Morgunblaðið - 18.09.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKffTI AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
>
Fjármál
SPROTI — Sproti hf. sem framleiðir Icy vodka gaf fyrir skömmu Háskóla íslands sérstakan tækjabún-
að til rannsókna á áfengissýnum til nota á rannsóknarstofu lyfjafræðideildar. Þessi tækjabúnaður verður
einnig til gæðaeftirlits með framleiðslu áfengra drykkja á íslandi svo og til væntanlegra rannsókna og tilrauna
á blóðsýnum hjá alkóhólistum. Alkóhólsdeild rannsóknarstofunnar hefur frá því í desember annast hreinleika-
próf á Icy vodka sem framleitt er hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Á myndinnis sést dr. Þorkell Jóhannes-
son, læknir, taka við gjöfinni úr hendi Olafs Sigurðssonar, eins af eigendum Sprota. Auk þess eru á mynd-
inni Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Sprota ásamt fulltrúum hins bandaríska umboðsaðila, Brown Forman.
KYNNTU ÞER EFTIRFARANDI
VALKOSTI í LENGRA NÁMI:
FJARMALANAM, 40 klst., hefst l.okt.
MARKAÐS- OG SOLUNAM
60 klst., hefst 2. okt.
"PUBLIC RELATIONS" almennlngstengsl,
42 klst., hefst 30. okt.
STJORNANDINN OG STARFSMAÐURINN,
54 klst., hefst 15. ókt.
STJORNUN I FRAMLEIÐSLU,
60 klst.. hefst 2. okt.
STJORNUNARNAM, 60 klst., hefst 1. okt
Óhyggilegtað knýja fram samein-
ingu Ijárfestingarlánasjóða
— segir Bragi Hannesson forstjóri Iðnlánasjóðs
FORSTJÓRI Iðnlánasjóðs telur
óhyggilegt að knýja fram samein-
ingu Iðnlánasjóðs og annarra
óskyldra fjárfestingalánasjóða, en
bæði Jón Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra og Halidór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, hafa talið
sameiningu og fækkun þessara
sjóða brýnt verkefni.
í grein í fréttabréfi Iðnlánasjóðs
ræðir Bragi Hannesson, forstjóri
sjóðsins, þau sjónarmið sem fram
hafa komið um nauðsyn á samein-
ingu fjárfestingarlánasjóðanna en
segir að ekki megi horfa fram hjá
þeim markmiðum sem stefnt sé að.
Með sameiningu í bankakerfinu náist
t.d. ekki sú hagræðing sem að sé
stefnt fyrr en til hefur komið veruleg
fækkun starfsmanna, og afgreiðslu-
staða og útbúa ásamt tölvuvæðingu
og aukinni sjálfsafgreiðslu.
Þó að fjárfestingalánasjóðirnir séu
18 talsins, skiptist aðallega í atvinnu-
vegasjóði og ibúðarlánasjóði, og ólik-
ir að stærð og stjórnun, þá eigi þeir
það allir sameiginlegt að rekstur
þeirra sé mjög fábrotin í samanburði
við bankanna. Þegar starfsmenn
bankanna skipti hundruðum séu
starfsmenn sjóðanna þar sem flest
er eins og í litlu bankaútibúi, og sömu
andstæðurnar séu varðandi húsnæði
banka og fjárfestingalánasjóða.
Ástæðurnar sem knúðu á um samein-
ingu bankanna gildi samkvæmt
þessu ekki um sjóðina.
Bragi vitnar til orða viðskiptaráð-
herra um að vegna myndunar sam-
eiginlegs fjármagnsmarkaðar Evr-
ópuríkja þurfi fjárfestingarlánasjóð-
irnir hér að búa sig undir aukna
samkeppni jafnt við innlendar sem
erlendar fjármálastofnanir og að það
verði best gert með því að sjóðirnir
sameinist til að halda rekstrarkostn-
aði í lágmarki og ná hagkvæmustu
stærð. Hann segir einnig að setning
almennrar löggjafar um fjárfesting-
arlánasjóðina sem viðskiptaráðherra
hefur boðað, sé athyglisverð. Ákvæði
slíkrar löggjafar um lágmark stofn-
fjár og eiginljár, vanhæfni stjórnar-
manna, ábyrgð á skuldbindingum,
endurskoðun og afnámi ríkisábyrgða
o.fl. sé til þess fallin að menn fari
að meta stöðu sjóðanna í nýju ljósi.
Hins vegar telur Bragi ólíklegt að
Alþingi setji beinlínis lög um samein-
ingu sjóðanna ef slíkt er í andstöðu
við samtök atvinnuveganna sem
standi að sterkustu sjóðunum. Hann
bendir þar á að forystumenn iðnaðar-
samtakanna hafi lýst andstöðu sinni
við þátttöku í því að sameiná Iðnlána-
sjóð öðrum fjárfestingarlánasjóðum
ríkisins, enda hafi sjóðurinn verið
byggður upp með skatti á iðnaðinn
í fullri samvinnu við iðnaðarsamtök-
in. Farsælla sé því að endurskoðun
sjóðakerfisins gerist neðanfrá með
almennri löggjöf fremur en valdboði
að ofan.
„Móti þeirri staðreynd verður ekki
mælt að Iðnlánasjóður hefur verið
byggður upp með skatti á iðaðinn
og honum hefur verið stjórnað af
fulltrúum iðnaðarins með þeim ár-
angri að hann er einn af öflugustu
og traustustu fjárfestingarlánasjóð-
um í landinu," segir Bragi Hannes-
son. „Þess vegna væri mjög óhyggi-
legt að knýja fram sameiningu hans
og óskyldra sjóða, einkum og sér í
lagi þegar svo virðist sem tilgangur-
inn sé að bjarga vandræðum ann-
arra.“
ÞRÓUN VÖRU OG ÞJÓNUSTU,
44 klst., hefst 18 sept.
Stjórnunarfélag íslands byggir á 30 ára
reynslu og hápi þrautreyndra leibbeinenda.
Slátbu á þrábinn í síma 621066
A
Stjórnunarfelag íslands
ÁNANAUSTUM 15, 101 REYKJAVlK
VERÐSPRENGING!
m, mrn SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SfMI 91 -670000 OG 674300
■ ■ ■ Isuzu Geminl. LT þrigg'a dyra hlaðbakur kostar
aðeins Jfofo þúsund og LT Ijögurra fyraJQ^ þúsund krónur.
Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis
sem í honum er. í Gemini sameinast frábœrstjórnsvörun, sparneytni,
viðbraðgssnerpa og þœgindi.
Vélin er 1300cc. 72 hö„ hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með aflstýrí,
aflhemlum, PCV-lœsingavara á hemlum og upphitaðri afturrúðu.
ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN!
Álega koma fulltrúar framleiðenda hingað tii lands og skoða bílana,
eigendum að kostnaðarlausu.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ!
Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum.
Greiðslukjör eru við allra hœfi.
Öll verð eru staðgreiðsluverð. Bílarnir eru ryðvarðir, skráðir, tilbúnir á götuna
meðútvarpiog segulbandi.
Komdu með tjölskylduna
og reynsluaktu þessum
frábœrabíi!
VERDUR ÞÚ (ENNÞÁ) í
STJÓRNUNARSTÖDU EFTIR
TVÖ EDA TÍU ÁR?