Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 Launanefndir úrskurðuðu verðbætur á tvennan hátt LAUNANEFND Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda og Sam- bands bankamanna og bankanna úrskurðaði í gær að 550 króna eingreiðsla skyldi koma á laun 1. október vegna verðbóta október og nóvembermánaðar og síðan myndu launataxtar hækka um 0,27% 1. desember, auk áfangahækkunar sem þá er fyrirhuguð. Launa- nefndir Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisins og Kennara- sambands Islands og ríkisins ákváðu hins vegar að 0,27%-hækkunin kæmi á taxta frá 1. október. Ákvörðun verðbóta er tilkomin vegna hækkunar framfærsluvísitölu umfram viðmiðunarmörk kjarasamn- inga. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að ýmsar ástæður væru fyrir því að þeir hefðu talið eingreiðslu verðbóta fyrir október og nóvember heppi- lega. Fyrir það fyrsta væru verð- bæturnar miðaðar við 102 þúsund króna meðaiaun en % hlutar félags- manna ASÍ væru undir þeim mörk- um og því högnuðust þeir í heild á að þessari aðferð væri beitt. í öðru lagi væri ekki minnsta ástæða til verðhækkana vegna þessa úrskurð- ar og það væri afar mikilvægt að verðlagsaðhaldið tækist jafnvel áfram og til þessa. „Ég hefði kosið að það yrði al- menn samstaða um þessa leið, en virði alveg þau sjónarmið sem hafa komið fram hjá opinberum starfs- mönnum. Þetta er ekki stórt mál og það verður hver og einn að meta hvað hann telur skynsamlegt í þessum efnum,“ sagði Ásmundur ennfremur. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að það hefði orðið nið- urstaða þeirra að tryggja öllum fé- lagsmönnum BSRB áð þeir hækki um það sama hlutfallslega, enda sé þessi leið mjög einföld í hinu opinbera launakerfi. Þarna sé um sáralitlar upphæðir að ræða og því sé það ekkert meginatriði hvað leið hafi verið valin. Mestu máli skipti að það hafi tekist að ná tökum á Búnaðarbanki lækk- ar vexti um 1,25-2% BÚNAÐARBANKINN hefur lækkað nafnvexti útlána um 1,25-2%, og tekur vaxtabreytingin gildi í dag. Þá lækka vextir kjörbókar Landsbankans úr 10% í 9%. Islandsbanki og Landsbanki munu vænt- anlega lækka útlánsvexti um mánaðamótin, en hafa ekki tekið ákvörð- un um vaxtabreytinguna. Stefán Pálsson bankastjóri Bún- aðarbankans sagði að forvextir Ótíð á Suðurlandi: Fjallmenn í erfíðleikum Syðra-Langholti. FJALLMENN sem fóru í svo- nefnt eftirsafn, sem er önnur leit hér á Hrunamannaafrétti, hafa lent í óveðri og erfiðleikum. Þeir fóru á fjall síðastliðinn sunnudag og hafa hreppt vond veður. í gær komust þeir við illan leik úr Ásgarði í Kerlingafjöllum í leitar- mannaskálann í Leppistungum í stað þess að fara í Svínárnes sem er á miðjum afréttinum. Þeir eru níu saman og hafa með sér íjór- hjóladrifna dráttarvél. Blindbylur var þama innfrá allan daginn svo vart sást út úr augum. Vonast er til að þeir nái í Svínámes í dag en yfir erfiðar ár er að fara. Sig. Sigm. víxla lækkuðu um 1,5% og eru nú 12,25%. Yfirdráttarlán lækka um 2%, í 15,5%, og kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa lækka um 1,25%. Það þýðir að algengir vextir á skuldabréfum verða 12,5%. Stefán sagði að ástæða þessarar vaxtalækkunar væri fyrst og fremst lækkun verðbólgunnar, og að reynt væri að hafa samræmi á verð- tryggðum og óverðtryggðum útlán- um. Óverðtryggðu útlánin væru nú mun hærri og hlytu því að fara niður. verðbólgunni og sá árangur sé miklu mikilvægari en sú litla pró- sentuhækkun sem sé til umræðu nú. „Annars lít ég svo á að þjóðar- sáttin sé fyrst og fremst krafa um breytingar og nú hafa skapast for- sendur til þeirra. Það hefur staðið á að fjármagnskerfið hafí látið til sín taka og það verður ekki liðið að það standi ábyrgðarlaust hjá. Vaxtabyrðin hefur leikið mörg heimili og heilar atvinnugreinar illa og raunvaxtalækkun er miklu stærra kjaraatriði en þessa litla hækkun sem við vorum að úrskurða núna,“ sagði Ögmundur. Maður ákærður fyr- ir misneytingn: Komst yfír 2,5 millj. og fór úr landi SAKADÓMUR Reykjavíkur hef- ur til meðferðar mál gegn manni sem ákærður er fyrir að hafa notfært sér vanheilsu, greindar- skort og dómgreindarleysi konu nokkurrar til að fá hana til að undirrita 20 fjárskuldbindingar, samtals að höfuðstóli um tvær og hálf milljón króna. Ekki hefur reynst unnt að taka málið fyrir í sakadómi þar sem hinn ákærði dvelur erléndis og ekki er vitað með vissu hvar hann heldur sig. Maðurinn fékk konuna til að gefa út tékka, víxla og skuldabréf, fyrir 2,5 milljónir króna að höfuð- stóli en málið var höfðað í fyrra- vor. Þessar skuldbindingar leiddu til þess að hún varð gjaldþrota og missti eigur sínar. Talið er að mað- urinn hafi gert konuna háða sér og misnotað traust hennar með þess- um hætti. Málið var höfðað í fyrra- vor en síðan hefur ekki reynst unnt að ná til mannsins þar sem hann hefur haldið sig erlendis. Aðalsteinn Guðmundsson heldur á heytuggu og si\jó úr nýslegn- um fiekknum. Snjór í slægjunni Selfossi. „ÞETTA ER fínt í hrossin, maður rúllar þessu upp og fleygir siðan í þau,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson á Húsatóftum 2a á Skeiðum, sem í gær var að slá túnspildu. Hann hóf sláttinn í fyrradag en varð að hætta vegna þess hversu mikið snjóaði. Bændur eiga víða óslegin tún og nokkrir eiga flatt hey þó flest- ir hafi sloppið fyrir horn með heyskapinn. „Það hefur ekki móað af steini Brynjólfur sagði svona frá því 9. júlí, ekki til að þurrka óþurrkatíð ekki hafa komið frá hey,“ sagði Brynjólfur Guðmunds- son á Núpstúni í Hrunamanna- hreppi. Hann á flatt hey á fimm hekturum og nokkrar túnspildur óslegnar. Hann kvaðst láta þær eiga sig en hann þyrfti að ná síðasta flekknum fyrir rollurnar. „Þetta væri í lagi ef ekki væri frost og hann næði að blása sæmi- lega í þetta,“ sagði Brynjólfur, en í gær fór hitastigið varla upp fyr- ir frostmarkið. því 1969, en þá rigndi allt sumar- ið þar til fjóra daga í lok ágúst. Tveir dagar komu þetta ár þurrir í september og 26.-28. ágúst voru góðviðrisdagar. Óþurrkatíðin kemur illa við suma bændur. Flestir eru sloppnir fyrir horn með heyskapinn og er þar fyrir að þakka rúllubagga- tækninni. — Sig. Jóns Fjárhagrir Kópavogs verri en ársreikningar 1989 sýna FJÁRHAGSSTAÐA bæjarsjóðs Kópavogsbæjar um síðastliðin áramót var verri en ársreikning- ur fyrir árið 1989 sýnir. Nettó- skuld samkvæmt ársreikningi var vantalin um 109 milljónir króna og hreint veltufé ofmetið um 94 milljónir. Þetta kemur fram í úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðsins, sem Endurskoð- Ritsafnið íslensk skip að koma út ÚT ER að koma hjá Iðunni ritsafnið „íslensk skip“. Alls er um fjögur bindi að ræða sem hafa að geyma upplýsingar um nánast öll skip og báta sem á íslandi hafa verið frá árinu 1860 fram á mitt árið í ár. Greint er ítarlega frá ferli skipanna úr skráðum heimildum, stærð, gerð, öllum skráningum og umskráningum, eigendum og endalokum ef um slík er að ræða. Á þriðja þúsund mynda er að finna í verkinu og eru sumar þeirra mjög sjaldgæf- ar. Höfundur verksins er Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð í Vest- mannaeyjum. í formála segir Jón Bjömsson að upphaf verksins megi rekja til þess er hann var staddur hjá vina- fólki í Vestmannaeyjum fyrir mörgum árum. Þegar hann fór að skoða myndir hafi rifjast upp ótal minningar frá uppvaxtarár- um hans í Eyjum. Hafi þær kveikt með honum löngun til að eignast myndir af sem flestum Eyjabátum og hafi hann byrjað að safna. Fljótlega kom að því að Jón ákvað að einskorða sig ekki aðeins við Vestmannaeyjar og að ágrip af sögu hvers báts þyrfti að fylgja myndinni. „Að lokum var komið að því að ég fór að viða að mér upplýs- Jón Björnsson ingum um alla báta og skip, hvort sem mér auðnaðist að finna mynd- ir af þeim eða ekki. Segja má að hér sé nú komin heildarskrá yfir öll skip sem skráð hafa verið á íslandi," segir í formála Jóns. endaþjónustan framkvæmdi að beiðni bæjarstjóra í júnímánuði síðastliðnum og var kynnt í bæj- arráði Kópavogs í síðustu viku. Samkvæmt úttektinni var nettó- skuld bæjarsjóðs um áramót 710 milljónir króna, en var í ársreikn- ingi talin 109 milljónum króna lægri, eða 601 milljón. Hreint veltufé var í ársreikningi talið 34,3 milljónir, en er samkvæmt endur- skoðun neikvætt um 59,6 milljónir, mismunurinn er 93,9 milljónir. Þá segir að fjárhagsstaða bæjar- sjóðs hafi „versnað verulega undan- farin ár. Nettóskuld sem hlutfall af sameiginlegum tekjum hefur hækkað úr 19,2% í árslok 1985 í rúmlega 60% í árslok 1989.“ Fram- kvæmdir og fjárfestingar áranna 1986-1989 fóru samkvæmt úttekt- inni umtalsvert fram úr því sem reksturinn skilaði. „Skuldir hafa því hlaðist upp,“ segir í niðurstöðum. Heildarskuldir á hvern íbúa Kópavogs hafa hækkað, miðað við verðlag í árslok 1989, úr 32.068 krónum í lok árs 1985 í 85.231 krónu í lok síðasta árs. Það er 165,8% raunaukning. Á sama tíma jukust heildartekjur á hvern íbúa um 29%. Þá segir að hæpið virðist að nið- urstöður fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár standist miðað við rekstrar- afkomu fyrstu fimm mánuðina. „Ýmislegt bendir til að tekjur verði lægri en áætlað var og útgjöld hærri.“ Gunnar Birgisson formaður bæj- arráðs Kópavogs segir þessar niður- stöður staðfesta það sem sjálfstæð- ismenn hafi haldið fram um fjármál bæjarins fyrir kosningar í vor. „Nið- urstöðumar sýna að síðastliðið kjörtímabil hefur bærinn safnað allt of miklum skuldum og rekstrar- kostnaður bæjarins er allt of mik- ill. Fjármál bæjarins eru komin á hættumörk og verður augljóslega að taka duglega til höndunum að koma þeim í lag,“ segir Gunnar. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins segir að frá sínum bæjardyrum séð komi af- skaplega fátt á óvart í þessum nið- urstöðum. „Þær eru mjög í sam- ræmi við það sem reikningar þeir sýndu, sem við vorum búin að fá fyrir kosningar.“ Hann segir niður- stöðurnar sýna að heildarskuldir hafi hækkað mun minna en and- stæðingar fráfarandi bæjarstjóm- armeirihluta hafi haldið fram fyrir kosningar. Hann segir að eigna- staða bæjarins sé góð, 7,5 milljarð- ar króna, og að þar sjáist í hvað peningarnir, skuldaaukningin, hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.