Morgunblaðið - 18.09.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ VmSKDPTIfflVINNUIÍr ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
31
Hafnarfjörður
Opnun Bónusversl-
unar leiðir til auk-
innar samkeppni
Hjá Fjarðarkaupum lækkar vöruverð, en hjá
Miklagarði er lögð áhersla á vikuleg tilboð
OPNUN Bónusverslunar í Hafnarfirði hefur orðið til þess að verslunin
Fjarðarkaup hefur nú þegar lækkað verð á ýmsum vörutegundum, en
hjá versluninni Miklagarði í Garðabæ fengust þær upplýsingar að þeir
leggja áherslu á að vera með tilboð á daglegum neysluvörum.
Sigurbergur Sveinsson eigandi
Fjarðarkaupa sagði í samtali við
Morgunblaðið, að erfiður tími hefði
verið hjá þeim á sl. árum vegna
þeirra verslana sem hefðu hætt
rekstri bæði í Garðabæ og Hafnar-
firði. Þær verslanir hefðu iðulega
boðið lágt vöruverð til þess að laða
til sín viðskiptavini, en hefðu síðan
ekki getað haldið rekstrinum gang-
andi. Þeir hefðu staðist þá sam-
keppni og þeir mundu mæta annarri
samkeppni á sama hátt. „Fjarðar-
kaup eru þekkt fyrir lágt vöruverð
og við lögum okkur að samkeppninni
eins og hún er hveiju sinni. Núna
höfum við lækkað verð á svipaðri
vöru og Bónus er með. Við viljum
ekki að viðskiptavinir okkar þurfi að
fara á marga staði til að kaupa inn.
Utkoman hefur verið góð hjá okkur
á sl. árum og við höfum greitt háa
skatta. Við getum allt eins lækkað
vöruverð og látið viðskiptavinina
njóta þess. Hitt er annað mál að
verslun eins og Bónus hefur mjög
takmarkað vöruúrval, er ekki með
kjötborð og reksturinn byggir á allt
öðrum forsendum en hjá okkur.“
Ljósmyndun
Eiríkur Sigurðsson verslunarstjóri
Miklagarðs í Garðabæ sagði að þeir
hygðust ekki lækka vöruverð, hins
vegar væri það stefna þeirra - og
hefði verið undanfarna 2 mánuði -
að vera með vikuleg tilboð í gangi á
daglegum neysluvörum. Þeirra fram-
lag til lækkaðs vöruverðs væri einnig
að koma með ný vörumerki á lágu
verði, sem væru innflutt af Mikla-
garði. Ennfremur legðu þeir áherslu
á gott vöruúrval og rúman opnun-
artíma.
Jón Asgeir Jóhannesson verslun-
arstjóri í Bónus í Hafnarfirði sagði
að þeir væru mjög ánægðir með við-
tökurnar, sérstaklega þar sem þeir
hefðu ekkert auglýst ennþá. Hann
sagðist halda að samkeppnin væri
rétt að byija, það kæmi sennilega
ekki í ljós fyrr en með haustinu
hvernig málin þróuðust. „Það er auð-
vitað gott mál, ef Bónus verður til
þess að vöruverð lækki í Hafnar-
fírði. Það er sennilega ein besta
kjarabót Hafnfirðinga," sagði hann.
Hins vegar benti hann á að Bónus
væri rekið á allt öðrum grundvelli
en aðrar verslanir.
Fuji Velvia valin fílma ársins
FUJICHROME Velvia ljósmyndafilman hefur verið valin filma ársins
í Evrópu 1990-1991. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt val á filmu fer
fram en árlega hafa ljósmyndavörul'ramleiðendur hlotið verðlaun fyrir
myndavélar, myndbandsupptökuvélar og þær nýjungar sem þykja skara
fram úr á ljósmyndasviðinu.
Dómnefnd sem skipuð er ritstjór-
um helstu ljósmyndatímarita í fjórtán
Evrópulöndum annast dómgæslu í
samkeppninni. Verðlaunin verða af-
hent 4. október n.k. við hátíðlega
athöfn í Cologne í Þýskalandi. í þeim
felst viðurkenning fyrir tæknilega
fullkomnun, gæði og aðra eiginleika
sem taldir eru uppfylla ítrustu kröfur
atvinnuljósmyndara. Dómnefndin
taldi Velvia búa yfir mikilli skerpu,
litadýpt og litgæðum.
Gríptu tækifæríð!
GoldStar síminn
m/símsvara á aðeins
kr. 9.952.-
(stgr.,m/vsk).
• Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýranlegur án
aukatækja úr öllum tónvaissímum - hvaðan sem er «10
númera skammvalsminni • Fullkomnar leiöbeiningar á
íslensku • 15 mánaða ábyrgð • Póstsendum.
KRISTALL HF-
SÍMI 685750 - FAX 685159 - SKEIFAN 11B -108 REYKJAVÍK
LwE%w fí - 'ýiqjsk
[ir 7. - PM ?s'r 'mSs r[<
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
STOFNFUNDUR — Frá stofnfundi Landssamtaka fjarvinnslustofa, sem haldinn var á Hvamm-
stanga í sumar. Frá vinstri: Guðjón Ingvi Stefánsson, Borgarnesi, Steingrímur Steinþórsson, Hvammstanga,
Bóthildur Sveinsdóttir, Seyðisfirði, Bjarney Valdimarsdóttir, Hvammstanga, Elín Erlingsdóttir, Selfossi, Páll
Pétursson, Vík, Björn Einarsson, Bessastöðum, V-Hún. og Kristján Björnsson, Brún.
Fyrirtæki
Stofnfundur Landssambands
fjarvinnslustofa á Hvammstanga
í SUMAR komu fulltrúar ljarvinnslustofu saman á Hvammstanga
og stofnuðu landssamtök fjarvinnslustofu. Þar kom fram, að nauðsyn-
legt er talið að skilgreina hugtakið „Ijarvinnslustofa", þannig að
ijóst sé hvaða skilyrði i uppbyggingu slík stofnun skuli uppfylla.
Fundinn sóttu fulltrúar frá Frú
Láru sf. á Seyðisfirði, Víst sf. í Vík
í Mýrdal, Landkostum á Selfossi,
Orðtak hf. á Hvammstanga svo og
Guðjón Ingvi Stefánsson í Borgar-
nesi, sem er fulltrúi íslands í sam-
tökum norrænna fjarvinnslustofa.
Fundarmenn ræddu um þá meg-
inþætti, sem ijarvinnslustofa skuli
uppfylla, en þeir eru m.a. að velta
fyrirtækjum og stofnunum alhliða
tölvuþjónustu óháð búsetu, að hafa
opna starfstöð fyrir almenningi á
svæðinu og standa fyrir námskeið-
um og kynningu á tölvu- og upplýs-
ingatækinni. Fram kom í máli fund-
armanna, að miklar vonir eru
bundnar við þennan atvinnurekstur
og horfðu aðilar þá helst til hins
opinbera, stjórnsýslunnar og ríkis-
fyrirtækja. Forsvarsmaður lands-
samtaka fjarvinnslustofa var kjör-
inn Kristján Björnsson, Brún, V-
Húnavatnssýslu, en hann er stjórn-
arformaður Orðtaks hf.
ÆFIN G ABEKKIR
HREYFINGAR
(áður Flott form - Engjateigi 1)
Leiðbeinandi:
Sigrún Jónatansdóttir
Nuddbekkur Fótabekkur
Mittisbekkur
Er 7 bekkja æfingakerfið fyrir big?
Reynslan hefur sýnt að þetto æfingakerfi hentar sérlega vel fólki ó öllum
aldri sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma.
Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi
vegna stífra vöðva o.fl.
7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þann-
ig að rúmmál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun.
Getur eldra lólk notið góðs at bessum bekkjum?
Lærabekkur
Magabekkur
Nuddbekkur'
Slökunarbekkur
Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða
slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk.
Opnunartími kl. 9-13 og 16-20
Frír kynningartímL
HREYFING
Ármúla 24
Sími 680677