Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 ÁVAXTACRAUTAR , „ '7m/>f//w/ Ryttitvby y ^ ^ > ftyoketíy RynÍMbjr VERSLUNARDEILD SAMÐANDSINS Griptu tækifæríd! GoldStar síminn m/símsvara á aöeins kr. 9.952.- (stgr.m/vsk). • Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýranlegur án aukatækja úr öllum tónvalssímum - hvaöan sem er • 10 númera skammvalsminni • Fullkomnar leiöbeiningar á íslensku • 15 mánaöa ábyrgö • Póstsendum. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B-SIMI 685750 Minnum á GoldStar tölvurnar og símkerfin 3 ÓDÝRASTIR Ljosmyndastof urnar i Barna- 09 fjötakyldumyndir Beykjavik SÉW :■ Mynd Hafnarftrði S*> *; Ujðamyndaetofa Kópavogs Statii Ollum okkar tökum fylgja tvaer prufustækkanir 20x25 cm. Islending’ar taki þátt í að setja Irökum skorður eftirAuðun Svavar Sigurðsson Ágæti ritstjóri Morgunblaðsins! Árás íraka á Kúvæt og innlimun, ásamt töku vestrænna gísla, hefur fært heiminum sannir um það, að sífellt er nauðsyn að varnarmáttu- vestrænna ríkja sé tryggur. Þíða í samskiptum við Sovétríkin, a.m.k. tímabundið, hefur kallað á endur- skoðun varnarstefnu vestrænna ríkja, með samhliða niðurskurði á herafla. „Friðarhópar“ þeir sem köll- uðu á einhliða afvopnun vestrænna ríkja gagnvart Sovétríkjunum fyrir um áratug, krefjast nú að öllum, „sverðum verði breytt í plóga“, þar sem ekki sé lengur um ógn frá Sov- étríkjunum að ræða. Einungis vegna mikils varnarmáttar vestrænna ríkja fengust Sovétríkin að samninga- borðinu sem leitt hefur til þíðunnar í samskiptunum við þau. Sömu „frið- arhópar“ vilja nú að samið verði við Saddam Hussein þar sem vestrænir gíslar verði notaðir sem skiptimynt TlutariCL Heílsuvörur nútímafólks í samningum og fallist verði á sum- ar kröfur Husseins, fyrir brottflutn- ing erlendra heija frá Mið-Austur- löndum. írökum gæti þá gefist tími til að koma sér upp kjarnorkuvopn- um með þeim gjöreyðingarmætti sem þeim fylgir, en áætlað er að það sé innan tveggja ára, sem myndi kosta okkur stórkostlegar fórnir ef við ætluðum að halda aftur af honum þá. Slíkri „friðarstefnu" var fylgt gagnvart Hitler framan af með hörmulegum afleiðingyim. Um miðbik aldarinnar mörkuðu íslendingar sér utanríkisstefnu sem tryggt hefur öryggi og sjálfstæði landsins með þátttöku í varnarstarf- semi vestrænna ríkja og varnar- samningi við Bandaríkin. Allan þennan tíma höfum við notið vernd- ar bandalagsþjóða okkar. „Friðar- hópar“ á íslandi hafa að mestu þagn- að í andstöðu sinni við þessa vamár- stefnu og má segja að nær full pólitísk samstaða sé um hana nú. Á síðari tímum hefur fylgi vaxið við nánara samstarf við Evrópuríkin, þá einkum Efnahagsbandalagslöndin, en þar ríkir nú nokkur bjartsýni á að ríkjasamsteypa verði raunveruleg innan fárra ára, til að treysta stöðu þeirra gagnvart umheiminum. Þegar Irakar réðust með skrið- drekum sínum á vinveitt nágranna- ríki og gerðu sig líklega til að gera hið sama við Sádí-Arabíu og ógna þar með ekki bara efnahag Evrópu heldur grundvallar öryggishags- Wordnámskeið • Macintosh © Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh! 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! <%> Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu Obreyti vprd 1 héiít ar SIEMENS-sæð/ OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 ■ Breidd 60 sm ■ Grill ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa ■ Verð kr. 46.300,- HN 26020 Breidd 50 sm Grill 4 hellur Geymsluskúffa Verð kr. 39.900,- Munið umboðamenn okkar iríðs vegar um landið. • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Borgarnes: Glitnir. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunín Blómsturvellir. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson. • Stykkishólmur: Skipavík. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar. • ísafjörður: Póllinn hf. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf. • Siglufjöröur: Torgið hf. Akureyri: Sír hf. Húsavík: öryggi sf. Neskaupstaöur: Rafalda hf. Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guömunds. Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss. Höfn í Hornafirði: Kristall. Vestmannaeyjar: Tróverk hf. Hvolsvöllur: Kaupfólag Rangæinga. Selfoss: Árvirkinn hf. Garöur: Raftækjav. Siguröar Ingvarssonar. Keflavfk: Ljósboginn. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300 munum hennar til lengri tíma litið, hefði mátt búast við samstíga við- brögðum. Önnur varð þó reyndin. Hvar var Evrópa og samstarf henn- ar þegar á reynir? Evrópa er ijöl- mennari en Bandaríkin og inniheldur sum ríkustu ríki í heimi. Flest þeirra drógu lappirnar þegar virkilega reyndi á samstarf og samhæft átak. Forysta Bandaríkjanna og frum- kvæði Breta í að senda herafla til að mæta árás og yfirgangi íraka sýndi að orðum verður að fylgja vilji til að standa saman þegar á reynir. Fleiri Evrópuríki hafa nú bæst í hópinn í því alþjóðlega átaki sem nú fer fram við að setja írökum skorður og hafa af því mikinn til- kostnað. íslendingar hafa sömu hagsmuni af því og aðrar Evrópu- þjóðir að Irökum séu settar skorður í útþenslustefnu sinni. Auðun Svavar Sigurðsson Viðskiptabann gegn írak, sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu, bitnar harkalega á sumum Banda- lagsþjóðum okkar í NATO, einkum Tyrkjum sem lokuðu einni aðal olíu- útflutningsæð íraka sem liggur um land þeirra. Tyrkir sem eiga landa- mæri að írak og eru fátæk þjóð borið saman við íslendinga, hafa yfir að ráða einum stærsta herafla í NATO. Við íslendingar sem notið höfum góðs af samstarfi við Tyrki í NATO í gegnum tíðina, eigum að taka þátt í því alþjóðlega átaki að setja írökum skorður, með því að senda Tyrkjum fjárhagslegan styrk til að mæta þeirra kostnaði af við- skiptabanninu, ekki bara táknrænan styrk heldur hlutfallslegan við aðrar „Við íslendingar sem not- ið höfum góðs af sam- starfí við Tyrki í NATO í gegnum tíðina, eigum að taka þátt í því alþjóð- lega átaki að setja Irökum skorður, með því að senda Tyrkjum Qárhagslegan styrk...“ Evrópuþjóðir. Við getum nú sýnt vilja okkar í verki til Evrópusam- starfs. Tækifærið er núna til að stöðva íraska ógnvaldinn, því ef við hlustum á „friðarhópana“ nú í sam- skiptunum við írak er líklegt að af- leiðingarnar gætu orðið enn hprmu- legri en seinni heimsstyijöldin. Höfundur er lœknir og stundar framhaldsnám í skurðlækningum í Bretlandi. Opið bréf... til okkar allra eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Sögusvið 1: Miklabrautin í Reykjavík. Ekið eftir vinstri akrein á 70 km hraða. Farþegar: Ökumaður er kona. Hún er með bílbeltin spennt vegna þess að einhvers staðar heyrði hún um skyldunotkun bílbelta. í aft- ursætinu sitja þrjú böm á aldrinum 3-12 ára. Konan, móðir barnanna, ákvað að láta elsta bamið sitja með bílbeltin í framsætinu. Hafði hún ekki líka heyrt það einhvers staðar að börnin ættu að sitja í aftursæt- inu? Hún reykir. Allir gluggar bflsins em lokaðir. Bömin slást; pirruð, af kæfandi sígarettureyknum. „Viljið þið hætta að rífast og sitja kyrr,“ öskrar hún og lítur aftur fyrir sig. Af hveiju var hún ekki búin að koma því í verk að láta setja bílbelti í aftur- sætin. Högg. Börnin hendast fram í bílinn. Sígarettan dettur í gólfið. Grátur. Sírenuvæl. — Harmleikur. Morgunblaðið daginn eftir: Þriggja ára barn í lífshættu eftir umferðarslys á Miklubraut. Tvö börn slösuðust einnig í árekstrinum. Öku- maður bílsins slapp án meiðsla og er talið að bílbelti hafa orðið honum til lífs. Sögusvið 2: Þjóðvegur 1. Sveita- ball. Ungur maður með rauðhlaupin augu hækkar í útvarpinu um leið og hann skiptir úr þriðja gír í þann fjórða. Hraðamælirinn stígur í átt að 120 km tölunni. Hann veit að hann ætti ekki að sitja undir stýri en hverra kosta átti hann völ? Það fékkst enginn annar til þess að keyra. Hann var jú sá sem hafði minnst dmkkið og einhvern veginn urðu þau að komast heim. Svo hafði hann líka gert þetta svo oft og af hveiju ætti það ekki að takast núna. Hann svimar svolítið og hristir höf- uðið til þess að halda athyglinni við aksturinn. Nú vom bara örfáir kíló- metrar á áfangástað. „Láttu nú bölv- aða tíkina hreyfast," heyrir hann kallað úr aftursætinu í gegnum dynj- Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur ber ökuskírteini46703 og cr þátttakandi íÁhugahóp um hætta umferðarmenningu. I andi rokktónlistina úr útvarpinu. Og það gerir hann — enda þekktur fyr- ( ir allt annað en jarðarfararakstur um þjóðvegi landsins. Allt í einu blindast hann af háum ljósgeisla bíls sem kemur úr gagnstæðri átt. „Ætl- ar mannfjandinn ekki að lækka ljós- in,“ hugsar hann með sér staðráðinn í að láta ekki í minni pokann fyrir þessum þijóska bflstjóra. Högg. Brothljóð. Stunur. Dauðaþögn. — Harmleikur. Morgunblaðið daginn eftir: Ung hjón biðu bana í umferðarslysi þegar tveir bílar lentu saman í hörðum árekstri á þjóðvegi 1. Þijú ungmenni slösuðust alvarlega og vom enn í lífshættu þegar síðast fréttist. Öku- maður er grunaður um ölvun við akstur. Mundu að akstur er dauðans alvara þar sem örlögin ráðast á sekúndubroti. Ef þú vilt ekki verða | þátttakandi í næsta harmleik um- ferðarinnar þá skaltu varast vítin á meðan þú hefur líf og heilsu til. |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.