Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTBMBER 1990 STJÖRNUSPA eftir Frartces Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú kennir lasleika árla morguns- ins. Skoðanaágreiningur milli þin og samstarfsmanns þíns gerir vart við sig. Nýjar hugmyndir sem þú hefur lagt fram reynast árangursríkar. Naut (20. apríl - 20. maí) Minni háttar fjármáladeila getur nú látið á sér kræla á vinnustað þínum. Hjón skemmta sér saman á nýstárlega hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Mundu að sýna tilfinningum fjöl- skyldufólksins tillitssemi í dag. Þú getur verið að troða einhveij- um um tær án þess að gera þér grein fyrir þvi. Eitthvað óvænt en jákvætt ber fyrir þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HISB Eitthvert lítilræði getur farið úr skorðum heima við i dag og þú nýtur þess að skipta um um- hverfi. Hjónum finnst tilvalið að fara saman út í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ‘eC Smápirrings gætir hjá þér núna út í vin eða kunningja. Farðu varlega í peningamálum í dag. Þú ættir að ráðast í Ijúka verk- efni sem þú hefur ýtt á undan þér heima fyrir. MeyjU Jti (23. ágúst - 22. scptember) <T.-- Það rís upp minni háttar ágrein- ingur hjá þér og starfsfélaga þínum. Gerðu eitthvað óvænt og skemmtilegt í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Óþolinmæði þín setur mark sitt á morguninn hjá þér. Láttu skapsmunina ekki leiða þig af- vegá og spilla fyrir árangri þínum í starfi. Þú kaupir eitthvað til heimilisins án þess að hugsa þig um tvisvar. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Fjárhagsáhyggjur íþyngja þér í morgunsárið. Þið vinirnir eruð ekki á sömu bylgjulengd í dag. í kvöld hugsar þú ekki um annað en það sem þú ert að fást við í vinnunni. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Gættu þess að flýta þér ekki um of árdegis. Vini þínum gengur gott eitt til, en ráðleggingar hans verða að litlu liði. Þróunin í pen- ingamálum kemur þér þægilega á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Leitastu við að vera samvinnu- þýðari við samstarfsmenn þína en raun ber vitni núna. Ekki er víst að. þú fáir svör við öllum spumingum þínum varðandi verkefni sem þú vinnur að. Láttu félagslífíð ganga fyrir í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú verður að sýna barninu þínu meira umburðarlyndi en þú gerir. Dómgreind þín í fjármálum er ekki upp á það skarpasta núna. Þó stefnir allt í rétta átt hjá þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hjón eru ekki sammála núna um ráðstöfun fjár síns. Þú eignast nýjan vin í ferð serrt þú tekur þátt í. Einhver sem þú hefur ekki hitt um langt skeið lætur nú í sér heyra. AFMÆLISBARNIÐ er fjölhæft, en verður að gæta þess vandledga að dreifa kröftum sínum ekki um of. Þegar því hefur lærst að treysta samferðarmönnum sínum kemst það að raun um hversu hjálpsamir og raungóðir þeir geta verið. Kímnigáfan verður því ævinlega til framdráttar og það laðast oft að störfum á sviði upp- lýsingamiðlunar, skrifta, útgáfu eða auglýsinga. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindategra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR ( LEVWOAP/M^LIP vi0 rOGLA- ) \v&PA£ BK þOLINtíuepl ) TOMMI OG JENNI 0/0 ^ c FERDINAND ,Gsj5L f SMAFOLK MY FRIENDS SEEM TOTMINIK TMAT I BORROIa) TOO MUCH, CMUCK..WMAT DOYOUTHINK? v' A 600D LATHER 15 HALF THE 5HAVE " Vinir mínir segja að ég fái of margt „Gott löður er hálfur raksturinn." Ertu vakandi, Kalli? að láni, Kalii. Hvað fínnst þér? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Á opnu borði er létt verk að hnekkja 4 spöðum suðurs. En það er ekki eins auðvelt við sjálft spilaborðið. Suður gefur NS á hættu. Norður ♦ 10972 ¥ G74 ♦ KG93 ♦ 83 Vestur Austur 4054 46 ¥983 ¥ D1052 ♦ Á75 ♦ 10862 ♦ KG62 *ÁD74 Suður ♦ ÁKD83 ¥ ÁK6 ♦ D4 + 1095 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vörnin er í stuttu máli þessi: Þrisvar lauf í upphafi og blindur styttur í trompi. Síðan er tígul- drottningin dúkkuð einu sinni og þá kemst suður ekki hjá því að gefa slag á hjarta. Hann á ekki innkomu á frítígul. En hvernig á að finna þessa vöm? í fyrsta lagi verður vestur að spila út laufi. Útspil frá KG eru tvíeggjuð, en hér eru valkostim- ir ekki upp á marga fiska (hjarta eða tromp) svo laufsexan (3. hæsta) er ekki vitlaust útspil. I annan stað má austur ekki skipta yfir í hjarta, en það kem- ur vissulega til greina. Austur getur hugsað sem svo: Vestur verður að eiga tígulásinn, og útspilið (sexan) bendir tií að hann sé með háspil í litnum, sennilega kónginn. Þá hlýtur sagnhafi að eiga ÁK í hjarta. I þriðja lagi þarf vestur að spila laufinu aftur. Hann getur lesið laufleguna eftir spili makk- ers (fjarkinn) og veit að sagn- hafi á þar með eitt lauf eftir. Og þá getur varla sakað að spila iaufinu enn. Og loks er eftir að dúkka tíguldrottninguna, sem getur* hæglega verið einspil. Það mál leysist ef sagnhafi tekur þrisvar tromp áður en hann spilar tígli. Austur gefur þá talningu. En ef sagnhafi fer heim á spaðaás og spilar tíguldrottningunni, verður vestur einfaldlega að giska rétt á leguna. Svona er vörnin oft á tíðum — þolir ekki feilspor. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á breska meistaramótinu í ágúst var þessi stutta skák tefld. Hvítt: Cooper (2.390), Wales, svart: Muir: (2.310), Skotlandi. Drottningarbragð, 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - c6, 5. cxd5 - exd5, 6. Bg5 - Bf5, 7. Db3 - Rbd7, 8. Rh4 - Be6, 9. Dxb7 - Hb8, 10. Dxc6 - Hxb2, 11. Bxf6 - gxf6, 12. e3 - Bb4, 13. Hcl - Da5, 14. Bd3 - 0-0, 15. a3? (Skákblinda og augu hvíts opnast heldur ekki í næsta leik) 16. - Bxc3+, 16. Hxc3? Mlli .. ........ ‘fVÆ' ÍÉMi, Éill 16. - Hc8! og hvítur gafst upp, því hann tapar drottningunni eða verður mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.