Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 h í MNUAUGí YSINGAR Bifreiðaumboð Sölumann eða -konu vantar til að selja nýja bíla. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. september merkTar: „M - 2130. Söngfólk Kór Seljakirkju er að hefja vetrarstarfið. Getum bætt við söngfólki í allar raddir. Upplýsingar gefur söngstjóri í síma 45968 eftir kl. 17.00 virka daga. Rafeindavirki Laus er staða rafeindavirkja hjá raftækni- deild Hafrannsóknastofnunar. Umsóknir sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 30. sept- ember. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri raftæknideildar. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 20240. Símavarsla Stórt fyrirtæki í austurborginni óskar eftir starfskrafti við símavörslu frá kl. 13.00-18.00. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „L - 8734“, fyrir þriðjudag. Kringlan Starfskraftur á aldrinum 30-40 ára óskast í hálfsdagsstarf í skemmtilega sérverslun í Kringlunni. Vinsamlegast hringið í síma 36228 eftir kl. 20.00. Slátursala - afgreiðslustörf Fólk vantar í tímabundna vinnu við afgreiðslustörf í Starmýri 2. Matvöruverslunina Austurver vantar fólk til almennra afgreiðslustarfa nú þegar. Alllar upplýsingar eru gefnar á staðnum frá kl. 9.00-12.00. Matvöruverslunin Austurver, Háaleitisbraut 68. Meinatæknir Viljum ráða meinatækni nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Eyjólfur Pálsson, framkvæmdastjóri og Hildur Oddgeirsdóttir, deildarmeinatæknir í síma 98-11955. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Barnafataverslun Vantar starfskraft til afgreiðslu í barnafata- verslun. Vinnutími frá kl. 1-6 eða 9-6 virka daga, og flesta laugardaga frá kl. 10-4. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 26. september merktar: „K - 2135“. RADA UGL ÝSINGAR HÚSNÆÐI í BOÐI Til leigu við Reynimel um 60 fm íbúð í góðu standi. Parket á gólf- um. Jarðhæð. Laus. Upplýsingar í símum 40840 og 41036. Iðnaðarhúsnæði HAGKAUP óskar eftir að kaupa 800 til 1000 fm iðnaðarhúsnæði, helst í Skeifunni eða næsta nágrenni. Upplýsingar veitir Magnús Ólafsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri í síma 686566. HAGKAUP TILKYNNINGAR SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Vegna úthlutunar úr framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1991: Vegna úthlutunar úr framkvæmdasjóði fatl- aðra árið 1991 óskar svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík eftirfarandi upplýsinga: 1. Yfirlit yfir stöðu þeirra framkvæmda í Reykjavík sem ólokið er og úthlutað hefur verið til úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. 2. Sundurliðaða framkvæmdaáætlun vegna ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun um fjármögnun hvers verkefnis. Sérstak- lega skal sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og möguleika hvers fram- kvæmdaaðila að fjármögnun til fram- kvæmdanna (þ.e. eigin fjármögnun eða önnur sérstök framlög). 3. Umsóknir framkvæmdaaðila í Reykjavík um fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1991. Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar berist svæðisstjórn eigi síðar en 27. sept. nk. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Orðsending til sauðfjáreigenda Athygli er vakin á því, að samkvæmt lögum um sauðfjárbaðanir, nr. 22 10. maí 1977, er skylt að baða allt sauðfé og geitur á kom- andi vetri (1990-1991). Skal böðun fara fram á tímabilinu 1. nóvember til 15. mars. Nota skal gammatox baðlyf. Sauðfjáreigendur skulu fylgja fyrirmælum baðstjóra og eftirlitsmanns um tilhögun og framkvæmd baðanna. Um heimild landbúnaðarráðherra til að veita undanþágu frá böðunarskyldu vísast til 1. mgr. 3. gr. laganna og breytingu með 39. gr. laga nr. 108 29. desember 1988. Er und- anþága háð meðmælum yfirdýralæknis og viðkomandi héraðsdýralæknis. Umsóknum sýslumanna um undanþágu skal fylgja vott- orð héraðsráðunauta í sauðfjárrækt og garnaveikisbólusetningarmanna, gærumats- manna og heilbrigðiseftirlitsmanna í slátur- húsum á svæðinu um að þeir hafi ekki orðið varir við kláða eða önnur óþrif í sauðfé og geitfé í hólfinu síðastliðin fjögur ár eða leng- ur. Landbúnaðarráðuneytið, 21. september 1990. BÁTAR-SKIP Skipasala Hraunhamars Til sölu 55 tonna stálskip með Caterpillar vél og 80 tonna eikarskip með Wichmann vél. Bæði skipin eru vel búin siglinga- og fisk- leitartækjum. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Fiskibátur til sölu MB Búrfell BA-223, skipaskrárnúm- er 1915, ertil sölu. Báturinn er 9,9 tonn af stærð, frambyggður plastbátur, smíðaður í Noregi árið 1988 og er vel búin siglingatækjum. Tilboð í bátinn óskast send Hilmari Jóns- syni, sparisjóðsstjóra sem gefur nánari upp- lýsingar. Eyrasparisjóður, Patreksfirði, sími 94-1151. KENNSLA Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur. Innritun fer fram laugardaginn 29. septem- ber kl. 10.00-12.00. Germanía. HÚSNÆÐIÓSKAST Húsnæði óskast Kennaraháskóli íslands óskar að taka á leigu 100-150 fm atvinnuhúsnæði fyrir kennslu í listgreinum. Æskileg staðsetning er í ná- grenni skólans við Stakkahlíð. Tilboð óskast send skrifstofu skólans fyrir 28. sept. nk. Kennaraháskóli Islands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, s. 688700. LÖGTÖK Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast að lögtök geti farið fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu, eftirtöldum gjöldum álögðum eða áföllnum í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Gjöldin eru þessi: Skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, skoðunargjald bifreiða, slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur skv. ökumælum dieselbifreiða í febrúar, mars, apríl, maí sl., gjaldföllnum söluskatti 1990 og viðbótar- og aukaálagn- ingu söluskatts vegna fyrri tímabila, launa- skattur v/1989 og gjaldföllnum launaskatti 1990, skipulagsgjald af nýbyggingum, vinnu- eftirlitsgjald, vanskilafé og álag skv. 1. nr. 50, 1988 um virðisaukaskatt fyrir janúar og febrú- ar með gjalddaga 5. apríl 1990, mars og apríl með gjalddaga 5. júní 1990, maí og júní með gjalddaga 5. ágúst 1990, og til hvers konar gjaldahækkana. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. 21. september 1990. l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.