Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 24

Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 Bresku smáflokkamir benast fyrir lífi sínu St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKU smáflokkarnir, Frjáls- lyndir lýðræðissinnar, Skoskir þjóðernissinnar og græningjar hafa haldið ársfundi sína að undanförnu. Skoskir þjóðernis- sinnar kusu nýjan leiðtoga í síð- ustu viku. Vill hann herða á baráttunni fyrir sjálfstæði Skot- lands. Fijálslyndir lýðræðissinnar Líbería; Taylor boð- ar kosningar Abidjan. Reuter. CHARLES Taylor, uppreisnafor- ingi í Líberíu, segist hafa tekið stjórn landsins í sínar hendur og hefur boðað kosningar þann 10. október næstkomandi. Vopnahlé það sem lýst var yfir í landinu á laugardag í átökum liðsmanna Taylors og friðargæslusveita Vestur-Afríku-ríkja hefur verið haft í heiðri. Taylor sagði í gær í samtali við breska útvarpið að andstæðingum sínum yrði heimilt að bjóða fram í kosningunum, þ. á. m. Prince John- son og hans mönnum. Taylor sagðist líta á sjálfan sig sem forseta landsins. Taylor lýsti yfir vopnahléi á há- degi á laugardag í átökum milli sinna manna og friðargæslusveita Vestur-Afríkuríkja. Vopnahléð hefur að mestu verið haft í heiðri. Taylor hefur nú allt landið á sínu valdi ef undan er skilinn nokkur hluti höfuð- borgarinnar. Þar eru liðsmenn upp- reisnarforingjans Prince Johnsons en þeir hafa ekki tekið þátt í bardögum um skeið. Fyrir tveimur vikum felldu stuðningsmenn Johnsons forseta landsins, Samuel Doe. Nokkrir stuðningsmenn forsetans halda enn uppi mótspymu gegn Taylor. Talsmaður friðargæslusveita Vestur-Afríkuríkja gerði í gær lítið úr yfirlýsingum Taylors um kosning- ar og sagði að ekki væri hægt að treysta þeim. Nú eru um 6.000 her- menn í friðargæslusveitunum sem koma frá fímm ríkjum Vestur-Afr- íku. héldu ársfund sinn nýlega, en þeir eru nú stærstir af breskum smá- flokkum. Þeir eru að ná sér eftir átökin við jafnaðarmenn, en sögu þeirra undir forystu Davids Owens er nokkurn veginn lokið. Paddy Ashdown, leiðtogi fijálslyndra lýð- ræðissinna, stvrkti stöðu sína á ársfundinum. Ýmislegt bendir til þess að flokkurinn sé á leið úr þeirri kreppu, sem hann hefur ver- ið í. Skoskir þjóðernissinnar, sem eiga fjóra þingmenn, kusu nýjan leiðtoga á ársfundi sínum. Það var Alex Salmond, ungur þingmaður. Í ræðu sinni á þinginu sagði nýi leiðtoginn, að flokkurinn myndi ótrauður stefna að því að gera Skotland sjálfstætt ríki. Hann ætl- aði að taka við af Verkamanna- flokknum sem stærsti flokkur Skotlands. Skoskir þjóðernissinnar njóta nú stuðnings ríflega 20% kjósenda í Skotlandi. Breski umhverfisverndarflokk- urinn, græningjar, hóf ársfund sinn um helgina. A honum komu fram öflug mótmæli við stefnu Thatch- er-stjórnarinnar í Persaflóa og kröfur um að kalla heim breska hermenn. Flokksmenn gagnrýndu stefnu stjómvalda og Verkamann- aflokksins í umhverfismálum. Þeir sögðu til dæmis að hreinlæti á breskum baðströndum stæðist ekki kröfur EB, þótt bresk stjórnvöld héldu því fram. Stjórnmálaskýrendur telja flokkinn í álíka útrýmingarhættu og ýmsar þær dýrategundir, sem græningjar bera fyrir bijósti. Reuter Varnarbarátta Mohawk-indíána Lítt hefur miðað í friðarviðræðum fulltrúa stjórnvalda í Kanada og Mohawk-indíána, sem telja yfirvöld hafa brotið á helgum rétti sínum til yfirráða á landsvæði í Quebec-ríki. Indíánarnir halda nú til á spildu lands sem hermenn hafa girt af með gaddavír og sýnir myndin ungan indíána sýna hug sinn til herliðsins. Æðsta ráðið frestar atkvæðagreiðslu um framtíðarskipan sovéskra efnahagsmála: Gorbatsjov boðar mála- miðlun fyrir 15. október Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráðið, þing Sovétríkjanna, samþykkti í gær að slá á frest atkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð hafði verið um framtíðarstefnu Sovétstjórnarinnar á efnahagssviðinu. Þess í stað samþykkti þing- heimur að veita Míkhaíl S. Gorbatsjov þriggja vikna frest til að leggja fram nýja áætlun um hvernig innleiða beri fijálst markaðs- hagkerfi í Sovétríkjunum. Þannig hafa þingmenn samþykkt að gera beri grundvallarbreytingar á miðstýrðu tiskipanakerfí Sovét- stjórnarinnar á vettvangi efnahagsmála en nokkrir þekktir sov- éskir hagfræðingar ítrekuðu í gær fyrri efasemdir um að gerlegt væri að bræða saman í eina þær ólíku tillögur sem kynntar hafa verið á þingi á undanförnum vikum. Gorbatsjov hvatti til þess í ræðu á þingi í gærmorgun að atkvæða- greiðslu yrði frestað til þess að unnt yrði að ná sáttum í deilunni. Áframhaldandi deilur og átök gerðu það að verkum að ekki yrði unnt að framkvæma þessi róttæku umskipti. Borin var upp tillaga um SIEMENS « Þurrkari á tilboösveröi! • Stórt lúguop og stór lósía • Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að forðast krumpur. • Tekur 4,5 kg af þvotti. • Sérlega hagkvæmur og spameytinn. Staðgreiðsluverð: 39.900 kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 að samin yrði ný áætlun um hvem- ig innleiða bæri markaðsbúskap í Sovétríkjunum og greiddu 285 þingmenn henni atkvæði sitt. 36 greiddu atkvæði gegn tillögunni og 60 sátu hjá. Sagði Gorbatsjov í ræðu sinni að hrinda bæri nýju áætluninni í framkvSemd þann 15. næsta mánaðar. Þannig var honum veittur þriggja vikna frestur til að leggja fram nýja áætlun og verður það gert í samvinnu við fulltrúa er sitja í tilteknum nefndum á þingi. Gjörólíkar áætlanir Boðað hafði verið að atkvæði yrðu greidd á þingi í gær en þijár ólík- ar áætlanir um umskipti þessi hafa CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM verið lagðar fram. Lengst gengur áætlun sem kennd er við hagfræð- inginn Staníslav Sjatalín og gerir ráð fyrir að fijálst hagkerfi, með tilheyrandi sölu ríkisfyrirtækja og afnámi tilskipanakerfsins, verði innleitt á 500 dögum. Nikolaj Ryzhkov forsætisráðherra lagði hins vegar til að breytingar þess- ar yrðu framkvæmdar á mun lengri tíma og að ekki yrði hróflað við ýmsum grunnþáttum miðstýr- ingar Sovétstjórnarinnar. Þriðju áætlunina lagði síðan hagfræð- ingurinn Abel Abganabegíjan fram í síðustu viku en hún þykir nauðalík áætlun Sjatalíns. Míkha- íl Gorbatsjov hafði lýst sig hlynnt- an helstu grunnþáttum áætlunar Sjatalíns og kvaðst síðar jafn- framt geta fellt sig við tillögur Aganabegíjans en lýsti því síðan óvænt yfir í gær að fella bæri helstu þætti tillagna þessara sam- an í eina, sem síðan yrði borin undir þingheim. Neikvæð viðbrögð Staníslav Sjatalín brást hinn versti við er niðurstaða þessi lá fyrir: „Ég neita að taka þátt í slíkum skrípaleik,“ sagði hann og barði hnefanum í ræðupúltið. Veníjamín Jarín, sem situr líkt og Sjatalín í Forsetaráðinu svo.- nefnda, ráðgjafarnefnd Gor- batsjovs, kvaðst einnig telja þessa niðurstöðu miður heppilega. Nauðsynlegum ákvörðunum hefði einungis verið slegið á frest og sýnt væri að sami leikurinn yrði endurtekinn að þremur viknum liðnum. Leoníd Abalkín, aðstoðar- forsætisráðherra Sovétríkjanna, tók í sama streng og kvað niður- stöðu þá sem atkvæðagreiðslan leiddi í ljós, óviðunandi. Nikolaj Ryzhkov sagðist hins vegar telja þessa niðurstöðu vel viðunandi en hann hafði í sjónvarpsávarpi á sunnudag lýst yfir því að áætlun Sjatalíns yrði aðeins til þess að kalla frekari hörmungar yfir Sov- étríkin. Andstæðingar forsætis- ráðherrans telja hins vegar að ekki sé unnt að slá því lengur á frest að gera grundvallarbreyt- ingar á hagkerfi Sovétríkjanna og vísa til sívaxandi skorts á nauðsynjum og aukinnar óigu í samfélaginu vegna versnandi líf- skjara. Óviðunandi valkostir Sýnt þykir að Gorbatsjov hafi frestað atkvæðagreiðslunni til að afstýra a.m.k. um stundarsakir frekari deilum og átökum. Bent er á að Ryzhkov forsætisráðherra hefði að líkindum neyðst til að segja af sér hefði þingheimur lagt blessun sína yfir tillögu Sjatalíns eða áætlanir Aganabegíjans. Sjálfur hefur forsætisráðherrann sagt að hann muni ekki hrinda í framkvæmd áformum sem hann hafi enga trúa á. Hefðu þingmenn á hinn bóginn samþykkt tillögur forsætisráðherrans hefði Gorb- atsjov fengið ráðamenn í velflest- um lýðveldum Sovétríkjanna upp á móti sér þar eð Ryzhkov vill að miðstýringarvaldi ráðamanna í Kreml á efnahagssviðinu verði viðhaldið í velflestum greinum. Norska skipinu Genius sleppt Ósló. flf'ufPr JL. Ósló. Reuter. SOVÉSK flotayfirvöld slepptu í gær norska skipinu Geiiius sem er í eigu umhverfísverndarsam- takanna Bellona í Noregi. Sov- étmenn tóku það í sína vörslu fyrir þremur dögum þegar það var á siglingu á norðurskauts- svæðinu til að mótmæla kjarn- orkutilraunum þar. Áhöfnin var að safna sýnum úr hafínu í grennd við sovésku eyna Novaja Zemlja á föstudag, þvert ofan í fyrirmæli Sovét- manna, þegar skipið var tekið. Sovétmenn hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn á eynni og höfðu norsku umhverfisverndarsamtökin heyrt að ein slík tilraun yrði gerð fyrir septemberlok. Áhöfnin var yfírheyrð, en skipið er nú komið til Kirkenes í Norður- Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.