Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 21 Viðræður EFTA og Evrópubandalagsins: EFTA-ríkin geta haft strangari reglur en EB Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á fundi yfirsamninganefnda Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Brussel í gær féllust samn- ingamenn EB á að EFTA- ríkin gætu haldið strangari reglum vegna heilbrigðiskrafna, um- hverfismála, og öryggis á vinnu- stöðum fyrir sig. Með þessu hef- ur fyrsta skarðið verið höggvið í fyrirvara EFTA-ríkjanna sem fram að þessu hafa tafið mjög samningaviðræðurnar um evr- ópska efnahagssvæðið, (EES). Samþykki EB þýðir í rauninni að íslendingar geta t.d. látið þær íslenskar reglur sem ganga lengra en reglur EB gilda um innlenda framleiðslu en óheimilt væri að beita þeim til að takmarka innflutn- ing frá einhverju EB-ríki. Haft er eftir háttsettum embættismanni í samningaviðræðunum að þessi eft- irgjöf EB hafi aðeins táknræna þýðingu og breyti þess vegna engu um niðurstöður viðræðnanna en geti vissulega liðkað viðræður næstu vikna. Samkvæmt óstaðfestum lista yfir fyrirvara EFTA-ríkjanna sem sænska dagblaðið Dagens Nyheter Franz Blankart, aðalsamninga- maður Sviss. birti í fýrradag styttist listinn a.m.k. tímabundið um tæpan helming við þessa eftirgjöf EB. Eftir standa fyrirvarar sem varða m.a. fjárfest- ingar útlendinga, vinnumarkaði, opinbera þjónustu og samgöngur auk átta annarra viðlíka umfangs- mikilla málaflokka. Franz Blankart, aðalsamninga- maður Sviss og talsmaður EFTA í samningunum þetta misseri, sagði á fundi með blaðamönnum í Bruss- el að EFTA-ríkin væru ekki tilbúin til að ræða einstaka fyrii-vara. Þá yrði að ræða í beinum tengslum við þau áhrif sem EFTA-ríkjunum væru ætluð á stjórn og ákvarðanir er snertu evrópska efnahagssvæðið. Heimildarmenn herma að EFTA-ríkin leggi áherslu á það á þessum fundi að fá af hálfu EB vilyrði fýrir aðild EFTA að starfs- nefndum framkvæmdastjórnarinn- ar sem, ákveða framkvæmd ein- stakra reglugerða s.s. gildissvið þeirra. í staðinn munu EFTA-ríkin tilbúin til að draga úr skýlausum kröfum um aðild að ákvörðunum EB auk þess að semja um lausn á þeim fyrirvörum sem standa samn- ingum fyrir þrifum. Fundi yfir- samninganefndanna lýkur í Brussel í dag, föstudag, en af íslands hálfu sitja fundinn sendiherrarnir Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og Kjartan Jóhannsson auk Gunnars Snorra Gunnarssonar, sendifulltrúa í sendiráði Islands í Brussel. Bandaríkin: Vaxtalækkun ekki yfirvofandi Washington. Reuter. ALAN Greenspan, bankastjóri bandariska seðlabankans, sagð- ist í gær áhyggjufullur um framtíð bandarískra efnahags- mála og vaxandi óvissu á þeim vettvangi vegna stríðsástandsins við Persaflóa. Gaf hann til kynna í fyrirspurnatíma á Bandaríkja- þingi að lækkun vaxta væri ekki yfirvofandi. Greenspan sagði að verðhækkun á olíu eftir innrás íraka í Kúvæt yki hættuna á kreppu í bandarísku efnahagslífi. Einnig hefði hún á svipstundu gert að engu vonir manna um að draga færi úr verð- bólgu. Greenspan sagðist ekki sjá bein merki þess að kreppu væri farið að Alan Greenspan. gæta í efnahagslífinu en sagðist jafnframt ekki geta útilokað kreppu. Stríðsástandið við Persa- flóa yki hættuna á kreppu stórum vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkti um framvindu þess. Sérfræðingar í efnahagsmálum töldu ummæli Greenspans þess eðlis að ekki væri að vænta vaxtalækkunar í bráð. Til þess að sporna við verðbólgu hefur seðlabankinn beitt aðhalds- stefnu til þess að koma í veg fyrir aukningu útlána. Talið hefur verið að slakað yrði á klónni til þess að hleypa auknum þrótti í efnahagslíf- ið. En meðan hætta er á aukinni verðbólgu og engin sýnileg merki samdráttar er að sjá segja sérfræð- ingar að vaxtalækkunar sé ekki að vænta. Bændur - jardeigendur! Óskum eftir að kaupa jörð í Árnes- eða Rangár- vallasýslu. Þarf ekki að vera vel hýst eða með miklu búmarki. Vinsamlega sendið upplýsingar á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „Jörð á Suðurlandi - 3200“ fyrir 1. október nk. UflPPPRyillA HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Á medan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR Opið 10 - 18 alla daga m\M A HEIMMLIKVARM ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs.. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.