Morgunblaðið - 18.09.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
43
hann átti eftir að starfa hjá til
æviloka. /
Þar leið honum vél. Honum var
sýndur trúnaður og falin stjórnun-
arstörf og hann eignaðist ijölda vina
úr röðum samstarfsmanna og úr
þeirra röðum fann hann eiginkonu-
efni sitt, Ragnhildi Þóroddsdóttur
gjaldkera hjá Pósti og síma.
Þau giftu sig 23. apríl 1966, við
vissum, sem til þekktum að Addi
hafði eignast nýjan bakhjarl, konu
sem vildi veg hans sem mestan
konu sem var reiðubúin til að standa
honum að baki til að stuðla að því
að hæfileikar hans fengju að njóta
sín.
Addi var fulltrúi aðalbókhalds
Pósts og síma og hafði að síðustu
umsjón með erlendum viðskiptum
stofnunarinnar á árunum 1966-
1977, en frá miðju ári 1977 var
hann yfirmaður símamálaskrifstof-
unnar allt til dauðadags. Síðasta
starf Adda var að gera Telefax-
símaskrá en að því starfi vann hann
milli uppskurða sem hann gekkst
undir í sínum erfiðu veikindum.
Hvað réði því að þessum
símvirkja voru falin öll þessi trúnað-
arstörf? Jú, svarið liggur í augum
uppi. Andrés var alltaf að auka við
menntun sína og þekkingu og átti
eiginkona hans Ragnhildur eða
Agga eins og hún er kölluð ekki
síst sinn þátt í, en hún var óþreyt-
andi við að beina honum að þeim
leiðum í lífinu sem honum yrðu til
góðs.
Með vinnu sinni las hann utan-
skóla við sinn gamla skóla Mennta-
skólann í Reykjavík árin, 1971-
1974 og þaðan lauk hann stúdents-
prófi 1974 með 1. einkunn. Hann
stundaði nám í heimspekideild HI
árin 1974-1977 og lauk þaðan
þriðja stigs prófi í ensku með 1.
einkunn. Þetta nám og frábær
íslenskukunnátta gerði honum
kleift að taka að sér og sjá um
útgáfu Póst- og símatíðinda. Hann
var frá 1979 í ritstjórn Símablaðs-
ins og sá sérstaklega um skrif er
vörðuðu félagsmál. Frá sama tíma
sá hann um enskukennslu á ýmsum
námskeiðum í Póst- og símaskólan-
um auk þess sem hann sá um þýð-
ingar tæknimáls fyrir Póst og síma.
Hvar er svo persóna Andrésar
Fjeldsted Sveinssonar þegar lýsingu
á starfsævi hans er lokið? Getur
hún hafa gleymst? Nei, síður en
svo. Hann var þannig maður að
hann var sífellt að leita sér aukinn-
ar þekkingar. Þetta gerði hann fyrst
og fremst með lestri góðra bóka
og stöðugri þekkingarleit í erlend-
um tímaritum. Hann sótti námskeið
Dale Carnegie í ræðumennsku,
mannlegum samskiptum og um
samskipti við starfsfólk fyrirtækja
og áður en mjög mörg ár liðu var
hann sjálfur orðinn fyrirlesari og
leiðbeinandi á námskeiðum þessum.
Hann hafði einnig öðlast réttindi
sem leiðsögumaður eftir nám á veg-
um Ferðaskrifstofu ríkisins.
Þegar ég kom á heimili Adda á
biðilsbuxunum eftir eldri systur
hans hafði ég gaman af. Ekki að-
eins að kynnast konuefni mínu á
heimili foreldra sinna heldur og að
kynnast fjórum „snargeggjuðum"
unglingum, bræðrum hennar með
undantekningu þó, að einn „herra-
maður“ væri á meðal þeirra, -
Andrés! Að sjálfsögðu þarf ekki að
taka fram að „lafðin“ var frú Ásta,
sem hélt sinni stóisku ró á hveiju
sem gekk.
Vera má að okkúr Andrési hafi
strax orðið vel til vina vegna þess
að ég hafði þá þegar haslað mér
völl í pólitík. Það hafði hann Iíka
gert því strax sextán ára gekk hann
í félag ungra sjálfstæðismanna.
Sjálfsagt var þetta ekki föður hans
að skapi, sem hann fékk jú að
heyra, því hans annars ágæti faðir
og tengdafaðir minn var jú fæddur
framsóknarmaður og því fékk eng-
inn breytt fremur en norðurljósun-
um! Adda þótti því gott að fá nýjan
mann með sér á vígvöllinn. En
svona var mágur minn. Skoðanir
hans sjálfs á mönnum og málefnum
réðu öllu hjá honum.
Hann var einlægur stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins alla tíð
og þess naut ég öll þau ár sem ég
var í pólitík. En Addi hugsaði víðar
og stærra. Strax við stofnun sam-
taka um vestræna samvinnu gekk
hann til liðs við þann félagsskap
og studdi hann með ráðum og dáð
til hinstu stundar. Hann gegndi
formannsstöðu í félagi ofnæmis- og
astmasjúklinga um a.m.k. íjögurra
ára skeið og hefur auk þess setið
í stjórn félagsins um langt árabil.
Eg og fjölskylda mín ásamt þeim
Adda, Óggu og Kristínu frænku
hennar höfum átt um langt árabil
eitt kvöld saman. Það er aðfanga-
dagskvöld. Við komum saman á
heimili mínu og konu minnar, við
borðuðum saman og sátum síðan
og fylgdumst með þegar börnin og
síðar barnabörnin opnuðu jólapakka
sína. Þá leið Adda vel, því hann var
afburða barngóður og hafði yndi
af því að vera í nálægð bama.
Þeirra stunda munum við öll minn-
ast ekki síður börnin sem nú eru
búin að ná fullorðinsaldri.
Þeir sem stunduðu mág minn þau
ár sem hann háði sína erfiðu sjúk-
dómsbaráttu eru sammála um að
Andrés hafi sýnt aðdáunarverða
þolinmæði sem fáir hefðu betur
getað sýnt. Auk þess að hafa þrek
til að þola það sem fáir hefðu getað
borið. Undir þessu stóð Andrés ekki
einn. Við hlið hans alla sjúkdóms-
baráttuna stóð eiginkona hans, sat
við hlið hans á spítalanum fylgdi
honum og þjónaði í Hveragerði og
heima hjá þeim síðustu vikurnar
með dásamlegri hjálp heimahlynn-
ingar Krabbameinsfélagsins. Fórn-
fýsi hennar og þrek hefur verið ein-
stakt. Hér koma vissulega fleiri til
bæði bræður hans, æskuvinir og
spilafélagar sem haldið hafa saman
um tugi ára.
Því miður hitti ég Andrés mág
minn ekki svo oft sem ég vildi
síðustu mánuðina en þegar ég kom
þá kveinkaði hann sér aldrei en bar
sína byrði með karlmannlegri reisn.
Húmorinn sem hann var þekktur
fyrir var við hún til hinstu stundar.
Eg vil hafa sem lokaorð mín þau
orð sem mér finnast lýsa honum
best: Hann tók örlögum sínum með
æðruleysi og kjarki, þolinmæði og
ótrúlegum viljastyrk.
í gegnum líf sitt reyndist Andrés
öllum hinn besti drengur hjálpsam-
ur og kurteis, hinn fæddi hefðar-
maður.
Fari mágur minn vel og hafi
hann þakkir fyrir það lífshlaup sem
við áttum saman.
Ég færi ykkur, systkinum hans,
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og þá ekki síður ykkur Ástu móður
hans og Ragnhildi eiginkonu sem
ber sérstaka þökk fyrir fórnfýsi sína
og ástúð sem hún sýndi Adda til
hinstu stundar. Guð veri með ykkur
öllum.
Pétur Sigurðsson
Sigursteinn D. Eyj-
ólfsson — Kveðjuorð
Sunnudaginn 22. júlí sl. lést í
Árborg Vestur-íslendingurinn Sig-
ursteinn Davíð Eyjólfsson 71 árs
að aldri.
Sigursteinn, eða Steini eins og
hann var ævinlega kallaður, fædd-
ist 7. desember 1918 og ólst upp
á Geysi í Manitoba. Á yngri árum
stundaði hann íþróttir og einna
helst glímu og var síðar þekktur
kennari í þeirri íþrótt.
Árið 1944 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Sollu Sigvaldason,
og saman hófu þau búskap það ár
á eigin jörð í Árborg, þar sem þau
bjuggu síðan. Börn þeirra tvö eru
Joan, sem gift er Ahmed Hideib,
og eiga þau tvö börn, og Melvyn,
en kona hans heitir Audrey og eiga
þau fjögur börn. Þeir feðgar
bjuggu saman félagsbúi síðustu
árin.
Áhugi og dugnaður Steina við
búskapinn var rómaður og reyndist
hann afar lánsamur og dugandi
bóndi. Jafnhliða búskapnum stund-
aði hann talsvert veiðar á
Winnipegvatni.
Steini var einstaklega glaðvær
og félagslyndur og hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom. Þá
var hjálpsemi hans við brugðið og
minnast eflaust margir íslendingar
hans fyrir þær sakir eftir ferðalög
til Kanada'á liðnum árum.
Um leið og við frændfólk hans
á íslandi þökkum Steina góð kynni
og vináttu viljum við senda konu
Legsteinar
Sérfræðingctr
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
Framleiðum allar
stærðir og gerðlr
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
.HELfiASON HF
TEINSMIDJA
MMUVEGI48.SIMI 7667?
á horni BergstaðBsirætis
sími 19090
hans og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Ingibjörg og Ingólfnr
á Grænahrauni.
Blómastofa
Friöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- elnnig um helgar.
Skreytingar við öll tílefni.
Gjafavörur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
þel við fráfall og jarðarför,
LEIFS ÁSGEIRSSONAR
prófessors.
Hrefna Kolbeinsdóttir og fjölskylda.
Í
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
MEYVANTS SIGURÐSSONAR
frá Eiði,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. september
kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SOFFÍU SIGURHELGU SIGURHJARTARDÓTTUR,
Sigurhjörtur Pálmason,
Anna Pálmadóttir,
Haukur Pálmason,
Hreinn Pálmason,
Friðrik Pálmason,
Sigríður Pálmadóttir,
°9
Unnur Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
Aðalheiður Jóhannesdóttir,
Karoia Sander,
Kristján Sæmundsson
barnabörn.
+
Eiginmaður minn,
KRISTJÁN V. JAKOBSSON,
frá Patreksfirði,
Jökulgrunni 1-B,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. septem-
ber kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarfélög njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorbjörg Jónsdóttir.
+
Af heilum hug, þökkum við sýndan kærleik, vináttu og stuðning'
í veikindum við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður
og tengdaföður,
HARALDAR BJÖRNS ÞÓRARINSSONAR,
Garðarsbraut 36,
Húsavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans.
Ásdís Kristjánsdóttir,
Þórarinn Þórarinsson,
Sigþór Haraldsson, Brynja Ragnarsdóttir,
Kristján Viðar Haraldsson, Sólrún Birgisdóttir.
+
Kæru vinir fjær og nær.
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý handtök, heimsóknir
og vinarhug við andlát og útför móður minnar, eiginkonu og syst-
ur okkar,
MILDRÍÐAR SIGRÍÐAR FALSDÓTTUR
frá Barðsvík,
Grunnavíkurhreppi, N-ís.
húsfreyju fyrr í Bolungavík
siðar í Bólstaðarhlfð 50, Reykjavík.
Helgi Falur Vigfússon, Vigfús Jóhannesson,
Jakob Kristján Falsson og fjölskylda, (safirði,
Gunnvör Rósa Falsdóttir,
Dvalarheimilinu Felli, Skipholti 21, Reykjavik.
Lokað
í dag, frá kl. 14.00-16.00, vegna jarðarfarar
ÓLAFAR HELGADÓTTUR.
Fatahreinsunin Snögg.
Lokað
eftir kl. 12.00 á morgun, 19. september vegna
jarðarfarar KRISTJÁNS JAKOBSSONAR frá Pat-
reksflrði.
Vélsmiðjan Faxi hf.,
Kópavogi.