Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Kirlqan á Kolfrejjustað brotnaði. Morgunblaðið/Albert Kemp Kolfreyjustaður: Messað í kirkjunni 10 dögiun áður en hún fauk „ÉG stóð hérna við stofu- gluggann og sá þegar kirkjan lagðist á hliðina. Þetta var um kl. 19.40 í alveg rosalegu veðri, mesta veðri sem ég hef séð í þau 35 ár sem ég hef búið hérna,“ sagði Þorleifur Kristmundsson prófastur að Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði. Þorleifur sagði að togari sem hefði verið á leið inn fjörðinn hefði mælt 90 hnúta vind en eflaust hefði verið enn byljóttara upp við landið en úti á breiðu hafinu. „Kirkjan lagðist á hliðina og þess vegna skemmdist hún mun_ minna en ef hún hefði fokið af grunninum. Nú er búið að bera allan viðinn úr henni í hús nema þakið sjálft og það verður ótrúlega lítið sem við þurfum að kaupa af nýjum við í kirkjuna," sagði Þorleifur. Hann sagði að ætlunin væri að ganga frá grunninum í haust og beðið yrði með frekari framkvæmd- ir þar til næsta vor. Messað var reglulega í kirkjunni að Kolfreyju- stað en kirkjan var byggð 1878 og er friðuð. Tíu dögum áður en kirkj- an lagðist á hliðina var haldinn héraðsfundur að Kolfreyjustað fyr- ir Austfjarðarprófastdæmi og messaði þá Þorleifur ásamt séra Ólafi Skúlasyni biskupi íslands í kirkjunni þótt búið væri að taka ytri klæðninguna af kirkjunni. „Það vildi svo vel til að arkitekt húsafriðunarnefndar kom hér í fyrradag, reyndar í öðrum til- gangi, og þegar hann sá hvað hafði gerst hjálpaði hann okkur að merkja timbrið úr kirkjunni. Við vonum svo að ágætur maður, Hall- dór Sigurðsson frá Miðhúsum, sem hafði unnið að endurbótum á kirkj- unni, sjái sér fært að halda áfram þeirri vinnu,“ sagði Þorleifur. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Þorleif í gær var að skella á foráttuveður á ný og var Þorleif- ur að halda af stað til kaupstaðar til að birgja heimilið upp af matvör- um fyrir helgina. „Það er orðið nóg af svaðilförum. Illviðrin eru snemma á ferð nú,“ sagði Þorleifur. VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 21. SEPTEMBER YFIRLIT f GÆR: Búist er við stormi á norðausturmiðum, austurmið- um, Austfjarðamiðum og suðausturmiðum. Milli íslands og Noregs er hægfara 970 mb iægð en yfir Grænlandi er vaxandi 1028 mb hæð. Lægðardrag norðaustur af landinu á leiö suðvestur. SPÁ: Allhvöss norðanátt víða um land fram eftir degi en lægir annað kvöid, fyrst austan tii. Slydduél og síðar skúrir norðanlands og austan en léttskýjað nyrðra. Heldur hlýnandí veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAGmorðanátt um ailt land. Él norðanlands, einkum austan tii, en léttskýjað syðra, Lægír smám saman. Hiti 2 ti! 7 stig að deginum en víöa taisvert næturfrost. x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * 4 ■J 0° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E1 = Þoka — Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —{- Skafrenningur Þrumuveður NF r ▼ ■1 4 VEÐUR VIÐA UM HEIM Hf» It.VU I hW Ql/ IQh IffffCf veftur AKureyri 1 ■ slydda Reykjavik 2 hálfskýjað Bergen 8 skýjaö Helsinki 10 rlgning Kaopmannahöfn vantar Narssarssuaq 4 léttskýjaö Nuuk 3 heiðskírt Ósló 13 skýjað Stokkhólmur 13 skur Þörshöfn i m bálfskýjað Algarve 24 skýjað Amsterdam vantar Barcelona 24 rigning Berlín 11 skúr Chtoago 9 léttskýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 14 skýjað Qlasgow 24 rignlng Hamborg 10 skúr las Palmas 26 léttskýjað London 13 rigning LosAngeles 19 skýjað Lúxemborg 11 skýjað Madnd 27 léttekýjað Malaga 29 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Montreal 11 skúr NewYork 16 heiðskirt Orlando 23 skýjað París 18 alskýjað Róm 2S skýjað Vín 22 féttskýjað Washington 18 alskýjað Wlnnipeg 10 alskýjað Norðlendingar og Reyðfírðingar: Fullyrðingar um yfír- burði Keilisness rangar Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Austur- lands telja að skýrsla Atlantsáls um staðarval fyrir álver, sýni ekki marktækan mun á stofn- og rekstrarkostnaði milli staða, og því sé ljóst að fullyrðingar ráðamanna um yfirburði Keilisness séu beinlínis rangar. Yfirlýsing þessa efnis var sam- þykkt á sameiginlegum fundi fé- laganna á Reyðarfirði á miðviku- dag. Er þar byggt á úttekt ver- fræðistofunnar Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði, á skýrslu Meemo Trepp fyrir Atlantsál, sem dagsett er í ágúst í sumar. í úttekt stofunnar er helstu ályktunum skýrsluhöfundarins mótmælt, og komist að þeirri nið- urstöðu, að ýmsir kostnaðarþættir því samfara að reisa álver á Leir- um við Reyðarfjörð séu ofmetnir. Meðal annars hafi ekki verið tek- inn inn stofnkostnaður við höfn, við mat á heildarfjárfestingu. Mið- að við það, sé stofnkostnaður á Reyðarfirði minnstur, eða sem nemur 1,7 milljónum Bandaríkja- dollara, eða um 100 milljónum króna. Og sé áætluðum auka- kostnaði, sem Reyðfirðingar segja að sé óraunhæfur, haldið utan við, lækki samanburðurinn um 18,4 milljónir bandaríkjadollara, sem þýði að stofnkostnaður á Leirum verði lægstur sem nemi 20,1 millj- ón dollara eða tæpum 1.200 millj- ónum króna. Hönnun og ráðgjöf gagnrýnir fleira í staðarvalsskýrslunni. Með- al annars sé þar bent á að álver á Grundartanga muni hafa óæski- leg áhrif á búsetuþróun landsins, en ekkert sé minnst á slík áhrif varðandi staðarval á Keilisnesi. Þá sé fjallað um jarðskjálftahættu á Keilisnesi, en ekki verði séð að mat sé lagt á aukakostnað vegna hennar, í formi hærri trygginga- riðgjalds eða áhættu á neinn hátt. Þá séu fasteignagjöld á Leirum talin vera hærri en á Keilisnesi eða Dysnesi, án þess að rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu. Forsætisráðherra ritar Frakklands- forseta bréf: Biður um stuðning til að fá fellda niður tolla af íslenskum sjávarafurðum STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, hefur ritað Franco- is Mitterrand, Frakklandsforseta, bréf þar sem hann óskar eftir að Frakklandsforseti beiti áhrifum sinum til að bandalagið fallist á samninga um niðurfellingu tolla af islenskum sjávarafurðum. Minnir forsætisráðherra í bréfi sínu á blaðamannafund Prakk- landsforseta hér á landi 29. ágúst sl. þar sem Mitterrand sagðist m.a. gera sér fulla grein fyrir sérstöðu Islands og að erfitt væri fyrir ís- lendinga að deila fiskveiðum með öðrum því að lífsafkoman byggðist á þeim. Þá segir forsætisráðherra í bréfi' sínu að það sem ísland hafi lagt áherslu á undanfarin ár er að semja við bandalagið um að það felli niður þá tolla sem enn eru innheimtir af innfluttum sjávarafurðum íslend- inga án þess að bandalagið geri kröfu um fiskveiðiréttindi við ís- land. Framkvæmdastjórn EB fari með samninga við ríki utan bandalagsins og þurfi hún að leggja tillögu um samningsumboð sér til handa fyrir ráðherraráð bandalagsins til sam- þykktar áður en samningaviðræður geta hafist. Þegar um tolla á sjávar- afurðum sé að ræða þurfi slík til- laga að hljóta samþykki ráðherra- Maður lést í vinnuslysi AXEL Davíðsson, 68 ára gamall lést í fyrrinótt á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir vinnuslysi á Kefiavíkurflugvelli. Ekki voru sjónarvottar að slysinu en talið er að Axel hafi fallið úr stiga eða af palli þar sem hann var við vinnu í vöruskemmu Varnarliðs- ins. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar skömmu síðar. Axel Davíðsson var búsettur á Vesturgötu 40 í Keflavík og starf- aði sem trésmiður í birgðadeild Vamarliðsins. Hann var kvæntur og lætur eftir sig fimm uppkomin börn. ráðs bandalagsins, skipuðu sjávar- útvegsráðherrum þess. Síðan segir í bréfi forsætisráð- ■herra: „í framhaldi af framan- greindum ummælum yðar og með hliðsjón af óskum sem fram hafa komið á Islandi leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, herra for- seti, að þér beitið áhrifum yðar til þess að framkvæmdastjórn banda- lagsins leggi fyrir ráð þess til sam- þykktar tillögu að samningsumboði við ísland þar sem framkvæmda- stjórn verði hejmilað að ganga til samninga við ísland um að tollar verði felldir niður af öllum útflutn- ingi sjávarafurða íslendinga til ríkja Evrópubandalagsins án þess að nokkrar kröfur verði gerðar um aðgang fiskiskipa frá bandalaginu af fiskimiðunum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. Ég leyfi mér að þakka yður fyrir- fram fyrir framgöngu yðar í þessu máli, herra forseti, og vænti þess að heyra frá yður hið fyrsta.“ Axel Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.