Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Tónlistarfélag Akureyrar: Emil og Þórarinn leika á fyrstu tónleikunum FYRSTU tónleikarnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar verða haldnir á sal Tónlistarskóla Akureyrar á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 17. Fram koma á tónleikunum þeir Emil Friðfinnsson og Þórarinn Stefánsson. Vetrarstarf félagsins er þar með hafið, en alls verða haldnir fimm tónleikar í vetur. Þeir Emil og Þórarinn stunduðu báðir nám við Tónlistarskólann á Akureyri og luku stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Ak- ureyri á árunum 1984 og ’85. Þá héldu þeir suður til náms við Tón- listaskóla Reykjavíkur þar sem þeir luku einleikaraprófi árið 1987. Þeir stunda nú framhaldsnám í Þýska- landi, Emil við Tónlistarháskólann í Essen hjá prof. Hermann Baumann og Þórarinn í Hannover hjá prof. Landsfundur Bókavarðafé- lagsins á KEA Eriku Hasse. Emil hefur starfað sem hornleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands í eitt ár og Þórarinn hefur víða komið fram sem einleikari og meðleikari og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Næstu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar verða í október þegar franski orgelleikarinn Louis Thiry leikur í Akureyrarkirkju, Arnaldur Arnarson gítarleikari kemur fram á þriðju tónleikum félagsins í janúar og í mars Jónas Ingimundarson píanóleikari, en síðustu tónleikar félagsins á komandi starfsári verða ljóðatónleikar Margrétar Bóasdótt- ur sópran og Kristins Arnar Krist- inssonar píanóleikara, sem haidnir verða í tengslum við kirkjulistaviku í apríl. + * A vélsleða yfir Eyjafjarðará Vélsleðakapparnir Vilhelm Vilhelmsson og Arnar Valsteinsson fóru létt með að sigla vélsleða yfir Eyja- Ijarðará, milli þess sem þeir kepptu í sandspyrnu skammt frá Akureyri. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni sem fór fram á sunnudaginn.Ólafur Pétursson vann tvo flokka á sérsmíðaðri spyrnugrind, Helgi Schiöth í jeppaflokki, Sigurður Ólafsson í flokki standardjeppa og Jón Björn Björnsson vann flokk mótor- hjóla. Vélsleðamennirnir Vilelm og Arnar bíða óþreyjufullir eftir snjókomu og nota á meðan vatnsfleti og sanda til að halda sér í æfingu, eins og sjá mátti um helgina. Meðfylgjandi mynd tók Gunnlaugur Rögn- valdsson af vélsleðaköppunum Vilhelm Vilhelssyni og Arnari Valsteinssyni. Tilboð Gunnars Þórs Magnússonar í Hraðfrystihús Ólaísfjarðar: Hluta fj ár sj ó ður hafnar tilboðinu og bæjarsjóður einnig að svo stöddu BÆJARSJÓÐUR ÓlafsQarðar hafnar að svo stöddu tilboði Gunnars Þórs Magnússonar í hlutabréf Hraðfrystihúss Ólafsíjarðar, en Gunn- ar Þór bauð í hlutabréfín fyrir hönd útgerðarfélaganna Stíganda og Sædísar. Hlutafjársjóöur sem á meirihluta hlutabréfanna hafnar tilboðinu einnig, en yfirlýsingar þar um voru lesnar upp á hluthafa- fundi sem haldinn var í fyrrakvöld. Forseli bæjarstjórnar Ólafsíjarö- ar segir að verið sé að taka á máluin HÓ í tíma, fyrirtækið stefni í þrot innan nokkurra ára verði ekki eitthvað gert, en helsti vandi þess sé að veiðiheimildir togarans Ólafs-Bekks ÖF séu ekki nægileg- ar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur lýst áhuga sínum á fyrirtækinu og er líklegt að stjórn HÓ ræði við fulltrúa KEA í næstu viku. TÍUNDI landsfundur Bókavarða- félags Islands verður haldinn á Hótel KEA um helgina, en lands- fundir eru haldnir annað hvert ár. Megintilgangur fundanna er að bókaverðir hvaðanæva af landinu hittist og beri saman bæk- ur sínar um það sem efst er á baugi í málefnum bókavarða hverju sinni. Fundurinn verður settur á morg- un, laugardag, og verður m.a. fjallað um skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um stefnu- mörkun í bókasafna- og upplýsinga- málum á íslandi. Gerð verður grein fyrir efni skýrslunnar og munu full- trúar bókasafna ijalia um hana og benda á það sem betur mætti fara. á fundinum mun Ágústína Ingv- arsdóttir framkvæmdastjóri Stjórn- sýslufræðslu ríkisins fjalla um ai- mannatengsl, mannleg samskipti og sjálfsvirðingu. Halldór Árnason for- maður Gæðastjórnunarfélags íslands heldur fyrirlestur um gæðastjórnun með megináherslu á gæði opinberrar þjónustu og þá mun Þórir Ragnars- son bókavörður á Háskólabókasafni kynna tölvuvæðingu Þjóðarbókhlöð- unnar og hagnýtt gildi hennar fyrir bókasöfn landsins. Fréttatilkynning Jón Þórðarson formaður stjórnar Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, en hánn situr í stjórninni fyrir hönd Hlutafjársjóðs, sagði að á fundinum hefðu verið lesnar upp yfirlýsingar annars vegar frá Hlutafjársjóði þar sem fram kemur að sjóðurinn hafn- aði tilboði Gunnars Þórs Magnús- sonar og hins vegar frá bæjarsjóði Ólafsfjarðar sem einnig hafnar til- boði hans að svo stöddu, eins og það er orðað. Fyrir liggur ósk Kaup- félag Eyfirðinga um viðræður við stjórn félagsins með það í huga að gera tilboð í hlutabréfin. „Við svör- um öllum fyrirspurnum sem til okk- ar berast og ég reikna með að við munum ræða við fulltrúa KEA í næstu viku,“ sagði Jón. Hann sagði að Hlutafjársjóður vildi gjarnan selja hlutabréf sín í fyrirtækinu, en sjóðudnn á 49% hlutafjár í félaginu. Lögum sam- Hrakið hey átúnum SEINNI sláttur einhverra bænda í Eyíjafirði er enn úti og er hey því orðið mjög hrakið og fóður- gildi því lítið. Á Norðurlandi hefur snjóað síðustu þrjá daga þannig að ekki er útlit fyrir að heyið verði hirt. Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðar sagði að á einstöku stað í Eyjafirði lægi hey enn úti á túnum og væri það í ýmsu ásigkomulagi. Hey skemmd- ist ekki mikið þó svo kalt væri í veðri, en mikið af heyinu væri búið að velkjast lengi og því væri um lélegt fóður að ræða. „I mörgum tilfellum er þarna á ferðinni aukaheyskapur, sem menn jafnvel allt að því neyddust út í þar sem sprettan var svo mikil. Strangt tekið þurfa bændur ekki á þessu að halda, heyforðinn er orðinn næg- ur, en sjálfsagt hafa menn ætlað að eiga það til góða,“ sagði Ólafur. kvæmt er sjóðnum skylt að selja hlut sinn í fyrirtækinu innan fjög- ura ára frá því hann kemur inn í það, en enn eru um þijú ár til loka þess tímabils. Óskar Þór Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Olafsfjarðar sagði að stefnt væri að viðræðum við þá aðila sem áhuga hefðu á kaupum fyrirtækisins, en ákveðið hefði verið að bæjarsjóður myndi hafna tilboði Gunnars Þórs að svo stöddu. „Það þýðir að hann er ekki út úr mynd- inni, í þessari ákvörðun, að hafna tilboðinu að svo stöddu felst að málið en enn opið,“ sagði Óskar Þór „Við viljum leita þeirra leiða sem færar eru svo fyrirtækið geti áfram verið sú kjölfesta í atvinnulífinu sem það hefur verið og að öll sú starf- semi sem þar hefur farið fram verði áfram hér í bænum undir forystu heimamanna. Það getur falið í sér sölu, að sterkir aðilar komi inn í fyrirtækið eða með hlutafjáraukn- ingu, við höfnum engum leiðum fyrirfram." Óskar Þór sagði vanda fyrirtæk- isins liggja í því að nægar veiði- heimildir skorti. Því væri m.a. verið að leita eftir aðilum sem ættu kvóta. „Fyrirtækið er alls ekki kom- ið í þrot, en það stefnir í það innan nokkurra ára og þess vegna erum við að taka á málunum núna, en Mývatnssveit: Hætt er við, ef fresta þarf göngum um fleiri daga, að það gæti komið til með að hafa áhrif á slátrun. Að undanförnu hefur verið hvöss norðanátt hér í Mývatnssveit og gengið á með dimmum éljum. Komin er nokkur snjór í byggð og vafalaust meiri til fjalla. Hætt er ekki þegar í óefni er komið," sagði Óskar Þór. Tilboð Gunnars Þórs Magnússon- ar hljóðaði upp á 50 milljóna króna staðgreiðslu fyrir hlutabréfin, auk yfirtöku áhvílandi skulda, sem eru um 500 milljónir króna. Mj ólkur fræðingar: Námskeið um ostagerð Ostar og ostagerð er heiti á nám- skeiði sem Mjólkurfræðingafélag íslands heldur í Alþýðuhúsinu á Akureyri, en það hófst í morgun, föstudag. Á námskeiðinu munu tveir fyrir- lesarar frá Danska mjólkurskólan- um í Óðinsvéum fjalla um osta og ostagerð. Þetta er í annað sinn sem mjólkurfræðingar hittast á sameig- inlegu námskeiði, en í fyrra var það haldið í Reykjavík. Á námskeiðinu nú verður farið í það helsta og nýj- asta sem á döfinni er varðandi osta- gerð. Námskeiðið hófst í morgun, föstudag, og því lýkur á laugardag. Um 50-60 mjólkurfræðingar sækja námskeiðið. við ef heldur áfram að snjóa að erfitt geti reynst að smala og reka féð heim úr afréttinni. Margt fé hefur komið af fjöllum undanfarna daga og var því víða smalað saman í gær. Talið er að færð sé nokkuð góð á vegum, þó er mikil hálka og betra að aka gætilega. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Sólbakur kemur úr fyrstu veiðiferðinni fyrir ÚA Sólbakur EA-307, áður Aðaivík KE, kom úr fyrstu veiðiferðinni fyr- ir Útgerðarfélag Akureyringa síðastliðinn miðvikudag. Sólbakur var með 134 tonn af heilfrystum karfa og frystum flökum og er verðmæ- tið áætlað um 21 milljón króna, að sögn Einars Óskarssonar hjá ÚA. Skipið hélt til veiða 1. september síðastliðinn og var því úti í 19 daga. Landað verður úr skipinu í dag, en áætlað er að það fari út aftur á sunnudagskvöld. Göngura frestað vegna snjóa og slæms veðurútlits Mývatnssveit. FYRSTU göngnr sem heQast áttu fímmtudaginn 20. september á Austurafrétt Mývetninga var í gær frestað vegna snjóa og slæms veðurútlits. Áætlað var að rétta í Reykjahlíðarrétt laugardaginn 22. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.