Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 13 að standa undir eigin rekstri. Eins og fyrr segir er útvarpsstjór- inn kominn út á hála braut þegar hann fer að ræða fjármál stofnunar- innar. Það væri til að mynda gaman að vita hvað réttlætir mun tíðari ferðalög starfsmanna hans til út- landa, en hjá samkeppnisaðilum. Má hér nefna innkaupaleiðangra vegna dagskrár sjónvarps til staða eins og Moskvu, Parísar og fleiri borga fyrir utan alla þá reglulegu markaði sem viðkomandi starfs- mönnum er ætlað að sækja, en þeir eru mun fleiri en þeir innkaupa- markaðir sem starfsmenn Stöðvar 2 og Sýnar hafa nokkurn tíma fund- ið sig tilknúna að bera sig eftir þrátt fyrir helmingi meiri innkaup. En það verður kannski að virða viðkomandi starfsmenn og stofnun- ina í slíkum málum, enda óhægt um vik að greiða starfsmönnum þau laun sem þeir geta verið sáttir við og því mun þægilegra gagnvart okkur hinum að horfa framhjá svona smáræði ef það hugsanlega getur sefað óánægju viðkomandi um stundarsakir. Að lokum óska ég Markúsi far- sældar í starfi og vona að hann eigi eftir að kynnast betur innviðum eigin fyrirtækis áður en yfir lýkur. Höfundur er sjónvnrpsstjóri Sýnar. __________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Vetrarstarfið hefst mánudaginn 24. sept. nk. í Skipholti 70 (2. hæð) með einskvöldstvímenningi. Mánudaginn 1. okt. hefst aðal- tvímenningur, 5 kvölda. Keppni hefst stundvíslega kl. 19.30 öll mánudagskvöld. Þátttaka er öllum heímil. Spilastjóri í vetur verður Sigurð- ur Vilhjálmsson. Þátttökutilkynningar og upplýs- ingar hjá Ólafi í síma 71374. Hjónaklúbburinn Starfsemi félagsins hefst þriðju- daginn 25. sept. með 1 kvölda tví- menningi og síðar hefst 3ja kvölda tvímenningur. Spilað verður í húsi bridssambandsins í Sigtúni 9, og hefst spilamennska kl. 19.30. Spil- arar geta skráð sig í síma 22378 (Júlíus). Nýir félagar velkomnir. Bridsfélag kvenna Aðalfundur félagsins var haidinn 17. sept. sl. Mjög góð mæting var. í stjórn voru kosnar Ólína Kjartans- dóttir (formaður), Brynhildur Matt- híasdóttir (gjaldkeri) og Sigríður Möller (ritari). 24. sept. hefst síðan 3ja kvölda tvímenningur og þar á ♦ ♦ eftir hefst síðan barometerinn vin- sæli (4-6 kvöld). Hægt er að skrá sig í síma 32968 (Ólína) og 82254 (Brynhildur). Allar konur eru vel- komnar. Bridsdeild Rangæingafélagsins Miðvikudaginn 26. sept. hefst spilamennskan hjá deildinni með verðlaunafhendingu og eins kvölds tvímenningi. Gamlir og nýir félagar eru vei- komnir og hváttir til að mæta í Ármúla 40, 2. hæð, ekki seinna en kl. 19.3. Hreyfill - Bæjarleiðir Vetrarstarf bílstjóranna hefst mánudaginn 24. september með tvímenningskeppni. Spilað verður að venju í Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg. Spilamennska hefst kl. 19,30. KongoROOS kuldaskór m/riflás Stærðir 25-39 Litur svartur Verð frá kr. 3.995,- 5% staðgr. afsl. Póstsendum samdægurs —''SKORUÍÍÍ VELTUSUND11 21212 Kringlunni, sími689212 Domus Medica S.18519. NÚ ER HANN TVÖFALDUR UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 M . . *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.