Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 11 Svissneskir fuglavinir styrkja skóg- ræktina HÓPUR svissneskra fugla- skoðmlisara, sem hér var á ferða- lagi í sumar sem leið, hefur fært Skógræktarfélagi íslands að gjöf peninga til styrktar skógræktar- átaki því sem nú stendur yfír. Fólkið er allt félagar í Félagi svissneskra fuglavina og hefur for- ingi hópsins, Wilhelm Woodtli, stað- ið fyrir hópferðum meðlima félags- ins til íslands allt frá árinu 1976. Að sögn fararstjóra Svisslend- inganna nú í sumar, Inga Gunnars Jóhannssonar, hefur þessi hópur fyrst og fremst að markmiði að stunda fugla- og náttúruskoðun í ró og næði utan fjölfarinna ferða- mannastaða og má sem dæmi um viðkomustaði í sumar nefna Breiðu- vík og Látrabjarg, Vigur, Húsey og Borgarfjörð eystri. Meðlimir hópsins hafa allir mik- inn áhuga á náttúruvernd og hrif- ust þeir mjög af því skógræktará- taki sem hleypt var af stokkunum nú i sumar. Þeir ákváðu því að leggja skógræktinni lið með pen- ingagjöf. Polarn&Pyret KRINGLUNNI 8—12, SÍMI 681822. OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00. OG LAUGARD. KL. 10:00-16:00 Hugmyndir um breytt hlutverk Landakotsspítala: Umræðan oabyrg og óheppileg fyrir spítalann - segja hjúkrunarstjórn og hjúkrunarfræðingar HJÚKRUNARSTJÓRN Landakotsspítala og fulltrúi hjúkrunar- fræðinga við spítalann eru ósammála hugmyndum um að Borg- arspítali og Landsspítali taki við hlutverki hans. Telja þessir aðil- ar, að umræður um breytingar af þessu tagi hafí verið óábyrgar og óheppilegar, en hins vegar sé rétt að endurskoða rekstur allra spítala í landinu með hagræðingu í huga. Hjúkrunarstjórn Landakotsspít- ala og fulltrúi hjúkrunarfræðinga segjast fagna málefnalegri um- ræðu varðandi hagræðingu í heil- brigðisþjónustunni, sem fram fari í samráði við starfsfólk og neyt- endur, enda krefjist hagsmunir allra landsmanna þess að sífellt sé leitað bestu leiða innan heil- brigðiskerfisins. Á málþingi um hagræðingu í heilbrigðisþjónustu síðastliðinn laugardag hafi fulltrú- ar neytenda og tíu heilbrigðis- stétta lagt fram tillögur til ha- græðingar og hafi sú umræða verið málefnaleg og markast af heildarsýn. Hins vegar hafi í máli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins komið fram fullyrðingar um að gerbreyta ætti starfsemi einnar stofnunar, Landakotsspítala. Umfjöllun fjöl- miðla eftir málþingið hafi dregið dám af þessum hugmyndum og sé það miður. Lýsir hjúkrunarstjórnin áhyggj- um af þeim sökum, enda geti þessi óábyrgi málflutningur haft áhrif á ráðningar nýs starfsfólks og óöryggi hjá því starfsfólki, sem fyrir sé. Umræða af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað nema rökstuðningur og hlutlægt mat liggi fyrir. Starfsemi spítalanna þurfi að endurskoða, en þetta sé ekki vænleg leið til árangurs. Segj- ast hjúkrunarfræðingarnir vera sannfærðir um að áróðurinn gegn Landakotsspítala, sé af pólitískum toga. I máli þeirra kom fram, að þær eru sammála ummælum Ólafs Arnar Arnarsonar, yfirlæknis, sem birtust í Morgunblaðinu á miðviku- dag, en þar segir hann meðal ann- ars, að hugmyndir um að Borg- arspítali og Landsspítali taki að sér hlutverk Landakotsspítala séu algjörlega óraunhæfar. Fulltrúar ijármálaráðuneytis og heilbrigðis- ráðuneytis hafi tekið fjölda sumar- lokana, sem stafi að verulegum hluta af sumarleyfum starfs- manna, og dreift þeim yfir allt árið. Síðan hafi þeir haldið því fram, að með því að halda þessum rúmum opnum allt árið mætti leysa vanda sjúklinga af Landa- koti. Slíkt gæti einungis gengið með miklum niðurskurði á þjón- ustu. Varðandi hugmyndir um að breyta Landakotsspítala í öld- runarspítala segja hjúkrunarfræð- ingamir, að Landakot sé of stór stofnun til að gegna slíku hlut- verki; erfiðleikar yrðu í rekstri og erfitt að fá starfsfólk. Enn fremur sé Landakotsspitali hannaður fyrir bráðaþjónustu og breytingin yfir í öldrunarspítala yrði mjög kostn- aðarsöm. Hjúkranarfræðingarnir era þeirrar skoðunar, að þýðingarmik- ið sé að heilbrigð samkeppni ríki Morgunblaðið/Emilía Hjúkrunarstjórn Landakotsspítala (frá vinstri): Auður Ragnarsdótt- ir, Edda Hjaltested, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Rakel Valdimarsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri, Björg J. Snorradóttir, Aðalbjörg J. Finnboga- dóttir og Alda Halldórsdóttir, fulltrúi hjúkrunarfræðinga. í heilbrigðisþjónustunni milli mis- munandi rekstrarforma og það sé sorglegt, að á sama tíma og aðrár þjóðir hverfi frá miðstýringu sé stefnt að því að auka hana hér á landi. Hjúkranarfræðingarnir segja, að umræða síðustu ára hafi valdið ómældum skaða fyrir ímynd spít- alans. Þarna sé um stóran vinnu- stað að ræða, þar sem starfi um 600 manns. Landakotsspítali hafi á að skipa mjög hæfu starfsfólki, sem sé tilbúið að taka þátt í áfram- haldandi uppbyggingu og eigi rétt á vinnufriði. Dökkblár/grœnn/raubur útigalli. Stœrbir 90-140 sm. Verbkr. 6.400-6.800. Einnig einlitur vínraubur útigalli í sömu sUerbum á sama verbi. Húfur; lújfur og hanskar í sömu litum. Vórulisti haustsins er kominn í verslunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.