Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 UM ÖRNEFNI eftir Einar Þ. Guðjohnsen Örnefnaruglingur er algengur um allt. land. Fjöldi staða hefur fleiri en eitt nafn, einkum þó ef til þeirra er sótt úr fleiri áttum og héruðum. Þetta er eðlilegt og ætti ekki að þurfa að valda deilum. Samt er það svo að margir verða æfir þegar um sum nöfn er rætt og telja sitt nafn það eina rétta. Best verð- ur þetta kannski skýrt með dæm- um, sem tekin eru víðsvegar að. 1. í ánni Dynjandi í Amarfirði eru nokkrir fossar sem allir hafa sín sérheiti. Efsti fossinn nefnist Fjallfoss, en sumir verða æfir þegar þeir heyra og sjá það nafn og krefj- ast þess, að fossinn skuli heita Dynjandi svo sem áin og bærinn, nú eyðibýlið, fyrir neðan. Séra Sig- urður Jónsson, faðir Jóns forseta, nefnir fossinn skýringarheitinu fjallfoss árinnar í sóknarlýsingu frá 1839 og skrifar með litlum staf. Arnfirðingurinn og skólabróðir minn Andrés Davíðsson kennari sagði mér að Arnfirðingar notuðu almennt Fjallfoss-nafnið og hafði það m.a. eftir ömmu sinni. Sjálfum fínnst mér það eðlilegast, að efsti fossinn hafí sitt sérheiti svo sem aðrir fossar árinnar og heiti Fjall- foss, en einnig mætti segja að bæði nöfnin geti verið jafngild. 2. Um miðja síðustu öld fóru Bárðdælir suður í Vopnaskarð að leita kinda og fundu í leiðinni áður óþekktan dal í sunnanverðum Tungnafellsjökli, sem þeir nefndu gjarna Fljótsjökul. Dalinn nefndu þeir skýringarheitinu nýja Jökuldal. I grein í Norðanfara 1876 nefnir „Samt er það svo að margir verða æfír þeg- ar um sum nöfn er rætt og telja sitt nafn það eina rétta.“ séra Sigurður Gunnarsson dalinn Nýjadal. Lengi voru nokkrar deilur um það hvort nafnið væri rétt og nú eru þau bæði á kortum og nokk- urnveginn jafnrétthá. 3. I Norður-Þingeyjarsýslu er Axarfjörður, fjörður og sveit með sama nafni. Ég er alinn upp á Húsavík og þar og víðar í suðursýsl- unni var og er enn alltaf talað um Axarfjörð. Nú hafa menn samþykkt norður í Axarfírði, að Öxarfjörður skuli vera það eina rétta. Gott og blessað fyrir þá en ég og fleiri nota áfram Axarfjarðamafnið, og svo gera einnig menn úr sveitinni sjálfri. Að mínu áliti eru bæði nöfn- in jafngild og noti hver þá mynd sem honum hentar. 4. í Hrunamannahreppi era fell- in Miðfell og Galtafell og samnefnd- ir bæir við þau. Nú heyrast ýmsir tala um Miðfellsfjall og Galtafells- fjall, sem auðvitað er hreint rugl. 5. Milli Kerlingarfjarðar og Skálmarfjarðar vestra er Skálmar- nes eða Múlanes. Yfír því rís Skálm- arnesmúli en það nafn hefír flust á bæinn fyrir neðan og eftir stendur Múlatafla á kortum. Þar norður af heitir nú Skálmarnesmúlaflall á kortum en í sóknarlýsingu sinni nefnir séra Ólafur Sívertsen það Skálmarnes- eður Múlaíjall, svo að þarna er augljós raglingur og nafnaflutningur á ferðinni. 6. í sjónvarpsþætti um göngu- leið með Norðlingafljóti nefndi ég að Tungan (upphaflega Kalmans- tunga) væri stundum nefnd Tungu- fell. Þetta hafði ég lesið í Árbók FI 1953 um Mýrasýslu eftir Þor- stein Þorsteinsson, sýslumann, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Tveim dögum eftir þáttinn kom frú ein úr Hvítársíðunni fram í útvarpi og átti engin orð til að lýsa þessu rugli í þessum leiðsögumanni, sem hún vissi ekki einu sinni hvað hét. Seinna hringdi ég í frúna og sagði hún að bók Þorsteins væri full af vitleysum og að hann hafi ekki vit- að neitt. Já, djúpt er nú tekið í ár- inni. Er ekki þetta augljóst dæmi um fjöll sem nefnd eru fleiri en einu nafni og sumir þekkja þau ekki öll þó að nærri búi? Ég nefndi einnig Húsafell, vestasta fellið fyrir ofan bæinn Húsafell. Þetta sagði frúin einnig vera rugl í mér. Samt heitir fjallið svo í raun og er það nafn á öllum kortum Landmælinga. I Ár- bók FÍ 1988 á korti á bls. 44 heit- ir það allt í einu Útfjall. Það getur vel verið að í daglegu tali heima- manna á Húsafelli sé þetta útijall, en að umskíra ijailið á þennan hátt er lágkúrulegt. Það er algengt víða um land að talað sé um útfjall, inn- ijall, austurijall, suðurfjall o.s.frv. sem skýringarheiti en að gera þetta að raunveralegum nöfnum og ryðja gamalgrónum nöfnum burt er alveg út í hött. 7. Skaginn milli Eyjaijarðar og Skagafjarðar hefir verið nefndur Tröllaskagi _ undanfarna áratugi. Landið þitt Island telur nafnið vera komið frá Pálma Hannessyni, rekt- or, sem var Skagfirðingur að ætt og upprana. Nýútkomin Árbók FÍ Einar Þ. Guðjohnsen 1990 ijallar um Tröllaskaga austan- verðan en það nafn virðist vera í banni hjá ritstjóranum og heitir bókin Fjalllendi Eyjaijarðar að vest- anverðu. Grein Hjartar E. Þórarins- sonar um byggð í tröllagreipum á bls. 63 byrjar svo: „Nýnefnið Trölla- skagi verður smám saman tamt í munni enda er það réttnefni.“ Svo langt gengur ritstjórinn í glópsku sinni að hann hafnar staðreyndum og nafnið Tröllaskagi kemur ekki fyrir í örnefnaskrá í bókarlok. Von- andi verður þessi ritstjóri látinn víkja áður en hann fær eyðilagt orðstír þessa ágæta safnrits sem Árbók FÍ er og á að vera. 8. Fyrir mörgum árum var hópur Ferðafélagsmanna staddur á Kili að hausti til. Reistur hafði verið bautasteinn á nafnlausri öldu 'norð- an vatnaskila í minningu Géirs Zoéga sem verið hafði forseti FÍ og frumkvöðull um ljallvegi. Jón Eyþórsson sótti formlega um það fyrir hönd FÍ að aldan fengi nafnið Geirsalda. Þá reis upp Jón nokkur úr Biskupstungum og spurði hvern andskotann við Reykvíkingar vær- um að skíra þeirra land, aldan héti, Fjórðungsalda. Ég spurði fjallkóng- inn þeirra, Þórð Kárason frá Litla- Fljóti, um þetta. Hann svaraði af sinni alkunnu hógværð, og vildi reyna að vernda nokkuð sinn mann, að hann hefði heyrt nafninu fleygt en þeir notuðu það aldrei. Þannig varð það að Fjórðungsalda á Sprengisandi var flutt í vitleysu vestur á Kjöl og komst seinna á kort. Hvernig getur svona nokkuð gerst? Auðvitað hefir aldan aldrei heitið Fjórðungsalda, og er auk þess norðan vatnaskila og ekki í landi Biskupstungna. Bændur eiga vissan afnotarétt af hálendinu, nokkuð takmarkaðan þó, en að þeir eigi sjálft landið og ráði einir ör- nefnum er alveg út í hött. Ég nefni ölduna að sjálfsögðu Geirsöldu og segi gjarna söguna um nafnaruglið og hvaða Jón úr Tungunum var að verki þó að ég sleppi því hér. 9. Innan við Tungná er vatna- klasi sem almennt er nefndur Veiði- vötn í dag. Skaftfellingar sóttu fyrr- um til þessara vatna og nefndu Fiskivötn. í Ferðabók sinni frá lok- um átjándu aldar nefnir Sveinn Pálsson aðeins Fiskivatnanafnið. Skaftfellingar riðu yfír Tungná þar sem hún breiðir úr sér við Faxasund og stýrðu beint á Böll, sagði Páll Pálsson byggingameistari ættaður úr Meðallandi, en nú heitir stein- drangurinn Tröllið við Tungná. Hálendisleiðirnar norðan Suður- jökla heita ekki það sama í munni Skaftfellinga og Rangæinga. Þannig má lengi telja upp og benda á mismunandi nafngiftir sem eðlilega breytast og þróast með tímanum. Við megum samt ekki taka hvað sem er gilt. Höfundur hefír unniö að ferðamálum um áratuga skeið. (Bauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI fflMWÍh $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN Hvað er líkt með hrafhi og’ skrifborði? eftirHrein Loftsson Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðheiTa, birtist í frétt- atíma Stöðvar 2, laugardaginn 15. september sl., og var tilefnið gagn- rýni sem nýlega hefur komið fram frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, á embættis- færslu ráðherrans. Lögmaðurinn hefur í sérstakri álitsgerð gagn- rýnt þá ákvörðun skrifstofu Afla- miðlunar, að svipta fjögur fyrir- tæki heimildum til útflutnings á ferskum físki. í álitsgerðinni segir Jón Steinar að skrifstofan hafi ekki vald til slíkra aðgerða þar sem hana skorti lagagrundvöll. Ut- anríkisráðherra hafí á sínum tíma ekki haft'heimild til að framselja vald sitt til útgáfu útflutningsleyfa til aðila utan stjórnkerfisins. Þessari gagnrýni á framsal ráð- herravalds svaraði Jón Baldvin á þá leið, að álitsgerð lögmannsins hvíldi á misskilningi. Slapp hann við svo búið frá áhorfendum og þurfti ekki að færa nema afar létt- væg rök fyrir þessum ummælum sínum. Rifjaðist þá upp að það virðist vera orðin viðtekin venja Jóns Baldvins, að svara allri gagn- rýni með því að bregða öðrum um skilningsskort. Sama gildir þegar menn eru á öndverðum meiði við ráðherrann og lýsa annarri stefnu en stefnu hans. Slíkt er ávallt byggt á misskilningi. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um sjálfbirg- ingshátt ráðherrans. Skemmst er að minnast þess þegar Jón Baldvin reyndi að lesa sinn skilning út úr þeim orðum Francois Mitterrands, Frakklands- „Þráhyggja Jóns Bald- vins í EB-málunum virðist vera komin á það stig, að honum er ómögulegt að taka ábendingumjafnvel frá æðstu ráðamönnum öflugustu aðildarríkj- anna.“ forseta, á blaðamannafundi hér á landi, miðvikudaginn 29. ágúst sl., að íslendingar ættu að taka upp tvíhliða viðræður við EB og gera sérstakan samning við bandalagið vegna sérstöðu sinnar. Virtist utanríkisráðherra mislíka að fréttamönnum og öðrum virtist sem forseti Frakklands væri að lýsa svipuðum hugmyndum og sjálfstæðismenn undir forystu Þor- steins Pálssonar hafa haft í mál- inu. Gekk Jón Baldvin svo langt að brigsla mönnum um misskiln- ing og mistúlkun á ummælum for- setans. 1 Morgunblaðinu, miðviku- daginn 12. september sl., birtist svo skýring franskra stjórnvalda á ummælum forsetans sem sýna að hafi einhver misskilið Mitter- rand þá var það Jón Baldvin Hannibalsson. Svipað var upp á teningnum þégar Uffe Ellemann Jensen, ut- anríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi áherslu EFTA-land- anna á samflot í viðræðum við EB. Hvatti hann Norðurlöndin til að fara eigin leiðir. Átti Jón Bald- vin ekki til nógu sterk orð til að lýsa undrun sinni á því hvernig sá danski gat misskilið málið svo herfilega. Uffe-Ellemann var þó aðeins að lýsa skoðun sem á greinilega hljómgrunn meðal fleiri forystumanna EB-ríkjanna. Þráhyggja Jóns Baldvins í EB- málunum virðist vera komin á það stig, að honum er ómögulegt að taka ábendingum jafnvel frá æðstu ráðamönnum öflugustu að- ildarríkjanna. Virðist það stafa af því einu að hann getur ekki sætt sig við þá staðreynd, að það var Þorsteinn Pálsson sem fyrstur lýsti efasemdum um ágæti samflots EFTA-ríkjanna í viðræðum við EB. Hún nagar hann sjálfsagt samviskan vegna dæmalausrar ræðu á Alþingi í desember á sl. ári þegar hann réðist af heift, á formann Sjálfstæðisflokksins m.a. vegna afstöðu hans gagnvart við- ræðum EFTA og EB. Síðasta dæmið sem ég vil taka um drýgindi Jóns Baldvins þegar hann þarf að rökstyðja skoðanir sínar varðar hugmyndir hans um „afvopnun á höfunum". Utanríkis- ráðherra hefur sett fram óljósar og þokukenndar hugmyndir um það málefni sem ganga þvert gegn markaðri stefnu Atlantshafs- bandalagsins. Nokkur greinaskrif fóru fram um „stefnu“ ráðherrans á síðum Morgunblaðsins sl. vetur þar sem undirritaður varpaði fram spurningum og lýsti andstöðu við sjónarmið ráðherrans. Þrautalend- ing Jóns Baldvins í því máli var einnig sú að lýsa því yfir að and- staða við hugmyndir hans hvíldi á misskilningi. Hreinn Loftsson Framangreind dæmi um málat- ilbúnað Jóns Baldvins Hannibals- sonar vekja áleitnar spurningar um stefnumörkun í utanríkismál- um íslendinga. Framganga ut- anríkisráðherra er farin að minna óþyrmilega á hegðun hattarans (á ensku „The Mad Hatter“) í teboð- inu fræga í ævintýrinu um Lísu í Undralandi. Hattarinn varði tíma sínum í óskiljanlega spurningaleiki og gátur sem engin svör fengust við. Hvaða munur er á hrafni og skrifborði, spurði hattarinn. Heið- arleg tilraun Lísu til að svara þeirri spurningu leiddi aðeins af sér enn meiri flækjur og útúrsnún- inga. I utanríkisráðuneytinu virð- ist standa yfir einhverskonar sam- kvæmi þar sem hlegið er dátt að veröldinni utandyra sem misskilur allt. Er þá aðeins tvennt til svo veisluglaumnum ljúki. Annaðhvort verður ráðherrann að skipta um veröld eða veröldin að skipta um ráðherra. Höfundur er lögmaður og formaður utanríkisnefnciar Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.