Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 27 Amæliskveðja Max Adenauer Margir útlendingar, sem kynnst hafa íslenskri menningararfleifð og stórbrotinni náttúru Islands, hafa bundist því tryggðarböndum. Ýmsir hafa unnið íslenskum málefnum ómetanlegt gagn ? heimalöndum sínum. Einn þessara manna er dr. Max Adenauer, fyrrum yfirborgar- stjóri í Köln, sem er áttræður í dag, 21. september. Dr. Max Adenauer er fæddur í Köln árið 1910. Foreldrar hans voru Frú Emma og dr. Konrad Adenau- er, fyrsti kanslari Þýska Sambands- lýðveldisins, sem vafalaust telst meðal merkustu stjórnmálamanna þessárar aldar. Dr. Max Adenauer er lögfræðingur að mennt. Að loknu háskólanámi starfaði hann hjá Klöckner Werke AG og síðar Klöckner - Humboldt - Deutz AG. Hann var yfirborgarstjóri í Köln árið 1953 og gegndi því starfi til ársins 1965, en varð þá einn af bankastjórum Rheinisch-Westfál- ische Boden-kredit-Bank. Gegndi hann því starfi til ársins 1977. Auk ofangreindra starfa hefur dr. Max gegnt ljölmörgum trúnaðarstörfum og átt sæti í stjórnum ýmissa fyrir- tækja og stofnana og gerir raunar að nokkru leyti enn. Þá er þess að eta, að hann er kjörræðismaður slands í Köln. Kynni afmælisbarns- ins af íslandi hófust fyrir mörgum áratugum en fyrstu ferð sína til íslands fór hann árið 1931. Þýski jarðfræðingurinn, prófess- or Heinrich Erkes, fór 8 rannsókn- arferðir til Islands á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar. Hann hafði viðað að sér miklum fjölda íslenskra bóka á ferðum sínum og birt mikið af greinum um ísland í dagblöðum og tímaritum. Arið 1917 var dr. Konrad Aden- auer kjörinn borgarstjóri í Köln. Kynntist hann þá Heinrich Erkes, einum af borgarfulltrúum jafnaðar- manna, og tengdust þeir vináttu- böndum. Dr. Konrad Adenauer sýndi mikinn áhuga á, að það mikla safn íslenskra bóka, sem Erkes hafði byggt upp, kæmist í vörslu háskólabókasafnsins þar í borg. Varð það úr og var þar með lagður grunnur að einu stærsta safni islenskra bóka á meginlandi Evrópu í dag. Dr. Max Adenauer hefur frá því sagt, að þegar próf. Erkes hafi komið að heimsækja vin sinn Konrad Adenauer, hafi hann oft sagt þeim systkinum sögur af ferð- um sínum til íslands, ferðalögum um landið á hestum, frá eldfjöllum, jöklum, dýralífi og ósnortinni nátt- úru þess. Þær frásagnir kveiktu áhuga hans á landi og þjóð og leiddu tii þess að hann fór að lesa Nonnabækurnar. „Þar var lands- laginu og þjóðarandanum svo vel lýst, að ekki var hægt annað en að hrífast", sagði hann í blaðavið- tali, þegar hann heimsótti ísland síðast, árið 1985, sem gestur Germ- aníu. Varð þessi áhugi til þess að hann fór sína fyrstu ferð til íslands með fjölskylduvininum próf. Henrich Erkes árið 1931. Árið 1955 var stofnað félag ís- landsvina í Köln. Dr. Max Adenau- er var í upphafi kosinn formaður þess og hefur hann gegnt for- mennsku síðan. Starfsemi þess fé- lags hefur verið lífleg alla-tíð en það hefur fyrst og fremst haft að J markmiði að kynna íslenska menn- ingu og inálefni á félagssvæði sínu og víðar í Þýskalandi. Félagið Germanía fljdur afmælis- barninu hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum. ísland á sér tryggan vin og talsmann þar sem dr. Max Adenauer fer. Hann ber aldurinn vel eins og faðir hans. Þess er því óskandi, að hann eigi enn um sinn eftir að hafa á hendi forystu í félagi vina þess lands sem hann batt tryggð við ungur að árum. Við Almut flytjum afmælis- barninu einnig persónulegar árn- aðaróskir. Þorvarður Alfonsson Almanak Háskólans komið út ÚT er komið Almanak fyrir ís- land 1991, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 155. árgangur ritsins, sem komið hefur út sam- fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96. bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik s.s. yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, skrá um veðurmet og töflu sem sýnir stærð, mann- fjölda og höfuðborgir allra sjálf- stæðra ríkja. Þá er þar að finna tölvuforrit til almanaksútreikninga, stjörnukort, kort sem sýnir áttavita- stefnur á íslandi og litprentað kort sem sýnir hvað klukkan er hvar sem er á jörðinni. Af nýju efni má nefna grein um heimskautsbauginn og hreyfingu hans og upplýsingar um nálægustu fastastjörnur. Háskólinn annast sölu almanaks- ins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur út í 7.000 eintök- um, en auk þess eru prentuð rúm- lega 2.000 eintök sem Þjóðvinafé- lagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Háskólans. Hofum opnað læknastofu í Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22, sími 628090. Borghildur Einarsdóttir. Dr. med. Úrsúla Schaaber. Sérgrein: Geðlækningar. Sérgrein: Geðlækningar. IftTft SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR T1L FJAR HRÆRIVÉLAR í DAG KOSTNAÐARVERÐI byggtÖbDiö KRINGLUNNI !M\W Þjóðleikhúsið frumsýnir í íslensku óperunni nýjan gamanleik með söngvum Orfá sæti laus eftir Karl Ágúst Úlfsson, Pálma Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason. Handrit og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjöri: Egill Eðvarðsson Tónskáld: Gunnar Þórðarson Leikmynda- og búningahönnuður: Jón Þórisson Dansahönnuður: Ásdís Magnusdóttir Hljómsveitarstjóri: Magnús Kjartansson Ljósahðnnuður: Páll Ragnarsson Sýningarstjóri: Kristín Hauksdóttir Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Jóhann Sigurðarson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sigurður Sigurjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og Örn Árnason. Dansarar: Asta Henriksdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Helga Bernhard og Guðmunda H. Jóhannesdóttir. Hljóðfæraleikarar: Magnús Kjartansson (píanó og hljómsveitarstjórn), Finnbogi Kjartansson (bassi), Vilhjáimur Guðjónsson (gítarog blásturshljóðfæri), Gunnlaugur Briem (trommur og slagverk), Stefán S. Stefánsson (blásturshljóðfæri). Föstud. 21. sept. (frumsýning) uppselt, laugard. 22. sept., 2. sýn., sunnud. 23. sept., 3. sýn., fimmtud. 27. sept., 4. sýn., föstud., 28. sept., 5. sýn. uppselt, sunnud. 30. sept., 6. sýn. uppselt, föstud. 5. okt., 7. sýn. upp- selt, laugard. 6. okt., 8. sýn. uppselt, sunnud. 7. okt., föstud. 12. okt. laugard. 13. okt. uppselt ogsunnud. 14. okt. Miðasala og símapantanir í íslensku óperunni alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18. Símapantanir einnig alla virka daga frá kl. 10-12. Símar 11475 og 11200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.