Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 29 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 17. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 111,00 96,00 102,27 8,118 830.303 Þorskur stór 114,00 114,00 114,00 0,336 38.304 Þorskursmár 80,00 80,00 80,00 0,152 12.160 Ýsa 125,00 108,00 120,75 8,684 1.048.519 Karfi 43,00 43,00 43,00 0,262 11.281 Ufsi 44,00 44,00 44,00 0,691 30.431 Steinbítur 91,00 81,00 81,00 0,793 64.911 Lúða 365,00 265,00 345,00 0,035 12.075 Koli 89,00 84,00 86,53 3,254 281.643 Lýsa 40,00 40,00 40,00 0,336 38.304 Samtals 104,21 22,372 2.331.467 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 126,00 85,00 108,10 14,065 1.520.488 Þorskur (sl.) 126,00 94,00 111,06 12,002 1.332,982 Ýsa (sl.) 175,00 40,00 122,61 6,112 749.412 Ufsi 42,00 43,00 43,00 10,899 468.657 Undirmálsf. 74,00 20,00 24,89 0,210 5.226 Lúða 380,00 315,00 364,02 0,694 252.630 Lýsa 50,00 50,00 50,00 0,058 2.900 Skata 100,00 100,00 100,00 0,011 1.100 Skarkoli 109,00 50,00 60,10 0,146 8.775 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,058 11.600 Steinbítur 80,00 80,00 80,00 0,674 53.920 Blandað 54,00 54,00 54,00 0,054 2.916 Gellur 350,00 340,00 345,77 0,039 13.485 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,079 1.580 Karfi 49,00 20,00 37,66 0,200 7.532 Kinnar 285,00 265,00 274,15 0,057 15.730 Langa 70,00 70,00 70,00 1,614 112.980 Samtals 92,33 34,970 3.228.931 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 126,00 49,00 102,12 3,988 407.241 Ýsa 130,00 30,00 92,41 4,725 436.644 Karfi 50,00 20,00 49,53 3,160 156.540 Ufsi 25,00 15,00 21,80 0,147 3.205 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,008 320 Lax 150,00 150,00 150,00 0,102 15.300 Langa 63,00 63,00 63,00 0,966 60.858 Lúða 400,00 275.00 355,96 0,052 18.510 Skarkoli 30,00 30,00 30,00 0,009 270 Keila 32,00 25,00 28,50 2,007 57.200 Samtals 76,24 15,165 1.156.088 Selt var m.a. úr Barða GK 12'A> kar og úr Ágústi Guðmundssyni 7 kör. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 17. september Hæstaverð Lægstaverð Meðatverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 184,13 99,005 18.229.834 Ýsa 159,20 12,155 1.935.040 Ufsi 67,25 10,880 731.676 Karfi 93,83 0,745 69.900 Koli 102,66 0,625 64.163 Blandað 138,27 4,005 553.782 Samtals 169,40 127,415 21.584.397 SKIPASÖLUR í Þýskalandi 17. september Þorskur 145,61 2,140 311.595 Ýsa 123,02 0,431 - 53.023 Ufsi 96,20 7,896 759.599 Karfi 97,81 369,701 36.159.500 Blandað 107,44 14,067 1.511.344 Samtals 98,41 394,235 38.795.064 GÁMASÖLUR í Bretlandi 17. september Þorskur 176,97 253,992 44.949.887 Ýsa 145,81 260,341 37.959.685 Ufsi 67,25 22,046 1.482.504 Karfi 91,77 16,740 1.536.300 Koli 107,48 113,741 12.225,173 Grálúða 115,64 0,250 28.910 Blandað 126,82 94,611 11.998.527 Samtals 144,65 761,722 110.180.989 Olíuverð á Rotterdam-markaöi 1. ág. -14. sept., dollarar hvert tonn ÐENSÍN 475------- +H-------h- 3. ág. 10. 17. 24. +-------1------F 31. 7. sep. 14. Umboðsmaður Alþingis: Stöðvun atvinnurekstrar Steina hf. ekki fyllilega réttlætanleg GAUKUR Jörundsson, um- boðsmaður Alþingis, hefur komist að þeirri niðurstöðu, að stöðvun atvinnurekstrar Steina hf. vegna vangoldins söluskatts hafi ekki verið fylli- lega réttmæt. Fyrirtækinu var fyrirvaralaust lokað 19. júní 1989 að beiðni íjármálaráðu- neytisins, og kærðu Steinar hf. þá aðgerð þar sem krafa ráðu- neytisins var til meðferðar hjá ríkisskattanefnd. Úrskurður ríkisskattanefndar barst 19. júlí 1989, og samkvæmt honum var íjármálaráðúneytinu gert að greiða til baka 1,7 milljónir af upphaflegri 2,9 milljóna króna kröfu ráðuneytisins. í áliti umboðsmanns Alþingis segir að hann telji ekki að að því verði fundið, að saman hafi farið lögtök og stöðvun atvinnurekstrar Athugasemd vegna deilu tann- lækna í Grindavík Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jó- hanni Gíslasyni tannlækni í Do- mus Medica: Af gefnu tilefni skal tekið fram að Jóhann Gíslason tannlæknir í Domus Medica starfar sem áður eingöngu í Reykjavík. Aftur á móti hefur alnafni hans, Jóhann Gíslason tannlæknir, Eiðistorgi, alla tíð stundað tannlækningar utan höfuð- borgarinnar. við innheimtuí umræddu máli. Með hliðsjón af því að frestur sá, sem Steinum hf hafi verið settur í framhaldi af lögtaki til greiðslu skuldarinnar, sé það hins vegar álit hans að að ekki hafi verið fyllilega réttmætt að stöðva rekst- ur fyrirtækisins fyrirvaralaust, og án þess að nokkurt tækifæri gæf- ist til að afstýra stöðvun nema með greiðslu i reiðufé. Jafnframt því að kvarta yfir aðför fjármálaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis höfðaði Steinar hf. mál á hendur fjármála- ráðuneytinu vegna innheimtu söluskattsins, þar sem um hafi verið að ræða afturvirka álagn- ingu á söluskatti, sem aldrei var innheimtur af fyrirtækinu. Áætlað er að málið verði tekið fyrir nú í haust. Nýtt vatnsþrýstikerfí til hreingerninga Á sýningunni Hreinlætis- dagar ’90, sem hefst á mið- vikudaginn, verður frumsýnt á íslandi tölvustýrt staðbundið fjölþrýstikerfi til hreingern- inga í matvælaiðnaði. Sýningin verður að Réttarhálsi 2, dag- ana 19-22. september og stend- ur fyrirtækið Rekstrarvörur fyrir henni. Hreingerningakerfið er hannað af fyrirtækinu K.E.W. Industri * A/S í Hadsund í Danmörku. Að sögn Ólafs Haraldssonar þjón- ustufulltrúa Rekstrarvara er þetta kerfi það fyrsta sinnar tegundar sem gefur notandanum möguleika á að velja á milli háþrýstings og lágþrýstings á vatni til hreingern- ingar. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 14.-17. september Talsverður erill var hjá lögreglu þessa helgi og meira um erfið mál en oft áður. Ölvunarköll voru 70 og er það svipað og venjulega. Umferðar- óhöpp urðu alls 46, eða allt of mörg. Slys á fólki urðu í sjö tilfell- um. Kl. 10.19 á föstudeginum var bifreið ekið aftur á bak á dreng sem var á reiðhjóli, en hann slapp með minniháttar meiðsli. Síðar um daginn varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á móts við Suðurgötu 8. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og lenti á annarri bif- reið. Ökumaðurinn og vegfarand- inn voru báðir fluttir á slysadeild- ina. Um kl. 13.30 á laugardeginum varð barn, átta ára, fyrir bifreið á Hringbraut. Barnið gekk fram fyr- ir almenningsvagn og lenti íyrir bifreið sem var ekið hjá í sama mund. Barnið meiddist nokkuð. Aðafaranótt sunnudagsins kl. 3 var ekið á gangandi vegfaranda við Hallærisplanið, en ekki vitað nánar um meiðsli. Um miðjan sunnudag varð síðan harður árekstur á Sæbraut við SÍS og var ökumaður annarrar bifreið- arinnar fluttur á slysadeild, tals- vert meiddur. Síðdegis varð bílvelta skammt frá Laxá í Kjós og var einn fluttur á slysadeildina til athugunar. Kl. 22.24 var síðan tilkynnt um mjög alvarlegt umferðarslys, milli Sand- skeiðs og Litlu kaffistofunnar. Þar hafði ökutæki á leið úr bænum farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á fólksbifreið sem kom á móti. Fernt var í fólksbif- reiðinni og kona 46 ára gömul lézt samstundis og tvennt slasaðist talsvert, en tveggja ára barn slapp að mestu. Annar þeirra sem var í ökutækinu sem kom úr bænum slasaðist mikið, en hinn slapp án verulegra meiðsla. Reyndar lenti þriðja ökutækið í þessum árekstri, en þar urðu engin meiðsl á fólki. í íjórum umferðaróhappanna um helginni voru ökumenn grunað- ir um ölvun við akstur. Þá þurfti lögregla að fara tólf sinnum heimn til fólks og biðja um að hafa lægra, þar sem nágrannar gátu ekki sofið. Ekki fer landanum fram í þeirri list að taka bíllyklana með sér, þegar farið er út úr öku- tæki og hurð skellt í lás, því þrjátíu og þrisvar þurfti að aðstoða borg- ara í slíkum vandræðum. Sex sinnum var tilkynnt um inn- brot og jafnoft um þjófnaði. Fyrir utan þá sem lentu í umferðaró- höppum og voru grunaðir um ölvun handtók lögregla níu aðra. Alls var 61 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og sex þeirra yfirgáfu lögreglustöðina án öku- skírteinis. Skemmdarverk voru sex sinnum tilkynnt til lögreglu og alls þrettán rúðubrot, en nánast ekkert þeirra í miðbænum. Lögregla og vegfar- endur náðu til nokkurra þeirra sem stóðu að þessum rúðubrotum. Að- faranótt laugardagsins var lög- regla send að húsi við Neðstaleiti, en þar hafði maður verið ósáttur við að vera vísað út úr íbúð. Lög- regla kom á staðinn og rétt um leið birtist maðurinn og var þá búinn að sækja haglabyssu, sem hann spennti upp, þegar hann kom að íbúðinni. Hann ruddist inn og beindi byssunni að fólkinu sem þar var, en einn lögreglumannana náði að stökkva á hann og beina byss- hlaupinu á gólfið um leið og skot hljóp úr byssunni. Engin meiðsl urðu á fólki, en ekki mátti miklu muna. Maðurinn var að sjálfsögðu handtekinn og færður í fanga- geymslu, en Rannsóknarlögregla ríkisins tók síðan við rannsókn málsins. Hreingerningarkerfið, sem Rekstrarvörur sýna á Hreinlætis- dögum ’90. Kerfið er ætlað fyrir fiskiðnað, togara, sláturhús og annan mat- vælaiðnað. Það tengist bæði heitu og köldu vatni og er hægt að velja nákvæman vatnshita. Þá er vatns- rennslið tölvustýrt. Þrýstikerfíð var fyrst sýnt á sýningunni „Scan Fishing" í Herning í Danmörku fýrr í sumar. Ein af myndum Þóru sem er á sýningunni í Eden. Þóra Sigur- jónsdóttir sýnir í Eden Selfossi. ÞÓRA Sigurjónsdóttir listakona opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði 18. september. Á sýningunni eru um 30 verk, fiest nýlega máluð með akryl-, pastel- og olíulitum. Þetta er þriðja einkasýning Þóru og önnur sýning hennar í Eden en Þóra hefur nokkrum sinnum' sýnt með öðrum listamönnum. Þóra býr á Lækjarbakka í Gaul- verjabæjarhreppi. Þar hefur hún sett upp lítið gallerí með listmunum sem hún hefur unnið. I Litla gall- eríinu á Lækjarbakka er málað grjót til sýnis, rekaviður og ýmislegt ann- að. í þessum verkum tekst henni meistarlega að draga fram náttúru- leg einkenni efnisins og skapa ævin- týralegar myndir. Á sýningunni í Eden eru ein- göngu myndir til sýnis sem allar eru til sölu. Sýningunni lýkur 30. september. • —Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.