Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
49
EFTIRKÖST
Nicu Ceausescu sárþjáður af
skorpulifur
Nicu Ceausescu, sonur rúmenska
einræðisherrans Nicolae Ce-
ausescus, var nýlega dæmdur í 20
ára fangelsi fyrir glæpi í tengslum
við desember-uppreisnina á síðasta
ári. Nicu er sagður hafa fyrirskipað
skotárás á andófsmenn. Á hinn
bóginn var hann sýknaður af ákæru
um þjóðarmorð sem hefði kostað
hann lífstíðarfangelsi. Herdómstóll
í Búkarest taldi sannað að Nicu
hefði gefið skipanir sem leiddu til
þess að 91 óbreyttur borgari féll í
borginni Sibiu, heimaborg Nicus,
22. desember sl. Vetjendur reyndu
að koma sökinni á herinn, sögðu
að Nicu hefði farið til Búkarest
BEASK
Borgarstjór-
inn í Nice
leggur á flótta
Ibúar frönsku borgarinnar Nice á
sólgylltri strönd Rivierunnar
urðu undrandi þegar þeir lásu blað-
ið Nice Matin sunnudaginn 16. sept-
ember síðastliðinn og sáu þar, að
borgarstjórinn þeirra, Jacques
Médecin, hafði ákveðið að hætta
afskiptum af opinberum málum.
Borgarstjórinn lét ekki þar við sitja
heldur fluttist á brott frá Frakk-
landi og er talið líklegt að hann
ætli að setjast að í Argentínu, en
vinfengi er með Médecin og Carlos
Menem, forseta Argentínu.
Þótt Médecin hafi gegnt störfum
borgarstjóra í Nice í 24 ár var það
ekki vegna þreytu sem hann sagði
af sér og flutti úr landi heldur
lagði hann á flótta undan vörðum
laganna og eftirlitsmönnum með
opinberum fjárreiðum. Þykir sýnt
og sannað að borgarstjórinn fyrr-
verandi hafí dregið til sín stórfé og
þar að auki staðið að alls kyns
braski með opinbera fjármuni.
Fjármálaumsvif Médecins náðu
til reksturs á spilavítum og leyni-
reikninga í útlöndum auk þess sem
hann átti hlut að dularfullum fyrir-
tækjum sem fjárfestu víða um lönd.
Þannig er talið að hann hafi flutt
töluvert að peningum til Bandaríkj-
anna og staðið þar að fyrirtækinu
Oppenheimer Inc., svo að dæmi sé
tekið, einnig hafí hann lagt fé í
ferðamannaþjónustu á eyjunni Ha-
iti, átt í fyrirtæki í Panama o.s.
frv., o.s.frv.
Médecin og fjölskylda hans hefur
í 62 ár haft mikil áhrif á stjórn
Nice, því að faðir borgarstjórans
landlausa var einnig borgarstjóri á
sínum tíma.
Jacques Médecin fráfarandi
borgarstjóri sem nú hefur flúið
land.
Nicu Ceausescu hlýðir á dómsúr-
skurðinn í Búkarest. Hann er
sagður afar heilsutæpur eftir
svall undangenginna ára, einkum
mun lifrin vera illa haldin.
sama dag og morðin verið framin
og ekki haft hugmynd um þau.
Réttað var í máli Nicus í fjóra
mánuði í Sibiu þar sem hann var
flokksleiðtogi kommúnista og al-
ræmdur fyrir sukk og fautaskap.
Hann átti fjögur hús, búin gull- og
silfurmunum, dýrum málverkum og
hvers kyns vestrænum munaði.
Tvær þernur höfðu þann starfa að
færa honum kavíar og kampavín
og hann ferðaðist um landið með
hersingu af kvenfólki, ýmsum vild-
arvinum og skuggalegum lífvörð-
um. Er litið var inn á veitingastaði
voru allir gestir sem fyrir voru
umsvifalaust reknir á dyr. Nicu
skildi við konu sína, Poliönu, fyrir
tveim árum og var þá orðinn al-
ræmdur fyrir kvennafar. Meðal
annars reyndi hann að þvinga fim-
leikastjörnuna Nadiu Comaneci til
fylgilags við sig en óljóst er hvern-
ig þeim atgangi lyktaði. Hann er
einnig sagður hafa eytt stórfé í
spilavítum Las Vegas-borgar í
Bandaríkjunum.
Nicu er nú 38 ára gamall og
segja veijendur hans að hann geti
ekki afplánað fangelsisvist vegna
afar lélegrar heilsu og sé hann jafn-
vel dauðvona. Nicu sé þungt haldinn
af skorpulifur og blóðarásarsjúk-
dómum, hann hafi lést um 22 kg
síðan hann var handtekinn 22. des-
ember. Læknar kanna nú staðhæf-
ingar veijendenna.
Ceausescu-hjónin, Nicolae og
Elena, voru tekin af lífí á jóladag
á síðasta ári. Bróðir einræðisherr-
ans, Nicolae Andruta Ceausescu
hershöfðingi, er stjórnaði þjálfunar-
skóla öryggislögreglunnar, var
dæmdur í 15 ára fangelsi í júní.
Systkin Nicus, Valentin og Zoe, eru
fijáis ferða sinna en munu, ásamt
fleiri úr fjölskyldunni, verða ákærð
fyrir fjárglæfra. Núverandi ráða-
menn reyna að beina allri athygl-
inni að glæpum Ceausescu-fjölskyl-
dunnar en þeir eru flestir fyrrum
embættismenn Ceausescus og talið
víst að fortíð sumra þeirra þoli illa
dagsins ljós.
TEYGJHR 0G ÞREK
Er ekki tími
til kominn að
þú
farir að hreyfa þig?
SÉRSTAKIR TEYGJU-
OG ÞREKTÍMAR
Konur: þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 13.30
Karlar-. mánudaga og mið-
vikudaga kl. 18.10 og
miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 19.10
\im
Engjateigi 1 • Reykjavík • Síinai' 687801 & 687701
Jónatan litli ásamt móður sinni.
FJÖLGUN
Fæddist
í skýjunum
Ekki getur talist algengt að flug-
vélar lendi með fleiri innanborðs
heldur en þær lögðu af stað með.
Slíkt henti þó fyrir skömmu, en breið-
þota frá British Airways var þá á
leið frá Malawi til Heathrow. Voru
farþegarnir einum fleiri er þotan lenti
heldur en þeir voru þegar hún lagði
af stað. Kona nokkur ól nefnilega
dreng um borð! Jonathatn liti Low-
ther átti ekki að koma í heiminn
fyrr en viku síðar samkvæmt útreikn-
ingum lækna, en hann lét sér ekki
segjast. Nú hefur Lowtherhjónunum
verið tjáð að Jónatan litli fái breskt
vegabréf þrátt fyrir fæðingarstaðinn
og BA hefur staðfest að þau verði
ekki krafín greiðslu á fargjaldi fyrir
aukafarþega!
Frú Carina Fimmler frá MARGARET ASTOR er stödd
hérlendis dagana 25., 26. og 27. september og kynnir
haust- og vetrartískuna 1990 - auk annarra nýjunga
frá ASTOR.
ÍSFLEXJif.
IVIatreióslumennirnir David Wallach gestur frá U.S.fl
og Guómundur Þorsson
CALIFORNIA MATUR
EINS OG HANN GERIST BESTUR
IVIatreidslumaóurinn David Wallach
heimsækir Hard Rock Cafe
frá 20. til 30. sept. frá kl. 18 öll kvöld
Á boóstólum veróur amerískur matur meó
frönsku, ítölsku og austurlensku ívafi
SÝNIRHORN ÚR MATSEÐLI
FORRÉTTIR
SPICY THAILOBSTER TAILS
WITH LEMON CUCUMBER SALAD
(VEL KRYDDAÐIR HUMARHALAR AÐ HÆTTI
TÆLANDS MEÐ SÍTRÓNU-GÚRKUSALATI
KR. 995,-
EXOTIC WILD MUSHROQM PASTA
WITH DUCK CONFIT AND FRESH SAGE
(VILLISVEPPA PASTA MEÐ ANDARKJÖTSMAUKI)
KR. 795.-
DESERTAR
JACK DANIELS CREME CARAMEL
(JACK DANIEL KARAMELLUBÚÐINGUR)
KR.425.-
Elskum alla - þjónum öllum
Velkomin á Hard Rock Cafe, simi 689888