Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 nmmim hún? Frábær grein Kæri Velvakandi. Astæðan fyrir því að ég tek mér penna í hönd og skrifa þetta er að mig langar til að þakka Sverri Stormsker og Leifí Reynissyni fyrir hreint út sagt frábæra grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. september. Þetta er eitt það lang- besta sem ég hef séð í blaðinu hing- að til. Þeir tala sko fyrir hönd fjölda fólks. Ég ætla mér ekkert að fara að korn. Þrefalt húrrahróp fyrir Sverri fjalla um þessa grein, heldur skora Stormsker og Leifi Reynissyni! á alla landsmenn að lesa þetta gull- Hófdrykkjumaður Opið bréf til Arna Helgasonar eftir Sverri Stormskerog LeifReynisson Ámi niinn. Í gegnum tíðina höfum við fylgst af miklum áhuga með blaðagreinum þínum og ástundum ekki minni áhuga á þeim boðskap sem í þeim hefur komið fram. Kóróna þinna rit- verka verður þó að teljast Morgun- blaðsgrein þín. sem birtist þann 29. ágúst síðastliðinn. Greinin var að vísu orðfá og rvr f veraldlegum skiln- HÍÍMÍil Yilla Aríiisar Til Velvakanda. Fyrir nokkru var vikið að þeim kafla kirkjusögunnar sem fjallar um Aríus nokkurn, trúvilling sem uppi var á fyrstu öldinni eftir að kirkja Krists hafði náð fótfestu og söfnuðir hennar höfðu fengið náðarsamlegast leyfi yfirvalda til að starfa. Nokkuð var fjallað um Aríus þennan í grein sem birtist í Velvakanda fyrir nokkru en ekki útskýrt til fulls í hveiju villa hans var fólgin. Þar sem ég þekki dá- lítið til kirkjusögunnar á þessum tíma vil ég freista þess að gera nokkuð betur. Sumir hafa látið á sér skilja að skrif sem þessi séu lítt áhugaverð og vilja heldur dægurþrasið. Ég vil þá benda á að kristindómurinn er grundvöllur þjóðkirkjunnar og réttur skilningur hlýtur því að varða miklu. En nóg um það. Aríus, sem villan er kennd við, leit svo á að Kristur og Skaparinn séu ekki eitt. Hann taldi að Krist- ur væri hið sanna Logos, hið æðsta alls hins skapaða og hið fyrsta sem skapað var. En ef sonurinn var getinn af föðurnum þá hlaut það að hafa gerst í tímanum, og þá gat sonurinn ekki hafa verið til frá upphafi. Hann áleit að ef Krist- ur hefði verið skapaður þá hlyti það að hafa verið af einingu við guð. Heilagur andi var að hans skilningi getin af Logos og því fjarskyldari guði en Kristi. Aríus vildi ekki láta af þessum skilningi sínum þrátt fýrir skynsamleg rök og reyndar snerust ýmsir á sveif með honum. Það var páfanum í Róm að þakka að þessi villa var Til Velvakanda. Á laugardag 15.9. sl, var mér boðið í 70 ára afmæli Germaníu í Gamla bíói. Þar hlustaði ég m.a. á Gunnar Guðbjömsson, ungan ís- lenzkan tenór, syngja „Fuglinn í fjörunni" miklu betur en Kristján Jóhannsson hefur nokkru sinni gert og „Granada" miklu betur en José Carreras gerir. — Með allri virðingu fyrir stórsöngvurum á borð við Pav- arotti, Domingo og Carreras, þá endanlega fordæmd á kirkjuþingi og höfundur hennar, Aríus, rekinn í útlegð. Kenning Aríusar er langsótt og á það sammerkt með kenningum margra annarra sem reynt hafa að snúa út úr guðspjöllunum, en þeir em því miður margir og nú á tímum helst mönnum slíkt uppi átölulaust í skjóli ftjálslyndis. En gjörð þeirra er hin sama. J. Sigurðsson finnst mér einum og mikið af því góða að fá þá inn í stofu trekk í tekk með svo stuttu millibili. Sjón- varpinu væri nær að beina augum okkar að þeim íslenzku söngvurum, sem em að gera það virkilega gott erlendis um þessar mundir. Má þar t.d. nefna Þýzkaland, þar sem fyrr- nefndur Gunnar Guðbjömsson er á samningi í Kiel og Kristin Sig- mundsson í Wiesbaden. Félagi í Germaníu Islenskir söngvarar Víkverii skrifar Eftirfarandi bréf hefur borizt Víkveija: Heiðraði VíkveijH í skrifum þínum þann 13. sept- ember sl. víkur þú að skammarleg- um vinnubrögðum Landsbankans við birtingu áskorunarstefnu. Þar sem nokkrar rangfærslur koma fram i skrifum þínum, vil ég koma á framfæri eftirfarandi: Landsbankinn sér ekki um að birta áskorunarstefnur fyrir fólki. Það er í verkahring stefnuvotta (tveggja), sem til þess eru skipaðir af héraðsdómara í viðkomandi um- dæmi. Áskorunarstefnur eru að jafnaði sendar stefnuvottum 4-6 vikum áður en þingfesta á mál. Lágmarks stefnufrestur er þrír dagar fyrir þingfestingu. Vinnulag bankans miðar að því að stefna sé komin í hendur stefnda tímanlega fyrir þingfestingu, svo að hægt sé að koma í veg fyrir dómtöku, ef ein- hver úrræði eru fyrir hendi hjá skuldara og ábyrgðarmönnum. Stefnandi í skuldamáli verður að leggja traust sitt á stefnuvotta. Vottorð þeirra um að stefnan hafi verið afhent skuldara, eða einhveij- um'aðila sem er skyldur til að af- henda hana, er Iagt til grundvallar við uppkvaðningu dóms (áritunar á áskorunarstefnu). Það er þá dómari sem skoðar vottorð stefnuvottanna og metur það ekki gilt nema að það sé mjög skýrt að stefndi hafi feng- ið vitneskju um fyrirtekt málsins. Að lokum er rétt að geta þess, að það er borgaraleg skylda að af- henda eftirrit af stefnum og leggja sektir við ef af er brugðið. Sé þess ekki kostur, að afhenda skuldara stefnuna, þá skal afhenda þeim er líklegastur er að 'fá viðkomandi skuldara eftirrit nægilega tíman- lega. Telji Víkveiji ástæðu til að skamma Landsbankann aftur fyrir vinnubrögð sín, eru starfsmenn bankans fúsir til að leiðrétta og svara fyrir ætlaðar ávirðingar, áður en önnur hlið málsins er kynnt opin- beríega. Benedikt E. Guðbjartsson, lögfr. Landsbanka íslands. xxx Að mati Víkveija er það höfuðat- riði þessa máls, að 14 ára unglingi var afhent áskorunar- stefna þremur dögum fyrir þing- festingu án nokkurra skýringa. Samkvæmt bréfi Benedikts var það borgaraleg skylda unglingsins að koma endurritinu til skuldarans, sem staddur var á Spáni, að viðlögð- um sektum! Umrætt tilvik sýnir að þessi mál eru í ólestri og Lands- bankinn hlýtur að ræða það við við- komandi héraðsdómara, í þessu til- viki í Reykjavík, hvemig bæta megi úr. xxx Sjávarútvegssýningin í Laugar- dalshöll var formlega opnuð sl. mið- vikudag og lýkur sýning- unni á sunnudaginn. Ástæða er til þess að hvetja alla áhugamenn um sjávarútveg og atvinnumál til þess að skoða sýninguna. Víkveiji lofar því að menn verða mjög hissa á þeim gífurlegu framförum, sem orð- ið hafa í fiskvinnslu og útgerð á undanförnum árum. X X X á er lokið æsispennandi ís- landsmóti í knattspyrnu. Framarar urðu meistarar en naum- lega þó. Ekki er hægt annað en vorkenna KR-ingum. Þeir töpuðu bikarkeppninni á sjöundu víta- spyrnu eftir tvo úrslitaleiki og í deildarkeppninni tapa þeir á marka- mun eftir að hafa verið sjö mínútur frá sigri. Þetta hlýtur að vera heimsmet. En KR-ingar geta hugg- að sig við að lið þeirra er það bezta sem félagið hefur teflt fram um árabil og langri bið eftir titlum hlýt- ur að fara að ljúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.