Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Aðgerðir Vesturlanda við Persaflóa:
ísland leggur 140 miHj-
ónir kr. til hjálparstarfs
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að íslendingar leggi fé til hjálpar-
starfs vegna afleiðinga Persaflóadeilunnar. Rætt hefur verið um að
aðstoðin nemi um 140 milljónum króna, að sögn Þorsteins Ingólfssonar
ráðuneytisstjóra í utanrikisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að framlagið
renni til Neyðarhjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna eða Rauða kross-
ins. Samstarfsnefnd fjármála- og utanríkisráðuneytisins á að skila tillög-
um í vikunni um hvert féð á að renna.
Þorsteinn sagði féð ekki eiga að
renna til þeirra hafnbanns- og hem-
aðaraðgerða sem í gangi eru á Persa-
flóasvæðinu. „Það er ekki búið að
vinna endanlega úr þessu, en það
er gert ráð fyrir að féð renni til
líknar- og hjálparstarfa,“ sagði hann.
Þorsteinn segir þá aðstoð sem
rætt er um innan ríkisstjórnarinnar
vera í samræmi við þá aðstoð sem
önnur Evrópuríki séu að tilkynna um
þessa dagana. Hann var spurður
Margeir efstur á mót-
inu í San Bemardino
MARGEIR Pétursson stórmeist-
ari varð efstur á opna skákmót-
inu í San Bernardino í Sviss
ásamt stórmeisturunum Hort og
Tstsudinovskíj. Þeir fengu 7
vinninga af 9 mögulegum. Alls
kepptu um 80 manns á mótinu,
þar af voru 12 stórmeistarar.
Opna mótið í San Bemardino er
haldið árlega og var þetta 12. í
röðinni. Mótið hófst 17. september
síðastliðinn og því lauk í gær. Mar-
geir sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að góður endasprettur
Dráttarvextir
lækka í 21%
SEÐLABANKINN ákvað í
gær lækkun dráttarvaxta úr
23% í 21% og gildir lækkun-
in frá næstu mánaðamótum.
Dráttai’vextir hafa farið
lækkandi á þessu ári. í ársbyij-
un voru þeir 40,8% og lækkuðu
1. febrúar í 37,2%. Aftur varð
lækkun 1. mars í 30%, 1. apríl
í 26% og 1. maí í 23%, sem
haldist hefur þar til nú.
Tómas Árnason Seðla-
bankastjóri segir lækkunina
vera vegna hjaðnandi verð-
bólgu. Hann segir að búast
megi við áframhaldandi lágu
verðbólgustigi næstu tvo mán-
uði, þá fari verðlag hækkandi
vegna olíuverðshækkana og
launahækkana, en síðan er
búist við hjaðnandi verðbólgu
á nýju ári, að því tilskildu að
olíuverð hækki ekki mun meira
en fyrirsjáanlegt er.
hefði tryggt sér sigurinn. „Þetta
gekk rólega framan af, ég var
óheppinn og missti niður unnið tafl
gegn stórmeisturunum Ciric frá
Júgóslavíu og Svíanum Hellers og
hafði fjóra vinninga eftir sex um-
ferðir. Síðan vann ég síðustu þijár
skákirnar. Ég er mjög ánægður
með taflmennskuna, þetta small vel
saman núna eftir erfitt tímabil und-
anfarið, loksins snerist gæfuhjólið
mér í vil,“ sagði Margeir Pétursson.
Næstir að vinningum, með 6,5
vinninga, urðu stórmeistararnir
Gavrikov og Vaiser frá Sovétríkjun-
um, Hellers frá Svíþjóð, Meduna frá
Tékkóslóvakíu og Groszpeter frá
Ungveijalandi.
Auk Margeirs keppti einn annar
íslendingur á mótinu, Leifur Jó-
steinsson, og fékk hann fjóra vinn-
inga.
hvort framlag íslendinga tengdist
þá ekki umræðum á utanríkisráð-
herrafundi NATO fyrir skömmu, þar
sem rædd voru fjárframlög aðild-
arríkja vegna aðgerða við Persa-
flóann. „Ekki nema óbeint. Bækur
hafa verið bornar saman bæði á ut-
anríkisráðherrafundi Norðurlanda og
ráðherrafundi NATO, en undirstaðan
fyrir þessu eru ályktanir Öryggis-
ráðsins um hafnbann og þvingunar-
aðgerðir sem hafa haft í för með sér
það ástand sem nú er, þar sem er
mikill ijöldi flóttamanna og hungurs-
neyð á köflum," sagði Þorsteinn. _
Hugmyndir hafa verið um að ís-
land sendi vatn til flóttamannasvæð-
anna við Persaflóa. Þorsteinn sagði
að samkvæmt upplýsingum frá hjálp-
arstofnunum væri ekki vatnsskortur
á svæðunum heldur væru frekar
vandamál með flutninga á vatni inn-
an þeirra.
Morgunblaðið/Björn Blöndai
Pramminn liggur við enda hafnargarðsins í Keflavík. I gær var
verið að logsjóða í gat, sem komið hafði í ljós á botni hans.
Sanddælupramma hvolfdi við Garðskaga:
10.000 lítrar af olíu í skipinu
Keflavík.
SANDDÆLUPRAMMA hvolfdi við Garðskaga aðfaranótt mánudags.
Árvakur, skip Dýpkunarfélagsins, var með prammann sem hvolfdi
í togi og var annar prammi aftan í honum. Um 10.000 lítrar af olíu
eru í prammanum, en hún hafði ekki lekið í sjóinn í gærkvöldi.
Árvakur var að koma frá ísafirði
þar sem prammarnir vorú notaðir
við hafnargerð, en áfangastaðurinn
var Höfnin í Vogum, þar sem hefja
átti dýpkunarframkvæmdir. Lagt
var af stað um hádegi á laugardag
og gekk ferðin vel þar til komið var
út á miðjan Faxaflóa að veðrið tók
að versna. Laust eftir miðnætti
aðfaranótt mánudags þegar skipið
var statt við Garðskaga skipti eng-
um togum að sanddælupramman-
um hvolfdi. Þá var leiðindaveður
og talsverður sjór.
Árvakursmönnum tókst að kom-
ast með báða prammana til
Keflavíkur þar sem sanddælu-
pramminn var tekinn að hafnar-
garðinum en lóðsbáturinn Auðunn
tók hinn prammann í tog og fór
með hann til Njarðvíkur. Á árdegis-
flóðinu í dag á að reyna að rétta
prammann við og unnu menn hörð-
um höndum í gær við að undirbúa
björgunaraðgerðir. Við björgunina
átti að nota tvo öfluga krana við
að koma sanddæluprammanum á
réttan kjöl. pjg
Olíufélögin biðja um 13% til 40% hækkun:
ASÍ og VSÍ vilja að ríkisvaldið
minnki skattheimtu á bensíni
OLÍUFÉLÖGIN hafa lagt fram
beiðni til Verðlagsstofnunar um
verðhækkun frá og með næstu
mánaðamótum á gasolíu, svartolíu
og 92 oktana bensíni. Nemur
hækkunarbeiðnin á gasolíu 40%,
um 17% á svartolíu og um 13% á
92 oktana bensíni. Fijálst verð er
á 98 oktana bensíni. Fulltrúar ASÍ
og VSÍ hafa beint þeim tilmælum
til ríkisstjórnarinnar að hún dragi
úr skattheimtu á bensíni til að
mæta hækkunum á innkaupsverði.
Eitthvað mun vera til af olíubirgð-
um en að sögn Kristins Bjömssonar,
forstjóra Skeljungs, er 98 oktana
bensín sem verið er að selja núna
úr mun dýrari farmi og hafa olíufé-
lögin til skoðunar að hækka einnig
verð á því.
Olíuhækkunarþörfin er tilkomin
vegna hækkunar_ á innkaupsverði,
að sögn Kristins. Álagning olíufélag-
anna er bundin af krónutölu en skatt-
iagning ríkisins er að mestu leyti
hlutfallsleg og eykst við hækkun
olíuvara. Kristinn sagði að fulltrúar
fjármálaráðuneytisins hefðu setið
með hagfræðingum olíufélaganna á
fundum um hækkunarþörfina. „Þess-
Apótekarar í dbreifbýli segja lækkun álagningar kippa fótunum imrian lyQasölu:
Átta dreifbýlisapótek myndu
líklega verða að hætta rekstri
APÓTEKARAR í dreifbýli telja að ef lyfjaálagning í smásölu verði
lækkuð, eins og boðað hefur verið, muni það kippa rekstrargrundvellin-
um undan minnstu apótekum landsins og stefna faglegu öryggi við
lyfjadreifínguna á landsbyggðinni í hættu. Búast megi við að í það
minnsta átta apótek verði að hætta rekstri og önnur landsbyggðar-
apótek neyðist til að skerða þjónustu sína til muna.
Hanna María Siggeirsdóttir, lyf- sæti sjö sérfræðingar og var formað-
sali í Stykkishólmi, segir að það séu
átta minnstu apótekin á landinu sem
eigi það á hættu að þurfa að hætta
rekstri, en þau eru apótekin á
Blönduósi, Neskaupstað, Patreks-
firði, Seyðisfírði, Siglufirði,
Grindavík, Ólafsvík og Stykkishólmi.
Minnti hún á skýrslu sem nefnd, sem
Guðmundur Bjamason heilbrigðis-
ráðherra skipaði, skilaði í október
1989. I nefndinni, sem gerði úttekt
á forsendum álagningar á lyf, áttu
ur nefndarinnar Brynjólfur I. Sig-
urðsson, hagfræðiprófessor. Sagði
Hanna að í skýrslu nefndarinnar
hafi komið skýrt fram að minnstu
apótekin þyldu enga lækkun álagn-
ingar.
Einnig var lagt til í skýrslunni að
allar lyfjasölur lækna og sérfræðinga
yrðu settar undir stjóm lyfjafræð-
inga, ekki síst til að styrkja rekstrar-
grundvöll minnstu apótekanna svo
að ekki þyrfti að koma til hækkun
á lyfjaálagningu þeirra vegna. Apó-
tekarar í dreifbýli, sem er hópur inn-
an Apótekarafélags íslands, segja
yfirvöld hafa hunsað þetta nefndará-
lit fullkomlega. í tilkynningu sem
þeir sendu frá sér á mánudag spyija
þeir hvort hugsast geti að stjórnvöld
velji að taka ekki mark á niðurstöð-
um faglegra athugana ef niðurstöð-
umar eru þeim ekki að skapi.
Hanna Siggeirsdóttir segir dreif-
býlisapótekara eiga mun erfiðara
með að taka á sig lækkun álagning-
ar en apótekara í þéttbýli þar sem
þeir þjóni yfírleitt mun færra fólki á
miklu dreifðara svæði. Nefndi hún
sem dæmi að á hennar eigin svæði
væru um 2.000 manns og ræki hún
verslanir á tveimur stöðum til að
þjóna því fólki, í Stykkishólmi og í
Grundarfirði. I Reykjavík þjónaði
apótek aftur á móti að meðaltali
6.000-7.000 manns og væri með eina
útsölu. Fastakostnaður apóteka í
dreifbýli og þéttbýli, s.s. húsnæði,
laun og sími, væri þrátt fyrir mun
minni veltu dreifbýlisapótekanna
ósköp svipaður. „Ég sjálf gæti til
dæmis velt 3-4 sinnum meira með
nokkum veginn sama fastaköstnaði.
Nú er búið að boða lækkun lyfjaá-
lagningar úr 63% í 57%. Þetta þýðir
6% lækkun álagningar en við getum
ekki skorið niður fastakostnaðinn á
móti sem bitnar langverst á minnstu
apótekunum með minnstu veltuna,“
sagði Hanna.
ir opinberu starfsmenn hafa verið
mjög orðvarir en það er ljóst að þeir
hafa fylgst með útreikningunum,"
sagði Kristinn.
Fulltrúar VSÍ og ASÍ hafa átt við-
ræður við fjármálaráðherra um að
ríkisvaldið dragi úr skattheimtu sinni
á bensíni. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur meðal annars
verið rætt um að 6% hækkun á
bensíngjaldi 1. október næstkom-
andi, sem gert var ráð fyrir í síðustu
kjarasamningum, verði frestað, en
sú hækkun jafngildir 1,30 kr. hækk-
un á verði bensínlítrans.
„Almennt vonast menn til að þessi
mikla hækkun á olíuverði sé tíma-
bundið ástand og við teldum það
afar slæmt ef slík sveifla setti hér
mikið úr skorðum í verðlagsmálum.
Það er einnig umdeilanlegt, svo ekki
sé meira sagt, að á meðan atvinnulíf-
ið og launþegarnir tapa þá hagnist
ríkissjóður um fleiri hundruð milljón-
ir,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ.
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
Flugleiða segir félagið hafa farið
fram á 6% hækkun fargjalda í innan-
landsflugi vegna mikilla verðhækk-
ana á eldsneyti, en það hækkaði um
12% um síðustu helgi og er nú heims-
markaðsverðið komið í 440 dollara
tonnið, hefur hækkað úr 160 dollur-
um í júlímánuði síðastliðnum. Búist
er við að fargjöld í Atlantshafsflugi
hækki um 7% um mánaðamót og
nýlega hefur fengist leyfi til 3,5%
hækkunar fargjalda í flugi til og frá
Islandi. „Hver 10% hækkun á elds-
neytisverði þýðir 1-1,2% hækkunar-
þörf á fargjöldum að öðru óbreyttu,"
segir Einar.