Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Minna er betra eftirHelga Kristbjarnarson Það mun hafa verið Vilmundur Gylfason sem fyrstur íslenskra stjórnmálamanna benti á þá stað- reynd að ástæðan fyrir því að við ættum að forðast stóriðju er ekki sú að stóriðja valdi mengun, heldur hitt að stóriðja er fjárhagslega óhagkvæm. Við íslendingar erum minnt á þessa staðreynd reglulega þegar við greiðum rafmagnsreikn- ingana okkar, því að þrátt fyrir lágan framleiðslukostnað þurfum við að greiða hærra verð fyrir raf- orkuna en margar nágrannaþjóðir okkar. Það var reyndar hagfræð- ingurinn E.F. Schumacher sem fyrstur sýndi fram á að smáiðnaður hlyti alltaf að vera hagkvæmari en stóriðja og að hagnaður sem menn telja sig sjá af stóriðju er fenginn með bókhaldsaðferðum þar sem mörgum mikilvægum áhrifum stór- iðju á þjóðarbúið er sleppt. Algeng- asta villan sem menn gera er að leggja í áhættu án þess að hækka ávöxtunarkröfu þess fjármagns sem hætt er, menn dreifa ekki áhættu heldur Ieggja allt undir eins og við gerðum í fiskeldinu. Þegar vel gengur er talað um hagnað, en þegar illa gengur er talað um óhöpp sem ekki var hægt að sjá fyrir. Oft reikna menn ekki með breyt- ingum á viðhorfum fólks t.d. aukn- um kröfum um mengunarvarnir og andstöðu við einhæfa og heilsuspill- andi vinnu, þannig að kostnaður við mannlega þáttinn er vanmetinn. Loks vanmetá menn alltaf kostnað- inn við ójafnvægið og þensluna sem stóriðjan veldur. Reynsla okkar Sumir telja að til að tryggja eðli- lega viðskiptahætti ætti maður aldrei að hafa meira en 10% við- skipta sinna við einn og sama aðil- ann. Þessa reglu braut Landsvirkj- un illilega þegar samið var um orkusöluna til ísal á sínum tíma. Það kom líka fljótt á daginn að þetta fyrirtæki var allt of stórt fyrir íslenskt þjóðlíf. Magnús heit- inn Kjartansson þáverandi iðnaðar- ráðherra reyndi fyrstur manna að fá Isal til að koma upp fullnægj- andi mengunarvörnum en þetta reyndist ótrúlega erfitt. Jón Þórð- arson var fenginn til að hanna vot- hreinsibúnað fyrir álverið en það dró málið á langinn og smám sam- an kom í Ijós að ísal hafði ekki áhuga á að setja upp neinn vot- hreinsibúnað, heldur að þæfa málið þangað til þessi óþægilegi ráðherra var farinn frá völdum. Eftir daga Magnúsar var settur upp ódýr og gagnslítill þurrhreinsibúnaður og enn liggur gula skýið yfir álverinu. Sama gerðist þegar annar ráðherra hugðist koma lögum yfir ísal fyrir augljóst bókhaldsmisferli. Isal þæfði einfaldlega málið og smám saman kom í ljós að þetta fyrir- tæki var of stórt til að við gætum nokkuð við það ráðið. Við eigum svo mikið undir þeim að við höfum ekki efni á að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Athyglisvert er að bera ísal sam- an við Járnblendifélagið á Grund- artanga, en það rekur miklu minni verksmiðju sem hefur fallið mun betur að íslensku þjóðlífi. Meðan ísal hefur staðið í stöðugum erjum við starfsmenn sína heyrist nánast aldrei um vinnudeilur á Grundar- tanga. Og meðan álverið í Straums- vík er rekið með annars flokks hálfúreltum tæknibúnaði hafa Grundartangamenn haft metnað til að þróa nýjar aðferðir sem vekja athygli erlendis og tekið þátt í vöru- þróun með Sementsverksmiðjunni og fleirum. Minna er nefnilega betra. Samningarnir Iðnaðarráðherrann okkar hefur undanfarið staðið í samningum við Atlantal um að byggja hér svo stórt álver að ísal-álverið verður peð í samanburði við það. Það er þegar ljóst að þetta nýja álver kemur til með að hafa flesta ókosti ísal- álversins og marga nýja. Þegar menn standa í samninga- viðræðum gilda nokkrar grundvall- arreglur sem ekki má brjóta ef vel á að fara: I fyrsta lagi þarf maður sjálfur að ákveða um hvað maður semur, þ.e.a.s. hvað og hvar og hversu mikið maður vill selja. í öðru lagi má maður aldrei láta viðsemjandann setja sig í tíma- þröng. Það gildir eins og í skákinni að maður þarf að láta klukkuna ganga á andstæðinginn. I þriðja lagi þarf maður að hafa annan valkost ef samningar nást ekki, t.d. að hafa annan hugsanleg- an kaupanda að því sem maður vilþ selja. I öllum þessum atriðum hefur iðnaðarráðherra látið viðsemjand- ann snúa á sig eins og hreinn við- vaningur. Viðsemjandinn ákvað um hvað var samið, þ.e. 200-400 þúsund tonna álver sem hentar þeim en augljóslega ekki okkur. Miklu minna álver sem nýtti orku Blöndu- virkjunar væri að sjálfsögðu hent- ugra ef við mættum ráða. Staðsetn- ingunni ræður viðsemjandinn líka hvað sem við viljum. Viðræðurnar vorti varla byijaðar þegar farið var að tala um hvað við værum í mikilli tímaþröng. Tímaþröngin var ákveðin af við- semjandanum, hann vildi fá álver árið 1994, þannig að við höfum engan tíma til að ná hagstæðum samningum, við erum meira að eftir Gunnlaug Þórðarson Löggjafarstarf Alþingis hefur löngum verið undir nokkrum áhrif- um af noirænni löggjöf, einkum danskri. Ófá lagafrumvörp hafa verið þýðingar á dönskum lögum,. enda eru Danir góðir lagasmiðir. Á nokkrum sviðum hafa íslend- ingar þó verið brautryðjendur. í því efni má minnast þess að með lögum nr. 51/1928 var dauðarefsing af- numin að frumkvæði Sigurðar Egg- erz fyrrv. ráðherra. Voru íslending- ar fyrstir þjóða til þess sem hafa haldið þeirri löggjöf í gildi frá þeim tíma. Þá má minnast þess að á Alþingi komu fyrst fram raddir um kosningarétt til kvenna _ á seinni hluta síðustu aldar. Voru íslending- ar þjóða fremstir á því sviði. Sama er að segja um rétt óskilgetinna barna til erfða eftir föður. Árið 1934 samþykkti Alþingi lög um fóstureyðingar og tveimur árum síðar lög um vananir og afkynjanir. Vilmundur Jónsson, síðar landlækn- ir, var höfundur beggja frumvarp- anna. Var Alþingi fyrsta þjóðþingið í heiminum, sem leiddi slík ákvæði í lög. Eðlilegt hefði verið að við hefðum fylgt þeirri löggjöf eftir gagnvart kynferðisafbrotamönnum líkt og gert hefur verið á Norður- löndum og víðar og reynst vel. Um það efni hefur undirritaður flutt útvarpserindi. Nú er geldingu með lyfjum beitt gegn kynferðislegum síbrotamönnum meðal Ijölda þjóða og hefur gefist mjög vel. Sú með- ferð er miklu mannúðlegri og hefur ekki óafturkræfar afleiðingar. Breyta þyrfti lögum okkar í það horf svo taka megi á þéssum alvar- legu málum með meiri festu. Svona mætti benda á fleiri merk mál. Áður fyrr kvað mjög að læknum og lögfræðingum á Alþingi og settu þeir að verulegu leyti mót sitt á löggjafarstarfið. Tvímælalaust er hverri löggjafarstofnun mikilvægt segja byijuð að leggja hundruð milljóna í undirbúning Fljótsdals- virkjunar, þannig að við getum ekkert snúið við þegar þeir segja okkur að þeir vilji fá orkuna undir framleiðslukostnaði. Þriðja kórvilla iðnaðarráðherra er að hafa engan annan valkost. Viðsemjandi þykist hins vegar hafa annan valkost, nefnilega eitthvert geysigott tilboð frá Kanada sem þeir snúi sér strax að ef við erum með eitthvert múður. Við erum þannig alveg komin út í horn í þessum samningaviðræðum, enda engir aukvisar sem við er að eiga. Hvað kostar nýja álverið okkur? Ef við eigum að trúa á einhvern hagnað af þessu nýja álveri verðum við að gleyma öllum frádráttarlið- um. Álverið veldur ekki bara meng- un heldur líka byggðaröskun og nýrri verðbólguþenslu. Við þurfum líka að sætta okkur við stórfelldan innflutning erlendra verkamanna meðan á byggingunni stendur og bera ábyrgð á félagslegum þáttum þess atvinnuleysis sem síðan fylgir í kjöifarið þegar framkvæmdum lýkur. Auk þess verðum við að lána viðsemjandanum íjármuni í formi mikils afsláttar fyrstu 5-10 árin, sem við verðum að fjármagna með láni erlendis. Það sem er þó allra óhagstæðast er að við verðum að taka áhættu af því ef heimsverðið á áli verður lágt, því að orkuverð á að tengja álverði, en Fljótsdals- virkjun verður ekkert ódýrari þótt álverð í heiminum lækki. Við erum þannig með öðrum orðum að fjár- magna áhættu Atlantal án þess að að eiga „akademíkara" innan sinna vébanda. Illt er til þess að vita, að áhrif menntaðra manna fara þverrandi á Alþingi. Þess er og að geta að næst, er Alþingi kemur saman, mun enginn læknir eiga þar sæti og lög- fræðingum fer fækkandi. Er nú svo komið að í fyrsta sinn frá lýðveldis- stofnun er enginn lögfræðingur meðal ráðherra í ríkisstjórn og er það til baga. Einn ofstækisfullur ráðherra í þeirri ríkisstjórn telur það þó vera kost. Ráðherra þessi á þann hugsunarhátt með trúbræðrum sínum, sem voru á valdastóli austan tjalds allt til síðustu tíma, að fyr- irlíta lögfræðinga og eins dómstóla, en í kommúnistaríkjunum voru lög- fræðingar sú stétt sem helst var ofsótt. Ekki þarf að leita langt um það hve núverandi ríkisstjórn og Alþingi hafa verið mislagðar hendur í laga- smíð og samningagerð. BHMR- málið er nærtækasta dæmið um fráleita samningagerð, enda sam- þykktu ráðherrar kjarasamning án þess að gera sér grein fyrir efni hans. Brot á stjórnarskránni Dæmi um vanhugsaða iöggjöf er nýstaðfest lög um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 75/1990). Þar er valdið tii þess að velja sér eigin stjóm að verulegu leyti tekið af rekstraraðilum einka- sjúkrahúsa og sjálfseignarstofnun- um eins ogtil dæmis elliheimilum. Slíkt ákvæði stríðir gegn 67. gr. og 73. gr. stjórnarskrárinnar og fengi ekki staðist fyrir mannrétt- indadómstóli Evrópu. Sennilega er hér einungis um vanþekkingu að ræða, en ekki óskiljanlega íhlutun á félagsmálasviðinu, enda munu hlutaðeigandi embættismenn hafa talið óráðlegt að framfylgja nefndu ákvæði. Annað dæmi um varhugaverða löggjöf er að finna í nýjum þjóð- minjalögum nr. 88/1989, þar $em segir í 2. og 3. gr. laganna, að sami Helgi Kristbjarnarson „Það væri hins vegar skynsamlegra að stuðla að gerð minni iðjuvera í Eyjafirði og á Reyðar- firði og víðar, sem byggð yrðu eitt í senn á næstu 10-15 árum.“ hækka okkar ávöxtunarkröfu, orkuverðið greiðir aðeins fram- leiðslukostnað ef allt fer vel. Varð- andi mengun og byggðaröskun hefur viðsemjandinn gert það ljóst að ef við viljum ekki menga landið og viljum öflugan hreinsibúnað eða viljum hafa álverið úti á landi, þá verðum við að greiða þann kostnað sjálf. Það verður því aðeins með barnalegri bjartsýni og óraunsæi Gunnlaugur Þórðarson „Eftirtektarvert er að í þingmannahópi Kvennalistans er eng- inn lögfræðingur. Fæstum hefur samt þótt ástæða til að amast við þessum fáránlegu samtökum, en þau eru hvorki í takt við tímann né hafa þau reynst duga í svokallaðri bar- áttu sinni.“ maður skuli sitja bæði í þjóðminja- ráði og fornleifanefnd, en í því felst að sami maður eigi úrskurðarvald um eigin ákvarðanir á æðra stigi. Slík löggjöf er fráleit og var næst- um búin að hafa mjög svo alvarleg- ar afleiðingar, svo sem kunnugt er. sem við getum reiknað okkur gróða af þessum viðskiptum. Minna er betra Það er ékki óeðlilegt að iðnaðar- ráðherra reyni að selja orku til stór- iðju vegna þess hve mikla umfram- orku við sitjum nú uppi með frá Blönduvirkjun, Nesjavallavirkjun, Áburðarverksmiðjunni, þegar henni verður lokað, og með frekari virkjunum í Þjórsá. Það væri hins vegar skynsamlegra að stuðla að gerð minni iðjuvera í Eyjafirði og á Reyðarfirði og víðar, sem byggð yrðu eitt í senn á næstu 10-15 árum, og skipuleggja virkjanir í takt við slíka uppbyggingu. Þá þyrftum við ekki að kvíða því ójafn- vægi sem Atlantalæðinu fylgir og þá yrði hægt að ná þjóðarsátt um þessar framkvæmdir, óiíkt því sem verður ef nú verður reist risaálver á Keilisnesi og síðan leyfð helm- ingsstækkun þess á sama stað. Einhver þessara iðjuvera mættu framleiða annað en ál, það getur ekki verið gott að vera svo háður markaðsverði einnar málmtegund- ar sem við erum að verða. Vel kæmi til greina að semja við fyrir- tækin í Atlantalhópnum hvert fyrir sig ef menn væru ekki blindaðir af hugmyndinni um þetta risaálver. Það er ástæða til að ætla að a.m.k. Gránges og Alumax væru tilbúin í slíkar viðræður. Það er augljóslega ekki í okkar þágu að öli fyrirtækin semji við okkur sem einn hópur. Lokaorð Það verður ekki lagt þeim mönn- um til lasts sem eru að baksa við þessa samningagerð við Atlantai, þeir gera þetta í góðri trú, en það er kaidhæðni örlaganna að nú skuli pólitískur arftaki Vilmundar vera orðinn sérstakur aðstoðarmaður iðnaðarráðherra við þessa samn- ingagerð. En það er alveg sama Þá má enn fremur benda á lög- gjöf um afturvirkni í skattalöggjöf. Það er ótrúlegt hvað ríkisstjórnum hefur haldist uppi að setja slík skattalög. Má þar minnast stór- eignaskattslaganna gömlu, sem telja má ósennilegt að hefðu staðist fyrir mannréttindadómstólnum. Það er aldalöng grundvallarregla eða hefð meðal allra lýðfijálsra ríkja, að lög skuli ekki vera aftur- virk. Svo sjálfsögð hafa þau ákvæði þótt að fæstum löggjafarstofnunum hefur þótt nauðsyn bera til að lög- binda þau í stjórnarskrá. Þó má þess geta, að í stjórnarskrá Noregs er ákvæði um að lög megi ekki vera afturvirk. Sérstæðasta dæmi um brot á anda stjórnarskrárinnar er að innan Alþingis starfi flokkur, sem hefur mismunun kynjanna sem inntak stefnuskrár sinnar. Minnir þing- flokkur þessi að því leyti á það, sem nú er verið að færa til betri vegar í Suður-Afríku. Hér er átt við hinn svokallaða Kvennalista. Eflaust yrði rekið upp mikið ramakvein, ef ein- hveijir karlar tækju sig til og stofn- uðu lista í líkingu við Kvennalist- ann. Eftirtektarvert er að í þing- mannahópi Kvennalistans er enginn lögfræðingur. Fæstum hefur samt þótt ástæða til að amast við þessum fáránlegu samtökum, en þau eru hvorki í takt við tímann né hafa þau reynst duga í svokallaðri bar- áttu sinni. Enda eru dagar Kvenna- listans að flestra áiiti taldir. I ætt við vanhugsaða löggjöf er hugmynd núverandi forseta Alþing- is um að breyta útliti Alþingishúss- ins, sem nýtur sérstakrar verndar í efsta flokki samkvæmt húsfriðun- arlögum. Gefur þessi hugmynd þingforsetanna til kynna hversu litla virðingu þeir bera fyrir sög- unni og jaðrar við auglýsinga- mennsku eða hégómahátt. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hrakandi löggjafarstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.