Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hann áttí sér draum Til Velvakanda. Ja, hérna, það var nú draumur í lagi. Sú var tíðin að þessi mikli draumóramaður var kosinn formað- ur Alþýðuflokksins á sögulegu flokksþingi. Menn muna enn um- mæli Jóns Baldvins um forvera sinn. Hann átti að vera getulaus að öllu því sem að uppbyggingu flokksins sneri og í ofanálag var hann skip- stjóri sem fiskaði ekki og því þurfti að skipta um karlinn í brúnni. Nú var kominn tími fyrirheit- anna, fyrirheita nýs formanns. Hans fyrsta verk var að reka fram- kvæmdastjóra flokksins, síðan hef- ur ekki verið framkvæmdastjóri nema að þrír einstaklingar hafa gripið í starfið í stuttan tíma í senn og síðustu mánuði hefur enginn framkvæmdastjóri verið á skrif- stofu flokksins. Draumóramaðurinn hefur haft lítinn tíma til að sinna innra starfi flokksins og í þau fáu skipti sem hann hefur gert það þá hefur fólk það á tilfinningunni að það sé gert í algjörri neyð. Flestar þær stöðu- veitingar sem hann hefur veitt eru annað hvort til ættingja, vina eða nýrra flokksmeðlima sem þarf að kaupa til liðs við flokkinn. Van- traust formannsins á krötum er al- gjört og í kringum Jón Baldvin star- far fámennisklíka sem hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Kjarkur hans brást í síðustu borgarstjórnarkosningum þar sem hann hafði ekki þor til að bjóða fram lista undir nafni Alþýðuflokks- ins. Afleiðingar þess eru að flokkur- inn á engan borgarfulltrúa í Reykjavík í dag. Ofan á allt annað sem kjósendur Alþýðuflokksins hafa þurft að þola er að þeir eiga engan þingmann í Reykjavík. Aftur á móti eiga þeir þtjá ráðherra sem engan tíma hafa til að sinna málefn- um kjördæmis síns vegna anna í ráðuneytinu. Hvernig fór um sjóferðina sem hófst með fullfermi af draumum eftir formannskjör Jóns Baldvins Hannibalssonar? Það er blákaldur raunveruleiki að karlinn í brúnni er löngu hættur að fiska, búinn að tapa kvótanum, togarinn liggur bundinn við bryggju og úreldingarsjóður bíður eftir tog- aranum. Karlinn í brúnni situr á bryggjustólpanum, þreytulegur og dorgar með hálfbrotinni stöng á ótraustum nýjum vettvangsmiðum. Hvaða ráð skyldi formaðurinn gefa þessum þreytta manni ef ekki væn um hann sjálfan að ræða? Orn Karlsson alþýðuflokks- maður, Kleppsvegi 126, R. BOSS SPIRIT NÝR KEIMUR FRÁ BOSS Útsölustaðir: Clara, Kringlu og Laugavegi - Snyrtivöruverzlunin Glaesibæ - Snyrtivöruverzlunin Laugavegi 76 - Holts Apótek - Gullbrá, Nóatúni - Hygea, Austurstræti - Topptískan, Aðalstræti - Rakarastofan Suðurlandsbraut 10 - Hjá Sævari Karli - Andorra, Hafnarfirði - Apótek Keflavikur - Apótek Ólafsvikur - Krisma, isafirði-Vörusalan, Akureyri-ApótekSiglufjaröar- Hilma, Húsavík- Ninja, Vestmannaeyjum - Snyrtihúsið, Selfossi - Snyrtihöllin, Garðabæ. Þakstál með stfl r Plannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, slmi 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjáokkurfærðuallar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Rannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. Pósthólf 435 • 202 Kópavogur Sími 91-670455 -Fax 670467 SPRENGIDAGAR LAUGAVEGI 33 Við bjóðum viðskiptavinum okkar nú að nýta sér hina stórkostlegu sprengidaga, sem verða í versl- un okkar á Laugavegi 33 og standa yfir í 2 daga mánaðarlega: 21. og 22. september 19. og 20. október 23. og 24. nóvember Við bjóðum upp á stórkostlegt úrval af hljómplöt- um, kassettum og geisladiskum. Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri og nældu þér í uppáhaldstónlistina þína á sprenghlægilegu verði. S* K* I• F*A* N ATH. LAUGAVEGI 33, SÍMI 600933 KÁTAMASKlNAN/SEK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.