Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
17
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík:
Framboðsfrestur
til 8. október nk.
YFIRKJORSTJORN Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hefur
ákveðið að framboðsfrestur til
prófkjörs, sem ákveðið hefur
verið að halda dagana 26.-27.
október, renni út 8. október.
Þeir, sem þegar hafa lýst því
yfir að þeir muni taka þátt í próf-
kjörinu, eru þingmennirnir Friðrik
Sophusson, Birgir ísleifur Gunnars-
son, Guðmundur H. Garðarsson,
Eyjólfur Konráð Jónsson, Geir H.
Haarde og Ingi Björn Albertsson,
varaþingmaðurinn Sólveig Péturs-
dóttir lögmaður, Hreinn Loftsson
lögmaður, Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur og Guðmundur Hall-
varðsson, formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur. Ýmsir munu
vera að íhuga framboð og eru í
þeim hópi Olafur ísleifsson hag-
fræðingur, Björn Bjarnason að-
stoðarritstjóri Morgunbiaðsins, Þu-
ríður Pálsdóttir söngkona og Lára
Margrét Ragnarsdóttir hagfræð-
ingur.
Samkvæmt ákvörðun kjörstjórn-
ar fer val frambjóðenda fram með
tvennum hætti. Annars vegar geta
20 flokksmenn í Reykjavík staðið
að tilnefningu eins frambjóðanda,
og má hver flokksmaður ekki
standa að fleiri en átta framboðum.
Hins vegar má kjörnefnd tilnefna
frambjóðendur í prófkjörið auk
þeirra, sem tilnefndir eru af flokks-
mönnum.
Framboð eru bundin við einstakl-
inga, sem flokksbundnir eru í Sjálf-
stæðisflokknum, og skal liggja fyrir
skriflegt samþykki þeirra um að
þeir gefi kost á sér. Frambjóðend-
urnir verða að vera kjörgengir í
næstu þingkosningum, og eins og
áður segir verða 20 flokksmenn að
standa að hveiju framboði. Fram-
boðum, ásamt mynd af frambjóðan-
um og stuttu æviágripi hans, þarf
að skila á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins fyrir kl. 12 á hádegi 8.
október.
Kosningarétt í prófkjörinu eiga
allir fullgildir meðlimir sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík, sem búsettir
eru í borginni og hafa náð 16 ára
aldri síðari prófkjörsdaginn. Enn-
fremur er þátttaka í prófkjörinu
-elna
. SPOR
IRETTA ATT
Mikið úrval hinna
viðurkenndu og
háþróuðu
Elna saumavéla
mjög gott verö
fra kr. 21.750.-
ATH
Hjá okkur er námskeið og
kennsla innifalið t verði.
»
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
L sattuuttgujtc
heimil þeim stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins, sem eiga
munu kosningarétt í kjördæminu
27. apríl á næsta-ári og hafa undir-
ritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfé-
lag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar.
Yfirkjörstjórn er heimilt, sam-
kvæmt skipulagsreglum Sjálfstæð-
isflokksins, að hafa utankjörstaðar-
atkvæðagreiðslu í eina til þijár vik-
ur fyrir prófkjör, en um það hefur
ekki verið tekin ákvörðun.
Skrifstofutækninám
Betra verö
Varist eftirlíkingar
Tölvuskóli íslands
. Jsj 67_14 66,_opjð tíl kl.22_
ÞAKEFNI FRA BYKO
Þakefni hefur frá upphafi verið mikilvægur
hluti af vörubreidd BYKO. Við bjóðum mesta
úrval landsins af þakstáli frá leiðandi framleið-
endum á Norðurlöndum. Þakefnið er til í
mörgum tegundum, litum og verðflokkum og
hentar á hverskyns húsnæði. Hjá Bygginga-
ráðgjöf BYKO færð þú góð ráð og tilboð þér að
kostnaðarlausu. í sýningarsal okkar í Breidd-
inni getur þú skoðað úrvalið.
Breiddin, sími: 41000
GAMLIIÐNSKÓLINN
ÞAKEFNIÐ OKKAR ER STERKT - ÞAÐ ER STAL!