Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 37

Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 37 Vetrarstarf Laugameskirkju Æskulýðsstarf Guðsþjónustur og barnastarf Á hveijum sunnudegi verða guðs- þjónustur kl. 11.00. Börnin verða með í guðsþjónustunni til að byija með, en þegar prédikun hefst fara börnin niður í safnaðarheimilið og fá fræðslu við sitt hæfi. Eftir guðs- þjónustumar verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu fyrir kirkjugesti og einnig verður reynt að hafa þar stutta dagskrá af og til með þátttöku bama og unglinga. Einu sinni í mánuði verða guðsþjón- ustur einnig kl. 14.00 fyrir þá sem kjósa heldur að koma í messu eftir hádegi. Barnastarf íyrir 10-12 ára Á hveijum fimmtudegi verður barnastarf fyrir 10-12 ára böm. Fyrsta samveran verður 27. okt. og hefst kl. 17.00. í fyrra var byij- að á þessu starfi og tókst það mjög vel. Börnin fá innihaldsríka fræðslu um grundvallaratriði kristinnar trú- ar en jafnframt er brugðið á leik með ýmsum hætti. Umsjón með þessu starfi hafa Jóna Hrönn Bolla- dóttir guðfræðinemi og Ólöf Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur. A fimmtudagskvöldum verða fundir fyrir 13 ára og eldri og er það starf þegar hafið, en um síðustu helgi var landsmót unglinga í æsku- lýðsfélögum kirkjunnar og var það haldið i Munaðarnesi. Æskulýðs- starf kirkjunnar í Reykjavík hefur vaxið mjög mikið síðustu árin og hefur í því sambandi verið stofnað Æskulýðssamband í prófastsdæm- inu. Umsjón með æskulýðsstarfinu í Laugarneskirkju hefur Hreiðar Örn Gestsson, Diðrik Eiríksson o.fl. Bjöllukór og drengjakór I vetur hefur verið ákveðið að bjóða upp á fjölbreytt tónlistarlíf fyrir börn. í því skyni verður stofn- aður drengjakór fyrir drengi á aldr- inum 10-14 ára. Einnig verður stofnaður bjöllukór fyrir börn á aldrinum 10-14 ára. Kór Laugarneskirkju Við Laugarneskirkju er starf- ræktur blandaður kór. Æfingar eru á miðvikudögum. í vetur verður m.a. sungin Allra heilagra messa eftir Egil Hovland 4. nóv. og í vor verður sungin Messa eftir W.A. Mozart. Auk þessara verkefna verða mörg önnur smærri verk æfð sem flutt verða við guðsþjónustur. Ennþá er hægt að bæta við karla- röddum og geta þeir sem áhuga hafa hringt í síma kirkjunnar, 34516, eða haft samband við organ- ista kirkjunnar, Ronald Turner, en hann býður kórfélögum upp á söng- kennslu í einkatímum. Fermingarstarfíð Þriðjudaginn 25. sept. eiga vænt- anleg fenningarbörn að koma til skráningar í Safnaðarheimili kirkj- unnar milli 17 og 18. Það er stór áfangi í lífi hvers unglings að und- irbúa sig fyrir fermingu. Það er einnig mikilvægt að foreldrarnir taki virkan þátt í fermingarstarfinu svo fermingin 'verði sannkölluð fjöl- skylduhátíð. Kyrrðarstund í hádeginu Á. hveijum fimmtudegi er kyrrð- arstund kl. 12 á hádegi í Laugarnes- kirkju. Frá kl. 12.00 er leikið á orgel kirkjunnar, en kl. 12.10 fer fram altarisganga og fyrirbænir. Kl. ca. 12.30 er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Þessar kyrrðarstundir voru í allan fyrravetur og ávallt vel sóttar, enda er þettá kjörið tækifæri til þess að njóta kyrrðar og helgihalds í önn dagsins. Safnaðarfólk og fólk sem vinnur í grenndinni sækir þessar stundir og eru þær að sjálfsögðu bæði fyrir konur sem karla. Starf fyrir aldraða í vetur verður öldruðu fólki í sókninni sinnt meir en áður hefur tíðkast. Ekki síst verður reynt að vitja þeirra sem eru bundnir heirna vegna veikinda eða annarra að- stæðna. Einnig verða mánaðarlegar guðsþjónustur kl. 14.00 fyrir þá sem kjósa heldur að koma í messu eftir hádegi. í tengslum við þetta helgihald verður boðið upp á veit- ingar í safnaðarheimilinu. Fræðslustarf o.fl. Eins og áður verður annað slagið boðið upp á fræðslukvöld um ýmis efni og verða þau auglýst hveiju sinni. Einnig verður kvenfélag Laugarneskirkja sóknarinnar með sitt hefðbundna starf fyrsta mánudag hvers mánað- ar. Til þess að allt þetta starf geti gengið þarf mikið og gott starfs- fólk, enda er stór hópur sjálfboða- liða þegar að starfi. Þá hefur verið ráðinn aðstoðarprestur í hlutastarf, en hann heitir Bjarni Karlsson. Hann verður vígður sunnudaginn 7. okt. við guðsþjónustu f Dómkirkj- unni kl. 10.30. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur. RAOAUGí YSINGAR TILBOÐ - ÚTBOÐ Lóðaútboð: Einbýlishúsalóðir og raðhúsalóðir í Setbergshlíð í Hafnarfirði eru nú til sölu einstakar útsýnislóðir í opnu útboði. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu SH Verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. Tilboðum skal skila fyrir kl. 18.00 15. októ- ber 1990. Til sölu Mitzubishi L-300 sendibíll árgerð 1982, einn- ig Subaru 700 sendibíll árgerð 1984, skemmdur eftir árekstur. Nýupptekin vél og bremsur. Upplýsingar gefur Hallur Jónsson, verkstjóri í vinnusíma 691600 og kvöldsíma 672523. /3C\ OS'IAOG ( HJSMIÖRSALANSE Bitruhálsi 2 - Reykjavík - s. 691600. Söluturn á góðum stað í Vesturbænum til sölu Mánaðarleg velta 2,8 milljónir. Leigusamning- urtil 5 ára geturfylgt. Góðirtekjumöguleikar. Upplýsingar veittar -í vinnusíma 679399 og heimasímum 689221 og 652090. Traktorsgröfur Getum útvegað á sérlega hagstæðu verði eftirtaldar traktorsgröfur: 1) JCB 3CX Sitemaster 4x4, ný vél. Verð án vsk................3.640.000. 2) JCB 3CX Sitemaster 4x4, 50 tímar. Verðánvsk. ................3.270.000. 3) JCB 3CX Sitemaster 4x4, 350 tímar. Verð án vsk................3.207.000. 4) Chase 580K 4x4 1990, 550 tímar. Verð án vsk................2.897.000. 5) MF 50HX Elite /Servo 4x4, ný vél. Verð án vsk................3.420.000. 6) MF 50HX “S“ 4x4, 600 tímar. Verð án vsk................2.754.000. 7) Ford 655 Special 4x4, ný vél. Verð án vsk................3.415.000. Útvegum einnig varahluti í vinnuvélar. Markaðsþjónustan, sími 26984. SJÁLFSTfEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar fari fram dagana 26. og 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveð- ins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokks- mönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum samkvæmt a-lið, eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs samkvæmt a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingis- kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboð- um en 8. Framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 12.00 á há- degi mánudaginn 8. október nk. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs á Vestfjörðum Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðarkjördæmi við næstu alþingiskosningar fari fram 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til kjörnefndar innan ákveðins frests sem nefndin setur. Tillagan er þvi aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönn- um búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum skv. a-lið, eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs skv. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosn- ingum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir ( Vestfjarðakjör- dæmi skulu standa að hverju framboöi. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 4. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til formanns kjörnefndar, Einars Odds Kristjánsson- ar, Sólbakka, Önundarfirði, 425 Flateyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi 12. október nk. Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjáifstæöisflokksins á Vestfjörðum. Auglýst eftir f ramboðum til prófkjörs á Austfjörðum Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar fari fram 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til prófkjörsnefndar innan ákveðins frests, sem nefndin setur. Tillagan er því aöeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmað- ur staðið að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. b) Prófkjörsnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur tll viðbótar frambjóðendum skv. a-lið eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs skv. a-lið hér að ofan. Skai framboðið bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn búsettir i Austurlandskjördæmi skulu standa að hverju framboöi. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 4. Framboðum þessum ber að skiia, ásamt mynd af viökomandi og stuttu æviágripi, til formanns prófkjörsnefnd- ar, Jónasar Þórs Jóhannssonar, Brávöllum 9, 700 Egilsstöðum, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi 12. október nk. Prófkjörsnefnd Sjálfstæðisflokksins i Austuriandskjördæmi. Rangæingar Framhaldsfundur vegna stofnunar sjálfstæðisfélags í vestanverðri Rang- árvallarsýslu verður haldinn í Laufafelli á Hellu miðvikudaginn 26. september kl. 21.00. Þorsteinn Pálsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Sjálfstæðisfólk úr Rangárvallarhreppi og hreppunum vestan ytri Rangár er hvatt til að mæta og gerast stofnfélagar. Undirbúningsnefndin. Kæru Seltirningar Miðvikudaginn 26. september verður okkar fyrsti fundur haldinn í félags- heimili okkar á Aust- urströnd 3 kl. 20.30. Fundarstjóri verður Jón Hákon Magnús- son. Gestur fundar- ins verður Halldór Blöndal alþingis- maður. Allir velkomnir til skrafs og ráðagerða. Kaffi á könnunni. \ Stjórnin og FUS, Baldur. Sjálfstæðismenn íKjalarneshreppi Vidtalstími hreppsnefndarmanna í Kjalarneshreppi í kvöld þriðju- daginn 25. sept. milli kl. 20 og 21. Fundur Stjórn og listi Sjáfstæðismanna í Kalarneshreppi heldur fund i kvöld, þriðjudaginn 25. sept., kl. 21. Stjórnin. mmmmmmmmmmmmm^^m l o-°-F- Rb- 1 = iao9258 - WeLAGSLÍF □ EDDA 59902597 - Fjhst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.