem minnir á úðann sem oft fylgir freyðandi fossum Iandsins. Ef að líkum lætur á Guðbjörg Lind eftir að bregða nýju ljósi af fleiri hluti fyrir listunn- endur á komandi árum. Lausnin Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Ljósbrot í skuggann Höfundur: Berglind Gunnars- dóttir Útgefandi: Örlagið Einsemd, ástleysi, sorg, von og þrá eru líklega yrkisefni, eða þemu, sem eru skáldum hugleikin. Hver og einn er þó að yrkja um sínar eigin tilfínningar, sem þó eru ekki einstakar, heldur sammannlegar. Og hversu laustengdur sem les- andinn er við sínar eigin tilfinning- ar, er hann oft neyddur til að horf- ast í augu við einhveijar þeirra, við lestur ljóða. Berglind Gunnarsdóttir skiptir bók sinni, „Ljósbrot í skuggann," í þijá hluta. Fyrsti hlutinn er fremur ópersónulegur þar sem ort er út frá sjónarhóli tilflnninganna; rétt eins og þær séu persónugerður þolandi. Annar hlutinn, sem nefnist Sálu- messa, er persónulegur, mælandinn stendur frammi fyrir lesandanum, grímulaus. í þriðja hlutanum eru þýðingar á ljóðum eftir Stine Korst, Gabrielu Mistral, Pablo Neruda, César Vallejo, Rafael Alberti, Fed- erico García Lorca og Andrej Voz- nesenskíj. Þótt Berglind hefji bókina á þremur ljóðum um vonina, verður ekki sagt að í þeim ljóðum sé mik- il von, heldur ijalla þau öllu heldur um getuleysi mannsins til að taka við henni þegar hún kemur og að hún hlýði engum skipunum hans. í ljóðinu Eftir það verður ljóðmælandinn eins og maður sem gengur um sal og skoðar ólík handrit; handrit að til- finningum, sem hann hefur ekki þekkt fram að þessu. Hann fer var- lega og það sem hann fínnur fyrst, er að hann hefur ekki eingöngu einangrast frá umheiminum, heldur frá sjálfum sér. Ljóðmælandinn er að tína saman brotin af sjálfum sér, brot sem lengi hafa rykfallið, samanber í ljóðinu Móðir: Móðir, eftír langa gleymsku leita ég þín í öllu sem fyrir ber. Leita þín í hlutunum, í mönnunum og loftínu en sé þig ekki, finn þig ekki því þú ert endanlega farin. Þú hefúr kosið það. Það er bamið sem rótar upp mynd þinni og kallar þig til sín gegnum mig. Pyrir mig. í rauninni má segja, að móðirin sé rauði þráðurinn í bókinni; það er sama hvaða tilflnningar ljóðmæl- andinn er að fást við, allt ber að sama brunni, móðurinni. Ástarljóð, saknaðarljóð, sem ber hæst í 2. ljóði Sálumessu: móðir sjá sorg þína sorg sjá móður þína ég krýp við fótskör þína kyssi pilsfald þinn .sem trosnar án afláts andlitið dapuriegt kreppi hnefann og hrópa í þögn sem ekki finnst: Berglind Gunnarsdóttir leyfðu mér að slíta jörðina af festingunni og varpa henni eins og bolta út í himingeiminn þú gripur hann þar! ó, ég ein og þú ekki hjá mér! horfin og ég ekki fædd hvert lyfti ég þá örmum og engin til að taka mig? hver gengur mér þá í móðurstað? í Sálumessunni er „ég-ið“ ber- skjaldað. Það eru engir feluleikir, ljóðmælandinn horfist, af fullum kjarki, í augu við tilfinningarnar. Ég verð að játa að mér finnst sá persónulegi tónn sem í bókinni er vera stórt skref fram á við í ljóð- list Berglindar, og best finnst mér ljóðin, þar sem engir felulitir villa manni sýn á það sem verið er að segja. Það er eins og lausnin á þess- um tilfinningum felist í sjálfu ljóð- inu í síðasta hluta bókarinnar eru Ijóðaþýðingar, sem fyrr segir. Ljóð- in í þessum hluta eru, að þema til, skyld ljóðum Berglindar. Hún hefur sjálf sagt: „Ég held því fram að þýðing á ljóði geti aldrei orðið meira en tilraun til túlkunar ...“ Að miklu leyti get ég tekið undir þetta, en velti því fyrir mér um leið, hvort þýðingar á ljóðum séu í rauninni ekki einskonar endursagnir á þeim. Þótt margt sé vel gert í þýðingum Berglindar, eru einstaka hlutir sem stinga í augun, og sem dæmi get ég tekið eitt erindi úr „í einlægni,“ eftir Gabrielu Mistral: Því ást mín er ekki aðeins líkaminn samsafn af þreytu og stirðleik sem engist undan hijúfu klæði og hikar við flugið Þótt hrynjandin sé í lagi, og í hana hefur Berglind lagt mikla alúð í þýðingum sínum, verð ég að segja, að mér finnst þetta óttalega ólýr- ískt, staldra við og missi flugið við lestur erindisins. Þrátt fyrir fáeina annmarka af þessu tagi — þar sem þýðandinn virðist leggja meiri áherslu á að „þýða“ ljóðið en að samsama það íslenskri málvitund í ljóðlíst, er fengur að því að kynnast viðfangsefnum erlendra skálda. Með framlagi sínu nær þýðandinn að vekja athygli manns á þeim og bæði Stine Korst og Gabriela Mistr- al eru verðugt val í bók Berglindar, að öðrum ólöstuðum. Eggert Haukdal Guðjón Jónsson fer með ósannindi Malarastúlkan fagra _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu Malarastúlkuna fögru í Norræna húsinu sl. sunnu- dag. Lagaflokk þennan samdi Franz Schubert við samnefndan ljóðaflokk eftir Wilhelm Múller en fyrir þá sem unna ljóðasöng, eru lagaflokkarnir eftir Schubert og Schumann líklega mestar smíðar ljóðatónlistar og sem viðfagnsefni fárra manna meðfæri. Gunnar er að hasla sér völl sem söngvari og fer sannarlega vel af stað. Að syngja þetta erfíða lista- verk, ekki aðeins vel, heldur með þeim hætti er hlustendum gafst að heyra í Norræna húsinu, gefur fýr- irheit um glæsilegan listferil. Gunn- ari er af Guði gefin undrafögur rödd, næmt tóneyra og hann hefur auk þess ávaxtað sitt pund með ögun og lærdómi, sem í samspili við tímann mun efla hann að reynslu og listfengi. Öll tuttugu lögin söng Gunnar mjög vel og af öryggi en sérstaklega þó Der Neu- gierige, Morgengruss, Die liebe Farbe og Der Múller und der Bach. Gunnar Guðbjörnsson Í lögum eins og Die böse Farbe, Ungeduld og Am Feierabend naut sín vel glæsileg rödd hans. Undirleikur Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara var samofinn söng Gunnars, með þeim formerkj- um sem best verður á kosið og á stöku stað, eins og t.d. í Die liebe Farbe, þar sem fís-nótan klingir í gegnum allt undirspilið, og síðasta Jónas Ingimundarson laginu, „Vögguvísunni“, lék Jónas sér með undurfögur blæbrigði þessa meistaraverks, svo að tók til hjart- ans. Við þessa söngtónleika Gunnars Guðbjörnssonar mun verða markað og mælt frá, þegar gefur að taka saman þá óunnu sigra, sem vel má sjá liggja fyrir þessum unga og glæsilega listamanni að vinna. eftir Eggert Haukdal Grein Guðjóns Jónssonar í Morg- unblaðinu 25. ágúst sl. er að mestu markleysishjal, sem ég leiði hjá mér. Hins vegar mótmæli ég þeim orðum sem hann hefir eftir mér, því að þau hefi ég aldrei mælt. Þessi veslings maður hefir lagt í vana sinn að ófrægja þá í blöðum sem eru á öðru máli en hann. Of langt er gengið þegar gripið er til helberrar lygi. Guðjón Jónsson er ekki fær um að skýra verðbólguvandann. Til slíks skortir hann greinilega skiln- ing. Ef hann telur hins vegar viðeig- andi og mannsæmandi að verð- tryggja fjárskuldbindingar en ekki vinnulaun þeirra sem borga eiga, er siðgæðismati hans ábótavant líka. Undir grein Guðjóns segir: „Höf- undur starfar í banka.“ Bankanafns er ekki getið, en það reyndist vera Seðlabankinn. Tjútt, Rock, Boogie og Bugý, fyriralla aldurs- hópa, fyrir byrjendur og framhald, yngst 8 ára. Kennum alla samkvæmisdansa, suður-ameríska, standard og gömlu dansana, fyrir hjón, einstaklinga og hópa. Ath: Nýir barnadansar fyrir 3ja - 5 ára. Barna- og samkvæmisdansar fyrir 6-9 ára. Ath: NÝTT - NÝTT fyriryngstu kynslóðina, tjáningardansar. NÝTT-NÝTT „Soca-Dance" fyrirbörn, unglinga og hjón. Fimm tima námskeið NÝTT-NÝTT Vouge-Freestyle, Hip-Hop - Funk disko jazz Allt nýir dansar 8-10 ára -11 -12 ára -13-15 ára -16 ára og eldri Vantar herra 30 ára og eldri. Ath: Stepp fyriralla Kennsla hefst 12. september. Kennt í 14 vikur og jólaball ílokin. Kennslustaðir: K.R. heimilið við Frosta- skjól og Félagsmiðstöðin Bústöðum (í kjallara Bústaðakirkju). Upplýsingar í síma 679590 frá kl. 17-21 alla daga. Sími 96-22566, Akureyri. D.S.I F VISA ■■BOI Raðgreiðslur. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.