Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Austurhluti Breiðamerkurjökuls og -sands 1990 (myndin hér að ofan) og 1945 (neðri myndin). Með samanburði á þessum tveimur loftmyndum sést hvað Breiðamerkurjökull hefur hopað mikið á 45 árum. Á nýrri myndinni er jaðar jökulsins eins og hann var 1945 merktur inn með punktalínu og sést að jökullinn hefur hopað um allt að tvo kílómetra á þessum tíma. Jökullinn hefur því hop- að af 1.000-1.500 hektara svæði þarna við suðaust- urjaðar Breiðamerkuijökuls. Efst með jökulrönd- inni, undir Felli, er Yeðurárlón og úr þvi liggur L/Ottmyna: i^anamænngar isianas Veðurá, nýtt Stemmulón sem myndast hefur á síðustu áratugum við jökulinn. Veðurá rann til sjávar en hefur fyrir löngu sameinast Stemmu. Á miðjum sandinum er síðan gamla Stemmulónið en úr því rann Stemma til sjávar. Myndin var tekin í byrjun mánaðarins þegar opnast hafði farvegur úr Stemmulóni meðfram og undir jökulröndinni í Jökulsárlón sem er lengst til vinstri á myndinni. Vatn situr enn í farvegi Stemmu en rennsli er ekkert. Merkilegur atburður að Stemma skyldi þorna - segir Egill Jónsson alþingismaður Skriðjöklar í byggðum Austur-Skaftafellssýslu hafa hopað mikið síðustu áratugina. Hefur það breytt landslaginu. Nýjasta dæmið um það er Stemma á Breiðamerkursandi en hún þornaði í byrjun mánað- arins og hefur Stemmulón nú affall í Jökulsárlón. Stemma á upptök í Breiðamerkuijökli og er lón hennar suðaustan undir jöklinum. Á þessu svæði hefur jökullinn hopað um allt að 2 km á 45 árum og svæðið sem jökull hefur horfíð af, eingöngu þarna, er 1.000-1.500 hektarar. Samkvæmt núgildandi vegaá- ætlun átti að byggja nýja brú á Stemmu enda brúin orðin léleg, að sögn Helga Hallgrímssonar að- stoðarvegamálastjóra. Heima- menn hafa átt von á þessum breyt- ingum á Stemmu þó þeir hafi ekki átt von á að það gerðist með jafn skjótum hætti og raunin varð á. Helgi sagði að Egill Jónsson, einn af alþingismönnum Austurlands, hefði til dæmis lengi talað um að svona myndi fara. „Tilefni þeirrar ógætilegu stað- hæfingar við gerð síðustu vegaá- ætlunar að óþarft væri að leggja fé til brúargerðar á Stemmu þar sem hún myndi bráðlega þorna en þess í stað væri betri kostur að veija því íj'ármagni til lagningar bundins slitlags á Breiðamerkurs- andi, voru upplýsingar sem ég hef viðað að mér um hjöðnun Breiða- merkurjökuls. I bók tveggja starfs- manna Landmælinga íslands, Landmótum og byggð í fimmtíu ár, eru til dæmis birtar sláandi myndir sem sýna breytingar á Breiðamerkuijökli. Auðvitað treystu menn ekki loforðum mínum um þessi efni og brúargerðin var því ákveðin," sagði Egill í samtali við Morgunblaðið. Egill sagði að með vaxandi umferð um Breiðamerkursand hefði vegurinn þar versnað ár frá ári og í byijun sumars hefði strax borið á kvörtunum yfir ástandi hans. „Þegar fyrir lá að hér í minni sveit, Nesjum, var ekki unnt að ákveða nýtt vegarstæði í tæka tíð og að bygging þess vegar frestað- ist fram á næsta ár varð að ráði að lána þá fjárveitingu til lagning- ar bundins slitlags á vegarkaflann á milli Jökulsár og Fjallsár á Breiðamerkursandi. Um svipað leyti og vegagerðarmenn komu til þeirra verka út á Breiðamerkur- sand breytti Stemma farvegi sínum og brúargerðin er þvl óþörf. Frá Fagurhólsmýri að Uppsölum í Suðursveit er 60 km vegarkafli sem enn hefur ekki verið lagður bundnu slítlagi þó mestur hluti hans hafí verið undirbyggður. Ég vona að hægt verði að finna ráð til að fjármagna lagningu bundins slitlags á þennan veg enda er hann oft átímum hálfófær," sagði Egill. Egjll hefur fylgst náið með breytingum á jöklunum í sýslunni á síðustu árum. Hann sagði að það væri mikill náttúrufarslegur at- burður í Austur-Skaftafellssýslu að Stemma skyldi þorna. „Á fyrstu áratugum þessarar aldar féllu þijár ár um austurhluta sandsins. Veðurá, Brennhólakvísl og Stemma. Á fyrri öldum þegar að jökullinn ruddist fram um miðbik Breiðamerkursands þrengdi hann að ánum svo að aðalvatnið rann um austurjaðar sandsins. Hurfu þá gjöful engjalönd og fom býli í sand og gijót. Síðast fór höfuðbó- lið og sýslumannssetrið Fell í Suð- ursveit, sem tók af í miklu vatns- hlaupi árið 1864,“ sagði Egill Jóns- son. Yfírlæknir Borgarspítalans: Getum ekki tekið við verkefímm frá Landa- koti án uppbyggingar ÖRN Smári Arnaldsson, yfirlæknir Borgarspítalans, segist telja það vera skynsamlegustu lausnina í spítalamálum á höfuðborgarsvæðinu að leggja niður Landakot sem bráðaspítala. Borgarspítali geti hins vegar ekki tekið við neinum verkefnum þaðan né annars staðar nema til komi stórfelld uppbygging. Örn Smári, á sæti í nefnd á vegum heilbrigðisráðherra sem á sl. vetri ræddi sameiningarmál spítalanna í Reykjavík. Hann sagði það ekki vera neitt launungarmál að þar hefðu menn ekki verið sammála og væri það meðal annars ástæða þess að nefndin hefði aldrei skilað áliti og ekki starfað neitt síðan í mars. Örn Smári sagði það sína skoðun að í því myndi ábyggilega felast sparnaður að reka einn eða tvo spítala í stað þriggja bráðaspítala og teldi hann því skynsamlegast að leggja niður Landakot sem bráð- aspítala. „Mér er það hins vegar al- veg ljóst að ef á að fara að gera einhveijar tilfærslur og sameina spítala þá kostar það býsna háa upp- hæð. Það liggur fyrir að kostnaður- inn við að breyta Landakoti í lang- legusjúkrahús er á annað hundrað milljónir króna og einnig er ljóst að Borgarspítalinn getur ekki tekið við neinum auknum verkefnum. Hann er þegar sprunginn og hver einasta deild býr við húsnæðisþrengsli. Þetta stendur starfseminni verulega fyrir þrifum og hefur ástandið farið versn- andi ár frá ári.“ Sagði Örn Borgarspítalann þess vegna ekki getað tekið við einu né neinu, hvorki frá Landakotsspítala né öðrum, nema til kæmi stefnu- breyting og byggður yrði upp mynd- arlegur spítali. Forstjóri Fangelsismálastofnimar: Nauðsynlegt að fara að tilmælum umboðsmanns HARALDUR Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, segir álit umboðsmanns Alþingis um tannviðgerðir fanga vera at- hyglisvert fyrir margra hluta sak- ir og að hann líti fyrst og fremst á það sem tilmæli til Alþingis og dómsmálaráðherra um að setja skýrari reglur um þessi mál. Umboðsmaður kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að fangelsis- málayfírvöldum beri að leggja út fyrir tannviðgerðum fanga en þau getið síðan krafíð viðkomandi fanga um þann kostnað með ákveðnum takmörkunum. „Aðalatriðið í þessu máli, eins og umboðsmaður bendir á, er að skýrari reglur vantar um þetta at- riði. Ég get tekið undir þá skoðun umboðsmanns og mér fínnst álit hans mjög fróðlegt að ýmsu leyti,“ sagði Haraldur Johannessen. „Ég tel nauðsynlegt að fara að þeim til- mælum hans að marka skýrari regl- ur um þetta efni. Menn geta ekki leyft sér að virða að vettugi til- mæli umboðsmanns að mínu viti.“ Hann sagði einnig mega benda á mörg önnur atriði er snertu fang- elsismál og aðbúnað fanga sem eflaust gætu verið verðugt verkefni fyrir umboðsmann að vekja athygli Alþingis á. Það væri ekki nóg að setja löggjöf með hástemmdum yfirlýsingum en hugsa ekkert um framhaldið og hvemig ætti að fram- kvæma þessi loforð. „Ég get verið sammála því áliti umboðsmanns að það sé ýmislegt í nýju fangelsislög- gjöfinni sem þurfí að skýra betur hvað varðar skipulag fangelsismála, markmið og leiðir," sagði Haraldur. Frú Belinde Hergtlátin HÉR Á eftir verður endurbirt frétt um andlát Belinde Hergt vegna mistaka í fyrri frétt: Frú Belinde Hergt andaðist í Miinchen 20. ágúst sl., 67 ára að aldri. Hún var doktor í læknisfræði með barnalækningar sem sérgrein. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Raimund Hergt, var sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands á íslandi frá 1974-1981. Eftir að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1981, settust þau hjónin að í Miinchen og áttu heimili í Kaulbachstrasse 104. Meðan þau dvöldust hér eignuð- ust þau fjölda vina og kunningja og voru mikils metin af öllum sem kynntust þeim, enda höfðingjar bæði í sjón og raun. Iðnaðarráðherra í Ungveijalandi JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fór sl. miðvikudag til Búdapest í opinbera heimsókn í boði Bela Kádárs ráðherra utanríki- sviðskipta í Ungveijalandi. I heimsókninni mun Jón eiga viðræður við Bela Kádár og Akos Peder-Bod, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við bankastjóra ungverska Seðlabankans og fleiri fulltrúa stjórnvalda. Þá verður Jón viðstaddur opnun alþjóðlegrar vörsýningar, sem árlega er haldin í Búdapest. Áætlað er að sýningu þessa sæki um 800 þúsund manns. Áð þessu sinni er Islending- um og Finnum sérstaklega boðið að kynna framleiðslu sína og þjónustu og mánudaginn 24. september verð- ur sýningin sérstaklega helguð Is- landi. Það er Útflutningsráð íslands sem skipuleggur þátttöku íslendinga í vörusýningunni, en þar verður lögð áhersla á nýtingu jarðhita og sölu á íslenskum búnaði og þekkingu í því sambandi. Þá kynna framleiðendur ullarvara, sjávarafurða og lagmetis vörur sínar. Á íslandsdeginum efnir sýningar- stjórnin til blaðamannafundar með fulltrúum Islands, fyrirtækið Virkir-Orkint heldur námstefnu um nýtingu jarðvarma og Rannveig Bragadóttir óperusöngkona syngur fyrir sýningargesti. ■ Með iðnaðar- og viðskiptaráð- herra verða í för ráðuneytisstjórarn-. ir Páll Flygenring, Björn Friðfinns- son og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Ungveijalandi með aðsetri í Bonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.