Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 27

Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 27 Fjármál forsætisráðherra Noregs: Ríkislögmaðxir og skattay firvöld meta réttarstöðu Jans P. Syse Ósló. Frá Helge Sorensen, frcttaritara Morgunblaðsins. DEILAN um cinkafjármál Jans P. Syse, forsætisráðherra Noregs, er nú komin til umfjöllunar hjá norska ríkislögmanninum. Þá munu skatta- yfirvöld leggja mat á flókin atriði málsins. Forsætisráðherrann hefur sagt afdráttarlaust, að hann ætli ekki að segja af sér cmbætti. Hann harmar að hafa brotið af sér, en leggur áherslu á að hann hafi á eng- an hátt hagnast á því eða valdið öðrum tjóni. Georg Fredrik Rieber-Mohns ríkis- lögmaður rannsakar nú einkafjármál norska forsætisráðherrans. Hann hefur farið yfir skýrslur endurskoð- unarfyrirtækisins Birkeland og Ulv- holt og hæstaréttarlögmannsins Há- kons Lochens. Ríkislögmaðurinn tel- ur mikilvægt að málið fái sömu með- ferð og það fengi éf almennur borg- ari hefði átt í hlut. Hann hefur því haft samráð við ríkisskattstjórann í því skyni að fá mat lagt á flókin skattaatriði. Hann hefur jafnframt beðið skattstjórann að taka málið fyrir eins fljótt og auðið sé. Loks hefur hann beðið skattayfírvöld að meta hvort málið sé þess eðlis að senda verði það til meðferðar ákæru- valdsins. Forystumenn þeirra flokka sem starfa með Syse í ríkisstjórn, Kjell Magne Bondevik, formaður Kristi- lega þjóðarfiokksins, og Johan J. Jakobsen, formaður Miðflokksins, Grein í tímariti í Chile: Allende íramdi sjálfsmorð en féll ekki í valdaráni TÍMARIT sem talið er hallt undir vinstrisinna í Chile birti nýlega grein þar sem segir að Salvador Allende, fyrrum forseti landsins, hafi ekki fallið í valdaráni hersins árið 1973, heldur hafi hann fram- ið sjálfsmorð. í frétt dagblaðsins International Herald Tribune um frásögn tímarits- ins Análisis segir að fullyrðingar um sjálfsmorð Allendes hafí komið, fram strax eftir að herinn rændi völdum í Chile 11. september 1973. Þeim hafí hins vegar verið vísað á bug af marxistum. Er sagt, að Análisis sé með grein sinni nú að fá kommún- ista, sósíalista og aðra þá sem studdu Allende til að sætta sig við þá stað- reynd að hann hafi framið sjálfs- morð. í Análisis er fullyrt að Fídel Castro Kúbuleiðtogi og Moskvuútvarpið hafí í sameiningu komið þeim tilbúningi á framfæri að Allende hafí verið myrtur í valdaráninu. „Á þennan hátt meðhöndluðu vinstrisinnar um heim allan sinn eigin sannleika um síðustu stundir Allende," segir í greininni. Jarðneskar leifar Salvadors All- ende voru nýlega grafnar upp og jarðsettar á ný við virðulega athöfn í Santiago. í grein sinni í Análisis segir stjórnmálaritstjóri tímaritsins, Francisco Martorell, að læknar og aðrir sérfræðingar er skoðuðu jarð- neskar leifar forsetans fyrrverandi hafí staðfest að hann hafi framið sjálfsmorð. Kemur þetta heim og saman við fullyrðingar Patricios Gui- jons Kleins, fyrrum líflæknis forset- ans. Allende hafði verið við völd í tæp þrjú ár er honum var steypt af stóli. Sérstök rannsókn sem gerð var á vegum þingnefndar í Bandaríkjunum leiddi í ljós að bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, hefði veitt ýmsum hópum í Chile er efndu til verkfalla og mót- mæla gegn Allende, fjárstuðning. sögðu aðfaramótt laugardags að þeir bæru fyllsta traust til forsætis- ráðherrans. í norskum fjölmiðlum er talið, að Syse sé hinn eini af forystu- mönnum Hægriflokksin, sem hafi hæfileika til að halda núverandi sam- steypustjórn borgaraflokkanna sam- an. Skoðanakannanir í síðustu viku sýndu, að fylgi Hægriflokksins meðal kjósenda minnkaði um 3,7%. Fram- faraflokkurinn fékk þetta fylgi í sinn hlut, en hann hefur skipað sér hægra megin við Hægriflokkinn. Gunnar Berge, formaður þingflokks Verka- mannaflokksins, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, segir að ljóst sé að staða forsætisráðherrans hafí veikst og ástæða sé til að skoða skýrslurnar um mál hans nánar. Syse sagði sjálfur á blaðamanna- fundi skömmu fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld, að hann héldi áfram sínu starfi án þess að hafa á tilfínning- unni að staða sín væri veik. Hann mundi gera það sem í hans valdi stæði til að rækja embætti sitt vel í framtíðinni. Hann viðurkenndi þó að liðin vika hefði verið ákaflega erfið og þakkaði öllum sem hefðu veitt honum stuðning. Forsætisráðherrann var einarðleg- ur á blaðamannafundinum. Hann svaraði mörgum af spumingum þeirra um það bil 100 fréttamanna, sem sóttu fundinn, með því að vísa til fyrrnefndra skýrslna sem þá lágu fyrir. Hann hvatti fréttamennina til að skoða skýrslu endurskoðendanna vandlega áður en þeir settu fram spurningar sínar. í skýrslu skattasérfræðingsins, Hákons Lochens hæstaréttarlög- manns, sem lögð var fram á fundin- um, kom fram að Syse hefði greitt 160.000 norskum krónum (um 1.490.000 ísl. kr.) of lítið í skatt á árinu 1989. Lögmaðurinn segist þó ekki trúa því að Syse hafí svikið vísvitandi undan skatti. Syse átti að greiða 40% skatt af hagnaði fyrir sölu á hlutabréfum, en hagnaðurinn var ekki gefinn upp á skattaframtali hans fyrir þetta ár. Lögmaðurinn er sammála þeim sem halda fram að forsætisráðherr- ann hafi með þessari háttsemi sinni farið inn á „grátt“ svæði í lögfræði- legu tilliti. Alexander Lilov. Reuter Búlgarskur flokksfor- maður seg- ir af sér Sófíu. Reuter. dpa. ALEXANDER Lilov, leiðtogi só- síalistaflokks Búlgaríu, sagði af sér í gær á flokksþingi í gær. Sagðist hann vilja víkja fyrir yngri mönnum. Lilov tók við flokksforystunni í febrúar síðastliðinum eftir að hann ásamt fleirum hafði steypt Todor Zhivkov flokksleiðtoga. Undir stjórn Lilovs var nafni flokksins breytt á þann veg að hætt var að kenna hann við kommúnisma. Flokkurinn vann mikinn sigur í kosningum sem haldnar voru í júní. Litlar umbætur og mikill vöruskort- ur síðan þá virðast hafa dregið nokkuð úr stuðningi við Sósíalista- flokkinn. Einnig ríkir nokkur óán- ægja í garð Lilovs vegna fortíðar hans en hann var aðalhugmynda- fræðingur kommúnistaflokksins fyrir nokkrum árum. Síðar féll hann í ónáð vegna þess að hann lagðist gegn stalínískum valdaháttum Zhivkovs. ERLENT Reuter Winnie Mandela á leið íréttarsal Winnie Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, varaforseta Afríka þjóð- arráðsins, var kvödd í réttarsal í gær til að hlýða á ákæru fyrir líkamsárás og mannrán. Sjálf réttarhöldin hefjast ekki fyrr en í febrú- ar. Hér sést þegar verið er að rannsaka innihald handtösku Winnie í dómshúsi í Soweto. BIRKENST0CK sandalar fyrir dömur og herra í úrvali Teg. Arizona Stærðir: 35-40 kr. 3.590,- 41-46 kr. 3.970,- Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. Eldriborgaraferð Yeraldar til Mallorka með Hermanni Ragnari og hjúkrunarfræðingi Aðeins 8 sæti laus Við eigum enn eftir 8 sæti í þessa vönduðu ferð til Mallorka þar sem gist er í frábærum íbúðum og þú nýtur þjónustu fararstjóra Veraldar og hjúkrunarfræðings ásamt daglegum uppákomum með Hermanni Ragnari. Verð frá kr. 56.700,- * AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI: (91)622011 &622200. FARKORT FÍFj Verð m.v. 4 í íbúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.