Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 16

Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 UM SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA ® Stinga ekki júr fínustu merinóull jMjög slitsterk ® Má þvo viö 60°C Utsölustaðir: Öll helstu kaupfélög, veiöafæraverslanir Hestamaöurinn o.fl. versl. Aðgát eftir Hinrik Bjarnason Undanfarið hafa farið fram nokk- ur skoðanaskipti í dagblöðum um rekstur Ríkisútvarpsins annars vegar og ljósvakamiðla í einkaeign, einkum sjónvarpsstöðva, hins vegar. Síðasta innlegg í þá umræðu birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn föstudag, í greinarkorni eftir einn af frumherj- um í einkarekstri íslenskra sjón- varpsstöðva, Goða Sveinsson, fyrr- verandi innkaupastjóra Stöðvar 2 og núverandi sjónvarpsstjóra Sýnar. Því miður er málflutningur hins unga athafnamanns því marki brenndur, að byggjast ekki á stað- reyndum heldur hálfkveðnum vísum og fullyrðingum sem augljóslega er til þess gert að gera starfsfóik við öflun á efni fyrir Sjónvarpið tor- tryggilegt fyrir sakir kæruleysis og bruðls. Fyrir opinbera starfsmenn er þessi aðferð nú ekki sérlega nýstár- leg, útskit og niðurlæging, á þeim fyrir téðar sakir hefur verið_ iðkað því nær í listgreinarformi á Islandi um áratugi. En það eru einkum hug- myndir Goða Sveinssonar um rekstur og fjármál sem kalla á litla athugun Vertu ákmum hjá sjálfum þér -fjárfestu í Teíqubréfum! TEKJUBRÉF - 20% ársávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEKJUBRÉF - 9% raunávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEKJUBRÉF - vextir eru greiddir út á3mánaðafresti. TEKJUBRÉF - örugg reynsla í 4 ár. C2f VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfaíyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100 á grein hans, en gera má ráð fyrir að eftirfarandi kafli úr henni, sem birtur er feitletraður sem undirfyrir- sögn, sé kjarni þeirra hugmynda: „Hér verðum við almennir skatt- borgarar þó að taka tillit til stofnun- arinnar og átta okkur á því hugar- fari sem viðgengst annars vegar þegar menn hafa almannafé undir höndum þar sem aðhald er lítið sem ekkert og hins vegar þær kröfur sem gerðar eru til starfsmanna hjá einka- fyrirtækjum þar sem fylgt er fjár- hagsáætlunum og leitast við að sýna hagnað af rekstri." Það er athyglisvert að fá það stað- fest að beinar greiðslur almennings til opinbers fyrirtækis annars vegar og einkafyrirtækis hins vegar skoð- ast ekki almannafé nema í öðru til- vikinu, og auðvelt að leiða getum að því til hvaða ófarnaðar slík hug- myndafræði muni geta leitt. Þegar Stöð 2 hóf innkaup á er- lendu efni hafði Sjónvarpið rekið slík viðskipti í rúm 20 ár og breytti þeim ekki í neinum atriðum er máli skipta við tilkomu keppinautarins síst af öllu með umsvifalausum verðhækk- unum. Það var á hinn bóginn fróð- legt að sjá umsvif starfsbræðranna nýju og frétta af kaupum þeirra og tilboðum. Þá keypti Sjónvarpið klukkustund af leiknu efni fyrir 720 Bandaríkjadali, nú greiðir það 840 fyrir sama tíma en væntanlega veit sjónvarpsstjóri Sýnar jafnvel og aðr- ir að eðlileg meðaltalshækkun milli ára á alþjóðlegum sjónvarpsmarkaði er talin 6—8%. Langeinfaldasta að- ferð til þess að gera sannverðugan samanburð á innkaupum Stöðvar 2/Sýnar og Sjónvarpsins er að hætta getsökum en leggja þess í stað fram marktæk gögn til óvilhallra aðila, svo gera megi faglegan samanburð á þessum kostnaði ef þurfa þykir. Mest kemur á óvart í hugleiðing- um sjónvarpsstjórans samanburður hans á erlendum ferðakostnaði Ríkis- útvarþsins og Stöðvar 2/Sýnar. Um þann samanburð er rétt að segja aðeins eftirfarandi í þetta sinn: Sjónvarpsstarfsmenn fá greidda fasta dagpeninga á ferðum sínum, sem verða að duga fyrir öllum kostn- aði öðrum en fargjöldum. Þeir hafa ekki sérstök greiðslukort fyrir fyrir- tækisrisnu, hótel, bíla og matarút- gjöld, auk fastra dagpeninga. Þeir hafa ekki í samningum sínum ákvæði um að þeir skuli ávallt ferð- ast á dýrasta farrými, þvert á móti. Yfirhöfuð fara þeir ekki í ferðalög eyðsla innanlands eða utan nema geta sýnt fram á að þeir eigi erindi, og að peningar séu ætlaðir til ferðarinnar á áætlun. Sjónvarpið sendi lengi vel einn innkaupafulltrúa á hvem markað, en eftir stórfellda lengingu dagskrár var loks samþykkt að sendir yrðu tveir til innkaupa á flesta þýðingar- mestu markaði. Fyrir þessa tvo opin- beru starfsmenn var það sannkölluð opinberun að fylgjast með liði Goða Sveinssonar á sömu mörkuðum. í þeim hópi voru 4—7 manns, og mið- að við bústaði, bílakost og umsvif öll var sýnt að þar voru ekki á ferð menn sem var ijár vant. Það er ekki nema von að hann tali í vorkunnsöm- um tón um launakjör þessara ríkis- starfsmanna, starfssystkina sinna, sem hann telur sjálfgefið að séu að reyna að bæta sér upp rýr laun. Honum til hugarléttis skal það upp- lýst, að hjá Ríkisútvarpinu er þannig haldið utan um fjármál að jafnvel þótt fólk hefði geð í sér til að íhuga þá iðju sem hann telur að því er virð- ist sjálfsagða, þá gæti slíkt sem bet- ur fer ekki tekist. Sjónvarpsstjóri Sýnar fullyrðir að ferðalög innkaupafólks Sjónvarps séu tíðari en hjá samkeppnisaðilum. Hefði nú ekki farið vel á því að styðja þessa fullyrðingu með litlu yfirliti máli sínu til sönnunar og al- mennum lesanda til glöggvunar? Og af því nefndar eru Moskva og París þá sakaði ekki að fá það sannanlega upplýst hve margar ferðir fulltrúar fslenskra sjónvarpsstöðva hafa farið til þessara borga undanfarinn ára- tug. Frá opnun íslenska Sjónvarpsins 1966 hefur þrisvar verið farin slík ferð til Moskvu, alltaf einn fulltrúi og í boði Sovexport film. Síðast var slík ferð farin í fyrra, á 7 daga kvik- myndahátíð. Sá fulltrúi okkar átti ánægjulegar stundir með þeim starfsmanni Stöðvar 2, sem þar var við störf, og gestgjafarnir minntust glögglega og vitnuðu óspart til öllu fjölmennari sendinefndar frá Stöð 2, er komið hafði í heimsókn nokkru áður. Það væri í sannleika sagt mik- ill léttir að þurfa ekki að fara að rifja upp þessar ferðir sendinefnda Stöðvar 2 eða aðrar, hvort sem er til New Orleans, Houston eða Las Vegas. En aftur á móti skal lögð á það áhersla, að innkaupafulltrúum Sjón- varpsins er bæði samkvæmt útvarps- lögum og verkforsögn sinna yfir- manna ætlað að afla til dagskrárinn- NYTT A MYNDBANDI Driving Miss Daisy á myndbandi í dag. MORGAN jivssiga KDppMAM dan 'IANPY 1 ^^AYKROYD Co) rj/ í/[i\[f/-,/L/’/^ki C'hx.í /'"/ JCJ..Í /J.J ijjjl/j.Jcj-J Jlyjr 'Jrj/ A furiny, rouching and totaUy.írreastíble story. Pl=IJkHUII;fc^:4U ^ LAUGARÁSBÍÓ sími 38150 Hinrik Bjarnason „Beinar greiðslur al- mennings til opinbers fyrirtækis annars veg- ar og einkafyrirtækis hins vegar skoðast ekki almannafé nema í öðru tilvikinu.“ ar eins ijölbreyttu og vönduðu sjón- varpsefni og verða má, frá öllum menningarsvæðum. Eins og áður hefur verið drepið á er til miklu heillavænlegri aðferð og gagnlegri fyrir néytendur til saman- burðar á kostnaði við starfsemi Sjón- varpsins annars vegar og Stöðvar 2/Sýnar hins vegar en órökstuddar dylgjur og fullyrðingar, nefnilega sú að fela endurskoðendum Ríkisút- varpsins, Stöðvar 2 og Sýnar að gera rökstudda grein fyrir kostnað- arþáttum umbjóðenda sinna, undir forsögn óvilhallra sérfræðinga. Slík- ur samanburður á erindi til allra, því það er meinlegur misskilningur, sem sýnilega gætir hjá Goða Sveinssyni eins og fleirum, að rekstrarfé til umsvifa í nafni einkaframtaks sé sótt í aðra vasa en rekstrarfé opin- berra stofnana. Um leið og botni er slegið í þessa stuttu athugasemd við grein sjón- varpsstjóra Sýnar skulu honum þökkuð fyrri samskipti á ýmsum vettvangi, þótt við gætum ekki alltaf verið samstíga, ýmist eðli málsins vegna eða efnahags. Það er eitt helsta tilhlökkunarefni í fjölmiðlun komandi vetrar á Islandi að fylgjast með opnun og útsendingum í sjón- varpsstöð hans og njóta þar þess frábæra og ódýra efnis, sem hann hefur að sögn fest kaup á. Höfundur er dagskrárstjóri í Sjónvarpinu. EPSON EPSON 9 nála prentarar í miklu úrvali. EPSON LX-850 Heimilisprentari með fullkomleika skrifstofu- prentara. 150 st/sek. Sérstaklega fullkomin pappírsstýring. Að sjálfsögðu eigum við fleiri 9 nála prentara, bæði dýrari og ódýrari. EPSON prentararnir hafa verð margverðlaunaðir fyrir leturgæði og styrkleika. Líttu við þegar þig vantar prentara. ÞÚR^ SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.