Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG HÓLM ÓLAFSDÓTTIR, Furugerði 1, andaðist að kvöldi þriðjudagsins 18. september í Borgarspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Hólm. t Bróðir okkar, AÐALSTEINN GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON, Vatnsstíg 11, Reykjavík, áður Lindargötu 24, andaðist í Borgarspítalanum 19. september. Steingrímur H. Steingrimsson og systur hins látna. t Faðir okkar, INGIMAR RAGNAR SVEINSSON Rofabæ 45, lést 19. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Álfhildur Ingimarsdóttir, Guðmundur Ingimarsson. t Bróðir minn, JÓNATAN JÓNSSON, ættaður frá Þangskála á Skaga, lést í Landspítalanum 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ástriður Jónsdóttir og fjölskylda. Elskulegur sonur okkar, MATTHÍAS SKJALDARSON, Skriðustekk 7, er látinn. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorgrimsson. t Móðurbróðir minn, ÞORVARÐUR ÞORSTEINSSON frá Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal, S Grettisgötu 57, Reykjavík, lést að morgni dags 19. september. Fyrir hönd systur hins látna og anngrra aðstandenda, Hilmar Ingimundarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR HLÍÐBERG fyrrv. flugstjóri, Álfhólsvegi 31, Kópavogi, lést 19. september sl. Unnur Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNUR HERMANNSSON, Vesturbergi 12, Reykjavík, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 20. september. Ágúst Finnsson, Einar Finnsson, Ásdís Finnsdóttir, Gunnar Finnsson, Bjarghildur Finnsdóttir, Svandís Eyjólfsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Kjartan Hjartarson, Helga Bjarnadóttir, Skúli Bjarnason og barnabörn. Kristinn Friðriks- son - Kveðjuorð Fæddur 14. febrúar 1922 Dáinn 31. ágúst 1990 Hann hafði slitið á sér hásin, þegar ég hitti hann fyrst fyrir tæp- um tveimur áratugum. Hásinarslit eru önug meiðsli, eins og þeir þekkja sem fyrir þeim verða. Fótur- inn var skorðaður í gifs líkt og konufótur hælaháum skóm og það er sárt að teygja á viðgerðu hásin- inni svo hún nái réttri lengd á ný. Sumir eru frá í marga mánuði. Hann var nýsloppinn út af Stykkis- hólmsspítala, enda til lítils að dvelja þar, því það voru verk að vinna. í frystihúsum er mikill vatnsgangur og ekki auðvelt fyrir frystihússtjór- ann, sem kunni betur við sig með hendurnar á afurðunum en skrif- borðum og stólum, að halda gifsinu þurru, þrátt fyrir oft og tíðum meiri plastiufsur um fótinn en góðu hófi gegndi. Einhveijir höfðu orð á því, að karlinn væri kolvitlaus. Ég hafði hugmynd um, að slitin hásin væri ekki hið versta, sem hendir menn, en mér fannst samt eitthvað heil- næmt við að kæra sig kollóttan um að gróa sára sinna, svo að hægt væri að koma frá dagsverki. Auk þess væri lífið létt, sagði hann, ef engar kvalir væru verri en hans. Upp frá þessu bárum við litla virð- ingu fyrir þeim, sem þótti vont að stíga í löppina eftir hásinarslit. Margir Islendingar státa af mik- illi vinnu, en engan hef ég hitt um ævina eins gegnsýrðan gijótpál og Kristin Friðriksson, sem dó í Stykk- ishólmi 31. ágúst síðastliðinn. Vinnusemi var lífsins mesta dyggð í huga Kidda. Hann hafði megnan ímugust á hvers kyns leikaraskap, eins og hann kallaði það, og var stoltur af að hafa neitað Sigurði Ágústssyni, vinnuveitanda sí'num og alþingismanni á sínum tíma, um að spila brids við fyrirmenn Stykkis- hólms, þegar húsið var fullt af fiski. Nánast allir mannlegir brestir voru fyrirgefanlegir, ef eljusemin var fyrir hendi. Meir að segja var ónefndum fyrirgefið að „þekkja ekki aftur og fram á fiski fyrst hann vann eins og maður“. Kiddi átti þegar langan vinnudag að baki í þjónustu alþingismanns- ins, þegar ég flutti til Stykkishólms og hóf störf hjá Sigurði Ágústssyni hf. Ég var svo lánsamur að eiga samstarf við Kidda og hafa af hon- um félagsskap í rúman áratug. Sú tíð var mikið breytingaskeið í sögu þess fyrirtækis og gatan stundum ógreið. Reyndist oft erfitt að fá hann til liðs við suma vitleysuna, sem hann nefndi svo, enda Kiddi með allra íhaldssömustu mönnum. Varð stundum að beita hann öllum tiltækum sannfæringarmætti og dugði oft ekki til. Hann var þó aldr- ei dragbítur, því hann bar hag fyrir- tækisins fyrir bijósti og var áfram um, að þar skilaði sér arður. Helst skellti hann hurðum, þegar honum þótti hugmyndafræðingarnir úr tengslum við blákaldan raunveru- leikann úti á gólfunum í vinnsl- unni, þar sem grámygla hversdags- leikans ræður, nokkuð sem oft vill gleymast í hita hugmyndanna hjá stjórum fyrirtækja. Við deildum oft hart og einlægt um einstök mál og mér fannst karlinn stundum fjári þver. En hjá honum lærðist mér að meta, hversu mikilvægt er að gleyma ekki smáatriðunum, hinu leiðinlega og tímafreka, þegar kall- að er á stórar sem smáar breyting- ar á rekstri fyrirtækja. Þrátt fyrir svartnættistal á t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi INGIMUNDUR GÍSLASON, Hnappavöllum, verður jarðsunginn frá Hofskirkju laugardaginn 22. sept. kl. 14.00. Guðrún Bergsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Austurbergi 36, andaðist aðfaranótt 20. september í Landakotsspítala. Sigríður Ólafsdóttir Candi, Hanna Ólafsdóttir Jörgensen, Ólafur Ólafsson, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR LÚÐVÍKSSON, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 22. septem- ber kl. 14.00. Serena Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURJÓN KRISTJÁNSSON, Forsæti, verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 22. sept- ember kl. 14.00. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna. Synir og tengdadætur. stundum og endalausar áhyggjur af hag lands og þjóðar, þá var Kiddi með alskemmtilegustu mönnum. Hann átti gjarnan erfitt með að koma fýrir sig orði en var þó alla- jafna hnyttinn í tilsvörum og féll oft í þann tryllta sögutrans, sem er svo ríkur þáttur í tilverunni við Breiðafjörð. Hann var afspyrnu næmur fyrir mönnum og málefnum, sérstaklega hinu skringilega í fari fólks, ekki síst sínu eigin. En þó flugbeitt háðið og sprellið hlífði engum, þá stóð Kiddi ævinlega vörð um lítilmagnann, hvort sem voru börn eða fullorðnir, því hann hafði betra hjartalag en lýst verður með orðum. Hann lét engan ósnortinn, sem varð honum samferða. Með Kristni Friðrikssyni fellur í valinn þriðji af mætUstu samstarfs- mönnum mínum í Hólminum. Hinir tveir, Einar Magnússon og Hildi- mundur Gestsson, voru einnig kall- aðir brott ótímabært úr hinum jarð- neska heimi fyrir örfáum árum. Mér er ómögulegt að minnast þessa þrístirnis með mærð, því enginn þeirra átti skap til þess. Þeir voru hversdagshetjur, sem með raunsæi og góðu jarðsambandi gegndu lykil- hlutverki í að skapa Sigurði Ágústs- syni hf yfirburða samkeppnisstöðu, nefnilega að þar er hægt að fram- leiða hörpufísk með minni tilkostn- aði en annars staðar í heiminum. Þeir voru allir þrír miklir fyrir- tækismenn, samviskusamir með afbrigðum, báru gott skynbragð á mikilvægi öflugs atvinnurekstrap fyrir lítið samfélag. Sú vitund var einkar sterk með Kristni, sem missti aldrei sjónar á því, að hann svitnaðdi ekki einung- is fyrir vinnuveitendur sína, heldur líka fyrir einstaklinga og fjölskyld- ur, sem hafa beina eða óbeina af- komu af starfseminni. Þetta gildis- mat hafði djúp áhrif á okkur sam- starfsmenn hans og var leiðarljósið í forystuhlutverkinu, sem hann gegndi. Samband mitt við Kristin var minna en ég hefði kosið hin síðustu ár vegna búsetu minnar erlendis. Þó tjáir mig ekki að gráta það, en óneitanlega er Hólmurinn tómlegri en fyrr, ekki síst fyrir þau, sem eiga um sárt að binda. Þeirra er missirinn mestur. En eftir lifir minningin um traustan og heil- steyptan mann, minning, sem mér mun þykja vænt um og bera virð- ingu fyrir um ókomin ár. Magnús Þrándur Þórðarson, Claremont í Kaliforníu. Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.