Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 19 Atta leitarmenn í hrakningum á Gnúpveijaafrétti: Gera þurfti út leiðang- ur eftir leitarmönnum Eystra-Geldingaholti. LEITARMENN á Suðurlandi lentu margir hverjir í miklum erfiðleikum vegna veðurs í síðustu viku. Var veður mjög óvenjulegt og muna menn ekki annað eins á þessum árstíma. Atta menn fóru í eftirsafn héðan, einn á dráttarvél og sjö smalar. Voru þeir búnir að vera á ferðinni í þijá daga og allt gengið vel. Á mánudag var glampandi sól og veð- ur eins og fagurst verður á fjöllum. Þeir voru þá að smala Norðurlaut- ina, landssvæðið milli Kisu og Dals- ár. Á þriðjudagsmorgun voru þeir staddir í Bjarnalækjarbotnum. Hafði veður versnað nokkuð en smalarnir lögðu samt af stað og var ferðinni heitið í Gljúfurleit sem er nokkuð sunnar. Trússarinn, Ólafur Jónsson, var einn eftir. Um hálftíma eftir að þeir lögðu af stað versnaði veður til muna og átti Ólafur í miklum erfiðleikum vegna snjós og bleytu. Tók það hann margar klukkustund- ir að komast áfram smáspotta og þurfti hann á endanum að hafast við í dráttarvélinni um nóttina. Tveir vagnar voru aftan í dráttar- vélinni og voru birgðir smalanna á öðrum en nítján kindur, sem tekist hafði að smala saman, á hinum. Sem betur fer var Ólafur með síma og gat því verið í stöðugu sam- bandi við byggð. Enginn leið var hins vegar til að komast í samband við smalana og höfðu menn miklar áhyggjur af þeim. Um leið og mönnum var ljós stað- an var ákveðið að gera út leiðang- ur. Var farið af stað upp úr klukk- an fjögur á þriðjudeginum á einni dráttaivél og tveimur jeppum. Voru leiðangursmenn sex klukkustundir að brjótast inn í Gljúfurleit en venjulega er þetta um tveggja tíma ferð. Veður var mjög slæmt þegar komið var inn á afrétt og ófærð mikil. Öllum til mikils léttis voru smal- arnir allir saman komnir í leitar- skálanum í Gljúfurleit. Var það þeirn einnig mrkill léttir að heyra að Ólafur væri við góða heilsu. Haldin var ráðstefna í húsinu og ákveðið að fá gröfu til að komast inn eftir. Var svo farið á gröfu, öðrum jeppanum og dráttarvél inn í Bjarnalækjarbotna en þangað var komið um tíuleytið morguninn eftir. Komust menn loks til byggða á fimmtudagskvöld með um fimmtíu kindur. Nær víst er að töluvert sé enn eftir að fé og líklegt að fjölga þurfi fólki í síðustu leit. Jón Hagstætt verð og greiðsluskilmálar! Heildsala og smásala: \J VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 ■ÉÍÉÉÍ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Apricot Scrub frá St. Ives er hreinsikrem með sérstökum slípikomum sem hreinsa mjúktega burt óhrein og dauð húðlög. Apricot Scmb örvar blóðrásina og gefur húðinni styrkjandi nudd en er samt svo milt að það má nota daglega. Facial Cleanser frá St. Ives er mitt, fitulaust hreinsi- krem, fyrir allar húðgerðir. Það hreinsar fullkomlega burtu andlits- og augn- farða, án nokkurrar ertingar. Collagen Elastin frá St. Ives er alhliða rakakrem fyrir andlit. Notaðu Collagen Elastin kvölds og morgna ogþað mun byggja upp húð þína og viðhalda teygjan- leika hennar og œskuljóma. Pure Clay Masque frá St. Ives er styrkjandi hreinsi- maski sem gott er að nota einu sinni í viku. Hann er unninn úr jarðleir og grceðandi jurtum. Maskinn dregur úr ummerkjum þreytu, djúphreinsar húðina og mýkir. IbÐVAL hf. SKÚTUVOGUR100 125 RVK. S: 687370 &686570 St. Ivesfœst í betri matvörurerslunum og stórmörkuðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.