Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 214. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Saddam íraksforseti; írakar bún- ir undir lang- varandi átök Nikósíu. Reuter SADDAM Hussein, forseti íraks, lýsti yfír því í blaðaviðtali, sem birtist í gær að Irakar væru bún- ir undir langvarandi átök við Bandaríkjamenn blossaði upp styrjöld við Persaflóa. í gær- kvöldi birti íraska byltingarráðið síðan sérstaka yfirlýsingu þar sem sagði að ekki kæmi til greina að kalla herliðið heim frá Kuvæt og boðað var heilagt stríð til að frelsa Jerúsalem og aðra helga staði múslima Saddam forseti sagði í viðtali, sem tekið var í Bagdad, höfuðborg íraks, að her_ landsins hefði í átta ár barist við írani. „Ef þörf krefur munum við beijast í þijú, fjögur, fimm eða sex ár til viðbótar,“ sagði forsetinn. í gærkvöldi birtu írösk stjórnvöld sérstaka yfirlýsingu þess efnis að ekki kæmi til greina að kalla herliði heim frá Kúvæt og upplýsingaráðherra stjórnar Sadd- ams lét þess getið í samtali við blaðamenn í gær að írakar myndu uppræta allar olíulindir í löndunum við Persaflóa brytust út átök. Þá skýrðu stjórnvöld í írak frá því að ávarp Saddams til bandarísku þjóð- arinnar hefði verið tekið upp á myndband og hefðu bandarískar sjónvarpsstöðvar verið beðnar um að sýna það. Fulltrúi Bandaríkja- stjórnar sagði hins vegar í gær- kvöldi að Irakar yrðu sjálfir að koma boðskap forsetans á fram- færi. Evrópskt efnahagssvæði: Tilslakanir af hálfu EB Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Evrópubanda- lagsins (EB) hafa fallist á að aðildarríki Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) geti við- haldið strangari reglum á til- teknum sviðum, verði komið á samevrópsku efnahagssvæði, sem nefnt er EES. Þessi niðurstaða varð ljós í gær er yfirsamninganefndir bandalag- anna tveggja komu saman til fundar í Brussel. Þessi tilslökun Evrópubandalagsins varðar reglur vegna heilbrigðiskrafna, umhverf- ismála og öryggis á vinnustöðum og munu EFTA-ríkin geta viðhald- ið strangari reglum innan EES, æski þau þess. Sjá „EFTA-ríkin geta . . .“ á bls. 21. Þing Rússlands hvetur til afsagnar Sovétstj órnarinnar: Mynduð verði ný ríkisstjóm er njóti trausts almennings Bush Bandaríkjaforseti sagði á miðvikudagskvöld að Bandaríkja- menn myndu hvergi hvika frá kröf- um sínum í Persaflóadeilunni og ítrekaði að hernaðaraðgerðir væru hugsanlegar. „Við erum tilbúnir til að grípa til frekari aðgerða skili refsiaðgerðir og viðleitni til að leysa deiluna eftir pólitískum leiðum ekki árangri," sagði Bandaríkjaforseti. í gær hófu Bandaríkjamenn að flytja þýska skriðdreka til Saudi-Arabíu sem hafa að geyma sérútbúnað til að veijast eiturefnaárásum. Líklegt að Æðsta ráðið samþykki áætlun um einkavæðingu og markaðsbúskap Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. ÞING Rússlands, stærsta lýð- veldis Sovétríkjanna, hvatti Nikolaj Ryzhkov forsætisráð- herra og ríkissijórn hans í gær til að segja af sér. Ryzhkov, sem lagst hefur gegn áætlun um róttækar breytingar á hag- kerfí Sovétríkjanna, hefur að undanförnu sætt óvenju harðvítugri gagnrýni og þykir staða hans mjög veik. Búist er við að Æðsta ráð Sovétríkj- anna leggi í dag, fóstudag, blessun sína yfir áætlun er kveður á um markaðsbúskap, einkavæðingu og afnám mið- stýringar- og tilskipanakerfis Sovét-kommúnismans en sjálf- ur hefur forsætisráðherrann látið að því liggja að hann muni segja af sér. Tillagan um afsögn Sovétstjórn- arinnar var samþykkt með 164 at- kvæðum gegn 16, en í áskoruninni segir að stjórn Ryzhkovs beri að víkja fyrir nýrri ríkisstjórn er njóti trausts og stuðnings almennings. Á miðvikudag samþykkti þingheimur í Rússlandi sérstaka yfirlýsingu þar sem skorað var á Ryzhkov að láta af störfum en Borís Jeltsín, forseti Rússlands og þekktasti leiðtogi sov- éskra umbótasinna, hefur þráfald- lega hvatt forsætisráðherrann til Suður-Afríka: Hafnar friðarviðræð- ur ANC og Inkatha Jóhannesarborg. Ileuter, dpa, The Daily Telegraph. SKÝRT var frá því í Jóhannesarborg í gær að fulltrúar stríðandi fylkinga blökkumanna, Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Inkatha- hreyfingarinnar, hefðu komið saman til fundar til að ræða hvern- ig binda mætti enda á átökin. Sögðu fjölmiðlar í Suður-Afríku að fund þennan mætti með réttu segja sögulegan og vísuðu til þess að svo háttsettir fulltrúar hrey finganna hefðu ekki ræðst við í 11. ár. í sameiginlegri yfirlýsingu sem birt var í gær sagði að ágreiningur hreyfinganna tveggja og ofbeldis- verk blökkumanna hefðu verið til umræðu og hefðu náðst sættir um að halda viðræðunum áfram í næstu viku. Á undanförnum sex vikum hafa ekki færri en 760 menn fallið í átökum fylkinganna tveggja, sem báðar freista þess að treysta stöðu sína á pólitíska svið- inu. Raunar þykir nú fullsannað að hvítir öfgamenn hafi ýmist framið eða skipulagt nokkur þess- ara voðaverka til að spilla fyrir friðarviðræðum blökkumanna og stjórnvalda. Sagði talsmaður lög- regluyfirvalda í gær að leitað væri bæði hvítra og blakkra ofbeldis- manna. Reuter Vopnaðir lögreglumenn í eftir- litsferð í einu úthverfa Jóhannes- arborgar. Fundur fulltrúanna þykir til marks um umtalsverðar tilslakanir af hálfu ANC. Nelson Mandela, þekktasti leiðtogi þjóðarráðsins, hefur fram til þessa neitað að eiga viðræður við Mangosuthu Buth- elezi, leiðtoga Inkatha, en í gær- kvöldi var skýrt frá því að Buth- elezi myndi eiga viðræður við full- trúa ANC. F. W. de Klerk, forseti S-Afríku, skýrði frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að herða veru- lega öryggisgæslu í landinu til að koma í veg fyrir frekari ofbeldis- og óhæfuverk. Nelson Mandela sagði í viðtali við breska ríkissjón- varpið í gær að þessar aðgerðir yrðu einkum til þess að hefta stjórnmálafrelsi manna í landinu. Sýnilegt væri að tilgangur stjórn- valda væri annar en sá að afstýra frekara blóðbaði. Lýsti hann yfir því að þessi ákvörðun forsetans kynni að stofna viðræðunum í hættu og að „stríð“ myndi bijótast út, hundsuðu yfirvöld friðaivilja ANC. að gera einmitt þetta. Flest bendir til þess að í dag, föstudag, muni Æðsta ráð Sovét- ríkjanna greiða atkvæði um áætlan- ir er varða framtíðarstefnu Sovét- stjórnarinnar á efnahagssviðinu. Þykir líklegt að samþykkt verði áætlun, sem kennd er við hagfræð- inginn Staníslav Sjatalín, og kveður á um að fijálsu markaðshagkerfi verði komið á í Sovétríkjunum. Segja fréttaskýrendur að sú sam- þykkt muni í raun jafngilda því að grundvallarkennisetningum komm- únsimans á vettvangi efnahags- stjórnunar hafi verið varpað fyrir róða. Ryzhkov hefur boðað að hann muni ekki hrinda áformum þessum í framkvæmd, samþykki þingheim- ur þau, og látið að því liggja að liann muni segja af sér. Líklegt þykir að Gorbatsjov Sovétleiðtoga verði fengið sérstakt vald til að unnt verði að framkvæma umskipti þessi. I sovéskum dagblöðum hefur verið fjallað ítarlega um óánægju innan hersins vegna slökunarstefnu valdhafa. Háttsettur herforingi í Moskvu lýsti því þannig yfir í gær að róttækir umbótasinnar væru með framferði sínu að grafa undan ríkinu og sagði þá hundsa ógnun af hálfu Vesturlanda við öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna. Edúard Shevardnadze utanríkisráðherra sagði á hinn bóginn að Sovétmenn gætu aðeins tryggt öryggishags- muni sína með því að uppræta meinsemdirnar í sovésku þjóðlífi og á vettvangi efnahagsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.