Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 25 Kökubox og krystallá flóFEF SÍÐASTI haustmarkaður Félags einstæðra foreldra nú verður á morgun, laugardag 22. september og hefst að venju kl 2 e.h. í Skelja- nesi 6. Á flónni nú er mikið úrval eldhúsá- halda, bökunarforma og gamalla skrautlegra kökuboxa. Postulínsskál- ar og gamlar bjórkrúsir úr tini má nefna og hvers kyns skart og skraut- munir. Að venju er mikið af góðum og einatt kúnstugum fatnaði á bæði kyn á öllum aldri. Er sérstaklega ástæða til að geta þess að sett hefur verið upp sérstök deild með yfírhöfn- um feldum og skinnkápum fyrir vet- urinn, segir í fréttatilkynningu frá FEF. Eldri jólakort FEF fást með vildarkjörum. Sem fyrr rennur ágóði óskiptur til að standa straum af húsum félagsins. Lionskonur vinna að undirbúningi sölu á „Poka-pésa“. „Poka-pési“ í fimmta sinn ÁRLEG haustfjáröflun Lionsklúbbsins Eirar í Reykjavík fer nú af stað í fimmta sinni, undir heitinu „Poka-pési“. Plastpokapakkningin „Poka- pési“ er orðin nokkuð þekkt hér á Reykjavíkursvæðinu, enda aufúsu- gestur á mörgum heimilum. Andvirði „Poka-pésa“ hefur runn- ið óskipt til líknarmála. Borgarbúar hafa tekið sölukonum vel og á þann hátt veitt þeim lið, sem um sárt eiga að binda. „Poka-pési“ hefur undanfarin ár stutt asmaveik börn, Blindrabókasaf- FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 20. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 102,00 88,00 92,37 4,187 386.740 Þorskursmár 70,00 70,00 70,00 0,191 13.370 Ýsa 110,00 88,00 104,43 4,493 469.205 Ufsi 39,00 39,00 39,00 0,362 14.118 Steinbítur 70,00 65,00 66,49 0,275 18.285 Lúða 365,00 295,00 351,63 0,075 26.548 Samtals 96,53 9,657 932.233 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 114,00 91,00 95,44 37,670 3.595.117 Þorskursmár 85,00 85,00 85,00 1,306 111.010 Ýsa sl. 143,00 91,00 115,49 13,941 1.610.062 Grálúða 64,00 64,00 64,00 1,032 66.048 Karfi 45,00 22,00 40,36 1,570 63.367 Keila 29,00 29,00 29,00 0,301 8.729 Langa 74,00 48,00 66,53 4,348 289.265 Lúða 500,00 238,00 350,64 0,503 176.370 Saltfiskflök 155,00 115,00 138,86 0,167 23.190 Skata 155,00 150,00 153,33 0,348 53.360 Skarkoli 84,00 20,00 75,25 6,218 467.942 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,034 6.800 Steinbítur 85,00 63,00 67,93 1,581 107.391 Ufsi 53,00 33,00 42,55 3,207 136.486 Undirmál 82,00 25,00 77,35 1,961 151.684 Samtals 92,51 74,283 6.871.687 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 130,00 50,00 105,54 35,038 3.733.035 Ýsa 111,00 75,00 97,00 6,618 641.917 Karfi 52,00 19,00 49,27 8,503 418.975 Ufsi 45,00 20,00 37,71 3,883 ' 146.447 Steinbitur 83,00 44,00 73,45 1,080 79.328 Lax 200,00 200,00 200,00 0,035 7.000 Langa 59,00 47,00 54,86 ' 2,911 159.698 Lúða 405,00 33,00 344,95 0,623 214.733 Skarkoli 63,00 63,00 63,00 0,025 1.575 Koli 78,00 73,00 75,74 0,104 7.877 Hákarl 112,00 112,00 112,00 0,061 6.832 Keila 38,00 29,00 31,99 4,373 139.894 Bleikja 206,00 206,00 206,00 0,026 5.356 Skata 93,00 87,00 91,18 0,097 8.844 Skötuselur 275,00 112,00 144,60 0,025 3.615 Samtals 87,88 63,466 5.577.445 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA GÁMASÖLUR í Bretlandi 20. september Þorskur 207,49 141,16 Ýsa 202,39 136,06 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 20. september. Þorskur 219,66 87,86 Ýsa 180,05 93,62 Ufsi 91,46 72,02 Karfi 123,15 64,82 Olíuverö á Rotterdam-markaði 1. ág. -19. sept., dollarar hvert tonn nið, Fæðingarheimili Reykjavíkur, Fíkniefnalögregluna, Vímulausa æsku, Kvennaathvarfið, Hjarta- og lungnastöð, Heilsuverndarstöð — öldrunardeild, Seljahlíð — vistheimili fyrir aldraða, Krabbameinsfélagið — heimahlynningu. Þar fyrir utan hafa einstaklingar, sem staðið hafa í miklum bágindum og þrengingum, fengið umtalsverðan stuðningfrá „Poka-pésa“. Lionsklúb- burinn Eir í Reykjavík var stofnaður 12. janúar 1988, en hét áður Lio- nessuklúbburinn Eir. Stjórn klúbbsins skipa nú í ár: Jóna Ólafsdóttir, forntaður. Bjartey Friðriksdóttir, ritari. Guðlaug Ingi- bergsdóttir, gjaldkeri. (Úr fréttatilkynningu) Þórsmerkurgöngunm lýkur um helgina ÞÓRSMERKURGANGAN kemur í hlað í Básum á laugardag 22. sept- ember. Raðgangan hófst 14. janúar siðastliðinn við skrifstofu Utivistar i Grófinni 1 og hefur leiðin verið gengin í 17 áföngum. Ráðstefna um nýöldina RÁÐSTEFNA um nýaldarmál verður haldin í ráðstefnusal Hót- el Loftleiða á morgun, laugar- daginn 22. september, og hefst klukkan 14. í framhaldi af ráð- stefnunni verður kvöldsamkoma, þar sem boðið verður upp á upp- lestur úr ýmsum nýaldarbók- menntum o.fl., en samkomunni lýkur laust eftir miðnætti, með athöfn sem tengist jafndægri á hausti. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um nýaldarmál og er dagskráin sem hér segir: Klukkan 14 setning, Rafn Geir- dal skólastjóri. Klukkan 14.30 frétt- ir af Alþjóðaráðstefnu miðla, erindi Guðmundar Einarssonar verkfræð- ings. Klukkan 15.30 Lifðu í gleði, erindi Guðrúnar G. Bergmann, framkvæmdastjóra Betra lífs. Klukkan 16.30 Tíbet horðursins, erindi Þorsteins Bárðarsonar móts- stjóra Snæfellsássmótsins. Klukkan 17.30 Tengsl móður jarðar og heilsufars manna, erindi Hallgríms Þorsteins Magnússonar læknis. Klukkan 18.30 matarhlé. Klukkan 21 kvöldsamkoma með upplestri, spjalli o.fl., sem lýkur með sér- stakri athöfn um miðnætti er teng- ist jafndægri á hausti. Ráðstefnugjald er 1.000 krónur fyrir manninn. (Frcttatiikynning) ■ NÝfélagsmiðstöð, Selið, verður opnuð við Suðurströnd á Seltjarn- arnesi (í kjallara heilsugæslustöðv- arinnar)! kvöld klukkan 20.30. Á eftir leikur Risaeðlan fyrir dansi. Góð þátttaka hefur verið í Þórs- merkurgöngunni allt frá byrjun og hefur myndast um 30 manna kjarni sem hefur hvorki látið stórhríð né önnur válynd veður aftra sér frá þátttöku í göngunum. Athyglisvert er að stærsti hluti þeirra tæplega 1.000 þátttakenda í Þórsmerkur- göngunni er fólk sem gengið hefur í félagið á þessu ári. Göngumenn hafa lent í ýmsum ævintýrum á leið sinni inn í Bása. Þeir hafa þurft að ösla yfir ár og sprænur, verið feijaðir yfir stórfljót við forna feijustaði og jafnvel fengið heimsókn aftur úr fortíðinni en þar voru á ferð félagar úr Leikfélagi Selfoss, sem brugðu sér í gervi 19. aldar ferðafólks við hinn forna feiju- stað yfir Ölfusá við Laugardælur. Gengnar hafa verið gamlar þjóðleiðir og hafa göngumenn kynnst athyglis- verðum stöðum sem nú liggja utan alfaraleiða. Einnig hafa göngumenn kynnst staðarmönnum sem hafa ver- ið leiðsögumenn hópsins uin heima- slóðir sínar. Síðasti áfanginn, sem genginn verður núna á laugardaginn, hefst við jökullónið við Fjalljökul og verður gengið áfram inn með hlíðum Eyja- fjallajökuls og skoðaðar gjár og gil, jökullón og önnur náttúruundur sem Þórsmerkurfarar gefa sér að öðru jöfnu ekki tíma til að staldra við. Að kveldi laugardags tekur göngu- hópurinn síðan þátt í grillveislu í Básum, en þessa helgi er hin árlega haustlita- og grillveisluferð Utivistar. í Básum verður mikið um áð vera þetta kvöld. Eftir sameiginlega grill- máltíð verður heilmikil kvöldvaka við varðeld. M.a. verða afhent viður- kenningarskjöl og verðlaun fyrir góða þátttöku í Þórsmerkurgöngunni og einnig mun nýkjörin «skemmti- nefnd» Þórsmerkurgöngunnar standa fyrir sérstakri dagskrá. Þeir sem vilja vera með í þessari síðustu ferð Þórsmerkurgöngunnar geta valið um að fara frá Reykjavík á föstudagskvöld og gista í Básum eða þá að leggja af stað að morgni laugardags. Til baka er hægt að fara á laugardagskvöld og einnig á sunnu- dag. Einnig er boðið upp á dagsferð á laugardag og verður þá haldið til baka seint á laugardagskvöld að lok- inni grillveislu. Ollum farþegum Úti- vistar, sem eru í Básum á sunnudags- morgni, er boðið að taka þátt í fyrsta áfanga Reykjavíkurgöngunnar á sunnudag, göngu á Þríhyrning, án nokkurs aukakostnaðar. Vegna mikilla vinsælda Þórsmerk- urgöngunnar og fjölda áskorana, hefur verið ákveðið að láta ekki stað- ar numið í Þórsmörk, eða réttara sagt í Básum í Goðalandi, eins og svæðið heitir sunnan Krossár, heldur snúa við og taka fyrir valda staði á leiðinni úr Fljótshlíð til Reykjavíkur. Ekki verður um samfellda göngu að ræða eins og tilfellið var með Þórs- merkurgönguna heldur verða valdir forvitnilegir staðir og áhugaverðar gönguleiðir í uppsveitum Rangár- og Árnessýslu. Fyrsta ferðin í Reykjavíkurgöngunni verður farin næstkomandi sunnudag, 23. sept- emeber, og verður sem fyrr sagði gengið á Þríhyrning. Gengið verður upp frá Vatnsdal á suð-vesturhornið og geta gönguglaðir skokkað upp á hin hornin á meðan þeir rólegri njóta útsýnisins af vesturhorninu. Lagt verður af stað í ferðina frá Reykjavík kl. 9.00 um morguninn frá BSÍ- bensínsölu og úr Básum kl. H. Rút- an úr Reykjavík stansar við Árbæjar- safn,-við Fossnesti á Selfossi kl. 10, Grillskálann á Hellu kl. 10.30 og við Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 11. í öðrum áfanga Reykjavíkur- göngunnar eftir hálfan mánuð, verð- ur gengið um Krappann, perlu fyrir ofan Vallarkrók sem fáir þekkja. Verður gengið frá Fiská upp með Rangá og Tungufoss skoðaður. Síðan verður haldið áfram upp Krappa og að Keldum. Atriði úr leikritinu „Virgill litli“ sem Leikfélag Kópavogs sýnir. Leikfélag Kópavogs: Sýningar hefj- ast aftur á „Virgill litliu í FEBRÚAR sl. frumsýndi Leik- félag Kópavogs leikritið „Virgill litli“ eftir hinn vinsæla danska barnabókahöfund Ole Lund Kirkegaard. Leikstjóri var Ásdís Skúladóttir, Gerla _ gerði leik- mynd og Egill Örn Árnason lýsti sýninguna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi verkið og samdi auk þess fjör- ug lög og skemmtilega söngva við verkið þannig að segja má að Virg- ill sé orðinn að nokkurs konar söng- leik í þessari uppsetningu. Leiksýningin hlaut svo góðar við- tökur að nauðsynlegt er að sýna bæði á sunnudögum og laugardög- um, tvær sýningar báða dagana. Nú eftir sumarfrí hefur því verið ákveðið að taka Virgil aftur til sýn- inga. Fýrsta sýning verður nk. laug- ardag 22. september klukkan 14 og önnur sýning sama dag klukkan 16.30. Á sunnudeginum verða sýn- ingar á sama tíma. Afmæliskveðja: m Emil Björnsson Séra Emil Björnsson fyrrverandi prestur Óháða safnaðarins og fréttastjóri RíkisútVarps og Sjón- varps er 75 ára í dag. Sr. Emil er þjóðkunnur maður og segja má að hann hafi lyft mörg- um „Grettistökum" á farsælli starfsævi. Hann vann brautryðj- endastörf í fréttamennsku hjá út- varpi og sjónvarpi hér á landi og hann vann það stórvirki, ásamt mörgum öðrum dyggum samherj- um, að byggja upp fríkirkjusöfnuð og veita honum forystu í 34 ár sam- fleytt. Þegar safnaðarfólk Óháða safn- aðarins hélt upp á 40 ára afmæli safnaðarins sl. vor, afhenti sr. Emil söfnuðinum að gjöf handrit af sögu safnaðarins, sem hann hafði tekið saman og útbúið til prentun- ar. Sr. Emil færði söfnuðinum þá dýrmætustu gjöf, sem hægt er að fá við slíkt tækifæri: Nákvæma frá- sögn í mynd og máli af undirbún- ingi, stofnun og starfi safnaðar, sem um miðja öldina steig öruggum og fijálsum skrefum út í íslenskt samfélag og vann sér þar sess með farsælu starfi á akri Drottins. Undirbúningur er þegar hafinn að útgáfu ritsins og mun það verða tilbúið til prentunar í vetur og koma út á vordögum næsta árs. Safnaðarfólk Óháða safnaðarins færir sr. Etnil og frú Álfheiði bestu afmæliskveðjur og biður afmælis- barninu áframhaldandi bata og góðrar heilsu á ævikvöldinu. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.