Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 LOKAÐ UM HELGINA ELSKURNAfí SJÁUMST NÆSTU HELGI ÞANGAD TIL ÞÁ ..,BÆ,SÆ. Basil, Megas og Stella Hljómpiötur Árni Matthíasson NÝRRAR hljómplötu frá Megasi er jafnan beðið með nokkurri eft- irvæntingu. Hann sendi síðast frá sér plötuna Höfuðlausnir snemma árs 1988 og síðan ekki meir. Það vörpuðu því margir öndinni léttar þegar út kom frá honum fyrir skemmstu tvöfalda breiðskífan Hættuleg hljómsveit og glæpa- kvendið Stella. Það eykur svo á ánægjuna þegar breiðskífan nýja er meðal þess besta sem frá hon- um hefur komið. Á Hættulegri hljómsveit... nýtur Megas aðstoðar flestra þeirra sömu og gerðu með honum Höfuðlausnir; Hilmar Örn Hilmarsson stýrir upp- tökum, leikur á hljómborð og tekur þátt í útsetningum, Guðlaugur Ótt- arsson leikur á gítar og tekur þátt í útsetningum og Björk syngur bak- raddir, en þeim til viðbótar er á þriðja tug manns sem koma við sögu, þar á meðal Sigrún Jónsdótt- ir, ein ástsælasta dægurlagasöng- kona landsins á árum áður. Eins og jafnan er textarnir í aðal- hlutverki, en tónlistin er ekki síður skemmtileg og útsetningar allar. Ræður það miklu framlag Bjarkar, sem setur mikinn svip á mörg lög- in, þá helst Sönginn um ekkert, Ekki heiti ég Elísabet og Greip og eplasafi. I öðrum lögum kemur rödd hennar sem undirstrikun á texta- broti eða viðlagi og undirstrikar þá iðulega annað en margur hefði ætl- að. Annað sem setur sterkan svip á tónlistina er minimalískur gítar- leikur Guðlaugs Óttarssonar sem gengur eins og rauður þráður í gegn um plöturnar tvær og tengir allt saman. Gaman er að Megas, sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir átján árum, skuli enn vera í framlínu í íslenskri popptónlist og halda þó alltaf sérkennum sínum, því hvarvetna eru tónlistarvísanir allt aftur til plötunnar fyrstu, t.a.m. í Svefn er allt sem þarf. Yrkisefnið er fjölbreytt og víða komið við, gjarnan á háðskan hátt. Dæmi: Furstinn segir frá skelfi glæpa- mannanna, Basil fursta, sem víða sér stað. I epískum textanum bregð- ur fyrir mörgum minnum sem aðdá- endur Basils kannast við, glæpa- kvendum, sprengjuóðum níhílistum, kókaínsölum og hættulegri hljóm- sveit. Sigrún Jónsdóttir raddar lag- ið smekklega og gæðir það reyk- fylltri rómantík. Rauðu rúturnar sýna að vera Megasar í Tahilandi er honum enn hugstæð og enn ber hann saman lífið þar og vesturlandastress; bláu Ein léttbrjáluð frá Barker Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Náttfarar - „Nightbreeds" Leikstjóri og handritshöfund- ur Clive Barker. Aðalieikend- ur Craig Sheffer, Anne Bobby, David Cronenberg. Bandarísk. Morgan Creek 1990. „Eg hef séð inn í framtíðina og framtíðin er Clive Barker,“ lét Stephen King hafa eftir sér fyrir nokkrum árum, og voru ummæli hans óspart notuð til að auglýsa upp hið, þá lítt kunna, breska hrollvekjuskáld. Sögur hans ger- ast á óvissum mörkum martraðar og veruleika og jaðra oftar en ekki við brjálsemi þar sem skáld- ið rær oftast á mið djúpt útí hafsauga hugsunarinnar þar sem kennileiti skynseminnar eru orðin harla óljós. Sögur hans og per- sónur eru frumlegar og eiga sér talsverða sérstöðu í hrollvekju- sögnum samtímans og hafa grip- ið fleiri en King. Og kvikmynd- irnar hans báðar njóta góðs af, svo langt sem það nær. Það for- vitnilegasta við Náttfara er ein- mitt sú makalausa veröld furðu- vera, („freaks"), sem hann skap- ar undir afskekktum kirkjugarði. Sú heimssköpun er ekki á færi neinna minniháttar spámanna, hann er allt i senn fagur, ægileg- ur, hugvitssamlegur og geðveik- islegur. Persónurnar eru mý- margar, þær og umhverfi þeirra með ólíkindum fjölskrúðugt, vitni þeirrar furðulegu andagiftar sem prýddu jöfra einsog Poe og Bosch. Og aldrei þessu vant er ekki fengist við dæmigerða djöfla og dára, heldur „náttfarana," furðuverur og vanskapninga úr mannheimum. Flest annað gengur illa upp. Inní myndina fiéttast lufsuleg, lítt spennandi og tilfínningalaus ástarsaga, söguhetja sem áhorf- endur vita sjaldnast hvort er dauð eða lifandi, ekki einu sinni í lok- in, og Barker ofgerir skrípunum sírium, þau ein, þó góð séu, ná ekki að halda nauðsynlegri fram- vindu gangandi. Þá er persóna sálfræðingsins Cronenberg illa úr garði gerð, þó hinn kunni, kanadíski hryllingsmyndaleik- stjóri geri henni góð skil. Frum- leg fantasía og oft forvitnileg, furðuverur flögra um tjaldið, án tilgangs, sálar, í lausu lofti. Við verðum enn um sinn að bíða eft- ir marktæku kvikmyndaverki frá Barker. rúturnar eru ill nauðsyn, en þær rauðu gera meira en að koma þér á milli staða. Styijaldarminni kemur beint að kjarna málsins og lofar heimsstyrj- öldina síðari, sem gjarnan hefur verið blessuð af íslendingum þó hún hafi „kostað fimmtíumilljónir manna lífíð / og mállausar sorgir". Sú hlið sem við litum var hinsvegar önnur, í það minnsta í minningu þeirra sem ekki upplifðu hana, „hve ég vildi ég hefði verið uppi á þeim dögum ... ég hefði þá getað horft á dýrðina sjálfur." Keflavíkurkajablús er skemmti- lega háðskur texti sem segir frá bið á bryggjunni í Keflavík í óbæri- legum kulda og trekki, „þeir segja að innsiglingin grynnist / brátt muni ekkert skip geta siglt hér framar inn / Þeir þegja um hvað því veldur / En það vita það allir það eru auðvitað líkin af kajanum sem hækka / svona upp hafsbotn- inn.“ Megas hefur reyndar sérstakt lag á að draga upp ógeðfelldar myndir á smekklegan hátt og gera þær nánast viðvelldnar eins og í Heil- ræðavísum, „ef þú ert vafín öll teipi / frá iljum til hvirfíls og siðan til ilja á ný / og þú getur þig hvergi hrært nei þú húkir / á hækjum þínum baðkerinu í“. Þetta virðist kaldranalegt á prenti, en þegar þessi texti er raulaður viðkvæmnis- lega með sykusæta útsetningu dregur hann upp aðra og óíka mynd. Bestu lög á plötunni eiga vel heima í safni með því besta sem Megas hefur sent frá sér: Pæklaðar plómur, Furstinn, Greip og epla- safí, Rauðar rútur, Heilræðavísur, Ekki heiti ég Elísabet, Keflavík- urkajablús, Söngur um ekkert, Styijaldarminni, Hafmeyjarblús, Svefn er allt sem þarf og Söngur um ekkert. Reyndar hefði líklega mátt koma þessum lögum öllum á einn geisladisk/plötu, sem hefði þá verið framúrskarandi. Dauðir punktar eru því miður á seinni disknum/plötunni og þá finnst mér óþarfí að endurtaka Sönginn um ekkert og Elskhugann, þó útsetning sé eilítið önnur. Hvað sem því jóssi líður er Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella ein besta plata Megasar og bráðnauðsynleg eign öllum sem hafa á honum dálæti og vel til þess fallin að vekja slíkt hjá þeim sem ekki hafa fallið fyrir hon- um hingað til. Aðalgallinn við plöt- una er þó fyrirkomulagið á sölu hennar, því fjölmarga veit ég sem ekki hafa fest sér plötu vegna um- stangsins við að ná í hana. Úr því hefur verið bætt að hluta og má víst nálgast hana í Plötubúðinni á Laugaveginum. Ómar Ragnarsson, Þórhallur Sigurðsson og fleiri ágætir menn hefja skemmtanir aftur eftir nokkurra mánaða Qarveru á Hótel Sögu. Hótel Saga: Sýningar Omladí-Om- lada að hefjast aftur EFTIR nokkurra mánaða fjar- verju frá Hótel Sögu hefjast skemmtanir Ómars Ragnarsson- ar, Þórhalls Sigurðssonar (Ladda), Haraldar Sigurðssonar og fleiri ágætra manna aftur þann 22. september. Umgjörð sýningarinnar er sjóferð með skemmtiferðaskipi til sólarlanda og er farþegalistinn allskrautlegur. Nýir karakterar koma nú um borð, en aðrir hafa verið skildir eftir. Þeir félagamir bregða sér í líki ýmissa þekktra persóna, sem hafa orðið góðkunningjar fólks í gegnum árin og annarra sem ekki hafa sést áður. Tónlist er einnig mikill þáttur í sýningunni og er hljómsveitarstjóri Árni Scheving. Fyrir sýninguna er borinn fram þríréttaður kvöldverður og er val á forréttum, aðalréttum og eftirréttum. Eftir sýninguna leik- ur hljómsveitin Einsdæmi fyrir dansi. Hin landsþekkta hljómsveit Finns Eydals í kvöld frá kl. 21.30 - 3.00 og annað kvöld frá kl. 22. Gestur kvöldsins verður hinn góðkunni harmonikkusnillingur, Örvar Kristjánsson. Blómahafið v/Gullinbrú lífgar uppá rneð ólómum. 17 v,6 GuU'fíÖtu Dansstuðið eríArtúni Stó'WJJ VivÍTO VEtTINQAHUS Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. HL JÓMSVEITIN S JÖUND frá Vestmannaeyjum spilar fyrir dansi Frítt inn til kl. 24.00 Snyrtilegur klæðnaður GuðmundurRúnar, Steíngrímur og Palli. Frábært stuð Opiðfrákl. 18.00-03.00 ■ ÆTTFRÆÐIÞJÓNUST- AN er nú aftur að byija með námskeið fyrir almenning, eft- ir hálfs árs hlé. Þar er veitt fræðsla og þjálfun í ættfræði- legum vinnubrögðum, og að þessu sinni verður bætt við sérstakri tilsögn í tölvuvinnslu á ættartölum og niðjatölum. Á það bæði við um sjö vikna grunnnámskeið og sex vikna framhaldsnámskeið fyrir rannsóknarhópa. Á grunnn- ámskeiðunum verða byrjendur fræddir um heimildir í íslenskri ættfræði, leiðbeint um fljótvirkar, öruggar leitar- aðferðir og um gerð ættartölu og niðjatals. Þátttakendur fá svo leiðsögn og aðstöðu til að rekja sjálfír eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagnasafni, meðal annars kirkjubókum um land allt, manntölum, ættartölu- handritum og útgefnum bók- um. Námskeiðin hefjast 17.-20. september og er inn- ritum hafín. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.