Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 17 skiptabanka sínum til að bæta fjár- hagsstöðuna árið 1987 og var búið að fá heimild menntamálaráðherra og fjármálaráðherra til þess. Þau skilaboð komu frá bankastjðrninni, að stjórnvöld ættu að sjá til þess að stofnunin fengi að hækka gjaldskrá sína. Svo einfalt var það og lánið fékkst aldrei. Var svo_ einhver að tala um „aðstöðumun"? í bönkunum? Stærsta markaðssvæðið illa nýtt Ég hef látið hafa eftir mér, að rekstur Stöðvar 2 hefði verið ein- dæma klúður frá upphafi. Það sjá allir sem vilja sjá. Ég hef ennfremur lýst þeirri skoðun minni, að byggja hefði mátt upp arðvænlegan sjón- varpsrekstur í samkeppni við Ríkisútvarpið á suðvestur-horni landsins og færa út kvíarnar seinna, þegar fyrirtækið væri búið að treysta sig í sessi. Þetta er sett fram út frá hreinu hagkvæmnis- og hagnaðarsjónar- miði. Stærsta markaðssvæði lands- ins mátti nýta mun betur en Stöð 2 hefur nokkurn tímann gert. En mönnum lá reiðinnar býsn á. Það er í sjálfu sér virðingarvert áhugamál að vilja veita landsbyggð- arfólki þjónustu en Stöð 2 er ekki fær um það nema að takmörkuðu leyti. Það geta þær þúsundir vottað, sem búa úti á landi og aldrei ná sendingum Stöðvar 2. Vafalaust kemur þetta enn betur í ljós, þegar og ef byijað verður að senda út á svokallaðri Sýnar-rás. Þjónusta við landsbyggðina felst í öðru og meiru en að gera samning við Póst og síma um að dreifa efninu og selja fólkinu myndlykla. Það þarf að gera dagskrá úti um landið. Starf- rækja fréttaöflunarkerfi. Játað skal að Sjónvarpið á talsvert verk óunnið á því sviði eftir nærri 25 ára starf. En dýrt er það. Stöð 2 hefur gert fáeinar góðar tilraunir í þá veru og aðrar síðri, eins og spurningakeppni milli landshluta, sem fataðist flugið. Misheppnuð eftiröpun á spurninga- þáttum Sjónvarpsins. Hafði Stöð 2 nokkur efni á þessari „byggða- stefnu", þegar öllu er á botninn hvolft, eða hveiju hafði hún ekki efni á? Hvað skyldu menn segja í Verzlunarbankanum? Enginn mælikvarði á hæfni einkaframtaksins Af samtölum við stofnendur Stöðvar 2 varð mér ljóst, að þeir höfðu mjög óljós upphafleg mark- mið. Einu sinni ætluðu þeir að dreifa SKY Channel og öðrum gervihnatt- arásum í endurvarpi um höfuðborg- arsvæðið. Þeir færðust öllu meira í fang án þess að vita nokkurn tímann hvert þeir stefndu. Helzt leit út fyr- ir að leifturstríð gegn Ríkisútvarpinu væri takmark í sjálfu sér. Menn börðu sér á bijóst. Hve oft heyrðum við og lásum, að Sjónvarpið væri endanlega úr leik í samkeppni um áhorf ogtekjur? Stríðsrekstur Stöðv- ar 2 fór á annan veg og hlaut alvar- legri endi en upphafsmennirnir sáu fyrir. Hrapallegur slysafaraldur á Stöð 2, sem allir sjá nú hveijir eiga sök á og hvers vegna, getur aldrei orðið marktækur mælikvarði eða próf- steinn á hæfni og skilyrði einkafram- taks í samkeppni við Ríkisútvarpið. Því verður tæplega trúað, að málsmetandi forystumenn í verzlun og viðskiptum, þar á meðal hinir nýju eigendur Stöðvar 2, ætli að festa sig í vonlausri varnarstöðu fyrir þessa taumlausu ævintýra- mennsku, sem dæmd var til að enda með skipbroti. Góður kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnaði! Sparileiö 4 býöur hœstu vexti innan Sparileiöanna! Með tilliti til þeirrar staðreyndar að engir tveir sparifjáreigendur eru eins er Sparileið 4 í rökréttu framhaldi af öðrum Sparileiðum íslandsbanka. Þar bjóðast hœstu vextir innan Sparileiðanna, enda er féð bundið ía.m.k. 24 mánuði. Reikninaurinn er verbtrvaaður oa ber 6% vexti. Sparileiö 4 býöur vaxtatryggtngu á bundiö fé! Vextirnir eru endurskoðaðir á sex mánaða fresti. Það veitir eigendum reikninganna ákveðna vaxtatryggingu, því vextirnir haldast óbreyttir í sex mánuði í senn. Sparileiö 4 er opin til úttektar tvo mánuöi á ári! Sparileið 4 er einföld og reikningurinn er opinn til úttektar tvo mánuði á ári, í janúarog júlí, svo fremi að binditími reikningsins sé orðinn a.m.k. 24 mánuðir. Láttu tímann vinna með þér og kynntu þér vel nýju Sparileiðina frá íslandsbanka, Sparileið 4. Þú getur hringt eftir leiðarvísi eða komið á nœsta afgreiðslustað til skrafs og ráðagerða við starfsfólk bankans. - í takt við nýja tíma! Sparíleidir íslandsbanka - fyrír fólk sem fer sínar eigin leidir í spamadi! Höfundur er útvarpsstjóri. YDDA F.26.48 / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.