Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21; SEPTEMBER 1990 Ábending' til bók- menntafræðings eftir Erling E. Halldórsson Ástæða er til þess að þakka bókmenntafræðingi Morgunblaðs- ins (hinn 28. ág.) fyrir vinsamlega umsögn um leikrit mitt sem út kom á vordögum: „Karnival eða Áttundi áratugurinn“, en jafnframt verður ekki hjá því komist að benda góð- fúslega á misskilning nokkurn sem þarna kemur fram, sprottinn af glámskyggni eða fákunnáttu, nema hvort tveggja sé, og þykir mér náttúrlega miður að hafa orð- ið til þess að draga það fram í dagsins ljós. En þau orð sem vitn- að er til í niðurlagi umsagnarinn- ar, og standa framan við leikritið í bókinni, og bókmenntafræðingur kallar „aðfararorð“ (sic!), eru að sjálfsögðu engin aðfaraorð, og alls ekki undan mínum rifjum runnin, heldur eru þau tekin úr „Hinni stórhrikalegu ævisögu Gargantúa hins mikla“, eftir Fran?ois Rabela- is, lokakafla skáldsögunnar, eða þeim 58., svo sem stendur svart á hvítu undir klausunni í bók minni. Skýrara gat það varla verið! Þetta er engin „gáta“, og þó fær það ekki að standa sem stendur skýrum stöfum! Mitt var að færa yfir á íslenskt mál þessi víðkunnu orð úr bók Rabelais, sem ég hélt nú að væri bókmenntamönnum kunn- ur, svo fyrirferðarmikill sem hann er í heimslistinni. Fremstur avant- gardista enn í dag, segja Frakkar! Aftur á móti hefði bókmennta- fræðingurinn vel mátt veita eftir- tekt athugasemd minni aftan við leikritið: „I leikriti þessu er stuðst við ævaforn minni alþekkt í karnival-hátíðum um aldir.“ - því þá hefði fögnuðurinn sem brýst fram í lokaatriðinu þegar Elfýra verður léttari, raunverulegur fögn- uður, ekki verið nein ráðgáta. (Samkvæmt fornri hefð karnivals- ins: Le rois est mort, vive le ro- is!)... Enn síður pilturinn þokka- fulli sem inn er borinn sem gjöf í hvítri kistu, og reynist vera í „djöf- ulsins“ líki (klaufir og horn). Eng- Erling E. Halldórsson „Um annað það sem er rangt með farið í þess- ari stuttu umsögn, tjóir ekki að sakast enda trú- lega samkvæmt smekk bókmenntafræðings.“ in skepna upprétt hefur klaufir og horn nema djöfullinn og hans nót- ar. Því eru þetta ekki „tákn“, held- ur sannverulegir hlutir. Um annað það sem er rangt með farið í þessari stuttu umsögn, tjóir ekki að sakast enda trúlega samkvæmt smekk bókmennta- fræðings. En úr því farið er að telja upp gestina með nafni (og einkennum!), hvers vegna er þá þremur þeirra sleppt? Það er mér ráðgáta, því umsögnin ber með sér vöndugheit. Einn gestanna sem sleppt er í upptalningunni, Súsa, gegnir ólitlu hlutverki í leikritinu. En þannig er smekkurinn, hann velur sér það sem honum hæfir, og hefur aldrei rangt við. Með þökkum, og góðri kveðju. Höfundur er ríthöfundur. Goði Sveinsson væri fyrir hinn almenna skattborg- ara og greiðanda afnotagjalda RÚV að fá upplýsingar um úr hvaða sjóði sú upphæð er tekin. Hér verðum við almennir skatt- borgarar þó að taka tillit til stofnun- arinnar og átta okkur á því að mik- ill mismunur er á því hugarfari sem viðgengst annars vegar þegar menn hafa almannafé undir höndum þar sem aðhald er lítið sem ekkert og hins vegar þær kröfur sem gerðar eru til starfsmanna hjá einkafyrir- tækjum þar sem fylgt er fjárhags- áætlunum og leitast við að sýna hagnað af rekstri. En þetta er sú formúla sem flest einkafyrirtæki leitast við að fylgja, enda verða þau Steini kastað úr glerhúsi eftir Goða Sveinsson Útvarpsstjóri Ríkisútvarps, Markús Orn Antonsson, verst af mikilli vígfimi í grein í Morgunblað- inu 18. september sl., og það sem meira er að hann sækir í barátt- unni við hin illu öfl hins fijálsa markaðar sem hann á í samkeppni við á útvarps- og sjónvarpsmark- aðnum. Markús reytir svo af sér skraut- fjaðrirnar í þessari grein sinni, að eftir stendur berstrípaður sannleik- urinn sem enn á ný sannfærir lands- menn um þann hroka og yfirgang sem stofnunin telur sér skylt að framfylgja gagnvart keppinautum sínum, ekki síður en gagnvart hin- um almenna viðskiptavini stofnun- arjnnar þar sem honum er skammt- að það dagskrárefni sem stofnunin telur að almenningur eigi að sjá og heyra, og í framhaldi af því eru viðkomandi látnir gjalda fyrir því verði sem stofnunin telur að við- skiptavinir eigi að greiða fyrir þjón- ustuna. Af mörgu er að taka í ofan- greindum greinarstúfi, en m.a. full- yrðir útvai’psstjóri að undirritaður hafi bæði sem starfsmaður Stöðvar 2 og síðan fyrir Sýn hf. yfirboðið keppinautana í samkeppni um besta sjónvarpsefnið. Hér er Markús kom- inn út á hála braut, og. reyndar hálli en hann gerir sér grein fyrir. í fyrsta lagi hafa bæði Stöð 2 og Sýn ætíð greitt lægra verð eða sama og Ríkisútvarpið fyrir sjón- varpsefni, sem einuilgis byggist á þeirri reikningsaðferð að hjá þess- um stöðvum er gert ráð fyrir færri áhorfendum en hjá RÚV þar sem dreifikerfi _ ríkisrisans er muri víðtækara. í einstaka tilfellum hafa þó einkafyrirtæki neyðst til að greiða sama verð og RÚV í sam- keppninni. I öðru lagi gerir útvarpsstjóri sér ekki grein fyrir því að verð dag- skrárefnis fer að miklu leyti eftir fjölda sýningarrétta á viðkomandi efni, sem síðan er reiknað sem kostnaður við útsenda klukkustund. í þriðja lagi væri gaman að fá skýringar útvarpsstjóra á regluleg- „Hér verðum við al- mennir skattborgarar þó að taka tillit til stofn- unarinnar og átta okk- ur á því að mikill mis- munur er á því hugar- fari sem viðgengst ann- ars vegar þegar menn hafa almannafé undir höndum þar sem aðhald er lítið sem ekkert og hins vegar þær kröfur sem gerðar eru til starfsmanna hjá einka- fyrirtækjum þar sem fylgt er fljárhagsáætl- unum og leitast við að sýna hagnað af rekstri." um hækkunum á því verði sem inn- kaupa- og markaðsdeild ríkissjón- varpsins telur sér skylt að greiða erlendum rétthöfum. Þar á bæ er tahð eðlilegt að hækka verð með reglulegu millibili án þess að til komi nokkur beiðni um slíkt frá seljendum, umfram það sem menn reyna alltaf í viðskiptum, en það er að ná hæsta verði hveiju sinni. Til samanburðar má geta þess að í þeim margumtöluðu samning- um sem Sýn hf. gerði fyrr á þessu ári um dagskrárefni t.a.m. við Warner Bros. var samið um sjón- varpsefni á sama verði og Stöð 2 hefur greitt allar götur síðan 1987 sem í dag er 40% (fjörutíu prósent) undir því verði sem RÚV býður sínum viðskiptavinum fyrir sam- bærilegt efni, og reyndar að mati einhverra ekki sambærilegt. Náðist þessi árangur meðal ann- ars á þeirri forsendu að hækkun bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu hafi þessi ár verið milli fjöru- tíu og fimmtíu prósent, en flestallir samningar íslensku sjónvarpsstöðv- anna eru gerðir í bandaríkjadölum. Væri því ógerlegt að greiða aðrar hækkanir jafnframt þessari. Á sama tíma hélt RÚV upptekn- um hætti og hækkaði sitt verð reglulega. Má ætla að þessi yfirboð RÚV kosti stofnunina a.m.k. 10 milljónir króna aukalega á hveiju ári. Gaman AL HASKOLABIO Ii—ffl FRUMSYIMIR:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.