Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. FLUGLEIÐIR hafa farið fram á 6% hækkun á innanlandsfargjöld- um frá 1. október vegna hækkun- ar á eldsneyti, og verður beiðni félagsins væntanlega tekin fyrir á fundi verðlagsráðs í dag. í greinargerð með hækkunarbeiðn- inni er tekið fram að hún sé ein- ungis sett fram til að mæta hækk- unum á kostnaði, ^^ sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, mun elds- neytisverð hækka um 36,7% frá júlí- verði 1. október og reikna mætti með 24% hærra verði í nóvember. „Hlutfall eldsneytiskostnaðar í rekstri innanlandsflugsins hefur ver- ið 11% það sem af er þessu ári, og því hækkunarþörfin vegna eldsneyt- iskostnaðar nú 7,1%. Framfærslu- vísitalan hefur síðan hækkað um 1% frá því síðasta hækkun var leyfð á far- og farmgjöldum í júlí, og er - j^uekkunarþörf þess vegna metin á 0,2%, eða samtals 7,3%. Gengi Bandaríkjadals hefur síðan lækkað um 7% frá áramótum, en kostnaður við innanlandsflugið honum tengdur er um 20%. Lækkun kostnaðar vegna lækkunar í Bandaríkjadal er því um 1,4%, og fara Flugleiðir því fram á 6% hækkun á far- og farm- gjöldum frá og með 1. október." Innanlandsflug Flugleiða: Farið fram m 6% hækk- unáfar-og farmgjöldum t -.1. Kristín Kjartansdóttir og börn hennar við komuna. Börnin eru: Samieh-Vala 21 árs, Nadia 17 ára, Salah klT ára og Salma 5 ára. Það er gott að vera komin heim - sagði Kristín Kjartansdóttir sem kom ásamt börnunum frá Kúvæt í nótt „ÞAÐ er gott að vera komin heim. Eg vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér við að komast hingað," sagði Kristín Kjartansdóttir, sem búsett hefur verið í Kúvæt, þegar hún kom ásamt Ijórum börnum sínum með vél Flugleiða frá Lundún- um til Islands skömmu fyrir miðnættið í nótt. Höfðu þau far- ið með íraskri vél frá Kúvæt í gegnum Bagdad til Lundúna en þangað komu þau seint á mið- vikudagskvöld. í Lundúnum tók íslenski sendiherrann, Helgi Ágústsson, á móti þeim. Dvöldu þau á heimili hans um nóttina og í gær. Eiginmaður Kristínar, Sameh Issa, dvelur enn í Kúvæt. Foreldrar Kristínar, systkini og fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu tóku á móti þeim á Keflavíkurflug- velli. I flugstöðinni fagnaði þeim Birna Hjaltadóttir, sem kom frá Kúvæt í síðustu viku. Hún sagði: „Guð, ég er svo fegin að sjá þig. Það vantar bara tvo í viðbót,“ og vísaði með þeim otðum til eigin- manna þeirra sem enn eru í Kú- væt.' Þær komu sér saman um að þeir væru líklegast að elda matinn. Áður en þær gengu út í kuldann vafði Birna stórum rauðum trefli um hálsinn á Kristínu og svarði því játandi þegar Kristín spurði hvort þar væri kominn „rauði dreg- illinn“. Borgarráð: Dulskygg-nir silji ekki einir að salernum Á FUNDI borgarráðs síðast- liðinn þriðjudag var sam- þykkt tillaga Kristínar Olafs- dóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, um að festa skilti utan á heilsugæzlustöðina á Vesturgötu 7, sem gefi til kynna að þar séu almennings- salerni innan dyra. Tillaga Kristínar hljóðaði svo: „Borgarráð samþykkir eftirfar- andi úrbætur á Vesturgötu 7. Merking verði sett utan á húsið um að þarna séu almenningssal- erni, svo að fleiri en þeir, sem gæddir eru dulskyggnigáfu, átti 'sig á þeirri þjónustu, sem boðið er upp á á þessum stað.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Byggingarsjóðir ríkisins gjaldþrota eftir 11-15 ár EIGIÐ fé Byggingasjóðs ríkisins verður uppurið eftir 15 ár og eig- ið fé Byggingasjóðs verkamanna eftir 11 ár, þó svo hætt verði strax lánveitingum úr sjóðunum. Þetta miðast við að staðið verði við þau lánsloforð sem þegar hafa verið gefín og að framlag ríkissjóðs í sjóðina falli niður frá og með ár- inu 1992. Eftir sem áður mun sjóð- ina skorta verulegt fé á þessum timamörkum til þess að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa þegar tekið á sig. Komi ekki Bankar með tillögnr um val á milli verð- og óvertryggðra lána HUGMYNDIR eru nú uppi hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum um að bjóða viðskiptavinum sínum að velja á milli verðtryggðra og óverð- tryggðra lána. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar Seðlabankanum og eru nú til frekari skoðunar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Samkvæmt lögum sem sett voru í mars 1989 er bönkum og spari- sjóðum nú óheimilt að verðtryggja lán sem eru til skemmri tíma en tveggja ára. Að óbreyttum lögum yrði þannig aðeins um valfrelsi að ræða milli lána sem eru til lengri tíma en tveggja ára. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að bankar og spari- sjóðir hefðu rætt það að undanförnu að lánþegum yrði gefinn kostur á að velja á milli verðtryggðra og óverðtryggða skuldabréfalána. „Við lítum svo á að meira jafn- vægi hafi ríkt á fjármagnsmarkaðn- um en verið hefur um langt árabil," sagði Valur. „Bankar og sparisjóðir telja af þessum sökum tímabært að stíga nýtt skref og að það sé tíma- bært að gefa viðskiptavinum meira valfrelsi en áður hefur tíðkast. Slík stefna er í samræmi við aukið frelsi á öllum sviðum fjármagnsmarkaðar- ins, bæði hér á landi og erlendis, og slíkt væri líka í samræmi við aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Lán til skemmri tíma en tveggja ára hafa eingöngu verið óverðtryggð en lán til lengri tíma hafa þarafleiðandi verið verðtryggð. Það er ekkert einhlítt hvorn kostinn viðskiptavinir mundu taka vegna þess að það er mismunandi greiðslubyrði af lánum eftir því hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð. Viðskiptavinir mundu þannig sjálfir geta metið hvort hentaði þeim betur." aukin ríkisframlög til megi reikna með að vextir á útlánum beggja byggingasjóðanna eftir 1984 þurfi að liækka í 5% til að koma í veg fyrir rýrnun eigin fjár sjóð- anna. Þetta er niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar sem hún hef- ur unnið að beiðni forseta Alþing- is vegna fyrirspurnar Þorsteins Pálssonar, alþingismanns. Til þess að Byggingasjóður ríkis- ins standi við skuldbindingar sínar að ofangreindum forsendum gefnum þarf árlegt framlag ríkissjóðs til hans að vera 460 milljónir króna fram til ársins 2005 og framlagið til Byggingasjóðs verkamanna þarf að vera 370 milljónir króna að með- altali fram til ársins 2016. Hætti sjóðirnir strax útlánastarfsemi og framlag ríkissjóðs falli niður þyrfti í árslok 2028 að leggja þeim til 62 milljarða króna til þess að þeir geti staðið við skuldbindingar sínar við lánardrottna. Ef hins vegar verður haldið uppi óbreyttri starfsemi byggingasjóð- anna frá því sem nú er og framlög ríkissjóðs haldist óbreytt má gera ráð fyrir að sjóðirnir þurfi 400 millj- arða króna árið 2028 eða ijórföld fjárlög íslenska ríkisins í ár til þess að þeir geti staðið að fullu við skuld- bindingar sínar. Þá kemur fram í skýrslunni að framlag ríkissjóðs' til byggingasjóð- anna árið 1990 er 40% minna en framlag ársins 1986 reiknað á verð- lagi í júní í ár eða 4,2 milljarðar samanborið við 2,6 milljarða í ár. Á hinn bóginn hafi árlegur kostnaður ríkissjóðs í formi vaxtaniður- greiðslna og skattaívilnana til handa þeim sem hafi eignast húsnæði um það bil fjórfaldast eða hækkað úr 858 milljónum króna í 3,7 milljarða króna. Þá kemur fram að rekstrarkostn- aður Húsnæðisstofnunar hafi aukist um 92% frá árinu 1985 til ársloka 1989. Þrátt, fyrir að verkefni stofn- unarinnar hafi vaxið að umfangi telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að fram fari stjórnsýsluendurskoðun á henni í ljósi þessa. „Meginniðurstaðan er sú að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur fjár- hagur byggingasjóða ríkisins verið lagður í rúst. Sjóðirnir eru einfald- lega gjaldþrota," sagði Þorsteinn Pálsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.