Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjórveitinga- nefnd Alþingis, verður á Kaffi- Hress í Austurstræti í dag, föstu- daginn 21. sept., kl. 1 2.00-14.00 Komið og spjallið við þingmann Reykvíkinga. Dags.21.9. 1990 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0014 4003 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND K N Y O L D Ráðstefna Ráðstefna verður haldin í ráðstefnusal Hótel Loftleiða á morgun laugardag 22. september kl. 14.00 um nýaldarmál Um kvöldið verður síðan samkoma þar sem fólk kemur saman til að hlusta á upplestur úr ýmsum nýaldarbókmenntum. Samkomunni lýkur laust eftir mið- nætti, eftir athöfn um að þá rennur upp jafpdægur að hausti. fclk í fréttum ÞOLGANGA Gengið á Esjuna Fyrsta Esjuþolgangan var haldin á sunnudag á veg- um Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og Radíóbúðarinn- ar. Þrátt fyrir óhagstætt veður, var þátttaka afar góð og þátt- takendur bæði gamlir og ungir, háir og lágir af báðum kynjum. Meðfylgjandi myndir tók ljós- myndari Morgunblaðsins í Esjuhlíðum og ná þær vel stemmingunni sem ríkti þennan svala haustdag. KVONFANG Betri tíð með blóm í haga Gamli dansarinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Gene Kelly segist hafa fundið hamingjuna á nýjan leik eftir mörg einmanaleg ár vestur í Hollywood. Nýlega gekk hann að eiga Patrieiu Ward, sem er 27 ára gömul, sjálfur er Kelly 77 ára, en þykir unglegur miðað við aldur. Patricia er þriðja kona Kellys, sem gerði garðinn einkum frægan sem dansari, en leikhlutverk hans voru einnig þó nokkur. Fyrir nokkr- um árum lék hann í myndinni Ghost Story sem er um nokkra karla er urðu valdir að dauða stúlku. Sótti hún á þá úr öðrum heimi, þegar þeir voru komnir á efri ár. Kelly vann til Óskarsverðlauna árið 1951 og sannar það enn, hve gamalla hann er í hettunni. Hann sýslar einkum við það núna að rita æviminningar sínar og hafa ýmis forlög boðið honum gull og græna skóga fyrir handritið. Kelly er sem fyrr segir þrígiftur. Fyrst var það leikkonan Betsy Bla- ir og eignuðust þau dótturina Keriy. Því næst var það dansarinn Jeanne Coyne og með henni átti hann tvö böm. Á áttunda áratugnum lést hún úr hvítblæði. Eftir andlát Jeanne sagði Kelley að engin gæti komið í stað Jeanne og við tóku mörg ein- manaleg ár þrátt fyrir stóran vina- hóp . . . Gene Kelly og Patricia Ward. Dagskrá Kl. 14.00 Setning. Rafn Geirdal, skólastjóri. Kl. 14.30 IMýjar fréttir af alþjóðlegum nýaldarhreyf- ingum. GuðmundurEinarsson, verkfræðingur. Kl. 15.30 Lifað í gleði. Guðrún Bergmann, Betra líf. ÞROUN F erg-ie fór til Argentínu Kl. 16.30 Tíbet Norðursins. Þorsteinn Barðason, mót- stjóri Snæfellsáss. Kl. 17.30 Tengsl móður jarðar og heilsufars manna. Hallgrímur Þorsteinn Magnússon, læknir. Kl. 19.00 Matarhlé. Jafndægur á hausti kvöldsamkoma í veislusal á Hótel Loftleiðum hefst um kl. 21 og lýkur laust eftir miðnætti. Lesnir eru textar úr nýaldarbókmenntum af ýmsum aðilum og þess á milli er hlé fyrir samræður fólks á milli. Á miðnætti er sérstök athöfn í tilefni af því að jafndægur að hausti rennur þá upp. Ráðstefnugjald er 1.000 krónur fyrir einstaklinginn. Nánari upplýsingar fást í versluninni Betra líf, símar 623336 - 626265. ÁHUGAFÓLK UM NÝALDARMÁL SNÆFELLSÁSNEFNDIN. Falklandseyjastríð Breta og Argentínumanna heyrir sög- unni til og samskipti þjóðanna fara hægt og bítandi í sama farið og fyrr. Fyrir nokkru var brotið blað er Fergie hertogaynja af Jórvík fór til Argentínu ásamt dætrum sínum tveimur í þeim erindagjörðum að heimsækja móður sína Susan Bar- rantes og stjúpföður sinn, Arg- entínumanninn Hector Barrantes, sem er alvarlega sjúkur. Susan Barrantes tók á móti dótt- ur sinni og bamabörnunum Eug- enie og Beatrice og var það fagn- aðarfundur, en Fergie dvaldist hjá móður sinni í nokkra daga. Hector Barrantes er haldinn krabbameini og hefur gengist und- ir uppskurði. Var góð svörun í fyrstu, en síðan hefur sótt í verra horf. Allt um það, þá var Fergie fyrsti einstaklingur bresku kon- ungsfjölskyldunnar til þess að stíga á argentínska grund síðan að stríðinu lauk. Og nú hafa Arg- entínumenn fyrstir Suður- Ameríkumanna ákveðið að senda herlið til Persaflóa og stilla því upp Argentínumenn orðnir bandamenn gegn írak. Þar með eru Bretar og andspænis sameiginlegum óvini. Susan Barrantes og Fergie ásamt prinsessunum litlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.